Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Kvikmyndir Ra (Jaye Davison) fyrir miöri mynd innan um þegna sína i Stargate. Til hliðar er James Spader i hlutverki framtíðarmannsins Daniel Jackson. % Stargate slær í gegn Vinsælasta kvikmynd haustsins í Bandaríkjunum er tvímælalaust vís- indamyndin Stargate, en öllum til undrunar hefur hún verið tvær vik- ur í röð efst á vinsældalista þeim sem birtur er eftir hverja helgi yfir að- sóknartölur. Á aðeins tíu dögum eru komar 34 milljónir dollarar í kassann hjá MGM, sem er framleiðandi myndarinnar, en það fyrirtæki hefur ekki átt svo vinsæla kvikmynd síðan Rocky IV, var efst á blaði fyrir níu árum. Það sem meira er að aldrei áður í sögu kvikmyndanna hefur ein kvikmynd átt opnunarhelgi í sept- ember og október upp á 16,8 milljón- ir dollarar. Um síðustu helgi bjuggust flestir viö að Stargate yröi að láta í minni pokann fyrir kvikmynd Kenneth Brannagh, Marry Shelley’s Franken- stein, en svo fór ekki. Þegar upp var staðið höfðu komið inn 12,5 milljónir dollarar á Stargate, en 12 milljónir dollarar á Mary Shelley’s Franken- stein og voru þessar myndir í sér- flokki hvað varðar vinsældir þá helg- ina og svo er spurningin hvaö verður á næstunni, en von er á sterkum myndum í kvikmyndahús vestan hafs. Stargate sem fjallar um ferð vis- indamanna aftur í fortíðina á vit egypska höiðingjans Ra er leikstýrt af Roland Emmerich. Aðalhlutverk- in leika Kurt Russell, James Spader og Jaye Davidson, sem sló svo eftir- minnilega í gegn í Crying Game. Davidson, sem hafði gefið út yfirlýs- ingu þess efnis að hann hefði í raun engan áhuga á að leika í kvikmynd- um, lét undan þrýstingi að leika egypska höfðingjann Ra. Hann getur átt erfitt með aö standa viö fyrr- nefnda yfirlýsingu í framtíðinni með þessar miklu vinsældir Stargate á bakinu. Þess má geta að Stargate Kvikmyndir Hilmar Karlsson verður sýnd í Regnboganum og verð- ur að öllum líkindum jólamyndin á þeim bæ í ár. Frankenstein sem spáð var mikilli velgengni, enda valiiyi maður í hveiju hlutverki, með þá fremsta í flokki Robert De Niro í hlutverki ófreskjunnar og Kenneth Brannagh í hlutverki Frankenstein, hefur ekki fengið jafn góða dóma og búist var við og hafa margir gagnrýnendur lýst yfir vonbrigðum sínum með myndina, kemur það sjálfsagt að ein- hveiju leyti niður á aðsókninni. í þriðja sæti listans þessa vikuna er The War, með Kevin Costner og bamastjömunni Elija Wood í aðal- hlutverkum. í raun er Kevin Costner í aukahlutverki í myndinni, en hann leikur föður Wood. Annars lítur hst- inn yfir vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum um síðustu helgi svona út: 1. (1) Stargate, 2. (-) Fran- kenstein, 3. (-) The War, 4. (2) Pulp Fiction, 5. (3) The Specialist, 6. (4) Love Affair, 7. (6) The River Wild, 8. (7) Little Giant, 9. (9) Forrest Gump, 10. (5) The Road to Wellville. Priscilla Drottning eyðimerkurinnar Brátt mun Háskólabó taka til sýn- ingar áströlsku kvikmyndina The Adventures of Priscfila, Queen of the Desert. Þessi kvikmynd hefur farið sigurför um heiminn og náð vinsældum beggja vegna Atlants- hafsins. Aðalpersónur myndarinnar era þijár dansmeyjar frá Sydney sem er boðið að skemmta í fjórar vikur á skemmtihóteli í miðri eyðimörk Ástralíu. Þetta era engar venjulegar dansmeyjar, heldur era tvær þeirra, Felicia og Mitzi, klæðskiptingar og Bemadette er kynskiptingur og eins og nærri má geta verður ferðalag þeirra út í eyðmörkina sögulegt: „Dansmeyjamar” leigja sér rútu, sem máluð er í faUegum Utum og skírð PriscUla og nú er lagt í tveggja vikna ævintýraferð úti í eyðimörk- ina þar sem ýmsar skondnar uppá- komur bíða þeirra. í aðalhlutverkum era Temece Stamp, Hugo Weaving og Guy Pearce. Hefur Tereence Stamp fengið sérstaklega góða dóma fyrir leik sinn en heldur hefur farið Utið fyrir þessum ágæta leikara, sem á sjöunda áratugnum var einn helsti samnefnarinn fyrir unga, reiða og vUlta menn. Leikstjóri PriscUlu, Stephen ElUott, hefur