Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Stuttar fréttir Utlönd Ullmannfærorðu Norska leikkonan Liv Ullmahn heftxr fengiö orðu í heimalandi sínu fyrir störf sín að listum. . Mammaiforsæti Kumara- tunga, forseti Sri Lanka, hef- ur útnefht móð- ur sína, Sirima Bandaranaike, sem forsætis- ráðherra Iands- ins og fer fjöl- skyldan því áfram með völd. Stórlega ýktur daudi Breska útvarpinu BBC varö á í messunni i gær þegar það sagði að drottningarmóðirin breska væri látin. Stones á Intemet Hluta tónieika RoUing Stones í Dallas 18. nóvember veröur út- varpað á tölvunetinu internet. Nauðgarilaus Þrettán ára dæmdur nauðgari á Bretlandi gekk frjáls í gær, of ungur til að fara í fangelsi. Rússarfordæma Rússlandsþing fordæmir þá ákvöröun Bandaríkjanna að hætta að framfylgja vopnasölu- banni á Bosníu. Strangari reglur Samgönguráöherrar ESB ætla að krefjast strangari öryggis- regina fyrir ekjuskip. Áhrifávextina Vextir í Danmörku hækka hafni Sviar ESB á morgun en lækka segi þeir já. Áfram fridur Bresk stjórnvöld sögðu í gær að friöarumleitunum á Norður- írlandi yrði haldið áfram þótt IRA hafi verið kennt um morð. Djasssöngkonalátin Bandaríska djasssöngkonan Carmen McRae lést á heimili sínu á fimmtudag, 74 ára. Nýrsáttmáli Helmut Kohl Þýskalands- kanslari, flokk- ur hans og samtarfsflokk- ur í ríkisstjóm- inni hafa komiö sér saman um nýjan stjómar- sáttmála þar sem áhersla er lögð á atvinnuskapandí aðgeröir. Rándýrthandrit Handrit eftir Leonardo Da Vinci seldist fyrir tvo miiljarða króna á uppboði. NTB, Reuter, Kitzau Sænskur kjósandi hallar sér upp að húsvegg i Stokkhólmi og fær sér reyk við hliðina á áróðursspjaldi ESB-sinna þar sem segir að ESB-andstæðingar séu jafn berstripaðir og maðurinn á myndinni. Símamynd Reuter Stuðningsmenn og andstæðingar ESB í Svíþjóð hníflafnir: Allt ræðst á síð- ustu seðlunum „Ég greiði atkvæði með hjartanu og trúi að Svíþjóð hafi eitthvað til að leggja af mörkum. Það verður líka auðveldara og hentugra þegar landa- mærin verða aflögð." Þetta sagði sænski kjósandinn Hákan þar sem hann var að flýta sér heim með innkaupapokann sinn á Sergelstorgi í Stokkhólmi síðdegis í gær. Stuðningsmenn og andstæðing- ar aðildar Svíþjóðar að Evrópusam- bandinu voru þar að dreifa upplýs- ingum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- una á sunnudag. Fylkingamar tvær njóta nær alveg jafn mikils stuðnings meðal kjós- enda. Svo jafnt er með þeim að úrslit- in kynnu að ráðast af síðustu at- kvæðunum sem talin veröa. í skoðanakönnun Dagens Nyheter í gær voru fylkingamar jafnar, með 42 prósent, en fimmtungur hafði enn ekki gert upp hug sinn. í könnun Gautaborgarpóstsins sama dag höfðu já-menn örlítið forskot, 42 pró- sent á móti 39 prósentum andstæð- inga. Sautján prósent aðspurðra í þeirri könnun voru óákveðin. Ef sænskir karlar mættu ráða yrði aðildin að ESB samþykkt á morgun en meirihluti kvenna er aftur á móti andvígur. Konur eru einnig fleiri meðal hinna óákveðnu og því hafa áróðursvélarnar einkum beint sjón- um sínum að þeim. Og á Sergelstorgi voru skoðanir skiptar eins og annars staðar. Þar gekk fulloröin kona um með spjald sem sagði: „Seljið Sviþjóð ekki er- lendu valdi." Önnur miðaldra kona spurði hvaöan ætti að taka pening- ana til að borga í ESB-sjóðina. Hin 25 ára gamla Yvonne taldi nauðsynlegt aö Svíþjóð yrði með í að mynda hina nýju Evrópu og Staff- an trúði orðum Ingvars Carlsson for- sætisráðherra um að aðild að ESB muni efla atvinnu í landinu. ntb Fjórir sprungu á Gazasvæðinu Arabískur sprengjumaður á reið- hjóli drap þijá ísraelska hermenn og sjálfan sig nærri byggð gyðinga á Gaza- svæðiru í gær. Harðlínuhreyfing sem kennir t.ig við jihad, heilagt stríð ísl- ams, sagði árásina vera til að hefna fyrir morð á einum liðsmanna sinna í síðustu viku. Fjórir ísraelskir hermenn sæiöust einnig í tilræðinu. Heimildarmenn á sjúkrahúsinu á Gaza sögðu að sex