Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 26
54 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 propp *»o ^2 ÍSLENSKI USTINN er unninn I samvinnu DV. Bylgjunnar og CocaCola ð Islandi. Mikill fjöldi fölks tekur þótt 1 aö velja ÍSLENSKA USTANNI hverri viku. Yfirumsjón ög handrit eru I hðndum Agústs Héöinssonar, framkvæmd i höndurp starfsfölks DV en tæknhrinnsla fyrlr útvarp er unnin af Þorsteinl AsgeirssynU GBTT ÚTVARPI íslenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel Ólafsson stööu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög- um á bakviö athyglisveröa flytjendur og lög þeirra. Á Bylgjunni, laugardaga milli kl. 16 og 19 er staöa laganna 40 svo kynnt á ný og þau endurflutt. öv Meiming Bókmenntir Oddný Árnadóttir ef maður getUr ekki sofið fyrir vondum draumum eða bara „þegar mann langar svakalega mikið í sögu - til dæmis í þessa sögu um rúmið hans Árna.“ Texti sögunnar er einfaldur en ekki alveg laus við hnökra. Hluti skýring- arinnar á því gæti verið sá aö hann er fyrst og fremst skrifaöur fyrir áheyranda en ekki lesanda. Skemmtilegar athugasemdir tljóta með eins og þegar íjölskyldan er að skoða rúm og Árni sér eitt meö innbyggðu ljósi og klukku. „Þarf maður klukku og ljós þegar maður sefur?“ Bubbi spilar mikið inn á ímyndunaraflið hjá börnunum og rúminu má breyta i sjóræn- ingjaskip, járnbrautarlest eða ílugvél svo nokkuð sé nefnt. Þannig gerir h'ann rúmið spennandi og eftirsóknarverðan stað fyrir barnið um leið og hann leggur áherslu á að pabbi og mamma eru skammt undan ef eitt- hvað bjátar á. Myndirnar hans Tolla eru mjög skemmtilegar og falla vel að efninu. Litagleðin ræður ríkjum og myndirnar ekki fast skorðaðar í raunsæið enda ímyndunaraflið stór þáttur textans. Útlínur hlutanna eru dregnar frjálslega upp og þeir síðan málaðir með svolítið barnslegu frelsi. Útkoman úr þessari samvinnu þeirra bræðra er heildstæð og læsileg bók þó hún sé ekkert tímamótaverk. Bubbi kemst nokkuð vel frá þessu viðkvæma máli, sem það svo oft er fyrir börnin, að sofa ein. Ég gat hins vegar ekki varist þeirri hugsun að ef höfundar hefðu verið aðrir og óþekkt- ir menn hefði þessi bók ekkert endilega verið gefin út. Bubbi Morthens / Tolli Rúmið hans Árna Setberg 1994 Rúm er ekki bara rúm Bubbi Morthens er þekktur fyrir allt annað en að vera rithöfundur en hann stígur nú sín fyrstu skref á þeim vettvangi með barnasögu sem Tolli bróöir hans myndskreytir. Árni litli er núfluttur heim til íslands frá Þýskalandi þar sem pabbi hans var í myndlistarnámi. íbúðin sem þau bjuggu í var svo lítil að Árni þurfti að sofa uppi í rúmi hjá pabba og mömmu þar sem ekki var pláss fyrir fleiri rúm. Þau þurfa því að byrja á því að kaupa rúm handa honum og Árni fær að velja þaö sjálfur. Það eru viðbrigði fyrir hann að sofa einn og ekki laust við að hann sé svolítið myrkfælinn en þá er bara hægt að rölta yfir til pabba og mömmu, í öryggið og ylinn. Sagan af Árna er nokkuð dæmigerð kvöldsaga fyrir börn enda segir höfundur í bókarlok að það sé ágætt að skreppa yfir til pabba og mömmu Bubbi Morthens er þekktur tyrir allt annað en að vera rithöfundur. Anna Ringsted verslunarkona: ...ég fylgist með Tímanum... - hin hliðin á málunum Sími 63 16 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.