Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994
59
dv Afmæli
Eiríkur Páll Sveinsson
Eiríkur Páll Sveinsson, yfirlæknir
við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri, Beykilundi 9, Akureyri, er
sextugurídag.
Starfsferill
Eiríkur fæddist í Neskaupstað.
Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1953, íþróttakennaraprófi frá ÍKÍ
1957, embættisprófi í læknisfræði
frá HÍ1965 og er sérfræðingur í
háls-, nef- og eyrnasjúkdómum frá
Svíþjóð 1972.
Eiríkur hóf störf við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri 1971 og er
yfirlæknir við háls-, nef- og eyrna-
deild þessfrál976.
Eiríkur sat í stjóm Vöku og Félags
læknanema á háskólaárunum, var
varamaður í bæjarstjórn Akureyrar
1982-90, varaformaður umhverfis-
nefndar Akureyrar 1986-90 og sat í
heilbrigðisnefndinni á Akureyri
1982-94, þar af formaður frá 1990.
Fjölskylda
Eiginkona Eiríks er Rannveig
Ingvarsdóttir, f. 13.7.1936, hjúkmn-
arfræðingur. Foreldrar hennar eru
Ingvar Jónsson, fulltrúi tollstjórans
í Reykjavik, og Sigríður Jónsdóttir,
píanókennari og húsmóðir.
Börn Eiríks og Rannveigar eru
Ingvar, f. 7.8.1961, garðyrkjumaður
og tækniteiknari, kvæntur Karen
Hansen blómaskreytingadömu og
eiga þau tvö börn, Þorkel, f. 5.2.1991,
ogRannveigu.f. 14.5.1993; Sveinn
Ómar, f. 27.4.1963, stúdent frá MA,
kvæntur Svanfríði Birgisdóttur
skólastjóra og eiga þau þrjár dætur,
Söru, f. 26.3.1984, Sunnu, f. 9.8.1986
og Sigyn, f. 26.9.1990; Þóra Björg, f.
17.5.1967, kennari, gift Árna Valde-
marssyni, húsasmið ogprentara, og
eiga þau tvö böm, Evu, f. 29.6.1991,
og Eirík Árna, f. 20.12.1993; Baldur,
f. 30.9.1969, í tækninámi í Dan-
mörku, sambýliskona hans er Halla
Þorvaldsdóttir sálfræðinemi; Anna
Sigríður, f. 5.1.1972, stúdentfrá
VMA og nemi við Myndlistaskólann
áAkureyri.
Systkin Eiríks eru Þóra Björk, f.
18.1.1936, stúdent og húsmóðir;
Björn Birkir, f. 12.2.1938, flugvél-
stjóri.
Foreldrar Eiríks voru Sveinn Þor-
steinsson, f. 1.12.1903, d. 19.7.1980,
bankaritari á Akureyri, og k.h.,
SveinbjörgEiríksdóttir, f. 20.1.1900,
d. 28.12.1972, kaupmaður í Neskaup-
stað og síðan húsmóðir á Akureyri.
Ætt
Sveinn var sonur Þorsteins, smiðs
og málara á Hóli og Sundi í Grýtu-
bakkahreppi, síðar í Kanada, bróður
Jóns, föður Jóhannesar, hrepp-
stjóra á Hóli, föður Jóns á Espihóli
og Sveins sparisjóðsstjóra. Þor-
steinn var sonur Sveins, b. á Hóli,
Tómassonar. Móðir Þorsteins var
Anna Jónasdóttir, systir Guðmund-
ar, langafa Bjarna Jóhannessonar
skipstjóra, föður Baldvins, skóla-
stjóra Gagnfræðaskólans á Akur-
eyri, og Bjarna, skipstjóra Súlunn-
ar. Annar bróðir Önnu var Þor-
steinn, langafi tvíburanna Baldvins
og Vilhelms skipstjóra. Þriðji bróðir
Önnu var Gísh, afi Jóhanns Kröyer,
föður Haralds, forsetaritara og
sendiherra.
