Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Brot úr ævisögu Einars Bollasonar, Riðið á vaðið: 105 dagamartröð - lýsing á fangavist Einars vegna Geirfinnsmálsins árið 1976 Einar Bollason og eiginkona hans, Sigrún Ingólfsdóttir. Körfuboltastjarnan Einar Bollason hafin á loft. Bókaútgáfan Fróöi er að gefa út ævi- sögu Einars Bollasonar, Riðið á vað- ið, sem Heimir Karlsson skráði. Hér á eftir fer kafli úr bókinni þar sem Einar lýsir ömurlegri einangrunar- vist í Síðumúlafangelsinu. Fyrstu jólin í nýja húsinu voru eft- irminnileg og óraði ekkert okkar fyr- ir því hvað nýja árið bæri í skauti sér. Hinn örlagaríki dagur 26. janúar 1976 mun aldrei renna neinum í fjöl- skyldunni úr minni. Eldsnemma morguns, um sexleytið, vaknaði ég við allóskemmtilega heimsókn eins og ég hef þegar greint frá. Fangaverðirnir vísuðu mér inn í örsmáan fangaklefa, sem var vægast sagt óvistlegur. Lítið borð, stóll og beddi var það eina sem ég hafði til afnota. Enn vissi ég hvorki upp né niður, því enginn lögreglumannanna eöa fangavarðanna hafði mælt viö mig eitt einasta orð. Ég var algjörlega miður min og líklega í nokkurs kon- ar losti þegar ég lagðist út af á harð- an beddann. Ég reyndi þó aö róa mig með því að telja mér trú um að uih einhvern hræðilegan misskilning væri að ræða, sem örugglega yrði öllum ljós innan stundar. Ég ákvað því að reyna að bíða rólegur, óþarft væri aö ímynda sér kringumstæöur verri en þær hugsanlega voru. Þá hvarflaði ekki aö mér hvað beið mín næstu vikur og mánuði. Sem betur fer gat ég róað mig furðufljótt. Ég hélt áfram að telja mér trú um að þessi misskilningur hlyti að leysast innan tíðar, ég yrði beðinn afsökunar og fengi að fara frjáls ferða minna. Smátt og smátt gerði ég mér þó grein fyrir því að það var aðeins óskhyggja. Ég var flæktur í eitthvað sem ég vissi ekki hvaö var. Einkennileg yinnubrögð Þaö sýndi hversu starfsaðferð sak- sóknara og rannsóknarlögreglu var ófagmannleg að rólyndi mitt, þegar ég var settur inn, skyldi hafa staðfest grun þeirra á sekt minni í máhnu. Þeir töldu það einkennilegt að skap- mikill maður eins og Einar Bollason skyldi ekki hafa orðiö bijálaður við handtökuna. Það hlyti ótvírætt að gefa til kynna að ég væri sekur. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimild- um aö þetta kom fram í samræðum rannsóknaraðila og var áhtið mjög grunsamlegt. Ég hef oft leitt hugann að því hvemig í ósköpunum á að vera hægt að dæma um það hvernig hver og einn á að bregðast við undir svona kringumstæðum. Ekki þóttu mér þessi vinnubrögð bera vott um að fagmenh stæðu að rannsókn máls- ins. Meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, í 105 daga, varð ég fyrir nokkrum and- legum áfohum. Fyrsta alvarlega áfalhð fékk ég nokkrum dögum eftir handtökuna en það versta ekki fyrr en langt var hðið á gæsluvarðhalds- tímabihð. Aldrei gert flugu mein Ingvar vinur minn Bjömsson, lög- fræöingur, heimsótti migí fangaklef- ann og var hann fyrsti og eini maður- inn sem fékk að hta til mín þann tíma sem ég var í haldi. Ingvar sagði mér hvemig í pottinn var búið, hver ástæðan væri fyrir vem minni fyrir innan rimlana. Hann tjáði mér að ég væri grunaður um aðild að óhugnan- legu sakamáh. Samkvæmt