Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 / A mánudögum verður DV komið í hendur áskrifenda á suðvestur- horninu um klukkan 7.00 að morgni og aðrir áskrifendur fá blaðið í hendur með fyrstu ferðum frá Reykjavík út á land. Helgarblað DV berst einnig til áskrifenda á sama tíma á laugardögum. BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI: Blaðaafgreiðsla og áskrift: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 Helgarvakt ritstjórnar: Sunnudaga 16-23 Smáauglýsingar: Laugardaga: 9-14 Sunnudaga: 16-22 Mánudaga - föstudaga: 9-22 Ath.: Smáauglýsing í helgar- blað verður að berast fyrir klukkan 17 á föstudag. 63*2 7»00 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 Svidsljós Það eru fleiri hjón en Karl og Diana sem taka hliðarspor. Konurnar fyrri til að taka hliðarspor Áður voru það karlar sem voru fyrri til að taka hliðarspor. Nú eru konumar í fararbroddi. Samkvæmt rannsókn breska félagsfræðingsins Annette Lawson, sem starfar í Kali- fomíu, heldur meðalkonan í fyrsta sinn fram hjá manni sínum eftir 4,5 ára hjónaband. Karlinn tekur hins vegar ekki hhöarspor fyrr en eftir 5 ára hjónaband. Við rannsókn sína tók Lawson viðtöl við 600 bresk hjón. En þó svo að konurnar séu fyrri til þá eru enn miklu fleiri karlar ótrúir. Yfir helmingur allra giftra karla heldur fram hjá, en um þriðjungur giftra kvenna. Þetta er einnig niður- staða bandarískrar könnunar. í umfjöllun danska blaðsins Jyl- landsposten um þessar kannanir er það haft eftir dönskum sálfræðing- um að framhjáhald leiði í flestum til- fellum til þess að hjónabandið eyði- leggist. „Það sem hjónabandið bygg- ist á - traustið - er ekki lengur til staðar og í fæstum tilfellum er hægt aö bjarga hjónabandinu. Framhjá- hald þarf ekki að enda með skilnaði en hjónabandið verður í mörgum til- fellum slæmt,“ segir Grethe Nissen. Finn Byrgesen, sem eingöngu starfar sem hjónabandsráðgjafi, seg- ir að framhjáhald maka geti grafið svo djúp sár að það geti leitt til skiln- aðar mörgum árum eftir aö það átti sér stað. „Það getur verið fimm eöa tíu árum seinna og oft gera hjónin sér ekki grein fyrir því að það var eftir hliðarsporið sem sambandið fór að versna." Byrgesen segir að það séu í raun ekld til nein „lítil“ og „saklaus" hlið- arspor. Það sé einhver ástæða fyrir þeim öllum, að það sé eitthvað aö heima. Aðalástæðan sé að hjónin tali ekki út hvort við annað um það sem þeim þykir vera að. Hjónabandsráðgjafinn Kirsten Pet- ersen er á þeirri skoðun að hliðar- spor þurfi ekki að eyðileggja hjóna- band. Aðalatriðið sé að það sé tekið alvarlega og að viðkomandi setjist niður og geri upp við sig hvers vegna það átti sér stað. Þegar niðurstaða sé fengin eigi að tala við maka sinn um það sem manni þykir vera að í sambandinu. Ef þetta er ekki gert er hætta á að hliðarsporunum fjölgi, að mati Petersen. Sumir viðurkenna hliðarsporið um leið og þeir koma inn um dymar heima hjá sér en aðrir segja aldrei frá því. Samkvæmt niðurstöðum bresku rannsóknarinnar vita um 60 prósent maka af því að verið er að fara á bak við þá. Karlar hafa meiri tilhneigingu en konur til að segja frá framhjáhaldi sínu. Sálfræðingar og hjónabandsráð- gjafar segja þörf fyrir meiri spennu oft vera ástæðu framhjáhalds, neist- anum í sambandinu sé ekki haldið nægilega lifandi. Fyrir 20 árum sýndu rannsóknir að karlmenn fóru ekki að vera ótrúir konum sínum fyrr en eftir 7 ára hjónaband og konur ekki fyrr en eft- ir 8 ár. Fyrir 30 árum héldu karlarn- ir fyrst fram hjá eftir 11 ár en kon- umar að meðaltali eftir 14,5 ár. Sérfræðingar segja skýringuna á því að þetta gerist fyrr nú vera þá að konur hafi streymt út á vinnu- markaðinn. Rannsóknimar sýna nefnilega líka aö þeir sem halda fram hjá gera það oft með einhverjum sem þeir hafa samband við vegna vinnu sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.