Móðir Sveins var Kristín, systir
Valgerðar, móður Jóhannesar Jóns-
sonar á Hóli. Önnur systir Kristínar
var Arnbjörg en hún var amma
Áma Jóhannessonar mjólkur-
tæknifræðings; Sigríðar, móður
Steingríms Sigfússonar alþm.; Guð-
bjargar, móður Halldórs Benedikts-
sonar læknis; Hólmfríðar, móður
Ingiríðar Sigurðardóttur læknis;
Elínar, móður Ingvars Teitssonar
læknis og Bjöms, skólameistara MÍ;
Bjarna Arasonar héraðsráðunautar
og loks amma Margrétar, móður
Kristínar Gísladóttur læknis.
Bróðir Kristínar var séra Árni,
prestur í Grenivík, faðir Ingimund-
ar, söngstjóra Geysis, föður Árna
söngstjóra Jóhannesdóttir, b. og tré-
smiðs á Ytra-Álandi í Þistilfirði,
Árnasonar, b. á Víðirhóli á Hóls-
fjöllum.
Sveinbjörg var systir Sigurðar,
hringjara í Norðfiarðarkirkju, og
Eiríkur Páll Sveinsson.
Guðrúnar, móður Ragnars Péturs-
sonar, kaupfélagsstjóra í Hafnar-
firði. Sveinbjörg var dóttir Eiríks,
smiðs í Bakkakoti og í Neskaupstað,
Runólfssonar, b. í Klauf og Nýjabæ
í Meðallandi, Sveinssonar, bróður
Halldóru, langömmu Þóru, móður
Eiríks Tómassonar hrl.
Móðir Sveinbjargar var Guðrún
Ingimundardóttir, b. í Staðarholti,
Sveinssonar, bróður Ingimundar
eldri, afa Kjarvals. Annar bróðir
Ingimundar var Ólafur, afi Einars
Ólafs Sveinssonar íslenskufræð-
ings, föður Sveins leikritaskálds.
Þórarinn B. Jónsson Andiát
Þórarinn B. Jónsson, umboðsmaður
fyrir Sjóvá-Almennar hf. á Akur-
eyri, tÚ heimilis að Jörvabyggð 8,
Ákureyri, verður fimmtugur á
morgun.
Starfsferill
Þórarinn fæddist í Keflavík en ólst
upp á Akureyri frá tveggja ára aldri.
Hann lauk gagnfræðaprófi á Akur-
eyri og stundaði síðan nám við
verslunarskóla í Bandaríkjunum í
eittár.
Þórarinn starfaði hjá Almennum
tryggingum hf. 1963-64, hjá Sjóvá-
tryggingafélagi íslands hf. 1964-89
og hefur starfað hjá Sjóvá-Almenn-
um frá því tryggingafélögin voru
sameinuð. Hann var umboðsmaður
fyrir Sjóvá á Akureyri frá 1985 og
er umboðsmaður fyrir Sjóvá-
Almennar á Akureyri frá 1989.
Þórarinn er bæjarfulltrúi á Akur-
eyri fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá
1994 og er ræðismaður Finnlands
fyrir Norðurland frá 1991.
Fjölskylda
Þórarinn kvæntist 13.11.1965
Huldu Vilhjálmsdóttur, f. 20.12.1943,
húsmóður. Hún er dóttir Vilhjálms
Hallgrímssonar, húsasmíðameist-
ara á Sauðárkróki, og k.h., Heið-
bjartar Óskarsdóttur húsmóður.
Dætur Þórarins og Huldu eru
Heiðbjört Elva, f. 7.12.1964, húsmóð-
ir og starfsmaður á lögmannsstofu,
búsett á Akureyri, gift Stefáni
Ingvasyni stýrimanni og eru dætur
þeirra Iris Hulda, f. 22.5.1986, og
Helena Rut, f. 27.6.1989; Þórhildur
Elva, f. 19.12.1973, líkamsræktar-
þjálfari í Helsingborg í Svíþjóð; Ey-
dís Elva, f. 30.3.1976, nemi.
Daníel Brandsson
Þórarinn B. Jónsson.
Bræður Þórarins eru Sigurður B.
Jónsson, f. 27.7.1932, bakarameist-
ari og næturvörður, búsettur á Ak-
ureyri, kvæntur Öldu Ingimarsdótt-
ur verslunarmanni og eru börn
þeirra Jón Sigurðsson og Sigurður
Sigurðsson; Olafur B. Jónsson, f.
