Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 Þurf um nýjan barnaspítala Við þurfum nýjan bamaspítala. Um það er engum blöðum að íletta. í maí síðastliðnum var skrifað und- ir samkomulag þriggja aðila um byggingu nýs bamaspítala á lóð Landspítalans. Þar komu að máli þáverandi heilbrigðisráðherra, sá er þessar línur ritar, Ehsabet Her- mannsdóttir, formaður Kvenfé- lagsins Hringsins, og Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítal- anna. Þar var handsalaður og und- irritaður samningur um bygging- una sem er grundvallaðar á sam- komulagi innan ríkisstjórnarinnar um þessi mál. Kostnaður við þessa byggingu er á milli 6 og 700 milljónir króna og verður húsið um 4000 fermetrar að stærð. Fyrirhggjandi eru loforð frá borgaryfirvöldum og Kvenfélaginu Hringnum um byggingarstyrk og tækjakaup, sem að lyktum gætu farið langleiðina í að kosta helming verksins á móti ríkissjóði. Þröngar aðstæður Húsnæði núverandi barnadeilda stóm spítalanna er komið til ára sinna. Raunar er það með óíkind- um hversu vel hinu ágæta starfs- fólki barnadeildanna hefur tekist aö halda uppi góðri bjónustu við hinar þröngu aðstæður. En það em nýir tímar. Foreldrar, sem þúsund- um saman hafa verið yfir bömum sínum unrlengri eða skemmri tíma á sjúkrahúsi, þekkja það af eigin raun hversu öh aðstaða er þröng og erfið. Nógersamt álagið Ég hef skoðað bamaspítala er- lendis. Við emm því miður langt á Kjállarmn Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður eftir. I hinum nýja spítala gæfist kostur á dagvist fyrir börn, þ.e. að segja fyrir þau sjúku böm sem koma th meöferðar og em dag- langt, en eiga þess kost að fara heim yfir nóttina. Þá yrði stórbætt að- staða fyrir foreldra, sem margir hverjir verða að vera yfir börnum sínum sólarhringum saman og er tahð brýnt og nauðsynlegt í íjöl- mörgum tilvikum. Nóg er nú samt álagið á mörgum bömum vegna Ukamlegra meina, að ekki bætist við sálarkvölin að hafa ekki pabba eða mömmu, eða aðra aðstandend- ur nærri. í núverandi húsnæði er í raun engin aðstaða fyrir foreldra, en starfsfólkiö hefur af Upurð Uðkað þannig fyrir að það er gert. í nýjum spítala yrði gert ráð fyrir góðri að- „Fyrirliggjandi eru loforð frá borgaryf- irvöldum og Kvenfélaginu Hringnum um byggingarstyrk og tækjakaup, sem að lyktum gætu farið langleiðina í að kosta helming verksins á móti ríkis- sjóði.“ „Húsnæði núverandi barnadeilda stóru spítalanna er komið til ára sinna.“ stöðu fyrir aðstandendur. Þá má nefna leikaðstöðu fyrir börnin og einnig möguleika á skólanámi fyrir þau börn sem þurfa að dvelja á sjúkrastofnunum um lengri tíma. Fleira af þessu tagi má nefna, en almennt er í nýrri byggingu tekið mið af þeirri öru og jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað í barnaspí- tölum í nágrannalöndum okkar. Ekki er gert ráð fyrir því vað rekstrarkostnaður vegna umönn- unar sjúkra barna aukist við hina nýju byggingu. Nú þurfa verkin að tala Það er kominn tími á þetta mál. Ég þekki stöðu þessara mála býsna vel, bæði sem foreldri og einnig sem fyrrum heilbrigðisráðherra. Þama þarf að taka til hendi. Ekk- ert ætti að vera í veginum fyrir því að framkvæmdir gætu hafist á vor- dögum, ef vel er unnið að undir- búningi og að verklok gætu oröið árið 1997. MáUö er vel undirbúið, enda að- dragandinn orðinn langur. En ákvörðun hefur verið tekin. Nú þurfa verkin að tala. Hér er ekki um aö ræða enn eitt steypumann- virkið, sem Util þörf er fyrir eða ekki eru til fjármunir til að reka í starfsemi. Hér er á ferðinni stórt hagsmunamál fyrir börn þessa lands, foreldra þeirra og ættingja og ekki síst það prýðilega heilbrigö- isstarfsfólk sem vinnur nú við þröngar aöstæður að umönnun sjúkra barna. Guðmundur Árni Stefánsson Hagfræði eymdarinnar Stundum er haft á orði að Reykjavík sé snyrtileg borg. Þeir sem svo segja hljóta að meina að hér sé faUegt þegar alsnjóa er eins og nokkra síðustu vetrardaga. Út að garðshliði Því verður ekki á móti mælt að flestir eru Reykvíkingar snyrtilegt fólk; ganga um í fínum fótum og aka um á flottum bílum og inni á heimilum þeirra er snyrtimennska í hávegum höfð. Því miður virðist þessi snyrtimennska heimila sjaldnast ná lengra en út að garðs- hliði, það sem er utangarðs kemur fólki ekki við: Það er mál