Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 15 Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og nánustu aðstoðarmenn hans í fjármálaráðuneytinu ræða hér víð fulltrúa ritstjórnar DV siðastliðinn miðvikudag. Á sama tíma voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins að slá barnaskattinn af - að fjármálaráðherranum fjarverandi. DV-mynd BG „Þetta gera menn ekki" Það var sá klóki stjórnmálarefur, Harold Wilson, forsætisráðherra Breta um árabil, sem sagði fyrstur manna: „Vika er langur tími í póli- tík.“ Hann átti þá viö að á skömm- um tíma gæti staðan á taflborði stjórnmálanna gjörbreyst. Síðastiiðinn miðvikudag kom á daginn hér heima aö jafnvel dags- partur getur reynst langur timi í pólitík og neytt ráðherra tii að snú- ast í hálfhring. Þetta gerðist í svokölluðu bama- skattsmáli sem yfirgnæfði jafnvel mál Guðmundar Ama Stefánsson- ar félagsmálaráðherra um tveggja daga skeið. Skattur lagður á blaðburðarböm Það var á þriðjudag sem DV skýrði frá því í frétt að frá og með næstu áramótum ætlaði ríkið að taka 6% staðgreiðsluskatt af laun- um bama og unglinga sem bera út og selja dagblöð. Þetta yrði gert í samræmi við ákvæði sem verið hefðu í lögum landsins frá árinu 1988 - lagaákvæðum sem ekki hefðu verið framkvæmd síðustu sex árin. Með frétt DV vom birt viðtöl við núverandi og fyrrverandi íjár- málaráðherra. Sá fyrrverandi, Ól- afur Ragnar Grímsson, skýrði frá því að þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra fyrir hátt í sex ámm hefði komið tii umræðu með- al embættismanna að krefja börn og unglinga um staögreiðsluskatt af blaða- og merkjasölu en hann hefði lagst gegn því og þess vegna hefði ekkert orðið úr skattheimt- unni. Friðrik Sophusson, núverandi fjármálaráðherra, vísaði hins veg- ar ábyrgð á þeirri ákvörðun að hefja nú þessa skattheimtu af böm- um, eftir sex ára bið, alfarið á hend- ur skattayfirvöldum, eins og fjár- málaráðherra hefði ekkert með málið að gera. Hann lýsti jafnframt í reynd fylgi sínu við þessi áform með því að taka fram að það væri sanngimismál að hirða skatt af launum blaðburðarbama alveg eins og af tekjum þeirra barna og unglinga sem ynnu við verslunar- störf eða fiskvinnslu. í Dagsljósi Sjónvarpsins á þriðju- dagskvöldiö ítrekaði hann þetta og sagði ennfremur: „Spumingin er ekki um hvort eigi að borga skatt- inn, spumingin er hvort fyrirtækin eiga að halda eftir 6% af tekjum. Auðvitað eiga allir að borga skatt- inn.“ Eindregnari gat stuðningur fjár- málaráðherra við bamaskattinn vart verið. Að skjóta sig í báðar lappimar Þegar dómgreind brestur og menn grípa til örþrifaráða sem hitta þá sjálfa fyrir er gjaman sagt að þeir skjóti sig í fótinn. Það þykir ósrtjaUt. Á miövikudaginn, daginn eftir fréttimar í DV af bamaskattinum, gerðist fjármálaráðherra þó svo stórtækur í slíkum sjálfsmeiðing- um að hann skaut sig í báðar lapp- imar. Fjármálaráðherra var óhress með fréttir DV af málinu og óskaði eftir fundi með fulltrúum ritstjóm- ar þar sem hann gæti skýrt sitt mál. Sá fundur var ákveðinn kl. 17 á miðvikudag. Áður en til þess fundar kom greip ráðherrann hins vegar til þess ráðs að fara upp utan dagskrár á Al- þingi. Tilefnið var þó ekki, eins og margir reiknuðu með, að tilkynna að horfið yrði frá bamaskattinum. Nei, markmiðið virtist vera að reyna að negla fyrrverandi fjár- málaráðherra fyrir að hafa ekki skattlagt blaðburðarböm í ráð- herratíð sinni! Eða þá að reyna að leiða í Ijós að Ólafur Ragnar hefði Laugardags- pistfll Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri engin afskipti haft af málinu og það væri þess vegna einhver allt önnur skýring á því af hverju skattur á blaðburðarböm var ekki innheimt- ur í sex ár. Utandagskrárumræðan