Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 39 Einstæðar myndir frá fyrstu guðsþjónustu gyðinga á íslandi: Þegar Gúttó varð samkundu- hús gyðinga Meðal fyrstu bresku hermannanna á íslandi í síðari heimsstyrjöldinni voru gyðingar. Gyðinga á meðal eru sterk bönd og oft er sagt að það fyrsta sem gyðingar geri í landi, sem þeir heimsækja, sé að leita uppi trúbræð- ur og systur. Þetta gerðist haustið 1940 á íslandi. Hingað voru komnir nokkrir flóttamenn frá Þýskalandi og Austurríki og breskir hermenn sem sameinuðust í trúnni haustið 1940. Sh'mah Yisroel Adonai Eloheinu Adonai Echod (Heyr ó ísrael, Guð er drottinn, Guð er einn) stendur á hebresku á heimatilbúnu altaris- klæði úr gull- og kreppappír, sem sett var upp í Gúttó í Reykjavík haustið 1940. Það var Hendrik Ottós- son, sem hafði ásamt breskum her- mönnum, konu sinni og tengdamóð- ur, sem voru flóttamenn af gyðinga- ættum, ákveðið að halda Yom Kippur (friðþægingardaginn) heilagan. Hendrik lýsir þessum atburði á skemmtilegan hátt í bók sinni Vega- mót og vopnagnýr (1951). Upphaflega hafði ungur sargént, Harry C. Schwab, farið þess á leit við yfir- mann herprestanna bresku, Hood að nafni, að gyðingum yrði veitt tæki- færi til þess að koma saman til bæna- halds. Hood hafði stungið upp á líkkapellunni í gamla kirkjugarðin- um, en Hendrik tók þær aumu vistar- verur ekki í mál. Þannig þróaðist það að Yom Kippur varð fyrsta sam- kunda gyðinga á íslandi og jafnframt fyrsta guðsþjónustan á íslandi í 940 ár, sem ekki var kristin. Aðstæður voru frumstæðar, Gúttó var sýna- gógan, enginn rabbíni var í landinu og helgihaldið uppfyllti heldur ekki ströngustu kröfur. Einstæðar ljósmyndir í vetur komu ljósmyndir úr dánar- búi Sigurður Guðmundssonar ljós- myndara á Þjóðminjasafn íslands. Þar á meðal voru ljósmyndir hans af þessum einstaka atburði sem við vitum nú miklu meira um. Myndirn- ar voru nýlega birtar í blaðinu Jew- ish Chronicle á Bretlandi og hafa þrír hermannanna, sem nú eru aldr- aðir menn, og ættingjar annarra sem látnir eru, gefið upplýsingar um at- burðinn. Sumir hermannanna, sem voru breskir, skoskir og kanadískir, voru meðal þeirra fyrstu sem á land stigu á íslandi. Þegar er búið að bera kennsl á Harry Yaros, sem var Kanadamaður, þá Philip Mendel og J.D. Wimbome frá London og Alfred Cohen (Alf Conway) frá Leeds, en hann las inngöngubænir og tónaði sálminn Kol Nidre þetta haustkvöld árið 1940. Meðal þeirra sem enn eru á lifi eru Bernhard Wallis frá Sheffi- eld og Harry C. Schwab frá London og Maurice Kaye. Ræddi höfundur þessarar greinar við Harry nýlega og er hann hafsjór af fróðleik um þennan atburð sem og aðra frá fyrstu dögum hersetu á íslandi. Schwab var seinna í herjum Montgommerys og fór með liði hans norður um alla Evrópu. Eftir stríðið vann hann hjá Marks og Spencer og verslaði viö Sambandið. Kom hann nokkrum sinnum til íslands vegna vinnu sinn- ar. Schwab hélt tengslum við Hend- rik Ottósson og skrifaði meðal ann- ars minningargrein um hann í Jew- ish Chronicle 1966. í athöfninni haustið 1940 tóku einn- ig þátt mágur Hendriks, Harry Ros- enthal og kona hans Hildigerður og Minna Lippmann, móðir Harrys og Hennýjar, konu Hendriks. Einnig var það Arnold Zeisel og kona hans Else sem voru flóttafólk frá Vínar- borg og hugsanlega bróðursonur Arnolds