Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 Fréttir Stjómarfhimvarp til nýrra nafnalaga til þingflokkanna: Skjarpur, Skunnar og Aþanasía leyfð en ekki Siv - stuðlað að því að ættamöfn verði notuð sem millinöfh Samkvæmt nýju stjómarfrum- varpi um mannanöfn, sem lagt hefur verið fyrir þingflokkana, er stefnt aö því að auka frelsi í nafngiftum frá því sem ákveðið var með lögum sem samþykkt vom á Alþingi árið 1991. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að frelsi verði aukið í v nafngiftum frá því sem nú er, einkum með því aö heimila aðlöguð erlend nöfn jafnvel þótt þau styðjist ekki viö hefð í íslensku máh og með því að heimila millinöfti. Þá er með frum- varpinu reynt að jafna nafnrétt manna eftir því sem kostur er, meðal annars með því að auka rétt erlendra manna sem gerast íslenskir ríkis- borgarar. Loks er stuðlaö að því að ættamöfn veröi fremur notuð sem millinöfn en sem kenninöfn. Eftirfarandi kvenmannsnöfn verða leyfð ef frumvarpið nær fram að ganga en þeim hafði áður verið hafn- að ^amkvæmt gildandi lögum: Ad- ama, Alexandrea, Amel, Anetta, Annabella, Aretta, Aþanasía, Aþena, Belinda, Bella, Benney, Bergetta, Bergitta, Bína, Blín, Bogga, Dýrley, Dön, Edna, Emelíta, Gauja, Georgí, Giddý, Hallý og Hanný. Hins vegar verða nöfnin; Apríl, Dawn, Hilde- gard, Lilhan, Maí, Maj, May, Miriam, Nathahe og Siv áfram bönnuð. Eftirfarandi karlmannsnöfn verða leyfð ef fmmvarpið nær fram að ganga en þeim hafði áður verið hafn- að samkvæmt gildandi lögum: Alf, Bert, Davor, Elentínus, Elinór, Evan, Garibaldi, Gerald, Húgó, Maggi, Manfreð, Manúel, Marselíus, Mekk- ínó, Októ, Orvar og Preben. Hins vegar verða nöfnin; Gasey, Eddý, Jean, Mooney og Nicolai áfram bönnuð. í frumvarpinu er reynt að spoma við því að sá fomi siður íslendinga að kenna sig viö föður eða móöur leggist af með aukinni ættamafna- notkun. í frumvarpinu er hveijum manni gert aö kenna sig við föður eða móður en þó má maður sem ber ættamafn, sem kenninafn, bera það áfram. Ættamafnið gengur þó ekki til niðja hans en bam fær sama kenninafn og alsystkini þess. Heimilt verður mönnum að bera ættamafn sem millinafn. Blendingsnöfn verða heimil svo framarlega sem þau eru sett saman af íslenskum nafnstofni eða íslenskri nafnrót, erlendu viðskeyti og ís- lenskri nefnifallsendingu. Þá má í lokin geta þess aö nöfn eins og Skjarpur og Skunnar verða heimil eins og nöfnin Garpur og Gunnar. Sama gildir um nöfnin Frissi, Bíbí og Gudda. Lagt er til að sem næst sömu reglur gildi eftir sem áður um tökunöfn. Útflutningur á ígulkerum og hrognum: Toppnum náð og þá hrundi alK - 300 manns hafa misst vinnu viö ígulkeravinnsluna Gylfi Kristjánaaon, DV, Akureyii: Frá því útflutningur hófst á ígul- kerum og hrognum árið 1989 hafa verið flutt út alls 49 tonn af óunnum ígulkerum og 131 tonn af hrognum. Verðmæti þessa útflutnings hafa far- ið vaxandi ár frá ári, hafa aldrei ver- ið meiri en fyrri hluta ársins í ár, eða til þess tíma að algjört hrun varð í greininni á þessu ári. Á árunum 1989-1991 var einungis um aö ræða útflutning á óunnum ígulkerum. Vinnsla á hrognuninn úr kerunum og útflutningur á þeim hófst síðan árið 1992 og þá nam hrognaútflutningurinn tæpum 3 milljónum króna. Þessi tala fór í ríf- lega 90 milljónir á síðasta ári en fyrstu 9 mánuði yfirstandandi árs voru flutt út hrogn fyrir tæplega 200 milljónir króna. Á sama tíma gerist það að verðhrun verður í Japan meö þeim afleiöingum að 10 af 16 vinnslu- stöðvum hefur verið lokað. Talið er að þegar mest var hafl um 400 manns haft atvinnu af ígulkera- vinnslunni og eru þá taldir sjómenn, vinnslufólk og flutningaaðilar. Sam- kvæmt heimildum DV lætur nærri að í dag starfl ekki nema fjórðungur þess fjölda við vinnsluna eða um 100 manns. Ótíð hamlar loðnuleit Jóhann Jóhamtssan, DV, Seyðisfirði: Vonir manna um að loðnan finn- ist skyndilega nú í desember, eins og gerðist á síðasta ári, dofna nú óðum. Tvö veiðiskip, Víkingur AK og Öm KE, em enn á miðunum en hafa ekki getaö leitaö undanfama daga. Það er því nokkuð umliðið síðan allt veiðisvæðið hefur verið kannað vegna þrálátrar stormbrælu. Síðasta skip sem land- aði loðnu hér var Öm KE og var aflinn aðeins hundrað