Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 „Þaö er mjög skemmtilegt aö setja í rúllur og greiöa samkvæmis- greiöslu," segja hressir rakarar sem undanfarið hafa verið á námskeiði í Iðnskólanum til að æfa sig í svokall- aðri lagningu. Margir þessara rakara hafa aldrei fyrr verið í Iðnskólanum við Skólavörðuholt. Ástæða þess að rakararnir eru sestir á skólabekk er sú að nýlega voru starfsgreinarnar hárgreiðslumeistari og rakari sam- einaðar í eina grein. Til að halda full- um réttindum þarf hársnyrtifólk að vera klárt á hvort annars sviði. Þannig hafa rakarar verið að læra rúlluísetningu og greiðslur en hár- greiðslukonurnar eru í næstu stofu og læra rakstur og skeggsnyrtingu. „Það er verið að sameina iðnnámið og því munum við eftirleiðis heita hár- iðnmeistarar. Við hefðum ekki þurft að fara á námskeiðið nema ef við ætl- um að taka nema í framtíðinni en þá er það nauðsynlegt," segir Gunnar Guðjónsson á Fígaró sem stóð og túper- aði kvenhaus af miklum krafti. Að sögn Hauks Arnórssonar kenn- ara stendur námskeiðið í þrjátíu tíma og mun þessi hópur útskrifast á miðvikudaginn. Rakararnir voru léttir í skapi og mikið hlegið þá stuttu stund sem blaðamaður staldraði við og þegar þeir voru spurðir á hvað væri lögð mest áhersla í náminu kall- aði einn þeirra: „Að fara á Kafíi Reykjavík." Nemendur hlógu en kennarinn sagði að það yrði að bíða útskriftar. „Þeir þurfa að ganga í gegnum sýnishom af öllu sem hár- greiöslufólk lærir, setja í rúllur, gera strípur, bylgjur og annars konar samkvæmisgreiðslur. Rakarar sem lærðu hér áður fyrr þurftu ekkert að læra í kvengreiðslum en á undan- fömum árum hefur verið sameigin- leg grunndeild í Iðnskólanum fyrir þessar iðngreinar en síðan hefur námið skipst upp í rakaraiðn og hár- greiðslu. Þessu hefur nú verið breytt og sama nám verður fyrir álla,“ seg- ir Haukur kennari. Ungar konur í hópi nemendanna á námskeiðinu, sem útskrifuðust fyrir fáum árum, hafa því kynnst hluta af því sem þarna er kennt. Elstu nem- endurnir fóru hins vegar aldrei í verklegan skóla heldur lærðu þá hlið einungis á stofunum. Kærður fyrir að klippa konu Á hveiju námskeiði eru tíu nem- endur og námskeiðin standa í fimm vikur. Rakarar utan af landi hafa átt þess kost að koma á helgamámskeið og hafa margir notfært sér það. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson hár- skeri, hársnyrtingu Villa Þórs, segir að hér áður fyrr hafi komið upp kæramál vegna þess að rakari khppti konu. „Við áttum ekki að fá að khppa konur og konur ekki karla þannig að það var alltaf töluverður rígur á milli. Síöan breyttist tískan og konur vildu frekar khppingu og léttan blástur og komu því til okkar. Það var ekki til handblásari á hár- greiðslustofum árið 1975. Gífurleg breyting hefur orðið á faginu hjá báðum aðhum og starf okkar orðið líkara en áður var,“ segir Vihi Þór sem á sínum tíma var kærður til lög- reglu fyrir að klippa konu. „Ég var Siguróur Runólfsson rakari hafði aldrei fyrr sett rúllur í hár eða greitt sítt hár en hér nýtur hann leiðsagn- ar Hauks kennara. Rakararnir fylgjast áhugasamir með þegar kennari þeirra, Haukur Arnórsson, sýnir þeim hvernig á að galdra fram samkvæmisgreiðslu. Villi Þór og Gunnar Guðjónsson hjálpast að við greiðsl- Guðrún Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari með huganum". ,elsk- Herdís Þorsteinsdóttir, hárgreiðslu- meistari i Valhöll við Óðinsgötu, er alls óvön að snyrta karlmenn en hún er hins vegar klár í fínu greiðslunum því hún er hárgreiðslukona Vigdísar