Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 59 dv Afmæli Eiríkur Páll Sveinsson Eiríkur Páll Sveinsson, yfirlæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, Beykilundi 9, Akureyri, er sextugurídag. Starfsferill Eiríkur fæddist í Neskaupstað. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1953, íþróttakennaraprófi frá ÍKÍ 1957, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ1965 og er sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum frá Svíþjóð 1972. Eiríkur hóf störf við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri 1971 og er yfirlæknir við háls-, nef- og eyrna- deild þessfrál976. Eiríkur sat í stjóm Vöku og Félags læknanema á háskólaárunum, var varamaður í bæjarstjórn Akureyrar 1982-90, varaformaður umhverfis- nefndar Akureyrar 1986-90 og sat í heilbrigðisnefndinni á Akureyri 1982-94, þar af formaður frá 1990. Fjölskylda Eiginkona Eiríks er Rannveig Ingvarsdóttir, f. 13.7.1936, hjúkmn- arfræðingur. Foreldrar hennar eru Ingvar Jónsson, fulltrúi tollstjórans í Reykjavik, og Sigríður Jónsdóttir, píanókennari og húsmóðir. Börn Eiríks og Rannveigar eru Ingvar, f. 7.8.1961, garðyrkjumaður og tækniteiknari, kvæntur Karen Hansen blómaskreytingadömu og eiga þau tvö börn, Þorkel, f. 5.2.1991, ogRannveigu.f. 14.5.1993; Sveinn Ómar, f. 27.4.1963, stúdent frá MA, kvæntur Svanfríði Birgisdóttur skólastjóra og eiga þau þrjár dætur, Söru, f. 26.3.1984, Sunnu, f. 9.8.1986 og Sigyn, f. 26.9.1990; Þóra Björg, f. 17.5.1967, kennari, gift Árna Valde- marssyni, húsasmið ogprentara, og eiga þau tvö böm, Evu, f. 29.6.1991, og Eirík Árna, f. 20.12.1993; Baldur, f. 30.9.1969, í tækninámi í Dan- mörku, sambýliskona hans er Halla Þorvaldsdóttir sálfræðinemi; Anna Sigríður, f. 5.1.1972, stúdentfrá VMA og nemi við Myndlistaskólann áAkureyri. Systkin Eiríks eru Þóra Björk, f. 18.1.1936, stúdent og húsmóðir; Björn Birkir, f. 12.2.1938, flugvél- stjóri. Foreldrar Eiríks voru Sveinn Þor- steinsson, f. 1.12.1903, d. 19.7.1980, bankaritari á Akureyri, og k.h., SveinbjörgEiríksdóttir, f. 20.1.1900, d. 28.12.1972, kaupmaður í Neskaup- stað og síðan húsmóðir á Akureyri. Ætt Sveinn var sonur Þorsteins, smiðs og málara á Hóli og Sundi í Grýtu- bakkahreppi, síðar í Kanada, bróður Jóns, föður Jóhannesar, hrepp- stjóra á Hóli, föður Jóns á Espihóli og Sveins sparisjóðsstjóra. Þor- steinn var sonur Sveins, b. á Hóli, Tómassonar. Móðir Þorsteins var Anna Jónasdóttir, systir Guðmund- ar, langafa Bjarna Jóhannessonar skipstjóra, föður Baldvins, skóla- stjóra Gagnfræðaskólans á Akur- eyri, og Bjarna, skipstjóra Súlunn- ar. Annar bróðir Önnu var Þor- steinn, langafi tvíburanna Baldvins og Vilhelms skipstjóra. Þriðji bróðir Önnu var Gísh, afi Jóhanns Kröyer, föður Haralds, forsetaritara og sendiherra. Móðir Sveins var Kristín, systir Valgerðar, móður Jóhannesar Jóns- sonar á Hóli. Önnur systir Kristínar