Zeisels, Kurt að nafni. Dag- inn eftir safnaðist fólkið á myndinni saman á hótel Skjaldbreið og var kbsin safnaðarstjórn, sem í sátu Harry C. Schwab, David Balkin, Alf- red Cohen, Arnold Zeisel og Hendrik Ottósson. Þessi gyðingasöfhuður hélst meðan Bretar voru hér og sá m.a. um fermingu (bar mitzva) Pét- urs Goldsteins sonar Hennýjar Ott- ósson. Síðar voru hér tveir söfnuðir bandarískra hermanna, sem einnig höfðu náið samband við þá flótta- menn sem héldu í trú sína hér á landi. Fáir fengu landvist Um leið og myndirnar sýna ein- stakan trúarlegan viðburð, eru þær til vitnis um giftusamlega björgun fólks, sem vegna trúar sinnar og uppruna þurfti að flýja brjálæði sem hafði gripið um sig meðal sumra þjóða í Evrópu. Þeir fáu sem landvist fengu á íslandi nutu ekki alltaf hinn- ar annálaðu gestrisni okkar. Snorri G. Bergsson sagnfræðingur hefur nýlega sýnt fram á að íslensk stjórn- völd virðast hafa viðhaft strangari reglur fyrir dvöl gyðinga á íslandi heldur en annarra útlendinga. ísland var það land í Evrópu, sem tók hlut- fallslega fæsta flóttamenn. Jafnvel áður en ströng lög voru sett til að hindra komu fióttafólks árið 1938 var gyðingum hafnað á furðulegan hátt. I skjölum sem höfundur þessarar greinar hefur rannsakað á Ríkis- skjalasafninu í Kaupmannahöfn sést að gyðingum var þegar áriö 1934 sagt að rita þýska sendiráðinu í Reykja- vík til að fá upplýsingar um landvist- arleyfi á íslandi, meðan öðrum út- lendingum, sem óskuðu að setjast að á íslandi var í hæsta lagi bent á lög um atvinnuskilyrði frá 1927. Það var einnig til fólk sem bjargaði mannslífum eins og Hendrik Ottós- son, Helgi P. Briem og læknarnir Katrín Thoroddsen og Jónas Sveins- son, en hann skaut skjólshúsi yfir lækninn Felix Fuchs og konu hans Renate frá Vínarborg. Þeim hjónum var þó að lokum vísað úr landi eftir einkennilegt samspil íslenskra yfir- valda við þýska sendiráðsstarfs- menn og einn danskan, sem vingott átti við nasista. Taliö er að þau hafi komist til Bandaríkjanna. Margir íslendingar tóku vel á móti flóttamönnum og greiddu götu þeirra og tóku þeim sem nýjum íslending- um. Margir tóku einnig vel á móti erlendum her og blönduðu aldrei trú sinni á hreinleika fjallkonunnar viö lánaða fordóma. í dag, þegar kyn- þáttafordómarnir láta á sér kræla, 9g til er fólk sem er fulMsst um aö íslendingar séu betri en allir aðrir, er gott að minnast Hendriks Ottós- sonar og þessa atburðar árið 1940. Vilhjálmur örn Vilhjálmsson Hópmynd sem tekin var er frióþægingardagurinn var haldínn heilagur haustió 1940 í Gúltó. Neðsta röð talíó frá vinstri: Hildegart Rosenthal, Minna Lippmann, Else Zeisel og Alfred Cohen. Hægra megin: óþekktur hermaöur (hugsanlega David Balkin), Arnold Zeisel, Harry Rosenthal og Hendrik Ottósson. Ungi maðurinn með hattinn í efstu röðinni er líklega Kurt, bróðursonur Arnolds Zeisels. Harry C. Schwab frá London og Bemhard Wallis frá Sheffield lesa í bæna- bókum við heimatilbúið altari Hendriks Ottóssonar. MILÆTCIUuTi Hjá fagmönnum :yrir þig og þinn bfl & Borgartúni 26, Reykjavík. S.91-622262 Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði. S.91-655510 Háberg, Skeifunni 5, R. S.91-814788 Rósabúnt kr. 490 inmuku* $iu</auegió3 %Jiml 20266 Opið mán.-laug. kl. 10-18 Sunnud. kl. 13-17 \-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.