Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 36
44
LAUGARDAGUR 12. NÖVEMBER 1994
V
Iþróttir
Alþjóðlega Reykjavíkurmótið í handknattleik:
Lítill mælikvarði á
stöðu landsliðsins
Stefán Kristjánsson skrifar:
Alþjóöa Reykja-
víkurmótinu í
handknattleik
lauk um síðustu
helgi og eins og
allir vita hafnaði
íslenska landslið-
ið 1 öðru sæti á
mótinu á eftir
Evrópumeistur-
um Svía. Mótið
tókst í flesta staði
vel en forkólfar
HM ’95 mega þó
enn bæta ráð sitt
á ýmsum sviðum
ef allir eiga að
geta verið ánægð-
ir þegar heims-
meistarakeppn-
inni hér á landi
lýkur í maí á
næsta ári.
Fyrst um frammistöðu landsliðs-
ins á mótinu. Fyrir mótið gaf Þor-
bergur Aðalsteinsson landsliðs-
þjálfari út þá yfirlýsingu að
markmiðið væri að leika til úrslita
á mótinu. Þetta tókst hjá þjálfaran-
um og verður að segjast eins og er
að það er óvenjulegt að íslenskir
landsliösþjálfarar nái settum
markmiðum sínum.
Hægt að stöðva
hraðaupphlaupin
Svíar voru ofjarlar íslendinga á
einu sviði handknattleiksins í úr-
slitaleik mótsins. Hér er auövitað
átt við hraðaupphlaupin og þann
mun sem á liöunum var í leikslok
má að mestu leyti rekja til hrað-
aupphlaupa Svíanna. Þorbergur
verður að finna leið til að stöðva
hraðaupphlaup andstæðinga
landsliðsins hveiju sinni og það er
auðvitað hægt.
Aðrir hnökrar á leik íslenska
liðsins á mótinu voru einkum stirö-
leiki í sóknarleik. Á því eru eðlileg-
ar skýringar. Landsliðið hafði ht-
inn sem engan tíma til undirbún-
ings fyrir mótið og í sóknarleikinn
vantaði sterka leikmenn.
Þá kom í ljós á umræddu móti
að nokkrir leikmenn íslenska hðs-
ins voru að þrotum komnir er að
Svíaleiknum kom. Þeir höfðu ekki
úthald til að takast á við fjóra leiki
á jafnmörgum dögum. Enn eru
fimm mánuðir þar til heimsmeist-
arakeppnin hefst hér á landi, í maí
á næsta ári, og á þeim tíma á að
vera hægt að lagfæra það sem af-
laga fór á Reykjavíkurmótinu.
Að liggja flatur
fyrir snilli Svía
Vissulega fékk íslenska hðið nokk-
urn skell gegn Svíum í úrslitaleikn-
um. Þjálfari toppliðsins í 1. deild-
inni, Þorbjörn Jensson, þjálfari
Vals, kom fram í sjónvarpsviðtali
og sagði að við ættum einfaldlega
ekki möguleika gegn jafn sterkum
liðum og landsliði Svíþjóðar. Við
yrðum bara að sætta okkur við
það. Þetta væri vonlaust mál. Ég
er Þorbirni alveg ósammála. Við
eigum ekki að liggja kyhiflatir fyrir
snilli Svíanna heldur leita leiða til
að bæta þá hluti sem laga má. Og
að mínu mati mega þjálfarar aldrei
falla í þá gryfju að gefast gersam-
lega upp fyrir viðfangsefninu
hverju sinni. Svíarnir eru með eitt
besta ef ekki besta landslið heims
um þessar mundir. Ahir eru sam-
mála um það. En það er mín skoð-
un að hægt sé að bæta leik okkar
manna á stuttum tíma og minnka
bilið enn frekar á milli íslenska
landsliðsins og þeirra liða sem álit-
in eru þau albestu í heiminum í
dag. Bihð er ekki eins breitt og
margir halda.
Lítill mælikvarði
á stöðu liðsins
Reykjavíkurmótið var kærkomin
æfing fyrir landshðiö. Sem mæh-
kvarði á stöðu liðsins í dag var
mótið því miður ekki eins gott og
það hetði getað verið. í hðið vantaði
þá Héðin Giisson, Valdimar Gríms-
son og Ólaf Stefánsson. Með þá inn-
anborðs hefði verið hægt að meta
stöðuna mun betur. Þá er rétt að
taka það fram að liðin sem kepptu
á mótinu eru á misjöfnu stigi hvað
varðar undirbúning fyrir sjáifa
heimsmeistarakeppnina á næsta
ári. Danir eru til að mynda komnir
mun lengra í sínum undirbúningi
en við. Því var sigurinn gegn Dön-
um einkar glæshegur og kærkom-
inn var hann eins og ailir sigrar
gegn Dönum á íþróttasviðinu.
