Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 3 Fréttir Fjármál menningarfulltrúans 1 London: Vantar átta milljónir til að endar nái saman - einkaaðilar munu ekki hafa staðið við loforð um stuðning Samkvæmt heimildum DV hafði Jakob Frímann Magnússon, menn- ingarfulltrúi í London, fengið vilyrði nokkurra einkaaðila um fjárhagsleg- an stuðning viö lýöveldishátíöina í London en ekki fengið þegar til átti að taka. Það er meginástæðan fyrir þeim rúmu 8 milljónum sem saman- tekt DV sýnir að vanti til að endar nái saman við 18 milljóna króna út- gjöld embættis menningarfulltrúans á þessu ári. Fjárveiting frá ríkinu var upp á 9 milljónir, þar af 2 milljónir í styrk vegna markaösstarfs á EES-svæðinu. Menningarfulltrúinn, Jakob Frí- mann Magnússon, hefur látið hafa eftir sér að styrkir frá atvinnulífinu upp á 6 milljónir króna komi á móti umframútgjöldunum sem einkum hafa verið vegna lýðveldishátíðar í London. Alls gerir þaö 15 milljónir. Enn vantar klárlega 3 milljónir og skiptingin á þessum 6 milljónum liggur ekki öll fyrir. DV hefur aðeins tekist að fá staðfesta af þeirri upphæð 900 þúsund króna styrki frá nokkr- um aðilum. (Sjá nánar meðfylgjandi graf.) Þvf bætist við þessar 3 milijón- ir óútskýrður munur upp á 5,1 millj- ón sem gerir alls rúmar 8 milljónir. Jakob vildi ekki ræða þessi mál við Sigbjöm Gunnarsson, formaður Qárlaganefndar: Hugsanlegt að leggja tannlæknadeildina niður - tel það koma til greina, segir menntamálaráðherra „Eg tel koma til greina að hætta að kenna tannlækningar við Háskóla íslands og það hefur raunar komið til tals innan Háskólans," sagði Ólaf- ur G. Einarsson menntamálaráð- herra eftir að Ingibjörg Pálmadóttir hafði spurt hann um málið. Nokkur umræða átti sér stað í gær á Alþingi um að til greina kæmi að leggja tannlæknadeild Háskóla ís- lands niður og semja við háskóla í einhverju nágrannalandi okkar um að taka við þeim sem vilja læra tann- lækningar. Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, tók undir þetta sem fyrr segir. Það var Sigbjörn Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokksins og for- maður fjárlaganefndar, sem fyrstur nefndi þetta við 2. umræðu fjárlaga- frumvarpsins í gær. Hann taldi að her a landi væri fé illa varið til rann- sókna og forgangsröðun í kennslu HÍ væri ekki rétt, verið að veita fé til rannsókna sem búið væri að vinna einhvers staðar úti í heimi. Síðan spurði hann hvort skynsamlegt væri að kenna allar þær greinar sem nú eru kenndar við HÍ. Nefndi hanp þar tannlækningar sérstaklega vegna þess hve dýr tannlæknadeild HÍ væri. Ýmsir gripu þetta á lofti og ræddu málið og lögðust stjórnarandstæð- ingar gegn hugmyndinni. Nú munu 49 nemendur vera við nám í tannlæknadeild HÍ. Árlega eru 6 nemendur útskrifaðir og nemur fjárveiting til tannlæknadeildarinn- ar á milli .46 og 47 milljónum króna á ári. Meirihluti fjárlaganefndar: Niðurgreiðsla húshit- unar skilar sér ekki Meirihluti fjárlaganefndar Alþing- is leitar nú leiöa til þess að það fjár- magn, sem fer til niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði út á landi, skili sér til neytenda. Fullyrt er að RARIK og Landsvirkjun hirði hana mestalla með hærra orkuverði. Niðurgreiðsla