Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 Fréttir Önnur umræða um flárlagafrumvarpið stóð fram á nótt: Aberandi deyfð var yf ir allri umræðunni Önnur umræöa um fjárlagafrum- varpið stóð í allan gærdag og langt fram á nótt. Ekki verður sagt að umræðan hafi verið hörð. Raunar má segja að sjaldan hafi störf þings- ins og umræöur allar verið jafn dauf- ar og að þessu sinni. DV innti nokkra þingmenn áhts á fjárlagafrumvarp- inu og helstu einkennum þess. Jón Kristjánsson „Meginein- kenni á þessu fjárlagafrum- varpi er að það er með 6,5 millj- arða króna halla, frum- varpið sjálft. Með yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar er boðað að hann verði tveir milljaröar í viöbót og svo er 3. umræða eftir. Þar koma tíl kastanna stór mál sem hefur verið frestaö eins og sjúkrahúsin í Reykja- vík, HáskóU íslands og fleira. Það eru því Ukur á að þetta endi í svipuðum haUa og í fyrra. Þá einkennir þaö frumvarpiö hve mikið er skorið nið- ur tU verklegra framkvæmda. Ríkis- sjóður dregur saman fjárfestingar, svo sem í félagslega kerfinu. Erlend- ar fjárfestingar eru engar en fé streymir úr landi." Jóhanna Sigurðardóttir „Megineinkenni Qárlagafrum- varpsins finnst mér vera að efna- hagsbatanum sem boðaður er hefur ekki ver- ið skilað tU fólksins.íþessu fjárlagafrum- varpi felst lítil kjarajöfnun. Það er ýtt undir þá sem betur mega sín í þessu þjóðfé- lagi. Jafnvel í þessum boðuðu að- geröum ríkisstjómarinnar nú virðist lítið eiga að skUa sér í kjarajöfnun tíl fólksins. Það eru emnig mUdar vanáætlanir á ýmsum útgjaldaUðum bæöi í sjúkrahúsarekstri og í skóla- málum svo sem til Háskólans. Ríkis- stjórnin lagði upp með 6,5 mUljarða í haUa en hann verður nær 10 millj- örðum þegar upp verður staðið. Þetta em megineinkennin." Steingrímur J. Sigfússon „Meginein- kennin éra áframhaldandi hallarekstur ríkissjóðs, sem nú er enn verið að auka með nýjum ákvörð- unum. Hann er sennilega komin á bUið 8,5 til 10 mUlj- arðar króna. Einnig er áberandi áframhaldandi niðurskurður svo sem í skólamálum. Þá er áframhald- andi gjaldtaka í velferðarkerfinu en það hefur viðgengist aUt kjörtímabU- ið. Loks eru miklir veikleikar í tekju- hUð frumvarpsins. Við höfum gagn- rýnt það að ríkisstjómin hefur ekki reynt að sækja peninga til þeirra sem peningana hafa í landinu, það era hátekjufólk og fjármagnseigendur.“ Gunniaugur Stefánsson „Það hafa verið miklar þreng- ingar síðastUð- in 3 ár en nú er hagurinn eiUtið að vænkast. Ég tel að við sjáum fyrstu merki þess í þessu fjárlagafrumvarpi að það er að rofa til í þjóðarbúinu og þá um leið í ríkisfjármálunum. Við erum nú að takast á við skuldavanda ýmissa stofnana vegna þess að að- stæður til þess hafa skapast. Þetta tel ég megineinkenni frumvarpsins." Sturla Böðvarsson „Meginein- kenni fram- varpsins er að við höldum mjög aftur af öllum hækkun- um. Þá tökum við á vanda margra' stofn- ana eins og Utlu sjúkrahúsanna sem hafa verið að engjast. Eins og kemur fram í fjáraukalögum reyndar er gert ráð fyrir að taka á vanda stóra sjúkrahúsanna einnig. Þetta tel ég vera stærstu máUn. Síðan tökum við á málefnum Háskólans og fleiri skóla. Vinnumatssjóður verður sett- ur upp bæði hjá Háskóla íslands og Háskólanum á Akureyri. Það tel ég vera athyglisverða tUlögu. Margt fleira er hægt að nefna en látum þetta duga í biU.