vitnis- burði nokkurra ungmenna, þar á meöal Erlu hálfsystur minnar, sem gmnuð vom um moröið á Geirfinni, á ég að hafa verið samsekur og til- heyrt hópnum. Mér kom fyrst hlátur í hug, en svo féllust mér gjörsamlega hendur og ég mátti ekki mæla. Hvernig gat það eiginlega staðist? Ég, Einar Bohason, bendlaður við morðmál. Ég sem aldrei hafði gert flugu mein og alla tíð verið algjörlega laus við ofbeldi. Ég var vitanlega þekktur fyrir mikið keppnisskap á íþróttavehinum, en það vissu þeir sem þekktu mig vel að ég hafði aldr- ei lagt hönd á nokkum mann. Of- beldi hafði ætíð staðið mér víðs íjarri, aö minnsta kosti síðan Sannir Vest- urbæingar börðust við Tígriskló á Landakotstúni. Ingvar, sem hafði þekkt mig í mörg ár, var vitanlega sannfærður um sakleysi mitt. Hann vfldi þó fá að vita og heyra það frá mér sjálfum, hvort nokkur minnsti möguleiki væri á því, að ég hefði með einhverj- um hætti flækst inn í máhð. Ég kvaðst aldrei hafa komið nálægt því fólki, sem grunað væri um morðið á Geirfmni, og hefði aldrei haft saman við það að sælda utan hálfsystur mína, Erlu. „Það er nóg fyrir mig að vita það tfl að trúa sakleysi þínu,“ sagði Ing- var. Engin samskipti við fjölskyldu Rannsóknin, sem um mig snerist, var tekin svo alvarlega af lögreglu og ríkissaksóknaraembætti að þau skipti, sem lögfræðingur minn fékk að heimsækja mig í fangaklefann, voru teljandi á flngrum annarrar handar. Konu mína og börn fékk ég ekki að sjá né heyra þá 105 daga sem mér var haldið í einangrun, en Sigr- ún var dugleg að skrifa mér bréf meðan á fangelsisdvölinni stóð, allt að þrjú tfl fjögur á viku. Þau voru öh ritskoðuð' af fangavörðunum, en það var svo sem í fullu samræmi viö allt sem á undan hafði gengið. Bréfln voru mér sem andleg næring, enda las ég þau aftur og aftur. Ég hef reynt að gleyma þessu óhugnanlega æviskeiði í lífi mínu með því að þurrka út ahar þær end- urminningar sem það varöar. Eitt og annað stendur þó alltaf upp úr, sem ekki verður af máö, þótt enginn sér- stakur dagur í fangaklefanum sé mér ofarlega í huga. Ég verð þó að segja að fangaverðir og starfsmenn Síðum- úlafangelsisins sýndu mér allir, utan einn, fádæma kurteisi og allt að því hlýhug, sem mér fannst endurspegla þeirra skoðun á sakleysi mínu. Að- Bræðurnir Einar og Bolli. eins einn fangavörður sýndi mér einu sinni dónaskap, reyndar ekkert alvarlegan, en svo viökvæmur var ég á þessum tíma að það dugði til þess að festast svo í minni mér að ég sá ekki ástæðu tfl að taka í hönd hans og þakka honum fyrir þegar mér var sleppt að lokum. Suma þessara fangavarða hef ég hitt síðan og heilsað þeim af heflum hug, enda er ekkert við þá að sakast, þeir unnu aðeins sitt starf og reynd- ust mér afar vel. Alvarlegt áfall Andlegt ástand mitt gerðist æ verra í fangelsinu. Það sveiflaðist milh mikihar bjartsýni og ógurlegrar ör- væntingar. Ég hágrét og skelhhló nánast í sömu andránni. Mjög slæm hðagigt, sem ég hafði fengið nokkr- um árum áður í ökkla og hné, gerði vart við sig að nýju í fangelsinu, en hún er einmitt tahn geta blossað upp, verði sjúklingurinn fyrir and- legu áfalh. Kvahmar sem henni fylgdu vom ægilegar og ekki tfl að bæta ástandið. Fljótlega voru mér þó gefin viðeigandi