13.11.1934, bifreiðastjóri í Hafnar-
firði, kvæntur Jónu Onnu Stefáns-
dóttur húsmóður og matráðskonu
og eru börn þeirra Oskar Ólafsson,
Eydís Ólafsdóttir, Stefán Ólafsson
og Ragnheiöur Rósa Ólafsdóttir.
Foreldrar Þórarins: Jón Þórarins-
son, f. 16.3.1915, d. 30.8.1983, versl-
unarmaður á Akureyri, og k.h., Ey-
dís Einarsdóttir, f. 27.6.1911, hús-
móðir.
Þórarinn og Hulda taka á móti
samstarfsfólki, vinum og vanda-
mönnum í Golfskálanum að Jaðri
laugardagskvöldið 12.11. frá kl.
1.00.
Daníel Brandsson, b. á Fróðastöðum
í Hvítársíðu, lést 5.11. sl. Útför hans
fer fram frá Reykholtskirkju í dag,
laugardaginn 12.11., kl 14.00.
Starfsferill
Daníel fæddist á Fróðastöðum í
Hvítársíðu 10.12.1910 og ólst þar
upp. í æsku naut hann farkennslu
auk kennslu Sigríðar systur sinnar
og stundaði síðar nám við Hér'aðs-
skólann á Laugarvatni 1931-33.
Er hann kvæntist hófu þau hjónin
búskap að Fróöhúsum í Svigna-
skarði í Borgarhreppi. Þau fluttu
síðan að Fróðastöðum 1943 þar sem
hann var síðan bóndi.
Daníel var formaður Sjúkrasam-
lags Hvítársíöuhrepps 1946-73, sat í
hreppsnefnd 1958-78 og var formað-
ur Sögufélags Borgarfiarðar um
langt árabil allt frá stofnun 1963.
Fjölskylda
Daniel kvæntist 19.5.1938 Unni
Pálsdóttur, f. 9.6.1911, kennara frá
Tungu í Fáskrúðsfirði. Hún er dóttir
Páls Þorsteinssonar frá Víðivalla-
gerðiíFljótsdalogk.h., Elínborgar
Stefánsdóttur húsfreyju.
Börn Daníels og Unnar eru 1) Elín
Bima, f. 1939, hjúkrunarfræðingur
og stúdent, gift Óttari Yngvasyni
hrl. Böm þeirra era I. Unnur Guð-
rún, f. 1962, kennari og MA í list-
þjálfun (art therapy). Sonur hennar
og Siguröar H. Jónssonar er Jón
Karl, f. 1983. II. Helga Melkorka, f.
1966, lögfræðingur og MA í Evrópu-
rétti. Maður hennar er Karl Þráins-
son byggingaverkfræðingur. Dóttir
þeirra er María, f. 1991. III. Yngvi
Daníel, f. 1968, vélaverkfræðingur.
IV. Rakel, f. 1973, háskólanemi.
2) Sigríður, f. 1944, húsfreyja að
Hausthúsum, gift Sigurgeiri Gísla-
syni húsasmiö. Börn þeirra eru: I.
Sigrún, f. 1967, laganemi. II. Gísli,
f. 1970, rafeindavirki. III. Daníel
Brandur, f. 1973, viðskiptafræði-
nemi. IV. Kristín, f. 1975, mennta-
skólanemi. V. Davíð, f. 1979, nemi.
3) Gerður, f. 1946, bankagjaldkeri
í Reykjavík, gift Guðmundi Bergs-
syni, eftirlitsmanni hjá Brunamála-
stofnun. Börn þeirra eru: Björn, f.
1970, vélstjóri, ogGuðbjörg, f. 1976,
nemi.
4) Ingibjörg, f. 1954, kennari og
bóndi á Fróðastöðum. Sambýlis-
maður hennar er Þorsteinn Guð-
mundsson vinnuvélastjóri. Börn
þeirra eru: Ásta, f. 1990, og Unnur,
f. 1992.
Daníel var yngstur níu systkina.