“ Jóna Valgerður Kristjánsdóttir „Mér finnstþað einkennandi að það er ekki tek- ið á stórum málaflokkum. Það er reynt að fela ýmsan vanda inn á miUi linanna í frumvarpinu og ljóst að það er mikið eftir af óafgreiddum málum. Við höfum ekki hugmynd um hvemig tekjuhUðin kemur út. Við vitum ekkert hvað verður í B- hlutanum eða 6. grein. Sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæðinu era óafgreidd sem og Háskóli íslands. Þess vegna eru mjög margir lausir endar í fram- varpinu. Mikið er um skerðingar í frumvarpinu sem og hvers konar áætianir um niðurskurð. Ég tel að í raun sé verið að fara á bak við lands- menn eins og þetta framvarp lítur út í dag. Leitað leiða til að bjarga smábátaeigendum og sauðfjárbændum Þaö kom fram við 2. umræðu um fjárlagaframvarpið á Alþingi í nótt að fjárlaganefnd leitar nú leiöa til aö bjarga tveimur hópum í þjóðfélaginu sem sagt er að ekkert blasi við nema gjaldþrot. Þetta era smábátaeigend- ur sem hafa misst 73 prósent af kvóta sínum og sauðfjárbændur sem standa afar illa. Pjárlaganefnd vill að Byggðastofn- un komi til hjálpar. Einnig era uppi hugmyndir um aö þessum hópum verði veitt af þvi fé sem ríkisstjórnin ætlar að veita til atvinnusköpunar, samkvæmt yfirlýsingunni frá því um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum DV eru nokkur átök innan meirihluta fjár- laganefndar varðandi þessi mál. Reynt veröur að leysa máliö áður en fjárlagafrumvarpið kemur til 3. um- ræðu. Akranes: Ekkifrekari rannsókn - á kæru sýslumanns Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi; Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til að rannsaka frekar að svo stöddu kæru Sigurðar Gizur- arsonar, sýslumanns á Akranesi, vegna yfirvinnu staðgengils hans. Sigurður sendi Rannsóknarlög- reglu ríkisins kæra í iok október vegna yfirvinnu Kristrúnar Kristinsdóttur, staðgengfissíns.á tiu íyrstu mánuðum þessa árs. Um var aö ræða yfirvinnu um- fram þaö sem fram kemur á stimpiikortum hennar. Sýslu- maöur haföi þó sjálfur skrifað upp á yfirvinnuna. Dómsmálaráðuneytið taldi „mjög vaíásamf' aö byggja kæru á þeim forsendum sem sýslumað- ur byggði á enda „virðist almennt vera mikfil munur á uppgefnum yfii’vinnutímum starfsmanna og útreikningum samkvæmt stimp- ilklukkum“ eins og segir í um- sögn ráðuneytisins. Niðurstaða ríkissaksóknara er því sú að „eft- ir atvikura" sé ekki ástæða til að rannsaka málið frekar aö svo stöddu. Suðurland: Nýrfram- kvæmdastjóri Ktisján Einaxsscai, DV, SeKosá: Á stjórnarfundi Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga, SASS, sl. föstudag, var ákveðið að ganga til samninga við Þorvarð Hjalta- son um stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Þorvarður er búsettur á Selfossi og starfar sem kennari við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Hann hefur um margra ára bil gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sviði sveitarstjörnarmála, tekiö þátt í starfi SASS, setið í bæjarstjóm Selfoss rúmlega tvö Rjörtímabil og gegnt stöðu formanns í byggðasamlagi Hitaveitu Selfoss og Eyra. Þorvarður er stjóm- málafræðingur frá Háskóla ís- lands. Hann er kvæntur og á þrjá syni. I dag mælir Dagfari Af menningarástandi Fjölmiðlar hafa gert sér mat úr því að menningarfulltrúinn í London hefur verið kallaður inn á teppið hjá ríkisendurskoðun. Raunar varð sendiherrann einnig að hlýða kafiinu og koma heim. Fregnir herma aö Jakob Frímann Magnús- son menningarfulltrúi hafi haft níu milljónir króna tfi menningarveisl- unnar í London en hins vegar hafi hann eytt 18 mfiljónum. Út af þessu hefur komið upp kurr hjá ríkisend- urskoðun og öðram kerfiskörlum sem ekki kunna að meta djörfung og dug menningarfulltrúans. Jakpb Frímann Magnússon hefur raunar neitað því að