Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1994, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 Afmæli Haraldur Haraldsson Haraldur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Andra, til heimilis aö Eyktarási 26, Reykjavík, veröur fimmtugur á morgun. Starfsferill Haraldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræöa- prófi frá Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar 1961 og stundaði nám við enskan verslunarskóla 1961-62. Haraldur var sölumaður hjá G. Einarsson og Co 1962-64, hjá Heild- verslun Andrésar Guðnasonar 1964-66 og hjá íslenska verslunarfé- laginu hf. 1966-70. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Andra hf. frá 1970. Haraldur sat í stjóm Skátabúðar- innar 1972-80, stóð fyrir stofnun fyrsta íslenska krítarkortafyrirtæk- isins, Kreditkorta hf., og sat í stjórn þess 1980-90 og formaður þess 1980-86, er varaformaöur Alpans hf. á Eyrarbakka frá stofnun 1984, í stjórn Fiskiðjunnar í Keflavík í nokkur ár, í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna 1985-91 og formað- ur FÍS1987-91, í stjórn Húss versl- unarinnar 1987-91, í stjórn Útflutn- ingsráðs íslands frá 1987, formaður íslenska úthafsútgerðarfélagsins hf. frá 1988, í stjórn Verslunarráðs ís- lands frá 1990, í stjórn íslenska út- varpsfélagsins frá 1990, formaður Eignarhaldsfélags Verslunarbank- ans hf. 1990-91, í stjórn Frjálsa líf- eyrissjóðsins 1990-91, í stjórn VVÍB frá 1991, í varastjórn Glitnis frá 1991 og stjórnarformaður Loðnuvinnsl- unnar hf. á Fáskrúðsfirði frá 1994. Haraldur var sæmdur pólsku orð- unni Order of Merit of the Polish People’s Republic 1988. Fjölskylda Haraldur kvæntist 25.6.1966 Þóru Andreu Ólafsdóttur, f. 2.3.1948, hús- móður. Hún er dóttir Ólafs Bergs- sonar fulltrúa og Þóru G. Stefáns- dóttur húsmóður. Börn Haralds og Þóru em Ólafur, f. 18.3.1966, verslunarmaður; Har- aldur Andri, f. 12.3.1970, nemi í Bandaríkjunum; Fjölnir Freyr, f. 15.9.1975, nemi, í sambúð með Krist- ínu Gróu Sveinbjörnsdóttur nema og eiga þau eina dóttur. Systkini Haralds eru Ólafur, f. 15.9.1933, kaupmaður i Danmörku; Grétar, f. 15.11.1938, markaðsfull- trúi hjá Kreditkortum. Foreldrar Haralds: Haraldur Hjálmarsson, f. 10.8.1914, d. 18.12. 1967, fprstöðumaður í Reykjavik, og Jóna Ólafsdóttir, f. 26.3.1912, hús- móðir. Ætt Hálfsystir Haralds forstöðu- manns, samfeðra, er Guðrún, móðir Sigrúnar Waage leikkonu. Haraldur var sonur Hjálmars, húsgagnasmiðs í Reykjavík, Þorsteinssonar, b. á Kollsstöðum í Borgarfirði, Hjálm- arssonar. Móðir Þorsteins var Hall- dóra, systir Gísla, afa Vilhelmínu, móður aflaskipstjóranna Auðuns- sona. Annar bróðir Halldóru var Þorsteinn, langafi Halldórs H. Jóns- sonar, stjómarformanns Eimskips og fjölda annarra fyrirtækja, fóður Garðars húsameistara. Þriðji bróðir Halldóru var Guðmundur, afi Páls, afa Páls Berþórssonar veðurstofu- stjóra, íoður Bergþórs óperusöngv- ara. Halldóra var dóttir Jakobs, b. á Húsafelli í Borgarfirði, Snorrason- ar, prests að Húsafelli og ættfóður Húsafellsættarinnar,Björnssonar. Móðir Hjálmars húsgagnssmiðs var Kristín Jónsdóttir. Móðir Haralds var Margrét, systir Guðríðar, langömmu Oddnýjar, móður Jónat- ans Þórmundssonar lagaprófessors. Margrét var dóttir Egils, b. á Þóru- stöðum á Vatnsleysuströnd, Guð- mundssonar, prests á Kálfatjörn, bróður Þorvalds í Holti, langafa Finnboga, fóður Vigdisar forseta. Guðmundur var sonur Böðvars, prests í Holtaþingum, Presta- Högnasonar. Jóna er dóttir Ólafs, skósmiðs í Brennu í Neskaupstað, Árnasonar, b. í Viðvík, Jónssonar, b. á Lýtings- stöðum, Jónsssonar Sigfússonar. Móðir Árna var Ingveldur Árna- Haraldur Haraldsson. dóttir frá Jórvík Einarssonar. Móðir Ólafs var Jarðþrúður Ormarsdóttir frá Sauðhaga. Móðir Jónu var Hall- dóraJónsdóttir. Haraldur og Þóra Andrea taka á móti gestum í Rúgbrauðsgerðinni, sunnudaginn 13.11. frá kl. 13.00- 16.00. 