Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1994, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 3 Fréttir Utanlandsferðir ráðherra á síðasta ári: Ráðherra- frúr fóru í 30 ferðir - spamaðuraðhafamakalausaráðherra Dagpeningagreiðslur til eigin- kvenna ráöherra námu tæplega 1,6 miUjónum króna á síðasta ári. Sam- tals fóru þessar konur í 30 ferðir með eiginmönnum sínum og nam feröa- kostnaður þeirra tæplega 2,7 milljón- um króna. Alls námu því útgjöld rík- issjóðs vega ferðalaga ráðherrafrúa tæplega 4,3 milljónum króna á síð- asta ári. Þetta kemur fram í upplýs- ingum sem ijármálaráðuneytið tók nýveriö saman fyrir DV og Morgun- blaðið. Samkvæmt yfírhti íjármálaráðu- neytisins um þessar greiðslur kemur fram að ríflega fjórðungur þessara greiðslna voru vegna ferðalaga Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra. Kristrún Eymundsdóttir, eiginkona HaUdórs Blöndals, fékk áþekka upphæð og Bryndís í dagpen- inga en ferðakostnaður hennar er nokkru lægri. Minni kostnaður hiaust af utanlandsferðum eigin- kvenna annarra ráðherra og þar sem Jóhanna Sigurðardóttir er ógift hlaust engin slíkur aukakostnaður af ferðum hennar. Engar reglur eru um ferðir maka með ráðherra til útlanda heldur er það alfarið í hendi viðkomandi ráð- herra að ákveða slíkt. Fullar dagpen- ingagreiðslur til ráðherra eru á bU- inu 15 til 16 þúsund krónur á dag. Þrátt fyrir að gisting sé að fullu greidd fyrir ráðherra og maka þá skerðast dagpeningagreiöslur tU þeirra ekki eins og hjá almennum launþegum. Þá er einungis helming- ur dagpeninganna skattlagður sem fríðindi og á það jafnt við um ráð- herra og maka hans. Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði sér í fjármálaráðuneytinu og hjá embætti ríkisskattstjóra er litið svo á að helmingur dagpeninga ráð- herra og maka hans séu til að standa straum af uppihaldi og ýmsum tilfaU- andi kostnaði. Hinn helmingurinn sé í raun skattskyld hlunnindi þar sem gistikostnaðurinn sé greiddur sér- staklega/ 922.335 336.351 Utanríkisráðherra Samgönguráðherra Landbúnaðarráðherra 102.360/122.476 Iðnaðarráðherra 291.044 (3) 188.115 (3) Viðskiptaráðherra 83.490/126.357 (2) 414.247 Heilbrigöis og tryggingaráðh. Forsætisráðherra 69.520/66.567 Menntamálaráðherra ■□(1) 47.230/87.381 Fjármálaráðherra j§ (2) 66.845/52.286 Dóms- og kirkjumálaráðh. BU (i) 1X800/38.771 Umhverfisráðherra 1 (1) Sávarútvegsráðherra (0) Félagsmálaráðherra (0) 248.186 0 Fargjöldíkr. i Dagpéningar í kr. (3) Fjöldi ferða ijwrfíttí'iítei- laaivTBAVKi -....... .mitwuw WUerc lltcrcáa Utkomuttagur 22/n Utkomudagur 15/11 ^4 brrtu oarz<at - Lagmúla 7 OpiB uirSut tfngo tii irf. f, föstutí. 09 iaugartí. til lr/. 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.