Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra 1994 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 1994. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samvisku- samlega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Einnig er ætl- ast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verkstöðu, Qármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldr- aðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustu- þætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1993 endurskoðaður af löggilt- um endurskoðanda og kostnaðaryfírlit yfír fyrstu níu mánuði ársins 1994. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðstjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 1994, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra Meiminig í kínversku deiglunni Þegar tuttugasta öldin gekk í garð var fjölmennasta þjóð heimsins, Kín- veijar, í hlekkjum eigin fortíðar og vestrænnar nýlendustefnu. Fram undan voru gífurlegar umbyltingar; fall keisaraveldisins, innrás og hernám Japana, borgarastríð sem lauk með sigri kommúnista undir forystu Maós formanns og síðan hatrömm valdabarátta sem leiddi af sér endurtekin krampaköst alls þjóð- félagsins - þau verstu í svokallaðri menningarbyltingu sem hófst á seinni hluta sjötta áratugarins og stóð nokkur ár. Margar bækur hafa veriö ritaðar um þessa dramatísku sögu Kínaveld- is. Villtir svanir eftir Jung Chang lít- ur á atburði aldarinnar í nokkuð öðru ljósi. Hún segir hér sögu fjöl- skyldu sinnar og lýsir blátt áfram örlögum ömmu sinnar, foreldra og sjálfrar sín í þessari makalausu kín- versku deiglu tuttugustu aldar. Fjölskyldan og sagan Saga fjölskyldu Jung Chang í þrjá ættliði nær yfir allt þetta tímabil og er samofin þjóðfélagsumbrotunum. Amma höfundarins fæddist á tím- um keisaraveldisins þegar konur voru enn bundnar og brotnar á fótum Bókmenntir Elías Snæland Jónsson til að fullnægja fegurðartísku sam- tímans og gera þær að betri kosti á hjónabandsmarkaði. Foreldrarnir mótuðust hins vegar á tímum borg- arastríðs og japansks hernáms, gengu til liðs við kommúnista og uppskáru laun erfiðis síns með emb- ættum á vegum nýju valdhafanna eftir sigurinn árið 1949. Sjálf var Jung Chang því embættismanna- barn með þeim kostum og göllum sem það hafði í fór með sér: forrétt- indum til að byrja með en svo gífur- legum fórnum þegar Maó snerist gegn sköpunarverki sínu, kommún- istaflokknum og embættismanna- kerfi hans, og hleypti af stað gegnd- arlausum ofsóknum menningarbylt- ingarinnar. Og þaö er einmitt frásögn Jung Chang af lífl sínu, foreldra sinna og ömmu á þessu síðasta tímabih, valdatíð kommúnista, sem er kjarni bókarinnar. Þau voru sannfærðir Maóistar sem trúðu á formanninn eins og guð og flokkinn sem óskeikul- an - jafnvel þótt þau yrðu sjálf að fórnarlömbum í flóðbylgju ofstækis- ins. Jung Chang var til dæmis í sveit- um rauðra varðliða um hríð. Á þeim árum var æðsti draumur hennar í líflnu að sjá Maó bregða fyrir á Torgi hins himneska friðar. Seinna komst hún úr landi vegna námshæfileika sinna og hefur búiö í Englandi um áratugaskeið. Saga fjölskyldunnar er ekki síst merkileg fyrir óbifandi samstöðu á tímum þegar margir urðu til þess að fórna sínum nánustu í von um að sleppa sjálfir. Að öðrum ólöstuðum er þó móðir hennar skærasti gim- steinn frásagnarinnar - sannköhuð hetja sem aldrei lætur bugast. Hjörleifur Sveinbjörnsson hefur þýtt þessa merku ættarsögu með miklum ágætum. VILLTIR SVANIR (485 bls). Höfundur: Jung Chang. Utgefandi: Mál og menning. m m m m En cillt i einu for ollt að ganga á verri veg hjá Kate. Hún var síþreytt og gat ekki haldið sér vakandi. Samt voru allir svo góðir við hana: Mark læknir, maðurinn hennar, Janine ... Og Laney, sem átti búðina með Kate, var ekki rótt. Var þetta alít eðlilegt? Og Laney hafði sínar grunsemdir ... 