Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 dv______________________________________________Fréttir Fj árlagafrumvarpið tekur daglegum breytmgum á Alþingi: Hallinn stef nir í 9 milljarða - grípi ríkisstjómin ekki til möurskuröar eða aukinnar skattheimtu Verulegar breytingar eru fyrirsjá- anlegar á fjárlagafrumvarpi ríkis- stjómarinnar áöur en þaö verður afgreitt frá Alþingi síðar í mánuðin- um. Halli ríkissjóðs á næsta ári stefnir í að verða 9 milljarðar miðað við þær breytingar sem hafa orðið á frumvarpinu í meðfbrum fjárlaga- nefndar eða ríkisstjömin hefur boð- aði í væntanlegiun fylgifrumvörpum. í fárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar, sem lagt var fram í byrjun október, var gert ráð fyrir aö ríkis- sjóður yrði rekinn með ríflega 6,5 milljarða halla á.næsta ári; tekjurnar yrðu 109,4 milljarðar og gjöldin 115,9 milljarðar. Hrein lánsfjárþörf ríkis- sjóðs var áætluð 8,7 milljarðar sem miðað við forsendur frumvarpsins hefði valdiö því að hreinar skuldir ríkissjóðs hefðu orðið 139,1 milljarð- ur og hlutfall skulda af tekjum farið upp í 127,2 prósent. Miðað við fram- komnar og boðaðar breytingar er ljóst að þetta hlutfall mun hækka. Til samanburðar má geta þess að þegar ríkisstjómin lagði fram fjár- lagafrumvarp í fyrra var gert ráð fyrir 3,7 milljarða halla á árinu 1994 en í meðfórum þingsins jókst hann um 5,9 milljarða og varð 9,6 milljarð- ar þegar flárlög vom samþykkt á Alþingi í desember. Samkvæmt ný- legum útreikningum í fjármálaráðu- neytinu er nú gert ráð fyrir aifhall- inn verði um 11 milljarðar í ár. Undanfarnar vikur hefur fjárlaga- frumvarpið verið til meðferðar í fjár- laganefnd. Innlegg nefndarinnar fyr- ir aðra umræðu hljóðar upp á 377,9 milljóna króna hækkun útgjalda eða úr 115,9 milljörðum í 116,3 milljarða. Þá má vænta þess að útgjöldin aukist um 2,1 milljarða til viðbótar vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um helgina. Um er að ræða ráðstafanir sem ríkisstjómin ætlar að fram- kvæma til að stuðla að kjarajöfnun, stööugleika og aukinni atvinnu. Lagafrumvörp þessa efnis hafa ekki enn litið dagsins ljós og því ekki tek- iö tillit til þeirra í fjálagafrumvarp- inu eins og fjárlaganefnd skilaði þvi til annarrar umræðu í gær. í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar kemur fram að boðaö átak í vegamál- um muni kosta ríkissjóð um 1.250 milljónir til viðbótar því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Auk þessa er samkvæmt heimildum DV gert ráð fyrir að samstarf við sveitar- félögin um atvinnuskapandi aðgerð- ir kosti ríkissjóð um 450 milljónir aukalega og að 350 milljónum verði varið til að leysa fjárhagsvanda sjúkrahúsanna. Yfirlýsingin felur einnig í sér breytingar á tekjuhlið fjárlaganna. Vegna niðurfellingar sérstaks eign- arskatts skerðast tekjurnar um 120 milljónir og vegna minni tvísköttun- ar á lífeyrisgreiðslum skerðast tekj- urnar um allt að 300 milljónir. Á hinn bóginn er reiknaö með aö framleng- ing hátekjuskatts skili ríkissjóði 300 milljónum aukalega í tekjuskatt og sérstakt bensíngjald öðrum 310 millj- ónum. -kaa NYTSAMAR A OTRULEGU VERÐI Kolster 14H litasjónvarp rheð ísl. textavarpi og fjarstýringu. TV201 TVC14 ~ Kolster 20" litasjónvarp með fjarstýringu. Kolster 21" litasjónvarp með ísl. textavarpi og fjarstýringu. TVC21 • • SIÐUMULA 2 • SIMI68 90 90 • OPIÐ LAUG. 10<16 - SUN. 13-16 Handryksuga: MAM-101 Mínútugrill: ótrúlega flðlhæft, CR-41 Brauðrist: Einangruð, 10 stillingum, TT- með 7651 samlokugrill: gott verð fyrir vandað grlll, SW-2 Hárblásarl: með köldum blæstrl, AF-1200 Baðvog: BM-1100 ■ ] kaffikanna: með vatns- mæll og ventll, CC-1500 Nuddtæki: með innfrarauðum gelsla, MB-40 §| §§; Verð kr. 7.49C 1 ► biúpsteikingarpottur: hentugur á hvert | heimlli, FR-1632 Hand ryk/vökva suga: hand- hæg í öll þrif, mam-202 Djúpsteikingarpottur: Elnn með öllu, HF-2030 Cufustraujám: PV-58 Hárbiásari: 1300W, helttog kalt loft, GL-1300 Rakatæki: á vlnnustað eða helmlllð, HS-92 Ryksuga: 1.200W stlglaus styrkstllling, MAT-401 Kaffivél: (10 bolla) með hltakönnu, cc-7643

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.