Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 Viðskipti Þorskur á fiskm. Kg fri Mi Fi Fö MS Hlutab. Islandsb. 1,19 1,18 1,17 1,15 Þri Mi Fi Fö Má Álverð erlendís $/tonn Þri Mi Fi Fö Má Þri Dollarinn Þri Mi Fi Fö Má Kauph. í London FT-SE íoo Þri Mi Fi Fö Má Þorskuráuppleið Þorskverð á fiskmörkuðum rauk upp í 132 krónur kílóið aö meðaltali á mánudag eför að hafa verið í kringum 100 krónur í síð- ustu viku. Viðskipti með hlutabréf íslands- banka hafa verið lífleg að undanf- ömu. Gengi bréfanna hefur lækk- að lítillega, var 1,18 á mánudag. Staðgreiðsluverð áls var 1822 dollarar tonnið þegar viðskipti hófust í London í gærmorgun, nokkru lægra en verið hefur síð- ustu dága. Sölugengi dollars var 69,12 krón- ur á mánudag, nokkru hærra en í síðustu viku. Gengi gærdagsins lá ekki fyrir þegar þetta var ritað. Hlutabréfaverö í London hefur veriö frekar lágt frá því á fostu- dag. FT-SE100 hlutabréfavísitalan var 2950 stig í gærmorgun, stutt frá lágmarki þessa árs. Spástefna Stjómunarfélags íslands: Fyrirtækin spá meiri verðbólgu - en Þjóðhagsstofnun reiknar með á næsta ári Árleg Spástefna Stjórnunarfélags íslands fór fram á Hótel Loftleiðum í gær. Þar voru m.a. birtar niðurstöð- ur könnunar sem félagið gerði á meöal stjórnenda fjölmargra fyrir- tækja um hvernig þeir spá fyrir um efnahagsþróunina á íslandi á næsta ári. Þar kemur fram að meiri svart- sýni ríkir hjá fyrirtækjum hvað verðbólgu varðar miðað við spá Þjóð- hagsstofnunar fyrir næsta ár. Þjóð- hagsstofnun spáir 2% verðbólgu að . meðaltali en spá fyrirtækjanna hljóðar upp á 3,59% verðbólgu. Hvað aðrar hagstærðir varðar þá er spá fyrirtækjanna mjög nálægt spá Þjóðhagsstofnunar. Þannig spá fyrirtækin 1,39% hagvexti en Þjóð- hagsstofnun 1,40%. Fyrirtækin spá minna atvinnuleysi á næsta ári, eða 4,72% á móti 4,9% hjá Þjóðhagsstofn- un. Stjórnendur fyrirtækja reikna með meiri hækkun launa á næsta ári, þ.e. 2,78% hækkun á móti 2,5% hækkun hjá Þjóðhagsstofnun. Þegar niðurstöður Spástefnunnar fyrir ári eru bornar saman við raun- veruleikann í ár sést að spá Þjóð- hagsstofnunar er í flestum tilvikum nær raunveruleikanum en spá fyrir- tækjanna. Sigurður Ágúst Jensson viðskipta- fræðingur vann úr könnuninni fyrir Stjórnunarfélagið og kynnti hana á Spástefnunni í gær. Þar kom fram aö stjómendur fyrirtækja gera ráð fyrir lítils háttar vaxtahækkun á næsta ári og hækkandi meðalgengi um 3,23% á meðan Þjóðhagsstofnun reiknar með stöðugu gengi. Sem leið út úr efnahagsþrenging- um nefndu flestir stjórnendur hugs- anlega aðild að ESB. Frekari úr- Frá Spástefnu Stjórnunarfélags íslands 1995 sem haldin var í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Efnahagsþróun 1995 — samanburöur á spám — Spá fyrirtækja Spá Þjóöhagsst. y V' 'v’ <s\° Hag- Verð- Launa- Atvinnu- vöxtur bólga þróun leysi WSFIP vinnsla sjávarafurða er helsti vaxt- ámm að mati flestra þeirra fyrir- arbroddur í atvinnulífinu á næstu tækja sem þátt tóku í könnuninni. Engin skipasala í Þýskalandi Enginn íslenskur togari seldi í Þýskalandi í síðustu viku og hefur það ekki gerst í háa herrans tíð. Tal- an í grafinu um meðalverð er því óbreytt frá í síðustu viku. Hins vegar fór fram ágæt gámasala í Englandi og meðalverð hækkaði milli vikna um rúm 11%. Alls seldust ríflega 250 tonn fyrir tæpar 44 milljónir króna. í samantekt frá Aflamiðlun kemur fram að 10 skipasölur fóm fram í Þýskalandi í nóvember af 9 togurum en Akurey RE seldi tvisvar sinnum. Alls fengust rúmar 150 milljónir fyrir 1.381 tonn. Hæsta meöalverði í mán- uðinum náði Viðey RE þann 22., eða 149 krónum fyrir kílóið. Hlutabréfaviðskipti glæðast Eftir því sem nær dregur áramótum glæðast viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþinginu. í síðustu