Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Fréttir Mannlaust fyrstu verkfallsnóttina á Hrafnistu í Hafnarfirði: Ættingjar komu með bedda oa dýnur geng ekki út nema allt sé 1 lagi, segir hj úkrunar for stj órinn Þriðjungur starfsfólks í aðhlynn- ingu á Hrafnistu í Hafnarfirði hefur lagt niður vinnu vegna verkfalls sjúkraliða eða um það bil 26 sjúkra- liðar af 90 starfsmönnum á hjúkrun- ardeildum og dvalarheimih. Stjórn- endur Hrafnistu hafa óskað eftir því við ættingja heimilismanna að þeir taki þá heim eftir fremstu getu eða komi kvölds og morgna og aöstoði þá við að klæða sig og borða. Ragn- heiður Jónsdóttir hjúkrunarforstjóri segir að óskað hafi verið eftir undan- þágum til sjúkraliða en fáist þær ekki taki hún næturvaktir á mann- lausum deildum meðan á verkfallinu stendur. „Samkvæmt vaktaskrá hefðu tveir sjúkrafiðar átt að vera á vakt á ann- arri sjúkradeildinni aðfaranótt föstudags en þar sem þeir voru komnir í verkfall varð ég að taka vaktina ásamt vakthafandi hjúkrun- arfræðingi. Ég ber ábyrgð á velferð heimifisfólksins og geng auðvitað ekki út héðan nema allt sé í lagi. Þrír ættingjar heimifismanna komu með bedda og dýnur og sváfu hjá ættingjum sínum og ég býst við að það verði endurtekiö ef á þarf að halda því að sumir þeirra eru svo Ragnheiður Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði, tók næturvakt fyrstu verkfallsnótt sjúkraliða ásamt vakthafandi hjúkrunarfræðingi vegna þess að önnur hjúkrunardeildin af tveimur hefði annars verið mannlaus. DV-mynd BG Eiginkona heimilismanns á Hrafnistu í Hafnarfirði: Svaf á bedda í herberginu - reiðubúin til aðstoðar, „Maðurinn minn er á alveg yqdis- legri deild þar sem mjög vel er hugs- að um fólkið en auðvitað er talsvert öngþveiti á þessum deildum því að fólkið þarf mikla umönnun og deild- irnar eru ekki nógu vel mannaðar. Maðurinn minn er á annarri hjúkr- unardeildinni á Hrafnistu. Hann þarf mikla umönnun og getur ekkert bjargað sér sjálfur þó aö hann geti gengið um. Yfirhjúkrunarkonan veit Anna Elíasdóttir, eiginkona heimilis- manns á Hrafnistu, bjó eiginmann sinn undir svefninn og svaf á bedda í herberginu hans fyrstu verkfalls- nóttina. DV-mynd BG segir Anna Elíasdóttir að ég er reiðubúin til aðstoðar ef þaö er eitthvað sem ég get gert. Ég er það frísk,“ segir Anna Elíasdóttir, 80 ára íbúi í smáhúsunum við Hrafnistu í Hafnarfirði. Þrír ættingjar heimilismanna á einni sjúkradeildinni á Hrafnistu komu með bedda, dýnur og rúmföt á fimmtudagskvöld til aö sofa hjá ætt- ingjum sínum og vera þeim tii aö- stoðar aðfaranótt föstudags. Anna kom á fimmtudagskvöld, bjó 85 ára gamlan eiginmann sinn undir nótt- ina og svaf á bedda í herberginu hans. Hún segist ætla að taka mann- inn sinn heim ef deildinni verður lokað. Ættingjar heimifisfólks á Hrafnistu hafa verið hvattir til aö koma og aðstoða ættingja sína á morgnana og kvöldin. „Ég bjó hann undir svefninn og svaf á bedda sem hann hefur í her- berginu. Um morguninn dreif ég hann á fætur og fór með honum í morgunmat. Ég fer aftur upp eftir í kvöld til að búa hann undir svefn- inn,“ segir hún. Anna segist hafa samúð með verk- falfi sjúkrafiða enda hafi þeir verið lengi án samnings. Það sé þó slæmt þegar verkfallið bitni á veiku fólki og fólki sem getur ekki fariö heim tíi sín. Rannveig Guömundsdóttir, nýr ráðherra: Guðmundur Árni axlaði ábyrgð á sérstakan hátt „Þetta er mjög góð niðurstaða og Guðmundur Ami hefur tekið ákvörðun í dag sem er sérstök í okkar stjómmálasögu. Hann hefur sett hagsmuni félaga, flokks og kjördæmis ofar öðru. Hann hefur axlað ábyrgð á alveg sérstakan hátt og við í þingflokknum erum staðráðin í að snúa nú bökum sam- an og halda fram á veg,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir með flokksformanninum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. DV-mynd Brynjar Gauti Rannveig Guðmundsdóttir sem tekur við embætti félagsmálaráð- herra í dag samkvæmt ákvörðun þingflokks Alþýðuflokksins í gær. Rannveig segir að það hafi verið full sátt um það innan þingflokks- ins að gera þetta svona og Guð- mundur Ámi hafi komist vel frá þessu máli. Hún segir að viö það að hún taki við embætti