ríkisendur- skoðun sé að kanna menningar- bókhaldiö að gefnu tflefni. Þeir hjá ríkisendurskoðun séu alltaf með nefið niðri í bókhaldi sendiráða og þetta sé liður í reglubundnu eftir- liti. Einhverjir starfsmenn ríkis- endurskoðunar munu hafa verið á námskeiði í London og dottið í hug að nýta tímann til að glugga í fjár- reiður Jakobs,- Eftir að hafa flett í bókhaldinu um stund ákváðu þeir að taka það með sér heim til ís- lands og hafa síðan stundað krí- tíska endurskoðun á fjármálum menningarinnar í London. Menningarfulltrúinn neitar því ekki að hafa farið fram úr opinber- um fjárveitingum við útbreiðslu menningarinnar. Hins vegar komi það ekki að sök því hann safni sjálf- ur fyrir því sem á vantar hjá fyrir- tækjum og sjóðum víða um lönd. Gott ef það verður ekki stórgróði á öllu klabbinu fyrir rest. Það er meira en sumir aðrir geta státað af. Mest af eyðslunni umfram íjár- veitingar er vegna lýðveldishátíö- arinnar sem fram fór í London í sumar. Á að fara að finna að því þótt London fari nokkrar milljónir fram úr áætlun við að minnast 50 ára afmælis lýðveldisins? Hvurs slags búraháttur er þetta eiginlega. Við héldum lýðveldishátíö á Þing- völlum sem fór meira en hundraö mifijónir króna fram úr áætlun. Það var enginn dreginn fyrir ríkis- endurskoðun vegna umframeyðslu á Þingvöllum. Þvert á móti var af- mælisnefndinni þakkað einstak- lega vel unnið starf og varðandi kostnaðinn benti nefndin á að það væru engin fordæmi þess að halda upp á 50 ára lýðveldisafmæh á Þingvöllum. Þess vegna hefðu menn rennt bhnt í sjóinn meö kostnaðaráætlun. Þetta var hins vegar útúrdúr. Aðalatriðið er auðvitað það að menningarhátíðin í London hefur nú staöið yfir í tvö ár og tekist frá- bærlega vel. Þar hafa hstamenn kynnt búkslátt við mikinn fógnuð ásamt söng og hljóðfæraslætti af ýmsum toga sem vakið hefur hrifn- ingu og þá ekki síst íslendinga sem búa í London og eru á gestahsta yfir uppákomur menningarfulltrú- ans. Auk þeirra sækja nokkrir fréttamenn þessar uppákomur, kohegar menningarfuhtrúans úr öðrum sendiráöum auk tfifahandi boðsgesta. ísland og íslensk menn- ing í víðtækri merkingu hafa aldrei fengið aðra eins kynningu meðal Íslendinga sem búa í London og nágrenni- Auk búksláttar hafa ís- lenskir rithöfundur lesið upp í Lon- don á vegum menningarfulltrúans og íslenskir málarar sýnt afurðir sínar. Auðvitað kosta svona viðburðir einhveija peninga. Þaö er tfi dæmis dýrt að kaupa farseðla fyrir aha þessa hstamenn sem hafa verið boðnir á íslandskvöld í London auk þess sem það þarf að halda fólkinu uppi með mat og drykk ásamt hót- elgistingu. Þessi útbreiðsla menn- ingarinnar í London verður ekki metin til fjár hvað sem ríkisendur- skoðun segir. Starf menningarfull- trúans hefur oröið íslenskri menn- ingu í London mikil lyftistöng og íslenskir hstamenn hafa fengið tækifæri til að koma fram í heims- borginni og fremja list á heimsvísu. íslenskir sendiherrar hafa yfir- leitt verið fremur menningar- snauðir og því ekki verið færir um aö hefja menningarlegar uppákom- ur í tengslum við starf sitt. Jakob Frímann hefur hins vegar sýnt og sannað að í sendiráðum okkar er- lendis er nauðsynlegt að reka öflugar menningardeildir til að landar okkar á viðkomandi stöðum geti haldið í menningararfleifðina. Hann er því vel að sendiherrastóln- um kominn og er vonandi að ríkis- endurskoðun spilh ekki fyrir því. Vonandi sér Jón Baldvin sér fært að setja Megas sem menningarfull- trúa í París svo að menningarsókn- in geti haldið áfram. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.