var Arnbjörg en hún var amma Áma Jóhannessonar mjólkur- tæknifræðings; Sigríðar, móður Steingríms Sigfússonar alþm.; Guð- bjargar, móður Halldórs Benedikts- sonar læknis; Hólmfríðar, móður Ingiríðar Sigurðardóttur læknis; Elínar, móður Ingvars Teitssonar læknis og Bjöms, skólameistara MÍ; Bjarna Arasonar héraðsráðunautar og loks amma Margrétar, móður Kristínar Gísladóttur læknis. Bróðir Kristínar var séra Árni, prestur í Grenivík, faðir Ingimund- ar, söngstjóra Geysis, föður Árna söngstjóra Jóhannesdóttir, b. og tré- smiðs á Ytra-Álandi í Þistilfirði, Árnasonar, b. á Víðirhóli á Hóls- fjöllum. Sveinbjörg var systir Sigurðar, hringjara í Norðfiarðarkirkju, og Eiríkur Páll Sveinsson. Guðrúnar, móður Ragnars Péturs- sonar, kaupfélagsstjóra í Hafnar- firði. Sveinbjörg var dóttir Eiríks, smiðs í Bakkakoti og í Neskaupstað, Runólfssonar, b. í Klauf og Nýjabæ í Meðallandi, Sveinssonar, bróður Halldóru, langömmu Þóru, móður Eiríks Tómassonar hrl. Móðir Sveinbjargar var Guðrún Ingimundardóttir, b. í Staðarholti, Sveinssonar, bróður Ingimundar eldri, afa Kjarvals. Annar bróðir Ingimundar var Ólafur, afi Einars Ólafs Sveinssonar íslenskufræð- ings, föður Sveins leikritaskálds. Þórarinn B. Jónsson Andiát Þórarinn B. Jónsson, umboðsmaður fyrir Sjóvá-Almennar hf. á Akur- eyri, tÚ heimilis að Jörvabyggð 8, Ákureyri, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Þórarinn fæddist í Keflavík en ólst upp á Akureyri frá tveggja ára aldri. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akur- eyri og stundaði síðan nám við verslunarskóla í Bandaríkjunum í eittár. Þórarinn starfaði hjá Almennum tryggingum hf. 1963-64, hjá Sjóvá- tryggingafélagi íslands hf. 1964-89 og hefur starfað hjá Sjóvá-Almenn- um frá því tryggingafélögin voru sameinuð. Hann var umboðsmaður fyrir Sjóvá á Akureyri frá 1985 og er umboðsmaður fyrir Sjóvá- Almennar á Akureyri frá 1989. Þórarinn er bæjarfulltrúi á Akur- eyri fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1994 og er ræðismaður Finnlands fyrir Norðurland frá 1991. Fjölskylda Þórarinn kvæntist 13.11.1965 Huldu Vilhjálmsdóttur, f. 20.12.1943, húsmóður. Hún er dóttir Vilhjálms Hallgrímssonar, húsasmíðameist- ara á Sauðárkróki, og k.h., Heið- bjartar Óskarsdóttur húsmóður. Dætur Þórarins og Huldu eru Heiðbjört Elva, f. 7.12.1964, húsmóð- ir og starfsmaður á lögmannsstofu, búsett á Akureyri, gift Stefáni Ingvasyni stýrimanni og eru dætur þeirra Iris Hulda, f. 22.5.1986, og Helena Rut, f. 27.6.1989; Þórhildur Elva, f. 19.12.1973, líkamsræktar- þjálfari í Helsingborg í Svíþjóð; Ey- dís Elva, f. 30.3.1976, nemi. Daníel Brandsson Þórarinn B. Jónsson. Bræður Þórarins eru Sigurður B. Jónsson, f. 27.7.1932, bakarameist- ari og næturvörður, búsettur á Ak- ureyri, kvæntur Öldu Ingimarsdótt- ur verslunarmanni og eru börn þeirra Jón Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson; Olafur