tonn. Þess er því ekki að vænta að loðna berist til verksmiðjanna fyrr en eftir áramót og haustvertíðin hefur valdið miklum vonbrigðum. Listi yfir söluhæstu bækur - síöustu viku - 1. Snigiaveislan - Ólafur Jóh. Ólafsson 2. Enn fleíri athuganir Berts - Jakobsson & Olsson 3. Fólk og firnindi - Ómar Ragnarsson 4. Útkall Alfa TF-SIF - Óttar Sveinsson 5. Grandavegur 7 - Vigdís Grímsdóttir 6. Óskars saga Halldórssonar - Ásgeir Jakobsson 7. Aö elska er aö lifa - Hans Kristján Árnason 8. Mannakynni - Vilhjálmur Hjálmarsson 9. Amó Amas - Þorgrímur Þráinsson 10. í luktum heimi - Fríða Á. Utflutningur á ígulkerum og hrognum 1988-'94 í milljónum króna Starfandi fyrirtseki #i Isafjöröur <r V \ _ SauQþrkrókur Hvalnmstangi ^r^Styklíishélmur (-2) m Vinnslu hætt * Ölafsfjoröur W- I Svalbaröseyri ' Akureyri EgilsstaOm ■M Njarövlk £Reykjavik Verömætl í mllljónum _ e króna 95,5 0.4 0,5 0,7 Kristín Á. ætlar ekki í pólitík „Þetta hefur ekki verið rætt við mig. Ég hef ekki ætlað mér að fara í pólitík og útiloka þetta alveg þannig að ég er ekki einu smni að hugsa málið,“ segir Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaöur Sjúkraliðafélags Is- lands, um þann orðróm að hún hygg- ist taka sæti á Usta Jóhönnu Sigurð- ardóttur í-kosningunum í vor. Stuttar fréttir Svartrottur fjölga sér Yfir 30 svartrottur hafa veiöst í Vestmannaeyjum í haust og 2 rottuhreiðrum var útrýmt. Skv. RÚV hafa svartrottur ekki fjölgaö sér áður hér á landi. Sviptir veiðiheimiidum Sjávarútvegsráöuneytið hefur svipt belgíska togara veiðiheim- ildum í íslensku flskveiðilögsög- unni fyrir brot á samningi þjóð- anna um veiðarnar. Sjónvarpið greindi frá þessu. Aiddðeflftrfit Samstarfsnefhd um bætta um- gengni um auðlíndir sjávar hefur sent frá sér áfangaskýrslu þar sem gerðar eru tillögur um úr- ræði gegn því að fiski sé hent eöa landað fram hjá vigt. Rækjuúrgangur nýttur Rækjuvinnslur á Norðurlandi vestra ætla aö stofna hlutafélag um rekstur rpjölvinnslu úr rækjuúrgangi. Skv. RÚV ihuga sveitarfélögin í kjördæminu að kaupa húsnæði og tæki undir reksturinn á Hvammstanga. Búistviðörtröð Um 200 manns hafa sótt um húsaleigubætur í Reykjavík. Um- sóknarlVestur vegna greiðslu fyrstu bótanna er aö renna út hjá Félagsmálastofnun borgarinnar. Samkvæmt Mbl. er búist við ör- tröð í dag og á morgun. Þýdd bamabók situr í ööru sæti bóksölulista DV: Ekki gerst í langan tíma „Það hlýtur að vera mikiö ánægju- efni að bamabók skuli sitja í öðru sæti bóksölulista DV. Ég man ekki eftir því í langan tíma að þýdd bók fyrir þennan aldurshóp hafi náð eins miklum vinsældum," sagði Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Skjaldborgar, sem gefur út bókina Enn fleiri athuganir Berts sem hef- ur, tvær vikur í röð, setið í öðru sæti listans. í fyrsta sæti listans situr enn Sniglaveislan, bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Fólk og flmindi Ómars Ragnarssonar er komin upp í þriðja sæti og þyrlubók Óttars Sveinssonar, Útkall Alfa TF-SIF er komin upp í - segir útgefandinn fjórða sætið. Grandavegur 7, bók Vigdísar Grímsdóttur, var ekki á hst- anum síðast, en er nú komin í 5. sætið. Óskars saga Halldórssonar, skráð af Ásgeiri Jakobssyni, er í sjötta sætinu en Að elska er að lifa, bók Hans Krisijáns Ámasonar, er í sjöunda sætinu. í áttunda sæti lis.t- ans er bókin Mannakynni (Vilhjálm- ur Hjálmarsson), unghngabók Þor- gríms Þráinssonar, Amó Amas, kemst í 9. sætið og í luktum heimi, skáldsaga Fríðu Á. Sigurðardóttur, í það tíunda. Næstar áðurgreindum bókum em Krappur lífsdans, Blautir kossar, Brosað gegnum tárin og Kvikasilfur. Bókaverslanimar sem taka þátt í sölukönnun DV era: Ahar verslanir Eymundssonar í Reykjavík, Penninn í Hallarmúla, Hagkaup í Skeifunni og Kringlunni, á Akureyri og í Njarð- vík, Bókaverslunin Sjávarborg í Stykkishólmi, Bókhlaðan á ísafirði, Bókabúð Bryiýars á Sauðárkróki, Bókabúð Jónasar á Akureyri, Bóka- búö Sigurbjörns Brynjarssonar á Eghsstöðum, Kaupfélag Ámesinga á Selfossi og Bókabúð Keflavíkur. Fengnar em sölutölur síðustu viku og geröur listi yfir 10 söluhæstu bæk- umar í hverri verslun. Era gefln stig, 1-10, eftir röðinni á hstunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.