Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994
57
Símatorg DV:
Hagnýtar upplýsingar
allan sólarhringinn
segir JóhannaÁ.H. Jóhannsdóttir, deildarstjóri Símatorgs
Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir, deildarstjóri Símatorgs DV sem tekið verður i notkun á mánudag.
„í Símatorgi DV eru hagnýtar upp-
lýsingar fyrir notendur. Töluvert af
þessum upplýsingum hefur birst í
blaðinu áöur. Kappkostað er að hafa
upplýsingar nýjar og þarflegar fyrir
neytendur," segir Jóhanna Á.H. Jó-
hannsdóttir, deildarstjóri Símatorgs
sem formlega verður tekiö í notkun
á mánudag.
Jóhanna veitir forstöðu Símatorgi
DV sem er upplýsingakerfi á fyrir-
fram ákveönum og uppteknum efnis-
flokkum. Talað er inn á tölvu eða
talvél og mjög auðvelt og fljótlegt er
að uppfæra efnið. í simatorginu fær
hringjandinn upplýsingarnar strax
og alltaf nýjar.
í byrjun verður fjallað um íþróttir,
það er úrslit og fréttir af þeim. Einn-
ig verða neytendaupplýsingar og
innan þess flokks eru vikutilboð
stórmarkaðanna og uppskriftir. í
dagbók verður læknavaktin, apótek-
in og gengið og í afþreyingu er um
að ræða dagskrá Sjónvarpsins,
Stöðvar 2, rásar 1, myndbandalista
vikunnar, myndbandagagnrýni, ís-
lenska hstann og tónlistargagnrýni.
Inni í flokki skemmtana verður það
sem er að gerast á kránum, dansstöð-
unum, leikhúsunum, leikhúsgagn-
rýni, bíó og kvikmyndagagnrýni.
Einnig verður hægt að fá upplýs-
ingar um vinningsnúmer Lottós,
Víkingalottós og Getrauna.
Einfalt í notkun
„Það er mikilvægt að vera ahtaf
með nýjustu upplýsingarnar í Síma-
torginu og það er mjög einfalt í notk-
un. Notendur hringja í 99-1700 og
borga fyrir það 39,90 á mínútuna. Þá
er vahnn flokkur 3000 en síðan er
hægt að velja á mhli sex flokka:
íþrótta, neytenda, dagbókar, afþrey-
ingar, skemmtana og vinningsnúm-
era. Innan þessara yfirflokka velur
notandinn þann undirflokk sem
hann vill hlusta á. Hægt er að hraða
sér í gegnum upplýsingaflæöið með
því að ýta á stjörnu. íþróttafrétta-
menn DV vinna á kvöldin og um
helgar þegar mest er að gera á þeim
vettvangi. Þeir munu lesa inn úrsht
strax og þau eru orðin kunn,“ segir
Jóhanna.
Símatorgi DV er ætlað að veita les-
endum betri þjónustu hkt og önnur
dagblöð gera í Bandaríkjunum og
Evrópu. Blaðið fær nýjan vettvang
fyrir efni og það lifir lengur. Fyrir-
myndin er bandarísk en Jóhanna
hefur aðlagað kerfið aðstæðum á DV.
„Þótt fyrirmyndin sé amerísk þá
höfum við mótað þetta algjörlega að
okkar þörfum og því efni sem er í
blaðinu og við getum tengt við kerf-
ið. Þetta er annað form á þeim upp-
lýsingum sem DV er þekkt fyrir að
veita og afgreiðslan er hraðari," seg-
ir Jóhanna.
88 klukkustundir
talaðs máls
Til að byrja með voru settar inn
þær upplýsingar sem auðveldast var
að nálgast og halda utan um. Síðar
verður fleiri bætt við. Tölvan getur
geymt 88 klukkustundir af töluðu
máli þannig að plássið er ekki vanda-
mál. Mikilvægast er að halda alltaf
inni nýjum upplýsingum og henda
út þeim gömlu.
„Það verður kannski svolítið erfitt
að halda utan um þetta til að byrja
með en síðan á þetta að rúlla. Þegar
frumsýning er í leikhúsi og leikhús-
gagnrýni hefur birst í blaðinu þá
veröur hún einnig komin inn á kerf-
ið. Einnig dettur út umsögn um sýn-
ingar sem eru hættar. Vinna mín er
fólgin í því að safna saman efni og
tala það jafnóöum inn á tölvuna,"
segir Jóhanna.
Rödd fólksins
Oft er fljótlegra að hringja eitt sím-
tal og leita eftir upplýsingum heldur
en að leita að þeim í blaðinu. Ef les-
andinn ætlar í leikhús eða á bíó getur
hann hlustað á gagnrýni á myndinni
eða leikhúsverkinu áður.
Sjálfvirk svarþjónustu fyrir
smáuglýsingarnar er hluti af þessu
nýja símakerfi. Svarþjónustan hefur
verið starfandi í rúman mánuð og
gengið vel að sögn Jóhönnu. Auk
fyrrnefndra upplýsinga hefur verið í
gangi Rödd fólksins én þar tekur fólk
afstöðu til einstakra áhtamála eða
íþróttaspurningar og annars slíks.
„Það er merkilegt hvað fólk er til-
búið til þess að tjá sig í þessu formi
um einhver álitamál. Við byrjuðum
með spurningu um það hvort Guð-
mundur Árni ætti að segja af sér. 680
hringdu og svöruðu, þar af voru 78%
sem sögðu að hann ætti að segja áf
sér. Ef málið er mjög heitt og skoðan-
ir mjög skiptar þá eru hkur á því að
fleiri hringi og tjái sig á þennan
hátt,“ segir Jóhanna.
