Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 30
58 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 Afmæli Geirharður Þorsteinsson Geirharöur Jakob Þorsteinsson arkitekt, Bergstaöastræti 14, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Geirharður fæddist á Siglufirði, var um skeið hjá móðurforeldrum sínum í Den Haag í Hollandi en ólst upp í foreldrahúsum að Stóra-Fljóti í Biskupstungum og í Reykjavík á unghngsárunum. Geirharður lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1952, stúdentsprófi frá MA1955, stundaði nám í vélaverk- fræði við Technische Universitat í Munchen 1955-57 og lauk námi í arkitektúr við Technische Univers- itat 1962. Þá stundaði hann nám við skipulagsskóla Nordplan í Stokk- hólmi 1978 og sótti námskeiö í með- ferð Uta í húsum í Járna í Svíþjóð 1972. Geirharður var arkitekt hjá verk- fræðistofu Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli 1962-63, á Teiknistofu HannesarKr. Davíðssonararkitekts 1963-64, var 1964-65 í samstarfi við Skúla Norðdahl arkitekt aö ýmsum verkefnum, m.a. skipulagi í Kópa- vogi, og arkitekt hjá Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar í Reykja- vík 1965-67. Þá stofnaði hann arki- tektastofu í Reykjavík ásamt Hró- bjarti Hróbjartssyni en frá 1985 hef- ur hann starfrækt eigin arkitekta- stofu. Síðan 1992 hefur hann starfað sem deildarstjóri hjá Skipulagi rík- isjns. Geirharður hafði heildarumsjón með skipulagi Fella- og Hólahverfis í Reykjavík 1965-75, skipulagöi, ásamt öðrum, Suðurhlíðahverfið í Kópavogi og hefur hannað skóla, heilsugæslustöövar, íþróttahús og einbýlishús víða um land. Geirharður var stundakennari við Tækniskóla íslands í fjögur ár, sat í skipulagsnefnd Reykjavíkur 1964-72 og hefur gegnt ýmsum nefndastörfum fyrir Alþýöubanda- lagið og fyrir Arkitektafélag íslands umárabil. Fjölskylda Geirharður kvæntist 16.3.1957 Guðnýju Jónínu Helgadóttur, f. 10.12.1938, leikkonu. Hún er dóttir Helga Guðnasonar, b. á Kömbum í Helgustaðahreppi, sjómanns, út- gerðarmanns og loks póstaf- greiðslumanns á Þórshöfn, og k.h., Soffíu Arnþrúðar Ingimarsdóttur, húsmóður og póst- og símstöðvar- stjóra á Þórshöfn, en þau eru bæði látin. Börn Geirharðs og Guönýjar eru Þorsteinn, f. 18.8.1955, arkitekt í Reykjavík, kvæntur Dögg Káradótt- ur félagsráðgjafa, þau eiga tvö börn; Helgi, f. 14.12.1960, verkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Kristínu Helgu Jónsdóttur fréttamanni, þau eiga tvær dætur; Kormákur, f. 10.11. 1963, tónlistarmaður í Reykjavík, sambýliskona hans er Dýrleif Örl- ygsdóttir; Halldóra, f. 12.8.1968, leik- listarnemi í Reykjavík, hún á eina dóttur. Bræður Geirharðs eru Berghreinn Þorsteinsson, f. 17.2.1936, flugvirki, Vilhjálmur Þorsteinsson, f. 9.9.1944, fiskifræðingur og Helgi Skúta Helgason, f. 20.8.1953, bóklistarmað- ur. Foreldrar Geirharðs: Þorsteinn Bergmann Loftsson, f. 17.2.1911, d. 20.5.1945, ylræktarb. að Stóra-Fljóti í Biskupstungum, og k.h., Vilhelm- ína Theodora Loftsson, f. Tijmstra, 26.2.1912, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var sonur Lofts, b. í Gröf í Miðdölum, Magnússonar, b. í Stóra-Skógi, Bjarnasonar, b. á Lambastöðum, Jónssonar. Móðir Magnúsar var Sigríður Magnús- dóttir. Móðir Lofts var Herdís Ólafs- dóttir. Móðir