lyf, sem dugðu til að halda gigtinni í skeíjum. Á tímabih var ég orðinn svo örviln- aður að ég hugleiddi í alvöru hvort ég hefði flækst inn í eitthvert mál, orðið vitni að einhverjum óhug og fengið svo mikið lost að ég myndi ekki nákvæmlega hvað hefði gerst. Trú mín á réttarkerfinu var sem sagt svo sterk að ég var farinn að trúa því sjálfur að ég væri jafnvel sekur þar sem mér var haldið inni svo lengi. Ég fór tvisvar sinnum út fyrir dyr þann tíma sem mér var haldið í ein- angruninni og sýnir það glöggt hvernig mannréttindi voru brotin á svívirðflegan hátt. Inni í örsmáum klefanum skyldi ég dúsa með þeim undantekningum að ég fékk að fara á salernið og í bað einu sinni á dag. Mér er til efs að sá einstakhngur sé til, sem ekki hefur bugast og verið reiðubúinn að játa sérhverja synd í lífi sínu eftir viku einangrun í fang- elsi. Það er ógjörningur fyrir þá, sem ekki hafa setið í einangrun, að setja sig í spor þeirra sem upplifað hafa þá skelfflegu lífsreynslu. Andlegt álag á slíkum einstakhngi er gífur- legt og fáir sleppa heflbrigðir frá þeirri meðferð sem ég mátti þola. Ég má teljast heppinn, þótt ég hafi oft verið ansi nálægt því að gefast upp. Var aö bugast Eftir viku í einangruninni var ég við það að bugast. Ég var á hinn bóg- inn ákveðinn í því að láta ekki hug- fallast og bjó mér því tfl ákveðið kerfi tfl að komast í gegnum hvern dag. í fyrsta lagi fór ég í bað á hverjum ein- asta degi og tók mér eins langan tíma í þaö og ég mögulega gat. í öðru lagi las ég óhemjumikið. Ég reyndi að komast yfir allar þær bækur sem mér stóð tfl boða að lesa, en fanga- verðimir voru iðnir við aö útvega mér lesefni. í þriðja lagi ákvað ég að gera líkamsæfingar þrisvar sinnum á dag, að svo miklu leyti sem hægt er að gera æfingar í fjögurra fer- metra fangaklefa. Þá ákvað ég að þroska með mér þá von að réttlætið sigraöi að lokum, hversu langan tíma sem það tæki, en sakleysi mitt hjálp- aði auðvitað mikið tfl í þeim efnum. Síðast en ekki síst hélt ég dauðahaldi í barnstrúna, sem amma mín og afi höíðu þroskað með mér. Ég bað Guð um styrk oft á dag og mér leið sér- staklega vel eftir hverja bæn. Trúin veitti mér mikinn styrk í þessari miklu raun. Hún hjálpaði mér geysilega mikið, en þátttaka mín í KFUM á unga aldri átti eftir að reynast mér vel í þessum erfiðleik- um. Þó að ég hefði ekki ræktað trú mína lengi frá þeim tíma, þá sat hún djúpt í sálartetrinu, eins og hún væri tflbúin ef til hennar yrði leitað. Trúin hjálpar Ég tel virkflega reyna á það hvort einstaklingur er trúaður eða ekki, þegar hann lendir í miklum erfiðleik- um og þarf hjálp. Ég tel þann ein- stakling, sem hefur orðið þess aðnjót- andi að alast upp í kristinni trú og siðfræði hennar, mun betur undir þaö búinn að mæta alls kyns erfið- leikum og áfollum á lífsleiðinni en ella. Sigrún er sem betur fer sam- mála í þessum efnum og því höfum við lagt mikla áherslu á það í uppeldi dætra okkar að innræta þeim sið- fræði kristinnar trúar. Við höfum kennt þeim aö biðja og fara með bænimar hvert einasta kvöld fyrir svefninn. Bent þeim á að hika ekki við að biðja, líði þeim illa eða eigi þær að öðm leyti erfitt. Bryndís, næst-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.