félags- málaráðherra af Guðmundi Árna breytist ekki markmið. „Við innan flokksins leggjum áherslu á það sama sem hópur. Það verður hugsanlega einhver áherslumunur á því hvernig ég tek á einstökum málaflokkum. Ég hef mikinn áhuga á því sem snýr að fjölskyldumálum. Ég vil skoða hvaða þáttum mér gefst tími til að sinna þar. Þá eru að ganga í hönd kjarasamningar þar sem ég þarf að koma að málum," segir Rann- veig Guðmundsdóttir. Þú getur svaraO þessari spurrtingu meö því aö hringia í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Ef svariö erjá . í ýtir þú á Ef svariö er nei ^ ; ýtir þú á ,r ö d d FOLKSINS 99-16-00 (L L/ JL f skattleggja blaðburðarbörn? Afsögn Guðmundar Árna: Hjálpaði Alþýðuf lokknum - segir Jón Baldvin Hannibalsson „Guðmundur Arni tók rétta ákvörðun og vék til hfiðar persónu- legum hagsmunum til skamms tíma. Hann tók þessa ákvörðun í morgun vegna þess hve skaðleg umræðan var orðin fyrir Alþýðuflokkinn þar sem orðið var nánast umsátursástand. Þar hafði flokkurinn ekki notið sann- mælis heldur sætt ámæfi. Flokkur- inn naut ekki undir neinum kring- umstæðum þeirra verka sem hann hefur staðið að í ríkisstjórn. Þetta var faldlega staðreynd sem varð að bregðast við,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson um stöðu Alþýðu- flokksins eftir að Guðmundur Ámi hefur sagt af sér og Rannveig tekiö við ráðherradómi af honum. Jón Baldvin segir að nú sé öðrum flokkum óhætt að fara að líta í eigin barm og svara því hvort þeir hafi efni á því að setja sig á háan hest. „Með þessari ákvörðun sinni hjálp- aði Guömundur Ami Alþýðuflokkn- um að reka þessa óværu af sér og snúa nauðvöm í sókn. Með þessu móti höfum við jörð til aö standa á til þess að svara fullum hálsi ásökun- um pólítískra andstæðinga okkar sem hafa nú ekki úr háum söðli aö detta," segir Jón Baldvin. illa famir líkamlega að það er ekki hægt að ætlast til að þeir séu teknir heim,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir hjúkrunarforstjóri. Fyrsta sjúkrafiðalausa næturvakt- in á Hrafnistu í Hafnarfirði gekk vel þó að svo virðist sem nokkur hiti sé að færast í verkfallið. Þannig vom verkfallsverðir sjúkraliða ósáttir við að fá ekki inngöngu í hjúkmnar- heimifið í fyrrinótt. Ragnheiður segir að engin ástæða hafi verið til þess, það hefði valdið heimilismönnum ónæði og verkfallsverðirnir hafi gengið um heimifið um miðnætti. „Svona aðgerðir setja strax stífni í alla samvinnu milfi stjórnenda og sjúkraliða en ég býst ekki við því áð það verði nein eftirmál önnur en þau að verkfallsstjórnin ræðir við stjórn- endur á Hrafnistu," segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- fiðafélags íslands. Tæplega 90 heimifismenn eru á tveimur hjúkranardeildum á Hrafn- istu, 139 eru heimifismenn á dvalar- heimilinu, auk þess sem starfsmenn- imir hafa kallskyldu í smáhúsunum fyrir utan hjúkrunarheimilið. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Stuttar fréttir 3,5inilljarðaátak Samgönguráðherra hefur kynnt ríkisstjórn hugmyndir um framkvæmdaátak í vegamálum til aldamóta fyrir alls 3,5 millj- arða króna. Átakið verði fjár- magnað með hækkun á bensín- gjaldi og þungaskatti og sérstöku framlagi úr rikissjóði. Verkfallsstuðningur Fjöldi stéttarfélaga hefur opin- berlega sent frá sér tilkynningar þar sem fram kemur stuðningur við verkfall sjúkrafiða. Sjúkraliðar og stjómondur sjúkrastofnana deila um undan- þágufista fyrir neyðarþjónustu eftir að verkfall sjúkraliða skafi á í fyrrinótt AtlantaKjáASÍ Fulltrúar Atlanta áttu fund með forseta ASÍ í gærmorgun og kynntu sín sjónarmið til verk- fallsins sem FÍA hefur boðað. Arngrímur Jóhannsson hjá At- lanta telur litlar líkur á að sættir náist við FÍA og áformar að fá erlent flugfélag til að taka við starfsemi Atlanta. FÍAfærstuðning Norræna flutningamálasam- bandið tekur vel í málaleitan FÍA um að stöðva flugvélar Atlanta á Noröurlöndum. Samkvæmt RÚV styður ASÍ hugsanlegar aðgerðir verkalýðsfélaga á Suðumesjum. Samherji í Færeyjum Samherji á Akureyri hefur stofnað nýtt hlutafélag 1 Færeyj- um sem hefur keypt færeyska frystitogarann Beini fyrir 400 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.