Þorsteins var Jóhanna Guðný Guðnadóttir, b., hreppstjóra og kennara á Dunkárbakka, Jóns- sonar, b. á Dunkárbakka, Jónsson- ar. Móðir Guðna var Þorkatla Guðnadóttir. Móðir Jóhönhu var Guðný Daníelsdóttir, b. á Fremri- Hrafnabjörgum, Kristjánssonar. Vilhelmína er dóttir Gerhardus Jacobus Tijmstra, þá embættis- Geirharöur Þorsteinsson. manns hollenska ríkisins eyjunni Jövu, síðar landstjóra á eyjunum St. Martin, St. Eustadius og Saba í Karíbahafi og skólastjóra í Tijmst- raschool í Haag i Hollandi, og k.h., Vilhelmínu Gesinu Tijmstra, f. van den Berg, húsmóður. Þau hjónin taka á móti gestum í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, milli kl. 18 og 20 á afmælisdaginn. Tilkynning um afmælis- skrif DY yfirhátíð- arnar Afmælistilkynníngar og upplýsingar um afmælisbörn fyrir dagana 23. til 27. des- ember þurfa að berast ætt- fræðideild DV eigi slðar en þriðjudaginn 20. desember. Afmælistilkynningar og upplýsingar um afmælisbörn fyrir dagana 31. desember til 2. janúar þurfa að berast eigi síðar en miðvikudaginn 28. desember. 85 ára Lilia Steinsen, Víðimel 56, Reykjavík. Sigurður Kristjánsson, Eyrarvegi 11, Akureyri. Þorbjörg Ingólfsdóttir, Lindási, Innri-Akraneshreppi, Ragna Halldórsdóttir, Álíheimum 5, Reylqavík. 70 ára Anna Jóna G. Betúelsdóttir, Furugeröi 13, Reykjavík. Einar Þorsteinsson húsasmiður, Rauöarárstíg 5, Reykjavík. 60 ára Guðleif Einarsdóttir, Víðivangi 3, Hafnarfirði. Anna Guðríður Hallsdóttir, Stigahlið 28, Reykjavik. Karl A. Sigurgeirsson, Melrakkanesi, Djúpavogshreppi. Anika Jóna Ragnarsdóttir, Hjallalandi 38, Reykjavik. Bjarndís Helgadóttir, Lyngási 5, Egiisstöðum. Simona Simonsen, Logafold 52, Reykjavík. _ HjörturBenediktsson, Seiðakvísl 36, Reykjavík. Hjörturogeig- ixikonahans, ElínBrynjólfs- dóttir, taka á mótigestumí Rafveituheimil- inuviðElhðaár milli kl. 18 og 20. 50ára SkjöldurKristinsson, Munkaþverárstræti 15, Akureyri. Björn Kjartansson, Hlíöarvegi 52, Ólafsfiröi. Stefán Víglundur Ólafsson, Hlíðarvegi 63, Ölafsfirði. 40ára______________________ Árdís Ólafsdóttir, Glaðheimum 8, ReyKjavík. Ármann Brynjar Ármannsson, Þangbakka 8, Reykjavík. Einar Guðmundsson, Sörlaskjóli 74, Reykjavík. Ingimundur Sveinn Jónsson, Laufvangi 1, Hafnarfirði. JakobLárus Sveinsson, Laugateigi 44, Reykjavík. Engilbert Valgarðsson, Barmahlíð 37, Reykjavík. Einar Ingþór Einarsson, Fannafold 148, Reykjavik. Margrét Björnsdóttir, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík. Inga Björnsdóttir, Tómasarhaga 21, Reykjavík. Þrúðmar Sigurður Þrúðmarsson Hoffelli Ilb, Nesjahreppi. Bjartmar Pétursson, Garðastræti 38, Reykjavík. Aðalsteinn Arnbjörnsson, deildarverkfræöingur á Iðntækni- stofnun, Víðiteigi 20, Mosfellsbæ. Daði Garðarsson, Hrísmóum 10, Garöabæ. Andlát Halldóra S.G. Veturliðadóttir Halldóra Sigurlína Guðrún Veturl- iðadóttiú, fyrrv. verkakona, af- greiðslukona og húsmóðir, til heim- ihs að dvalarheimihnu Höfða á Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akra- ness þann 5.12. sl. Hún verður jarð- sungin frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 15.12. kl. 11. Starfsferill Hahdóra fæddist í Hnífsdal 24.3. 