borgaryf- irvalda. Ekki þarf að ganga lengi um göt- ur bæjarins (sem fæstir gera; flest- ir aka) til að sjá við hvað ég á: Sígar- ettustubbar, tyggjóklessur, bréf- snifsi, jógúrtbox og alls lags drykkjarmál og femur varða götú hins gangandi manns. Sérstaklega stingur allt þetta rusl í augun þegar gengið er hjá strætóskýlum, sjopp- um, skólum og hvar sem fjöldinn safnast saman. KjaUaiinn Hafliði Vilhelmsson rithöfundur Gulrótáumbúðir Líklega er það borin von aö Reyk- víkingar taki upp almennar um- gengnisvenjur siðaðra manna, aö minnsta kosti er fánýtt aö vonast til þess að fólk tíni upp rusl af sjálfsdáðum nema það rusl sé bein- línis innangarðs hjá því. Löngum hefur það þótt ráð að freista asnans með gulrót; alhr vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Vegna þess að það er skilagjald á gleri og áldósum er orðið sjaldgæfara að reka tærnar í slík ílát á fómum vegi, þvert á móti er slegist um þessar umbúðir. Heill her manna stundar þá iðju að safna þessum ílátum til að koma þeim í verð. Þar sem skilagjaldiö hefur gefið svona góða raun held ég væri þjóðráð að sami háttur yrði hafður á með pappírsfemur og drykkjarmál. Ef sett yrði skilagjald á umbúðir utan um kókómjólk, Svala, Trópí, Hi-C, Garpi, nýmjólk, jógúrt og all- ar aðrar vörur af svipuðu tagi er ég viss um að birta myndi yfir skólalóðum og bílastæðum og jafn- vel yrði hægt að komast út í sjoppu án þess að vaða umbúðaelginn. Því set ég fram þá hógvæm til- lögu að þeir sem framleiða drykkj- arföng í einnota umbúðum taki það upp af fúsum og frjálsum viija að borga tvær til fimm krónur í skila- gjald fyrir hverja tóma fernu og hvert tómt mál sem ratar aftur til föðurhúsa. Háfliði Vilhelmsson „Því set ég fram þá hógværu tillögu að þeir sem framleiða drykkjarföng í ein- nota umbúðum taki það upp af fúsum og frjálsum vilja að borga tvær til fimm krónurískilagjald..." 15 Eldborg við Trölladyngju fjarlægð „Það er rétt að benda á áður en af- staða er tekin til Eldborgar við Trölla- dyngju að ófremdar- ástand ríkir í skipulagi á jarðefna- vinnslu á SV- landi. Á Reykjanesi er t.d. ekki til nein heildarúttekt á jarðefnum eftir gerð, magni og staösetningu. Þá er engin heildarstefha til um þaö hvernig vinna eigi jaröefhin. Þetta er afar slæmt, því það bitn- ar bæði á jarðefnavinnslunni og sér í lagi á náttúrunni. Gjallvinnsla hefur nokkra sér- stöðu í jaröefnavinnslu m.a. vegna þess að það er hiutfallslega óalgengt efni og myndast oft viö sérstök jarðfræðileg, skilyröi. Oft er gjalliö að finna sem gíga en þeir setja víða sterkan og eln- kennandi svip á náttúru landsins. Alla gjallgíga hefði átt að friða fyrir löngu. Það er hins vegar búið að eyðileggja mjög marga þeirra með efnistöku. Eldborg við Trölladyngju er einn af þeim gíg- um, en á síöustu 20 til 30 árum hefur þríðjungur hennar horfið í innlendar framkvæmdir. Þegar íslandsnáma hf. falaðist eftir gjalltöku úr henni s). vor var ég því ekki andvígur. Ég taldi það þjóna málstað umhverfisverndar betur aö fjarlægja hana en að skfija hana eftir i þáverandi ástandi." Prófsteinn „Örlög Eld- borgar undir TröUadyngju eru próf- steinn á það i hvemig til tekst viö verndun ann- ara náttúru- minja. Viö ís- lendingar landslaBsaiWWrthié höfum sér- NátturvemrtarréSI. stakar skyldur við umheiminn í verndun jarðmyndana. Okkur ber skylda til að vemda jarðelda- landslag, sérstaklega jarðmynd- anir sem eru sjaldgæfar eöa óvenjulegar á heimsmælikvarða, svo sem dyngjur, eldþorgir, giga- raöir og Undavötn. Eldborgum og fjallgígum fer óðum fækkandi á landinu. Þetta er öllum náttúruvemdarsimium verulegt áhyggjuefni, m.a. vegna þess að fá lönd í heiminum geta státað af slíkum náttúrufyrir- brigðum. Nýir gígar myndast á Reykjanesi á um 1000 ára fresti, en sá timakvarði er okkur vissu- lega ekki í hag. Þá vil ég benda á að eldborgir og aðrar sérstakar jarðmyndanir eru okkur verð- mætari óhreyföar en brotnar í j tengslum við vaxandi feröaþjón- ustu. Menn skulu gera sér grein fyrir því að ferðamenn era komn- ir hingað tU þess aö skoða ís- lenska nóttúru. Við eigum aö sjá sóma okkar í því að friölýsa þess- ar jarðmyndanir sem fyrst. Af þessum ástæðum er ég mótíallinn efnistöku úr eldborgum." -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.