Möguleiki er einnig aö halda í gangi
leikjum á fjórða símanúmerinu. Þeir
sem eru inni í stafræna kerfinu og
hafa tónvalssíma geta nýtt sér kerfið.
Allir landsmenn borga það sama fyr-
ir símtahð.
AEmæli
Til hamingju með afmælið 12. nóvember
85 ára
Indiana Sturludóttir,
Hraunbúðum, Vestmannaeyjum.
80 ára
Valdimar Vigfússon,
Mararbraut 11, Húsavík.
Guðrún Tryggvadóttir,
Kambsvegi 16, Reykjavík.
Sigurður Ingólfsson,
Norðurtúni 8, Keflavík.
Andrés Kristjánsson,
Skólastig 15, Stykkishólmi.
Guðjóna Kristín Hauksdóttir,
Innri-Múla, Barðastrandarhreppi.
Rosmary Vilhjáimsdóttir,
Lyngási 3, Holta- og Lands veit.
Jónina S. Björnsdóttir,
ísólfsstöðum, Tjörneshreppi.
70 ára_______________________
Stefanía Ágústsdóttir,
Ásum, Gnúpverjahreppi.
Eysteinn Guðmundsson,
Flókagötu 66, Reykjavík.
60ára
Sveinbjörn Jónsson,
Kleppsvegi 142, Reykjavík.
Kjartan Vignir Dagbjartsson,
Ljósheimum 2, Reykjavík.
Anna Margrét Ragnarsdóttir,
Aðalgötu 5, Stykkishólmi.
Konráð Aðalsteinsson,
Hrísalundi 18j, Akureyri.
50 ára __________________
Ólafur Róbert Ólafsson,
Hringbraut 76, Keflavík.
40ára
Sigurður Örn Hektorsson,
Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavík.
Heigi Stefnir Kjœmested,
Útgarði 6, Egilsstööum.
Magna Fríður Birnir,
Borgarhhð 6c, Akureyri.
Brynja Kristjánsdóttir,
Lyngbraut 13, Garði.
Sigrún Kristjánsdóttir,
Miðvangi 6, Hafnarfirði.
Magnús Rögnvaldur Birgisson,
Eyrarholti 2, Hafnarfirði.
Guðlaugur H, Kristmundsson,
Lækjarbotnum, Holta- og Land-
sveit.
Rúnar Hannesson,
Njálsgötu 20, Reykjavík.
Viðar Hannes Sveinsson,
Þihuvöllum35, Neskaupstað.
Gunnar Flóvenz
Gunnar Flóvenz, formaður Síldar-
útvegsnefndar, Kópavogsbraut 88,
Kópavogi, verður sjötugur á morg-
un.
Starfsferill
Gunnar er fæddur á Siglufirði og
ólst þar upp. Hann brautskráðist frá
Verslunarskóla íslands 1946 og
stundaði nám í hagfræði við Ham-
borgarháskóla 1949-50 og aftur 1959
í sérstöku boði háskólans. Hann
kynntisér sjávarútvegs- og fiskiðn-
aðarmál í boði þýskra stjómvalda,
m.a. hjá Institut fúr Fischverarbeit-
ung.
Gunnar starfaði sem fulltrúi hjá
Síldarútvegsnefnd 1946A9 og var
ráðinn forstööumaður skrifstofu
Síldarútvegsnefndar í Reykjavík frá
stofnun skrifstofunnar haustið
1950-59. Hann var ráðiim fram-
kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar
frá 1959-90 en frá þeim tíma hefur
Gunnar verið stjómarformaður
Síldarútvegsnefndar.
Gunnar hefur í áratugi átt sæti í
fjölda samninganefnda um viðskipti
við erlend ríki á vegum íslenskra
stjómvalda og starfað í flölda
nefnda varðandi sjávarútvegsmál
og utanríkisviðskipti. Hann var í
stjóm Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins 1977-90 og átti þátt í stofnun
Félags síldarsaltenda á Suður- og
Vesturlandi 1954 og hefur í áratugi
starfað fyrir þaö félag svo og Félag
síldarsaltenda á Norður- og Austur-
landi sem stofnað var tveim árum
síðar. Gunnar hefur ritað fjölda
greina, bækhnga og álitsgerða um
sjávarútvegs- og utanríkisviðskipta-
mál í innlend og erlend blöð og tíma-
rit.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 7.10.1950 Sig-
rúnu Ólafsdóttur, f. 17.8.1927, hús-
móður. Hún er dóttir hjónanna
Bjöms Ólafs Gíslasonar, f. 4.9.1888,
framkvæmdastjóra útgerðarfélags-
ins Kára í Viðey, og Jakobínu Dav-
íðsdóttur, f. 1882, húsmóöur.
Börns Gunnars og Sigrúnar: Ólaf-
ur, f. 22.5.1951, dr. í jarðeðhsfræði,
kvæntur Sigurrós Jónasdóttur
meinatækni, þau eru búsett í
Reykjavík; Brynhildur, f. 12.3.1954,
lögfræðingur, gift Daníel Friðriks-
syni, skipatæknifræðingi, þau eru
búsett í Kópavogi; Margret, f. 14.8.
1959, viðskiptafræðingur og löggilt-
ur endurskoðandi, gift Tryggva
Stefánssyni verslunarmanni, þau
em búsett í Kópavogi; Gunnar, f.
19.3.1963, eðhsfræðingur og
Gunnar Flóvenz.
menntaskólakennari, kvæntur dr.
Beru Pálsdóttur eðhsfræðingi, þau
eru búsett í Kaupmannahöfn.
Foreldrar Gunnars vom Steinþór
Hahgrímsson, f. 15.10.1896, og kona
hans, Jakobína Ingibjörg Flóvenz,
f. 3.9.1903, húsmóðir.