til húshitunar hefur hækkað um 81 prósent á síðustu árum. Gunnlaugur Stefánsson, alþingismaður og full- trúi í fjárlaganefnd, fullyrðir að of lítið hafi skilaö sér til neytenda. Samkvæmt fjárlögum á að setja 150 milljónir króna á næsta ári til að greiða niður húshitun. Gunnlaugur sagðist vera tilbúinn til að lækka þá upphæð ef hægt væri að tryggja að hún færi öll til neytenda. Gunnlaugur segir að RARIK hafi hirt mjög stóran hluta af því fé sem notað hefur verið til niðurgreiöslu með því að hækka orkuverð og Landsvirkjun með því að neita að gefa afslátt á raforku til húshitunar. Samkvæmt heimildum DV mun meirihluti fjárlaganefndar æúa að fá iðnaðarráðherra í lið með sér til að koma þessum málum á hreint. Bruggverksmiðjan: Einn viðurkennir eign Karlmaöur hefur viðurkennt aö eiga og starfrækja bruggverksmiðj- una sem lögreglan lokaöi fyrir helgi á Fiskislóð. Maðurinn var nýlega dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir aö brugga og selja ólöglegt áfengi. Ekki tókst að færa sönnur á að þrír aðrir menn, sem grunaöir voru um að eiga verksmiðjuna í fé- lagi við manninn, væru eigendur hennar. Leigubílstjórinn sem handtekinn var á staðnum viðurkenndi að hafa ekiö hundruð lítra til sölumanna og einnig aö hafa aflað fanga fyrir eig- endur verksmiðjunnar með því að sækja sykur, ger og umbúðir fyrir framleiðsluna. Menningarfulltrúinn í London — tekjur upp í útgjöld ársins 1994 — Markaðsstyrkur v/EES Staðfestir styrkir RvíKurborg 0,4 Isl. sjávarafuröir 0,25 SH í Grimsby 0,15 ísberg í Hull 0,1 Fjárveitingar frá ríkinu Heildarútgjöld: 18 milljónír DV DV þegar náðist í hann í gær. Hann sagðist ætla að gefa Ríkisendurskoð- un sín svör og síðan yrði að bíða eft- ir skýrslu hennar um fjárhag og bók- hald embættisins. Jakob hefur sagt að Flugleiðir hafl styrkt lýðveldishátíðina en sá styrk- ur er í formi afsláttar á fargjöldum og ekki með í þessum 6 milljónum frá atvinnulífinu. Fram kom í DV í gær að Reykjavík- urborg hefur styrkt lýðveldishátíö- ina um 400 þúsund krónur á þessu ári, auk 600 þúsund króna styrks á síðásta ári vegna heimsóknar breskra blaðamanna til Reykjavíkur. Hjá íslenskum sjávarafurðum feng- ust þær upplýsingar að 250 þúsund króna styrkur hefði verið veittur á þessu ári til „kynningarstarfs" hjá menningarfulltrúanum. Þá hefur fyrirtækið ákveðið að veita aðrar 250 þúsundir í sama skyni á næsta ári. Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby styrkti hátíðina um 150 þúsund krónur og styrkur upp á um 100 þúsund krónur kom frá Isberg í Hull sem er í eigu Péturs Bjömssonar. Aðilar eins og Eimskip, Samskip og Útflutningsráð, sem víða hafa styrkt landkynningar á erlendri grund, hafa ekki styrkt uppákomur Jakobs í London á árinu, samkvæmt upplýsingum frá þessum aðilum. Hins vegar mun Samskip hafa styrkt einhverja listviðburði í London árin 1992 og 1993. .. .með geisladrifi og hátölurum! Við bjóðum einnig fjölbreytt úrval CD-ROM- geisladiska allt frá barnaleikjum til orðabóka og allt þar á milli. Svo geturðu einnig spilað venjulega hljómgeisladiska með drifinu. Sýning 12. til 17. desember, Apple-umboðið hf. Skipholti 21, simi: (91) 62 48 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.