Palestínumenn, þar á meðal háttsettur lögreglu- þjónn, hefðu særst. Sprengingin varð við sameiginlega eftirlitsstöð ísraels- manna og PLO. Talið er næsta víst að sprengjutil- ræðið verði til þess að ísraelsmenn leggist á Yasser Arafat, leiðtoga PLO, af enn meiri þunga en áður til að fá hann til að stöðva starfsemi and- stæðinga friðarsamnings ísraels og PLO á Gaza. Yasser Arafat fordæmdi árásina og sagði að allt yrði gert til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Reuter Bensínverð hríðlækkar í Rotterdam Bensínverð á Rotterdam-markaði hefur lækkað um allt að 10 prósent undanfama viku. Helsta ástæðan er lítm kaupáhugi, sér í lagi frá Banda- ríkjunum. Olian hefur hins vegar lít- ið breyst í verði. Þannig hefur tonnið af svartolíu hækkað um fáeina doll- ara undanfama daga. Úrslit þingkosninganna í Banda- ríkjunum á þriðjudag urðu til þess að hlutabréfaverð í Wall Street og Tokyo tók smákipp upp á við en hef- ur lækkað eilítið síðan. Hlutabréfaverð hækkaði í Evrópu á fimmtudag vegna frétta um að framleiðsluverð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði hefði lækkað um 0,5% en markaðssérfræðingar reikn- uðu með 0,1% verðhækkun. Reuter/Fin. Times Hlutabréfavísitölur í kauphöllum I - FT-SE100 2250; Jk4l 220a< ÍJk _ 2150; LK InVSr 2100 iWhIai 2050' V 2000; 3085,0 Á S 0 N Kr. Á »82,40 1:21000 |20500 20000 |19500 -Nikkei 19284,36^ Kr. Á S 0 N 9390,76 10°. 161,00 Kr. Á S 0 N EISB9 250 200« W 150 100 BourbC 'W 15 ■ Á S 0 N 1:> * 16,89 Kr. Á S 0 N DVl Franski utanrík- isráðherrann vill borgarsQórastól Alain Juppé, utanríkisráð- herra Frakk- lands, hefur tii- kynnt að hann verði í fram- boði til borgar- stjóra í Bor- deaux næsta ár . og ætlar hann sér að gegna þvi embætti samhliða ráðherradómi. Juppé sagði i Bordeaux-blaðinu Sud-Ouest að hann vildi verða borgarstjóri þar sem hann væri fæddur í þessum landshluta, auk þess sem mörg spennandi verk- efni biðn úrlausnar í borginni á næstu ámm. Örlög Ninns- Hansensráðast ínæstuviku Danska þingið ákveður i næstu viku hvort hætt verður við máls- höfðunina á hendur Erik Ninn- Hansen, fyrrum dómsmálaráð- herra, fyrir embættisafglöp í svo- kölluðu tamilamáli. Ninn-Han- sen er heilsuveill og hefur dómari farið fram á máiið verði látiö nið- ur falla. Erhng Olsen, forseti danska þingsins, sagði í gær að saksókn- arar kæmu á fund þingnefndar- innar sem fer með málið á mið- vikudaginn kemur tii að skýra þingmönnum frá stööunni. „Nefndarmenn verða síðan að taka afstöðu til þess hvort þeir mæli með því að málið verði látið niður falla," sagði Erling Olsen. Niðurstöðu er að vænta í síð- asta lagi á fimmtudag. Hillary Clinton ætlaráframað skiptaséraf Hillary Clínton, forsetafrú í Bandaríkjunum, er ekki á þeim bukunum að leggja meiri áherslu á hefðbundið hlutverk forsetafrú- ar en hún hefur gert til þessa og segist áfram ætla að leggja sitt af mörkum til stefnumótunar. I viðtali við breska sjónvarpiö BBC, sem tekíö var fyrir kosn- ingaósigur demókrata á þriðju- dag, segir hún aö sig hafi sviöið undan sumum þeim árásum sem gerðar voru á áætlun hennar um endurbætur á bandaríska heil- brigðiskerfinu. Sú áætlun var andvana fædd. Hiliary segir í viötalinu að hún sé gift mesta stjómmálamanni sinnar kynslóðar. Stoltenberg lof- araðberjastfyr- Thorvald Stoltenberg, : fyrrum utan- ríkisráðherra Noregs, hefur lofað að berjast fyrir: norsltum hagsmunum innan fram- kvæmdastjómar Evrópusam- bandsins farí svo að Noregur gangi í ESB. Stoltenberg verður þá fulltrúi Noregs i fram- kvæmdastjóminni. Hann segir að meðai þess sem verði ofarlega á dagskrá fram- kvæmdastjómarinnar, setjist hann þar til borðs, verði hreinsun umhverfisins á Kólaskaga í Rúss- landi. Stoltenberg mun fara með fisk- veiðimál ESB og segir hann það til merkis um að framkvæmda- stjómin vffji gera norska fisk- veiðistefnu að sinni. Reuter, Ritzau, NTB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.