viku námu þau um 60 milljónum króna og þessi vika hófst með 11 mflljóna viðskiptum á mánudag. Einkennandi hafa verið mikil við- skipti með hlutabréf nokkurra helstu hlutabréfasjóðanna enda hafa verð- bréfafyrirtæki boðið upp á hagstæð greiðslukjör í viðskiptum með bréf í sjóðum. En mestu viðskiptin í síð- ustu viku voru með hlutabréf Marels upp á rúmar 12 milljónir. Auk sjóð- anna voru einnig nokkur viðskipti með bréf íslandsbanka, Eimskips og Flugleiða. Gengi Eimskipsbréfanna hefur lækkað og Flugleiðabréfin gerðu það sömuleiðis á mánudag eft- ir nokkum stíganda í síðustu viku. Álmarkaðurinn er tæknflega tal- inn veikur um þessar mundir. Stað- greiðsluveröið hefur ekki farið upp fyrir 1860 dollara tonnið að undan- fórnu og reyndar lækkað nokkuð í þessari viku. Heimsmarkaðsbirgðir hafa aukist, einkum í Evrópu, en birgöir á frjálsum markaði hafa hins vegar lækkað. Mesta ávöxtun á hlutabréfum Hampiðjunnar i fréttabréfl íslenska hluta- bréfasjóðsins hf. kemur fram að mesta raunávöxtun hlutabréfa sl. 12 mánuöi á Verðbréfaþingi ís- lands var í hlutabréfum Hampiðj- unnar, eða um 37%. Næst koma hlutabréf Olis og íslandsbanka með rúnflega 30% ávöxtun, Flug- leiða með 25% ávöxtun og Þor- móðs ramma með 22%. Af 26 hlutafélögum voru hluta- bréf 6 félaga með neikvæða ávöxtun undanfarna 12 mánuði. Raunávöxtun hlutabréfa Tölvu- samskipta var neikvajð um 64%, bréf Skagstrendings og Haraldar Böðvarssonar um 35%, Jarðbor- ana um 5% og Marels og Sæ- plasts um 4%. 62prösent minni þorsksala í Englandi Fyrstu 11 mánuði þessa árs seldust tæplega 3 þúsund tonn af slægðum þorski í gámasölu í Eng- landi. Það er 62% minni sala að magni til en eftir sama tima í fyrra. Verðmæti þorsksins er hins vegar 6% meira en í fyrra. Á fiskmörkuðum innanlands seldist 23% minna af þorski fyrstu 11 mánuðina en í fyrra en verðmætiö jókst um 19%. Enn meiri samdráttur varð á sölu ufsa á mörkuðum í Þýska- landí. Fyrstu 11 mánuðina seld- ust 945 tonn en í fyrra seldust um 2.700 tonn. Sámdrátturinn nemur 65%. Ufsasala á fiskmörkuðum hér heima jókst um 9% milli ára og verömætið um 37%. Lítils hátt- ar samdráttur varð á sölu karfa bæði heima og erlendis en ýsu- sala jókst um 10% á báðum víg- stöðvum. Gistiskýrslurfrá Hagstofunni Hagstofan hefur gefið út ritið Gistiskýrslur 1984-1993. Þar er gerð grein fyrir uppplýsingasöfn- un Hagstofunnar frá gististöðum sl. áratug og birtar margvísiegar upplýsingar um framboð gisti- þjónustu, nýtingu gistirýmis, fiölda gesta og gistinátta eftir teg- und gististaða, landshlutum, þjóðerni gesta o.fl. Á þessu tímabili fiölgaði hótel- um og gistiheimilum er störfuðu yfir sumartímann úr 851140, eða um 65%. Þeim er störfuðu utan háannatímans fiölgaði úr 50 i nær 90. Farfuglaheimflum fiölgaði úr 19 í 27 og svefhpokagististöðum úr 22 í 32. Loks fiölgaði bænda- gististöðum úr 28 árið 1984 í 111 árið 1993 og fiöldi rúma nær fimmfaldaðist. Samfara auknu framboði hefur nýting gistirýmis minnkað verulega. VÍB gefur þitig- mönnumVerð- bréfogáhættu í tilefni af því að önnur umræða um fiárlög íslenska rikisíns hófst á Alþingi í gær afhenti Veröbréfa- markaður íslandsbanka, VÍB, 63 eintök af fiármálabókinni Verð- bréf og áhætta til allra þing- manna. En VÍB gaf út bókina fyrr á þessu ári. Fulltrúar stjómmála- flokkanna og forseti Alþingis veittu bókinni viötöku skömmu áöur en fiárlagaumræðan hófst. Bókin fiallar um hvernig best sé að ávaxta peninga og telur VÍB að efni hennar ætti að koma þing- mönnum tfl góða í umfiöllun sinni um fiármál ríkisins og ekki síst fiárlögin fyrir næsta ár. Þess má geta að efni bókarinnar er kennt í nokkrum framhaldsskól- um og á háskólastigi. -----------------------t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.