snerist gjörsamlega í höndum fjármála- ráðherra og undirstrikaði ótrúlegt pólitískt dómgreindarleysi. Hann, og þar með Sjálfstæðisflokkurinn, birtist almenningi, sem gat fylgst með umræðunni í sjónvarpinu, sem eini boðberi bamaskatta á Al- þingi. Þingmenn slá bamaskattinn af Enda sauð á þingmönnum flokks- ins þegar þingflokksfundur þeirra hófst strax að utandagskrárum- ræðunni lokinni. Þar var barna- skatturinn snarlega sleginn af. Formanni flokksins og forsætis- ráðherra var falið að tilkynna fjár- málaráðherra þá niðurstöðu og sjá til þess að hún kæmi til fram-. kvæmda. Fjármálaráðherra missti hins vegar af þessari umræðu í þing- flokki sínum. Hann sat nefnilega á sama tíma á fundinum í fjármála- ráðuneytinu með fulltrúum rit- sfjómar DV. Þar kom hann enn á ný með rök sín fyrir þvi að skattur á blaðburðarbörn væri sanngimis- mál - og ítrekaði jafnframt þá full- yrðingu að ákvörðunin um að fara út í innheimtu bamaskattsins væri alfarið mál skattkerfisins en ekki ráðherrans. Það var svo sannarlega ekki að heyra á fjármálaráðherra á þessum fundi, sem stóð langt á aðra klukkustund, að til greina kæmi að fella skattinn á blaðburðarbörn- in niður. Um það bera segulbands- upptökur af fundinum glöggt vitni. Nýju stefnuna fékk fjármálaráð- herra símleiðis frá forsætisráð- herra þegar fundinum með blaða- mönnum DV var að Ijúka. Og for- sætisráðherra afgreiddi svo fjár- málaráðherra sinn einkar snyrti- lega í viðtali við Sjónvarpið að þingflokksfundinum loknum. Vitn- aði til þess að embættismenn hefðu viljað skattleggja blaðburðarböm fyrir fjórðungi aldar þegar Bjami Benediktsson var forsætisráö- herra. „Þetta gera menn ekki,“ hafði hann eftir Bjama, sem þá kom í veg fyrir slík áform, og gerði þau orð að sínum. Það mun víst hafa dugað til að fjármálaráðherra áttaði sig loksins á þeirri einfóldu staðreynd aö skattlagning er ekki mál kerfisins heldur pólitísk ákvörðun stjóm- málamanna á hverjum tíma. Börn fái líka persónuafslátt Yfirlýsing forsætisráðherra í þessu máli var svo afgerandi og skorinorð að telja verður víst að skattur á blaðburðarböm sé úr sög- unni. Ef fjármálaráðherra treystir sér ekki til að tryggja það að óbreyttum lögum verður auðvitað að semja lagafrumvarp og afgreiða það á Alþingi fyrir áramót. Við slíka lagabreytingu hlýtur að sjálfsögðu aö vera litið á laun bama fyrir hvers konar vinnu - blað- burð, merkjasölu, afgreiðslustörf, fiskvinnslu og hvað eina sem til fellur. Eðlilegast er að öll börn hafi sjálfstæðan persónuafslátt - alveg eins og þeir skólanemendur sem komnir eru yfir 16 ára aldur hafa núna. Það ætti að tryggja að tekjur fyrir störf á borð við blaöburð og merkjasölu verði áfram skattfijáls- ar. Um leið yrði þess gætt að öll böm sifji við sama borð. Það hefur komið fram hvað eftir annað að skattsvik á íslandi em gífurleg. Nefndar hafa verið ýmsar ágiskunartölur í því sambandi - jafnvel tugir milljarða. Ljóst er að í sumum greinum at- vinnulífsins em skattsvik algeng- ari en í öðrum. Gera verður þá kröfu að skattayfirvöld beini at- orku sinni aö því að uppræta skatt- svikin þar sem þau eru mest. Það er svo sannarlega ekki hjá börnum landsins. Því er oft haldið fram aö afstaða almennings til skattsvika einkenn- ist af léttúð. Það kann vel að vera. En í því efiú verður að hafa í huga þá gömlu staðreynd að eftir höfðinu dansa limirnir. Það hlýtur til dæmis að hafa mikil áhrif á al- menningsálitið þegar dómstólar landsins, með Hæstarétt íslands í broddi fylkingar, sýna það í verki að þeir telja tugmilljóna skattsvik nánast smámál og nýta ekki nema örlítiö brot þeirra heimilda til refs- inga sem landslög gefa þeim. Þaö er ömurlegt fordæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.