Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Dagur í lífl Kristínar Ámadóttur, aðstoðarmanns borgarstjóra: Margvísleg erindi skoðuð Dagurinn byrjaði ekki nægilega vel því ég svaf yfir mig. Ég vaknaði við aö síminn hringdi klukkan kortér fyrir átta. Við þurftum þvi að hafa hraðar hendur við að koma okkur af staö í vinnu og skóla. Ég á tvær ungar dætur, 7 og 9 ára, og eina stóra dóttur, 18 ára, sem á ársgamla dóttur. Eiginmaðurinn, dætumar og bamabarnið borðuðu morgunverð en ég gef mér aldrei tíma til þess að borða heldur tek vítamín og lýsi. Ég var komin í vinnuna hálfníu og hafði kortér til að fara yfir mál- in áður en fundur hæfist með skrif- stofustjóra borgarstjómar og upp- lýsingafulltrúa þar sem farið var yfir beiðnir um móttökur og fundi sem hingað berast og þarf aö taka afstöðu til. Þessir fundir em hálfs- mánaðarlega og ýmis mál koma þar upp, t.d er ekki óalgengt að menn óski eftir móttöku með borg- arstjóra. Þróunarfélag Reykjavík- ur á afmæli 15. nóvember og við skoðuðum erindi frá því vegna af- mælisdagskrár. Þessum fundi lauk klukkan hálf- tíu en á hálftíma, sem ég hafði áður en viðtöl hæfust, tókst mér aö ljúka tveimur bréfum og gat svarað skilaboðum í gegnum síma. Meðal annars ræddi ég við starfsmann á skrifstofu Kvennalistans vegna landsfundar sem er um helgina. Ég gekk einmitt frá skráningu á landsfundinn en hann verður hald- inn á Varmalandi í Borgarfirði og þangað koma um hundrað konur. Einnig gaf ég mér smátíma til að líta yfir dagblöðin. Margirviljaviðtal Klukkan tíu hófust viðtölin. Ég er með viðtalstíma á sama tíma og borgarstjóri. Þaö eru mjög margir sem óska eftir viðtali við borgar- stjóra og það eru miklu færri sem komast að en vilja. Fólk hefur pant- að tíma daginn áður og þá er viss Ég kom aftur á skrifstofu mína klukkan hálfþrjú og settist viö tölv- una í hálftíma. Síðan skrapp ég út í banka. Það er alltaf gaman því þá hittir maður svo margt fólk; annars er maður bara í samfélagi með öndunum. Ég hitti nokkrar kvennalistakonur í miðbænum og við ræddum pínulítið um væntan- legan landsfund. Klukkan fjögur hófst síðan fundur í borgarmála- hópi Reykjavíkurlistans. Þar mæta átján fastir fulltrúar, aöalmenn og varamenn úr borgarstjórnarhópi. Umræðan snerist um borgarmál- efnin og fjárhagsáætlunargerðina. Því miður er fjárhagsstaða slæm og því þarf að leita allra leiöa til hagræðingar og spamaðar. Fólk úr framkvæmdastjórn Regnbogans kom á fundinn til okkar og kynnti blað sem kemur út á næstunni og verður dreift á öll heimili í borg- inni. Þessi fundur var langur og stóð til hálfsjö. Poppað yfir Hemma Gunn Ég fór síðan aftur á skrifstofuna til að ganga frá málum fyrir næsta dag og komst því ekki heim fyrr en rétt fyrir átta. Elsta dóttirin og eiginmaðurinn voru búin að elda og allir búnir að borða þegar ég kom heim. Min beið steiktur fiskur með hrásalati og öllu tilheyrandi. Síðan horfði ég á fréttirnar og við poppuðum yfir Hemma Gunn sem dætrunum finnst mjög skemmti- legur. Þetta var fyrsti þátturinn sem ég horfði á með honum í vet- ur. Þegar Hemmi var búinn dreif ég stelpurnar í rúmiö og las fyrir þær ævintýri sem heitir Fyrir aust- an sól og vestan mána eftir Stein- grím Thorsteinsson. Að þvi loknu var ég orðin svo syfluð að ég náði ekki að horfa á ellefufréttirnar. fjöldi sem kemst að. Við höfum ákveðið að láta skrá alla niður til að sjá hversu margir það eru í raun sem viija viðtal þvi við höfum ekki hugmynd um hversu þörfin er mik- il. Erindin eru margs konar og fjöl- breytt. Til mín kom fólk úr tveimur leikhópum og frá kór Félags aldr- aðra en einnig koma margir vegna félagslegra erfiðleika og húsnæðis- vanda og óska eftir stuðningi. Þessu fólki er vísað áfram eða leiö- beint á annan hátt. Margir halda að borgarstjóri hafi yfir húsnæði að ráða sem hann geti ráðstafað en svo er ekki. Það er líka greinilegt að margir í menningarlífinu vilja kynna sig í þeim tilgangi að kom- ast inn á styrktarskrá borgarinnar. Við Ingibjörg Sólrún fengum okk- ur samloku í hádeginu ásamt því að lita yfir pappíra en viö höfðum tuttugu minútur til þess að bera saman bækur okkar. Ég ræddi síð- an við borgarverkfræðing vegna fjárhagsáætlunarvinnu, einnig for- stöðumann öldrunarþjónustu borgarinnar, Sigrún Magnúsdóttir, sem er formaður borgarmálahóps Reykjavíkurlistans, kom og við undirbjuggum fund sem átti að verða sídegis. Landsfimdur ræddur Klukkan eitt var fundur vegna Þróunarfélags Reykjavíkur í svo- kallaðri miðbæjarnefnd en auk mín sitja í henni Pétur Sveinbjarn- arson og Elísabet Þórisdóttir, for- stöðumaður Gerðubergs. Elísabet mætti ekki þannig að ég býst viö hún hafi veriö komin á fæðingar- deildina. Við Pétur fórum hins veg- ar yfir ýmis mál yfir kaffibolla. Kristín Árnadóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, átti annasaman miðvikudag i ráðhúsinu. DV-mynd ÞÖK Finnur þú fimm breytingar? 283 Slepptu fætinum á mér eða ég slæ þig i hausinn með hakanum. Myndirnar tvær virðast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atrið- um veriö breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimiiisfangi. Að tveímur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Grundig útvarpsklukka að verðmæti 4.860 , krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. 2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita; Þú ert spæjarinn, Sím- inn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækumar eru gefnar út af Fijálsri fjölmiðlun. Vinningshafar fyrir tvö hundruð áttugustu og fyrstu getraun reyndust vera: Merkið umslagið með lausninni: Nafn: Heimili: 1. Huginn Þorbjörnsson, 2. Kleppsspítala, 104 Reykjavík. Dagbjört Elíasdóttir, Vogatungu 61, . 200 Kópavogi. Finnur þú fimm breytingar? 283 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.