Finnborgadóttur, forseta íslands. DV-myndir GVA kallaður til yfirheyrslu hjá RLR vegna þessa máls,“ segir hann. „Þeg- ar lögreglumaðurinn hafði lokið skýrslutökunni gat hann ekki annað en hlegið að þéssari vitleysu," segir Villi og félagar hans geta ekki annað en gert það sama. „Þó eru vitaskuld til rakarar sem aldrei hafa khppt konur og hárgreiðslukonur sem aldrei hafa snyrt skegg. Þetta fer svo- lítið eftir stofum," segir Villi Þór enn- fremur. „Á margar stofur leita bæði kynin og þær stofur setja permanent og lit í karla og konur.“ Á því kvöldi sem DV kom í heim- sókn til rakaranna vora þeir að greiða samkvæmisgreiðslu og var ekki annað að sjá en þeir liföu sig inn í hlutverkið. „Við erum gífurlega áhugasöm,“ segja þau og það er hverju orði sannara. Elsti nemandinn Sigurður Runólfsson er elsti nem- andi á þessu námskeiði. Hann starfar á einni af elstu rakarastofum borgar- innar, Miðbæjarhársnyrtistofunni, en hún hefur verið starfrækt í 63 ár. „Ég byrjaði í faginu árið 1948 og lærði þá í gamla iðnskólanum í Vonar- stræti. Ég hef aldrei þurft aö setja í rúllur eða greiða samkvæmisgreiðsl- ur - þetta er því ný reynsla fyrir mig. Reyndar hef ég klippt og greitt konum en þá bara þeim sem era með stutt hár. Eg fór á námskeiðið til að halda meistararéttindum mínum. Að vísu hefði ég ekki misst gömlu rétt- indin en þau hefðu ekki dugað til að taka nemendur en ég hef þegar út- skrifað fjöratíu rakara,“ segir Sig- urður. „Mér er búið að finnast mjög gaman á námskeiðinu, þetta er allt nýtt og gaman að fá leiðsögn hjá kennara. Maður kynnist kohegunum betur og einnig kynnumst við hár- greiðslukonunum sém eru hinum megin við vegginn þannig að þetta er búið að vera mjög skemmtilegt," segir Sigurður Runólfsson sem félag- arnir kaha dansstjórann. Úti með „elskhugunum" Guðrún Þórhallsdóttir hjá hár- snyrtistofunni á Dalbraut útskrifað- ist sem rakari fyrir tveimur áram. „Ég tók granndeildina í báðum fög- um en sveinsprófið er einungis í rak- araiðn þannig að ég þarf að bæta þessu við mig núna,“ segir hún. Guð- rún segist ekki hafa fengist við sam- kvæmisgreiðslur í starfi sínu og því sé þetta ný reynsla fyrir sig. Hún starfar alla daga eingöngu með karl- mönnum og finnst ekkert mál að vera með þeim á námskeiði hka. „Þetta er búið að vera mjög gaman og léttur andi héma.“ Aðrir hárskerar á námskeiðinu vora Ástvaldur Guðmundsson á hársnyrtistofunni Dalbraut, Hall- berg Guðmundsson sem rekur hársnyrtistofuna Halla rakara í Hafnarfirði, Sigurlaug Hrefna Sverr- isdóttir hjá Hártískunni í Hafnar- firði; Stefán R. Jónsson á Seviha í Kópavogi, Þorberg Ólafsson á rak- arastofunni Laugavegi 178 en sú stofa hefur verið starfrækt frá árinu 1964 og Óskar Friðþjófsson, Hár- stúdíói Ness á Seltjarnamesi. í næstu stofu við rakarana, sem baukuðu með kvenhausana, vora hárgreiðslukonurnar að gera bursta- khppingu á herrahausum og snyrta skegg undir leiðsögn Jakobs R. Garð- arssonar kennara en hann er einnig umsjónarmaður þessara námskeiða. Konumar voru ekki síður léttar í skapi en herrarnir og spauguðu með að þær færu út með nýju elskhugun- um sínum tvisvar í viku og bentu á nýkhpptu hausana sem þær höfðu fyrir framan sig. „Þeir voru með sítt hár og mikið skegg í upphafi en við eram búnar að laga þá til,“ sagði Guðrún Magnúsdóttir á hárgreiðslu- stofu Rögnu í Breiðholti. Rakarar verða „hárgreiðslukonur" og öfugt: Æfa sig að setja í rúllur og túpera - eftir að iðngrein hárskera og hárgreiðslumeistara var sameinuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.