1910 og ólst upp að Lækjamótum á ísafirði, elst nítján systkina. Hún lauk bamaskólaprófi frá Barna- skóla ísafjarðar 1924 og gætti systk- ina sinna og hjálpaði til við uppeldi þeirra þar til hún hóf sjálf búskap 1934. Meðan Halldóra var í foreldra- húsum vann hún í fiskvinnuhjá Samvinnufélagi ísfirðinga en eftir að hún fór sjálf að búa vann hún ýmis störf, í fiskvinnu, í straustofu Sjúkrahúss ísafjarðar og við Fata- hreinsun Hahdórs Gunnarssonar á ísafirði. Halldóra starfaði í kvenfélaginu Hlíf á ísafiröi og var einn af stofn- endum sjálfstæðiskvennafélags ísa- fiarðar. Halldóra fluttist ásamt fiölskyldu sinni á Akranes 1964 þar sem Hah- dóra afgreiddi í mjólkurbúðinni við Stihholt í fiölda ára, th ársins 1978. Þá hóf hún störf hjá Artic þar sem hún starfaði þar til hún varð sjötíu ogúriggíaára. Á Akranesi hefur Halldóra starfað mikið í kvenfélaginu og Sjálfstæðis- félaginu. Hún bjó þar lengst af á Vesturgötu 154 éða þar th hún keypti einbýlishús á vegum aldr- aðra á Akranesi árið 1985. Þá flutti hún á dvalarheimhið Höfða árið 1990. Fjölskylda Hahdóra giftist 24.10.1937 Karvel Lindberg Olgeirssyni vélsfióra, f. 18.1.1907, d. 12.11.1968. Foreldrar hans voru Olgeir Ohversson sjó- maður og María Guðmundsdóttir húsmóðir. Fósturforeldrar Karvels voru Jónína Jónsdóttir og Einar Hákonarson frá Klettsbúð á Hellis- sandi. Börn Halldóm og Karvels: Sverrir Ohver Karvelsson, f. 20.2.1938, fisk- matsmaöur í Reykjavík, og á hann tvo syni, Kristján og Amar; Hah- dóra Guðrún Karvelsdóttir, f. 5.9. 1939, sjúkraliði í Reykjavík, gift Brynjari ívarssyni skipasölumanni en börn þeirra em Guðmundur Ómar, Örn Ægir, Hahdóra Berghnd, Sigurður ívar og Hlöðver Már; Jón- ína Sigfríður Karvelsdóttir, f. 23.7. 1943, húsmóöir á Akranesi, gift Edward Scott verkamanni en börn þeirra eru Eiríkur Valgeir, Dóra Björk, Eyþór Ath, Gunnar Jóhannes og Lindberg Már; Hafdís Karvels- dóttir, f. 6.2.1946, sjúkraliði á Akra- nesi, gift Sigurði Vésteinssyni tré- smið en böm þeirra era Elfur Sif, María Karen, Emir Freyr og Irma Dögg; Júlíana Karvelsdóttir, f. 8.7. 1947, fiskverkakona á Akranesi, gift Hinriki Líndal Hinrikssyni útgerö- armanni en börn þeirra era Karvel Líndal, Ása Líndal og Olga Líndal; KarvelLindbergKarvelsson, f. 13.3. 1952, pípulagningameistari á Akra- nesi, var kvæntur Ólafíu Ólafsdótt- ur húsmóður, sem er látin, en böm þeirra eru Karvel Lindberg, Ólafur Lindberg og Andri Lindberg, seinni kona Karvels er Hrefna Sigurðar- dóttir húsmóðir og eiga þau tvo syni, Sigurð Trausta og Olgeir Sölva. Langömmubörn Halldóru era nú tuttuguogeitt. Systkin Hahdóru, sem komust á legg, era Ingibjörg Guðrún, hús- móðir í Reykjavík; Salvör Kristrún, húsmóðir í Reykjavík; Veturhði Gunnar, fyrrv. framkvæmdasfióri á ísafirði, nú látinn; Rakel, húsmóðir í Reykjavík, nú látin; Lára Huld Thorarensen, húsmóðir á ísafirði, nú látin; Jóhanna Margrét, húsmóð- ir og ekkja í Keflavík; Guðmunda Daníela, húsmóðir í Borgarnesi; Ei- ríkur Sveinbjöm, vegagerðarstjóri á ísafirði; Margrét Pálína, húsmóöir í Kópavogi; Vilhelmína Erla, fisk- verkakona á ísafirði; Júlíus Magnús Hólm, verkamaður á Akranesi; Svala Sverrey, bankastarfsmaður í Garðabæ. Foreldrar Halldóru vora Veturhði Guðbjartsson, f. 26.6.1883, d. 21.9. 1966, verksfióri á ísafirði, og k.h., Guðrún Halldórsdóttir, f. 3.9.1889, d. 18.8.1959, húsmóöir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.