13. nóvember 90 ára 50 ára Sigurður Helgason, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Jórunn Guðmiuidsdóttir, Kleppsvegi 124, Reykjavík. Halldóru Elísdóttir, Smáragötu 14, Reykjavík. 85 ára Karitas A. Jónsdóttir, Holtsgötu 6, Reykjavík. ísleifur Ólafsson, Hrafnistu, Hafnarfirði. 80 ára Þórdís Sæmundsdóttir, Gnoðarvogi 42, Reykjavík. Jóhanna Jóhannsdóttir, Haga, Gnúpverjahreppi. Lára Halldórsdóttir, Mýrargötul8a, Neskaupstað. Loftur Ámundason, Hlíöarvegi 23, Kópavogi. 75ára Helga Björnsdóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Grænutungu 8, Kópavogi. Pálina Sigurrós Guðjónsdóttir, Munaðarnesi l, Ámeshreppi. Jóna Sigriður Gunnarsdóttir, Víðimýri 6, Neskaupstað. Ragnheiður Sveinsdóttir, Furugrund 74, Kópavogi. Ingunn Elísabet Viktorsdóttir, Sævangi 5, Hafnarfiröi. Grétar Scheving kranamaður, Giljaseli3, Reykjavik. Kona hans er Ingunn Emils- dóttir. Hanntekurá mótigestumá heimili sínu laugardaginn 12. nóvember frákl. 15-17. Magnús Magnússon, Hamraendum, Stafholtstungna- hreppi. Anna Helgadóttir, Uppsölum, Sveinsstaöahreppi. 60ára Thorleif Andru Mouritsen, Karlsrauöatorgi 5, Dalvík. Elísabet Vigfúsdóttir, Fossvöllum 14, Húsavík. Ólafur Blómquist Jónsson, Laufvangi 9, Hafnarfirði. Bjarni Böðvarsson, Vitastígll, Reykjavík. Brynjar Olgeirsson, Miðtúni 8, Tálknafirði. Þuríður Bernódusdóttir, Helgafellsbraut 21, Vestmannaeyj- um. Vildís Guðmundsdóttir, kaupmaðurí Baulunni í Borgarfirði, Iíaugmn, Staf- holtstungna- hreppi. Húntekurá mótigestumí Félagsheimil- inuÞinghamri, Varmalandi, laugardaginn 12. nóvember kl. 20.30. Halldóra Björg Ragnarsdóttir, Þvervegi 4, Stykkishólmi. Ragnar Jónsson, Borgarbraut 16, Borgarnesi. Magnús Hauksson, Pólgötu 10, ísafirði. Sævar Hólm Pctursson, Hrísateigi 25. Reykjavík. Guðrún Elísa Högnadóttir, Vallargerði 10, Kópavogi. BjarniÓlafsson, Laugarnesvegi 52, Reykjavík. Guðni Grímsson Guðni Grímsson yfirvélstjóri, Foldahrauni 38c, Vestmannaeyjum, verður sextugur á morgun. Starfsferill Guðni er fæddur í Baldurshaga í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann gekk í Barnaskóla Vest- mannaeyja og var einn vetur í kvöldskóla. Guðni fór í Vélskólann í Eyjum 1951 og á hið minna fiski- mannanámskeið 1959. Guðni fór í fiskvinnu veturinn 1949 en byrjaði til sjós á síld 1951 á m/b Sjöfn með Þorsteini Gíslasyni frá Görðum en síðan á ýmsum bát- um í Vestmannaeyjum sem stýri- maður eða vélstjóri, utan eina vertíð sem skipstjóri. Hann gerðist vél- stjóri hjá Rafveitu Vestmannaeyja 1960 og vann þar að undanteknum árunum 1964-67 er hann fór á sjóinn aftur. Guöni byrjaði aftur hjá Raf- veitunni (síðar Bæjarveitur Vest- mannaeyja) og hefur unnið þar síð- an og séð um rekstur dísilstöðvar ogkyndistöövar. Guðni gekk til liðs við Kiwanis- hreyfinguna 1971 er hann gekk í Kiwansklúbbinn Helgafell og hefur gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var forseti klúbbsins 1982-83 og svæðisstjóri Suðurlands 1988-89. Fjölskylda Guðni kvæntist 25.12.1956 Esther Valdimarsdóttur, f. 10.12.1938, frá Varmadal í Vestmannaeyjum, nú starfsmanni Skipalyftunnar í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hennar: Valdimar Sveinsson, f. 18.6.1905, d. 26.1.1947, frá Gamla-Hrauni á Eyr- arbakka, og Margrét Pétursdóttur, f. 3.5.1911 í Vallanesi í Skriðdal. Börn Guðna og Estherar: Valdi- mar, f. 4.5.1957, vélsmiður, maki Þórey Einarsdóttir, þau eiga einn son, Valþór; Grímur, f. 29.6.1960, forstjóri, maki Eygló Kristinsdóttir, þau eiga tvö börn, Guðna og Krist- ínu; Guðni Ingvar, f. 23.10.1961, vél- smiður, maki Fanney Gísladóttir, þau eiga tvö böm, Halldór Inga og Hafdísi; Bergur, f. 24.12.1964, stýri- maður, maki Jónína Björk Hjör- leifsdóttir, þau eiga þrjú börn, Est- her, Ingvar Örn og Þóri. Systkini Guðna: Magnús, f. 10.9. 