895 kr. á næsta sölustað og enuþá ódýrari i áskril í síma 632 700 mmk iWi ■ ■ 44 „Þaðerbirtan Fyrsta ljóð Rauðhjalla, „Að leggja höfuðið viö steininn", er óður Bald- urs Óskarssonar til huggandi máttar náttúrunnar, og einn af fallegustu þáttum bókarinnar er þaðan rakinn. Samleik manns og náttúru er lýst einlægt og sterkt til dæmis í „Grá-blá-grænf' og flokknum „Og spölur er út á haf‘. Fyrsta ljóð flokksins lýsir næmri, upphafinni skynjun á náttúr- unni. Það er einstaklega vel við hæfi að nota orðið „söng“ til að túlka birtu, hljóm og raka jökulsins: Eina helgi í júlí tókum viö okkur fari norður Sprengisand. Og þegar við áðum í Nýjadal stóð söngurinn af jökhnum - æ þessi söngur sem stígur upp í tíbrá og líður svo aftur ofan af hæstu tindum. Hann verður ekki þveginn úr sál þinni. Tengd náttúruljóðunum eru minningar og þrá til fortíðar, allt aftur til uppruna. Einn hrímkaldan haustmorgun kemur hann aftur í „Berjaland- ið“, „grípur nokkur ber / og hlustar enn // velkominn / velkominn hing- að.“ Jafnvel er gefið í skyn að við komumst aldrei langt frá upprunanum. í „Um lófa og geirna" hggur ljóðmælandi í fósturstellingum í rúmi sínu og er sem hann hvíh í lófa, meöan „veraldarvoöin bylgjast um heiminn allan", og í „Kufungi" verður lífið „hringsól - að færast fram / án þess Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir að færast úr stað". Tilvera mannsins fær eftirminnilega mynd af sér í „Á ströndinni", „víöáttan lárétt / undir hvolfþakinu", maðurinn örhtið lóð- rétt strik í miðju - og svo allt það sem ekki sést. Nákvæmni ljóðmynda nær Baldur oft með því að lýsa birtustigi, og ljós- ið er honum kært. „Það er birtan - // hún bleikir hugann" segir í „Hjá Dufy". Blátt ljós Svansins goðsögulega í „Cygnus" er svo dauf skíma að „aðeins á heiðum / tungllausum nóttum / er hún sem grunur /.../ fólir vængir á himni // vænghaf yfir djúpin". „Það birtir hægt" í „Betri ein vaka"; „Hægt / fer ljósið heiminn" í „Hægt", og í hinu torræða ljóði „Fram- úr skugganum" er það sagt „hæfilegt starf - / að venjast birtunni." Flest kvæðin í Rauöhjöllum eru fríljóð en stöku sinnum er beitt eins konar blandaðri tækni, byrjað á prósaljóði sem svo er leyst upp í fríljóð. Þetta getur verið áhrifamikiö, t.d. í 2. ljóði flokksins „Og spölur er út á haf‘. Sá flokkur kallast á við „Annes og eyjar“ Jónasar Hallgrímssonar og víðar má sjá vísanir í annan skáldskap, jafnvel aðrar hstgreinar, til dæmis bregður fyrir skugga af hrafni á einum stað (18). Baldur er glettið skáld og sums staðar launfyndið. En Rauðhjahar er ekki ahtaf auðskihn bók. Baldur dregur á stöku staö upp myndir sem erfitt er að framkalla í huganum; einnig beitir hann þeirri aðferð að stiha saman myndum sem eru einfaldar hver um sig en mynda flókið samspil. Þau ljóð geta þó verið áleitin ekki síður en hin auðveldari, til dæmis Borg og Borg II. í síðasta hluta bókarinnar eru þýdd ljóð úr ýmsum heimshomum sem falla vel að kveðskap Baldurs. Baldur Óskarsson: Rauöhjallar. 87 bls. Hringskuggar 1994. -4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.