sagt að hann hafi breytt einum faUegast karl- manni í heiminum í eldri konu. Á sínum bestu árum lék Terence Stamp í myndum hjá mörgum af frægustu leikstjórum heimsins, má þar nefna WUUam Wyler, Joseph Losey, Federico FeUini, Pier Paolo PasoUni og Peter Brook. En á und- anförnum árum má segja aö þaö hafi aöeins ein kvikmynd minnt á hann, The Hit Man. Auðvitað hefur hann leikiö í fleiri myndum, tU að mynda tveimur Superman myndum, en aðeins þá í aukahlutverkum. Eftir að Stamp kom sjálfum sér á réttan kjöl hefur hann skrifað eina skáld- sögu, The Night, sem fékk mjög góö- ar viðtökur og þijú bindi af sjálfsævi- sögu sinni. PrisciUa er önnur kvikmynd Step- hens EUiotts, en fyrsta kvikmynd hans, Frauds, var sýnd í Regnbogan- um í fyrra. Um þessa nýju mynd sína sem vakiö hefur mikla athygU á kvikmyndahátíðum segir hann: „Ég skrifaði PriscUlu sem gamanmynd og aðeins til þess að skemmta fólki. Ég vona að áhorfendur hlæi að per- sónunum í fyrri hluta myndarinnar, en hlæi síðan með þeim í síðari hlut- anum.“ Þannig lítur Terence Stamp út í hlutverki Bernadettu í The Adventures of Priscilla Queen of the Desert. wm ‘é.v.’ V í ; yk,-,;,- ■ r* WesCravenleik- stýrirEddieMurphy íVampire Sjálfsagt heföu fáir trúað því fyrirfram að hryllingsmynda- leikstjórinn Wes Craven og Eddie Murphy myndu standa saman að gerð kvikmyndar en sú er samt raunin. Þann 1. nóvember byrj- uðu tökur á Vampire, þar sem Eddie Murphy fer með aöalhlut- verkið ásamt Angelu Basset, þeirri sömu og lék Tinu Turner í Wliat’s Love Got to Do With It. Að sögn er um að ræða klassiska vampírusögu en setta í nútímann og þótt viðfangsefnið sé ekki gam- amnái verður húmorinn í háveg- um haföur. Handritið er skrifað af bræðranum Eddie og Charlie Murphy ásamt fleirum. SögurThomas Keneallyeftirsóttar Efdr aö Steven Spielberg gerði sögu Thomas Keneally, Schindl- er’s List, að einhverri eftirminni- legustu kvikmynd seinni ára hafa augu kvilonyndageröarmanna beinst að öðrum sögum Kenne- ally, og nú þegar hefur hinn merki kvikmyndadúett Merc- hand/Ivory tryggt sér rétt að kvikmynda The Playmaker sem fjallar um fyrstu sakamennina sem fluttir voru til Ástralíu frá Bretlandi. Ólíklegt er þó taliö að James Ivory muni leikstýra myndinni þar sem hann mun á miðju næsta ári leikstýra Pic- asso.Það er Anthony Hopkins sem mun leika Pablo Picasso og aö sjálfsögöu er þaö Ruth Praver Jhabvala sem skrifar handritið og beinir hún augunum að lífi málarans á sjötta áratugnum. Fimmtánmilljón dollararfyrir einakvikmynd Robin Williams hefur sam- þykkt að taka að sér aðalhlut- verkið í Juman þar sem hann leikur ofvaxinn dreng. Myndin er gerð eftir margverölaunaðri barnabók. Samningurimt við Wílliams er tahnn gefa honum fimmtán milljónir dollara í laun og að sögn séríróöra manna er þetta einhver hagstæðasti samn- ingur sem gerður hefur verið viö leikara i Hollywood. JohnTravoltaeftir- sótturáný John Travolta hefur ekki átt mikilli velgengni að fagna í mörg ár. Eftir að hafa orðið að goöi hjá ungu kynslóðinni í lok áttunda áratugarins, átti hann erfitt upp- dráttar í mörg ár en frábær frammistaða hans í Pulp Fiction hefur breytt þessu og beint at- hyglinni að honum á ný og streyma nú tilboðin til hans. Næsta mynd sem hann leikur í er Get Shorty þar sem hann leik- ur ásamt Gene Hackman og Danny De Vito. leikstjóri er Barry Sonnenfield XJppáhald AndyGarcia Margir leikarar ganga lengi meö í maganum eitt verkefni sem .þeir neyta allra ráða aö koma í framkvæmd og er leikarinn kunni Andy Garcia engin undan- tekning. í mörg ár er hann búinn aö vera að leita að peningum og framleiðendum til að gera kvik- mynd eftir handriti sem hann hefur liaft undir höndum, The Lost City. Gerist sagan á Kúbu rétt fyrir byltinguna. Nú hefur García orðið aö ósk sinni. Samuel Goldwin Co. hefur gefið grænt Ijós á myndina og mun Andy Garcia bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkiö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.