Tvær systur lifa bróður sinn: Svein-
björg, húsfreyja á Runnum í Reyk-
holtsdal, f. 1906, og Guöveig, kenn-
ari, búsett í Reykjavík, f. 1908. Látin
em: Daniel (eldri) (1897-1905), Soff-
ía, verkstjóri á saumastofu Klepps-
spítala (1899-1969), Sigríður, kenn-
ari og húsfreyja á Sámsstöðum
(1900-1942), Guðrún, hjúkmnar-
kona (1902-1994), Salvör, húsfreyja
í Grafardal (1905-1951) og Árni, f.
1908, dó fiögurra daga gamall. Einn-
ig ólst upp á Fróðastöðum Magnús
Daníel Brandsson.
Sörensen, lögregluþjónn í Reykja-
vík, sem erlátinn.
Foreldrar Daníels voru Brandur
Daníelsson, f. 1855, d. 1936, b. á
Fróðastöðum, og k.h„ Þuríður
Sveinbjarnardóttir, f. 1868, d. 1948,
húsfreyja.
Ætt
Foreldrar Brands voru hjónin
Daníel Jónsson, b. á Fróðastöðum,
og Sigríður Halldórsdóttir, ættuð frá
Ásbjarnarstöðum í Stafholtstung-
um.
Foreldrar Þuríðar vom hjónin
Sveinbjörn Þorbjarnarson, b. á Giij-
um í Hálsasveit qg Sigmundarstöð-
um, og Guðrún Árnadóttir, ættuð
fráKalmanstungu.
Bridge
Philip Morris Evróputvímenningur
Föstudagskvöldið 18. nóvember
verður spilaður Philip Morris
lands- og Evróputvímenningurinn.
Undanfarin ár hefur verið spilað á
um 20 stöðum á íslandi og miðað
við höfðatölu hefur ísland verið í
efstu sætum með fiölda þátttak-
enda. í Reykjavík verður spilað í
Þönglabakka 1, nýju húsnæði
Bridgesambandsins og verður það
fyrsta keppnin sem haldin verður
þar. Skráning er hafin á skrifstofu
BSÍ og eru bridgespilarar, sem ætla
að spila í Reykjavík, beðnir um að
skrá sig sem fyrst.
Ætlunin er að fylla húsið þetta
opnunarkvöld og slá met í þátttöku
lands- og Evróputvímenningsins.
Þetta mót er sérstætt á margan
hátt, aðeins er spilað þetta eina
kvöld og keppendur taka þátt í
þremur keppnum í einu. í fyrsta
lagi í félaginu þar sem spilað er og
fá efstu menn í hverjum riðli verð-
launaskjal og penna í verðlaun.
Hver riðill rúmar mest 36 pör. Spil-
að er um tvöfaldan -bronsstiga-
skammt í félögunum. í öðru lagi
er spiluð keppni yfir landið. Þar er
spilað um gullstig og sigurvegar-
arnir verða landstvímennings-
meistarar. í þriðja lagi er saman-
burður allra spilara í Evrópu.
Spihn verða gefin fyrirfram eins
og undafarin ár en sú breyting
veröur núna að aðeins 24 spil gilda
til útreiknings í Evróputvímenn-
ingnum og landstvímenningnum.
Einnig verður um að ræða breyt-
ingu á útreikningi en hann verður
nú í impum í stað skalans 1-100.
Bækhngum með spilum keppninn-
ar og útskýringum Omars Sharifs
verður, eins og venjulega, dreift th
keppenda eftir spilcikvöldið.
Undanfarin ár hafa um 600 spilar-
ar tekið þátt í þessari keppni á ís-
landi en í ár er markmiðið sett á
yfir 1.000 spilara. Það hefst ekki
nema með mikilli almennri þátt-
töku um aht land svo nú er um að
gera að láta skrá sig sem fyrst Ifiá
félaginu sínu eða hjá BSÍ í síma
619360.
Paraklúbburinn
Lokið er tveimur kvöldum af fiór-
um í hraðsveitakeppni Paraklúbbs-
ins og staða efstu s veita er þannig:
1. Steinasystur 1159
2. Gunnlaug Einarsdóttir 1138
3. Edda Thorlacius 1097
4. Hörpustrengir 1089
5. Kristín Magnúsdóttir 1044