1921, skipstjóri, kvæntur Aðal- björgu Þorkelsdóttur; Anton Einar, f. 14.10.1924, mjólkurfræðingur, kvæntur Svövu Jónsdóttur; Anna, Guðni Grímsson. f. 14.7.1928, húsmóðir, gift Guðjóni Magnússyni, netagerðarmanni; Gísli, f. 16.1.1931, vélsmiður, kvænt- ur Bjarneyju Erlendsdóttur. Foreldrar Guðna: Grímur Gísla- son, f. 20.4.1898, d. 31.3.1980, skip- stjóri og útgerðarmaður frá Stokks- eyri, og Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 13.8.1901, d. 5.5.1982, frá Felli í Vest- mannaeyjum. Guðni tekur á móti ættingjum og vinum laugardaginn 12. nóvember frá kl. 20 að Ásavegi 31. Gylfi Ingvarsson Gylfi Ingvarsson, vélvirki og aðal- trúnaðarmaður starfsfólks í ÍSAL, Garðavegi 5, Hafnarfirði, verður fimmtugur á sunnudaginn. Starfsferill Gylfi er fæddur í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann er gagnfræðing- ur frá Flensborg og stundaði nám í vélvirkjun og lauk sveinsprófi 1969. Gylfi vann í Vélsmiðju Hafnar- íjaröar í sjö ár en hóf störf hjá ÍSAL 1972 og hefur unnið þar síðan. Á námsámm sat Gylfi í stjórn Félags iðnnema í Hafnarfirði. Hann var trúnaðarmaður málmiðnaðar- manna hjá ÍSAL1980-88 og sat þá í trúnaðarráði Félags jámiðnaðar- manna. Gylfi var formaður Badmin- tonfélags Hafnaríjarðar í nokkur ár, í stjórn íþróttabandalags Hafnar- íjarðar frá 1977 og sem formaöur frá 1985. Hann hefur setið sem formað- ur ÍBH í íþróttaráði Hafnarfiarðar. Gylfi sat í stjórn atvinnuleysissjóðs á síðasta kjörtímabili og situr nú í stjóm atvinnumálanefndar Hafnar- fiarðar. Gylfi hefur verið virkur fé- lagi í Alþýðuflokknum. Fjölskylda Gylfi kvæntist2.4.1988 Nínu Sonju Karlsdóttur, f. 4.12.1958, húsmóður. Foreldrar hennar: Karl Halldór Ág- ústsson, framkvæmdasfióri hjá Ba- ader, og Guðrún María Guðmunds- dóttir, húsmóðir. Börn Gylfa og Nínu Sonju: Vignir Karl Gylfason, f. 5.1.1988; Sonja Sig-. ríður Gylfadóttir, f. 16.1.1991; Telma Svanbjörg Gylfadóttir, f. 27.7.1993. Börn Nínu Sonju: Guðmundur Mar- inó Ingvarsson, f. 20.2.1977; Guðrún Malena Ágústsdóttir, f. 4.2.1983; Systkini Gylfa: Sveinnlngvars- son, f. 20.8.1930, maki Þorbjörg Helga Óskarsdóttir, þau eiga þrjár dætur; Sigurjón Ingvarsson, f. 10.2. 1932, maki Sigrún Sigurðardóttir, þau eiga þrjár dætur; Kristín Ingv- arsdóttir, f. 14.2.1933, maki Svavar Halldórsson, látinn, þau eignuðust þrjú börn; Karl Friðrik Ingvarsson, f. 11.6.1938, maki Kolbrún Edda Þorgeirsdóttir, þau eiga fiögur börn; Sigríður Ingvarsdóttir, f. 7.12.1940, maki Jónas Baldur Sigurðsson, þau eiga fimm börn; Haraldur Ingvars- son, f. 9.7.1946, maki Halla Bergey Leifsdóttir, þau eiga fiögur böm; Gylfi Ingvarsson. Ingvar Ingvarsson, f. 17.7.1951, maki Anna Hreinsdóttir, þau eiga tvö böm, Ingvar átti son fyrir. Foreldrar Gylfa: Ingvar Ingi- mundarson, f. 21.9.1897, d. 12.4.1974, sjómaður, og Sigriður Jónsdóttir, f. 20.10.1910, húsmóðir. Þau bjuggu á Garðavegi 5 í Hafnarfirði og þar býr Sigríðurenn. . Gylfi og Nína Sonja taka á móti ættingjum og vinum í félagsheimili Hauka á Flatahrauni laugardaginn 12. nóvemberfrákl. 16-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.