Reykjavíkurmótið var enginn
mælikvarði á þær kröfur sem hægt
er að gera til íslenska hðsins á HM
’95. Ég tel hins vegar rétt mark;nið
að stefna á bronsverðlaun á mótinu.
Til grundvahar framsetningu þessa
markmiðs er einkum hægt að horfa
til þeirrar staðreyndar að íslenska
hðið leikur á heimavelli. Heimavöll
má meta á við 3-5 mörk í leik og
það munar um minna þegar kemur
aö leikjunum erfiðu í maí.
Stækkuð Höllin
enn oflítil
Laugardalshöhin verður stækkuð
fyrir HM en þvi miður held ég að
sú stækkun sé ekki sú lausn sem
þurfti til að fullnægja þeim kröfum
sem til kepnisstaðar úrshtaleiks
HM eru gerðar. Ég hef verið á úr-
slitaleik heimsmeistarakeppni þar
sem áhorfendur voru 11.500. Þeir
sem ekki komust á úrshtaleikinn,
fengu ekki aðgöngumiöa, voru
jafnmargir og þeir sem geta fylgst
með úrslitaleik keppninnar í Laug-
ardalshöllinni á næsta ári.
Það voru mikU mistök að byggja
ekki fjölnota íþrótta- og sýningahús
í Laugardal fyrir keppnina. Þau
mistök koma ekki bara til með að
bitna á handknattleiknum og öðr-
um hugsanlegum notendum hins
fjölnota húss, heldur munu þessi
mistök enn um sinn koma í veg
fyrir það að við múnum ná betri
árangri í knattspymu.
Besta tækifærið
var ekki notað
Enn um sinn verða knattspyrnu-
menn að búa við alltof stutt keppn-
is- og æfingatímabil og undarleg
var hún, vægast sagt, þögn Knatt-
spyrnusambandsins þegar umræð-
an um byggingu fjölnota íþrótta-
húss stóð sem hæst. Ég heyrði þá
aldrei hósta né stunu frá knatt-
spyrnuhreyfingunni. Að mínu
mati, og það er mín skoðun, endur-
speglaðist þar sá mikli rígur sem
erá milli handknattleiksmanna og
knattspyrnumanna í okkar landi.
Mér fannst þögn Knattspyrnusam-
bandsins óskiljanleg og ekki síst
fyrir þær sakir að í framtíðinni
hefði umrætt hús komið sér sér-
staklega vel fyrir knattspyrnu-
menn sem þá hefðu getað æft og
stundað íþrótt sína 365 daga á ári.
Fjölnota íþróttahúsið var besta
tækifæri knattspyrnuhreyfingar-
innar í mörg ár til að efla gæði ís-
lenskrar knattspyrnu. Að mínu
mati lét hún það framhjá sér fara
að beita sér í málinu.
Að slá sér upp
á kostnað annarra
í aht annað mál. Á siðustu dögum
októbermánaðar tók sá er þetta rit-
ar viðtal við Valdimar Grímsson
handknattleiksmann. Valdimar
var spurður, í framhaldi af spjalli
okkar um meiðsh hans, hvort verið
gæti að ferli hans sem handknatt-
leiksmanns væri lokið. Valdimar
sagði að það væri alveg ljóst að ferl-
inum gæti verið lokið. Á dögunum
birtist viðtal við umræddan Valdi-
mar Grímsson á Rás 2. Viðtalið tók
Þorsteinn Gunnarsson hjá dægur-
málaútvarpi Rásarinnar. Þorsteinn
hóf spjallið á því að segja aö DV
hefði sagt á dögunum að ferill
Valdimárs gæti verið á enda runn-
inn. Síðan bar Þorsteinn þetta und-
ir Valdimar. Hann sagði þetta ekki
rétt.
Nú er það einu sinni svo að menn
verða að bera á því ábyrgð sem
þeir segja. Tilraun Þorsteins til að
gera lítið úr DV er brosleg, enda
er hann nýgræðingur á Dægurmá-
laútvarpi Rásar 2. Það var ekki
blaðamaður DV sem sagði að ferli
Valdimars gæti verið lokið. Hann
sagði það sjálfur og það var haft
eftir honum innan gæsalappa.
Þessu hefði Þorsteinn átt að taka
eftir og því hefði heiðarleg spurn-
ing hans átt að hljóða þannig: Þú
sagðir á dögunum í viðtali við DV
að þú værir ef til vill að hætta, er
það rétt?
Valdimar féll í sömu gryfju og
nýgræðingurinn á Rás 2 sem
reyndi, að mínu mati, á ómerkileg-
an hátt að slá sér upp á kostnaö
annars fjölmiðils.
• Konráð Olavsson átti góða spretti með íslenska landsliðinu á Alþjóðlega Reykjavikurmótinu i handknattleik og hér skorar hann glæsilegt mark
í leiknum gegn Dönum. DV-mynd ÞÖK
•4-