B. Jónsson, f. 13.11.1934, bifreiðastjóri í Hafnar- firði, kvæntur Jónu Onnu Stefáns- dóttur húsmóður og matráðskonu og eru börn þeirra Oskar Ólafsson, Eydís Ólafsdóttir, Stefán Ólafsson og Ragnheiöur Rósa Ólafsdóttir. Foreldrar Þórarins: Jón Þórarins- son, f. 16.3.1915, d. 30.8.1983, versl- unarmaður á Akureyri, og k.h., Ey- dís Einarsdóttir, f. 27.6.1911, hús- móðir. Þórarinn og Hulda taka á móti samstarfsfólki, vinum og vanda- mönnum í Golfskálanum að Jaðri laugardagskvöldið 12.11. frá kl. 1.00. Daníel Brandsson, b. á Fróðastöðum í Hvítársíðu, lést 5.11. sl. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju í dag, laugardaginn 12.11., kl 14.00. Starfsferill Daníel fæddist á Fróðastöðum í Hvítársíðu 10.12.1910 og ólst þar upp. í æsku naut hann farkennslu auk kennslu Sigríðar systur sinnar og stundaði síðar nám við Hér'aðs- skólann á Laugarvatni 1931-33. Er hann kvæntist hófu þau hjónin búskap að Fróöhúsum í Svigna- skarði í Borgarhreppi. Þau fluttu síðan að Fróðastöðum 1943 þar sem hann var síðan bóndi. Daníel var formaður Sjúkrasam- lags Hvítársíöuhrepps 1946-73, sat í hreppsnefnd 1958-78 og var formað- ur Sögufélags Borgarfiarðar um langt árabil allt frá stofnun 1963. Fjölskylda Daniel kvæntist 19.5.1938 Unni Pálsdóttur, f. 9.6.1911, kennara frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Hún er dóttir Páls Þorsteinssonar frá Víðivalla- gerðiíFljótsdalogk.h., Elínborgar Stefánsdóttur húsfreyju. Börn Daníels og Unnar eru 1) Elín Bima, f. 1939, hjúkrunarfræðingur og stúdent, gift Óttari Yngvasyni hrl. Böm þeirra era I. Unnur Guð- rún, f. 1962, kennari og MA í list- þjálfun (art therapy). Sonur hennar og Siguröar H. Jónssonar er Jón Karl, f. 1983. II. Helga Melkorka, f. 1966, lögfræðingur og MA í Evrópu- rétti. Maður hennar er Karl Þráins- son byggingaverkfræðingur. Dóttir þeirra er María, f. 1991. III. Yngvi Daníel, f. 1968, vélaverkfræðingur. IV. Rakel, f. 1973, háskólanemi. 2) Sigríður, f. 1944, húsfreyja að Hausthúsum, gift Sigurgeiri Gísla- syni húsasmiö. Börn þeirra eru: I. Sigrún, f. 1967, laganemi. II. Gísli, f. 1970, rafeindavirki. III. Daníel Brandur, f. 1973, viðskiptafræði- nemi. IV. Kristín, f. 1975, mennta- skólanemi. V. Davíð, f. 1979, nemi. 3) Gerður, f. 1946, bankagjaldkeri í Reykjavík, gift Guðmundi Bergs- syni, eftirlitsmanni hjá Brunamála- stofnun. Börn þeirra eru: Björn, f. 1970, vélstjóri, ogGuðbjörg, f. 1976, nemi. 4) Ingibjörg, f. 1954, kennari og bóndi á Fróðastöðum. Sambýlis- maður hennar er Þorsteinn Guð- mundsson vinnuvélastjóri. Börn þeirra eru: Ásta, f. 1990, og Unnur, f. 1992. Daníel var yngstur níu systkina. Tvær systur lifa bróður sinn: Svein- björg, húsfreyja á Runnum í Reyk- holtsdal, f. 1906, og Guöveig, kenn- ari, búsett í Reykjavík, f. 1908. Látin em: Daniel (eldri) (1897-1905), Soff- ía, verkstjóri á saumastofu Klepps- spítala (1899-1969), Sigríður, kenn- ari og húsfreyja á Sámsstöðum (1900-1942), Guðrún, hjúkmnar- kona (1902-1994), Salvör, húsfreyja í Grafardal (1905-1951) og Árni, f. 1908, dó fiögurra daga gamall. Einn- ig ólst upp á Fróðastöðum Magnús Daníel Brandsson. Sörensen, lögregluþjónn í Reykja- vík, sem erlátinn. Foreldrar Daníels voru Brandur Daníelsson, f. 1855, d. 1936, b. á Fróðastöðum, og k.h„ Þuríður Sveinbjarnardóttir, f. 1868, d. 1948, húsfreyja. Ætt Foreldrar Brands voru hjónin Daníel Jónsson, b. á Fróðastöðum, og Sigríður Halldórsdóttir, ættuð frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstung- um. Foreldrar Þuríðar vom hjónin Sveinbjörn Þorbjarnarson, b. á Giij- um í Hálsasveit qg Sigmundarstöð- um, og Guðrún Árnadóttir, ættuð fráKalmanstungu. Bridge Philip Morris Evróputvímenningur Föstudagskvöldið 18. nóvember verður spilaður Philip Morris lands- og Evróputvímenningurinn. Undanfarin ár hefur verið spilað á um 20 stöðum á íslandi og miðað við höfðatölu hefur ísland verið í efstu sætum með fiölda þátttak- enda. í Reykjavík verður spilað í Þönglabakka 1, nýju húsnæði Bridgesambandsins og verður það fyrsta keppnin sem haldin verður þar. Skráning er hafin á skrifstofu BSÍ og eru bridgespilarar, sem ætla að spila í Reykjavík, beðnir um að skrá sig sem fyrst. Ætlunin er að fylla húsið þetta opnunarkvöld og slá met í þátttöku lands- og Evróputvímenningsins. Þetta mót er sérstætt á margan hátt, aðeins er spilað þetta eina kvöld og keppendur taka þátt í þremur keppnum í einu. í fyrsta lagi í félaginu þar sem spilað er og fá efstu menn í hverjum riðli verð- launaskjal og penna í verðlaun. Hver riðill rúmar mest 36 pör. Spil- að er um tvöfaldan -bronsstiga- skammt í félögunum. í öðru lagi er spiluð keppni yfir landið. Þar er spilað um gullstig og sigurvegar- arnir verða landstvímennings- meistarar. í þriðja lagi er saman- burður allra spilara í Evrópu. Spihn verða gefin fyrirfram eins og undafarin ár en sú breyting veröur núna að aðeins 24 spil gilda til útreiknings í Evróputvímenn- ingnum og landstvímenningnum. Einnig verður um að ræða breyt- ingu á útreikningi en hann verður nú í impum í stað skalans 1-100. Bækhngum með spilum keppninn- ar og útskýringum Omars Sharifs verður, eins og venjulega, dreift th keppenda eftir spilcikvöldið. Undanfarin ár hafa um 600 spilar- ar tekið þátt í þessari keppni á ís- landi en í ár er markmiðið sett á yfir 1.000 spilara. Það hefst ekki nema með mikilli almennri þátt- töku um aht land svo nú er um að gera að láta skrá sig sem fyrst Ifiá félaginu sínu eða hjá BSÍ í síma 619360. Paraklúbburinn Lokið er tveimur kvöldum af fiór- um í hraðsveitakeppni Paraklúbbs- ins og staða efstu s veita er þannig: 1. Steinasystur 1159 2. Gunnlaug Einarsdóttir 1138 3. Edda Thorlacius 1097 4. Hörpustrengir 1089 5. Kristín Magnúsdóttir 1044
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.