Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 Fréttir Líkur á neikvæðri umsögn Náttúruvemdarráðs um fyrirhugaða efnistöku úr Seyðishólum í Grímsnesi: Hreppurinn vill selja 12 milljónir rúmmetra Seyðishólar í Grímsnesi. Efst á myndinni vinstra megin má sjá Kerhól sem er á náttúruminjaskrá. í forgrunni eru námur sem tekiö hefur verið úr í áratugi. Nú eru heimamenn með hugmyndir um að flytja út allt að 30 milljónir rúmmetra úr hólnum hægra megin sem mundi hafa í för með sér verulegar lands- lagsbreytingar. DV-mynd Ragnar F. Kristjánsson „Þetta eru í kringum 30 milljónir rúmmetra sem hugmyndin er að taka á þessu svæði. Okkar skerfur af því er um 12 milljónir rúmmetra sem ættu að geta geíið sveitarfélag- inu tekjur upp á 600 milljónir," segir Böðvar Pálsson, oddviti Grímsnes- hrepps, vegna fyrirhugaðrar efnis- sölu hreppsins úr Seyðishólum. Hann segir að sú tala sé miðuð við að hver rúmmetri verði seldur á 50 krónur og hugsanlegt sé að flytja út þetta magn á 10 árum. Böðvar segir að hreppurinn muni einungis selja námuréttinn en verk- takar muni sjá um efnistökuna og sölu efnisins og mikUl áhugi sé á þessum viðskiptum. Hugmyndir séu um að flytja efnið til Svíþjóðar og Hollands þar sem það yrði notað til vegagerðar. Hreppurinn hefur sótt um leyfi til efnistöku úr þessum hólum til um- hverfisráðuneytisins. Ráðuneytið benti umsækjandanum á að láta fara fram umhverfismat lögum sam- kvæmt. Ekki þarf að fara fram um- hverfismat nema um sé að ræða meira en 150 þúsund rúmmetra. Þeg- ar umhverfismat hefur farið fram þarf hreppurinn að sækja formlega um leyfi til skipulagsstjóra ríkisins sem ber að leita umsagnar Náttúru- vemdarráðs og hagsmunaaðila. Úr- skurði þess embættis er síðan hægt að áfrýja til umhverfisráðherra sem hefur síðasta úrslitavald. Það á við hvort sem skipulagsstjóri gefur já- kvæða eða neikvæða umsögn. Seyðishólamir eru austan við Ker- ið margfræga í Grímsnesinu. Fræg- astur þeirra er gígurinn Kerhóll sem er á náttúruminjaskrá en ekki er ætlunin að flytja hann út. Þarna hef- ur verið tekið efni um áratugaskeið og er þegar um að ræða veruleg land- spjöll á svæðinu. Það efni sem tekið hefur verið hefur farið í vegagerð og á heimreiðir að sumarbústöðum. Aðalheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, segir að náttúruminjaskráin sé stefnuyfirlýsing Náttúruverndar- ráðs og þess vegna væri ráðið ekki sjálfu sér samkvæmt ef þaö legöist ekki gegn efnistöku á stöðum sem eru á skránni. „Ég hugsa að það séu líkur á nei- kvæðri umsögn Náttúruverndarráðs vegna þess að þetta er á náttúru- minjaskrá," segir Aðalheiður. -rt LJÖMA % % LjomanöU jolaJetfóur VINNINGSHAFAR ÞRIÐJUDAGINN13. DESEMBER19941 KITCHENAID HRÆRIVÉl. Svanfríður Jóhannsdóttir, Helgafellsbraut 15, 900 Vestm. ELDHUSVOGIR Sigriður Oddsdóttir, Dunhaga 11,107 Reykjavík Erla Magnúsdóttir, Hæðargarði 29,108 Reykjavík SODASTREAM TÆKI Sigriður H. Aðaisteinsdóttir, Hraunbrún 12, 220 Hafnarf. Ingibjörg Óskarsdóttir, Hlein, 225 Bessastaðahr. Eygerður Þórisdóttir, Túngötu 28, 820 Eyrarbakki 24 EITRAR AF SAEA AD EICIN VAI.I Jóhanna Oddsdóttir, Grandargata 10, 400 ísafjörður Snjólaug Óskarsdóttir, Álakvísl 44, 110 Reykjavik Guðrún Gunnarsdóttir, Hfaunbæ 30,110 Reykjavík Áslaug Kristinsdóttir, Ránargötu 3,101 Reykjavík Gunella Vigfúsdóttir, Hvammsgerði 3,108 Reykjavík Ósk Bergþórsdóttir, Þórólfsgötu 21 A, 310 Borgarnes Lilja Friðriksdóttir, Heiðargerði 2, 230 Keflavík Stefania Karlsdóttir, Veghúsum 3,112 Reykjavík Guðfinna Sigurðardóttir, Dvergholti 3, 220 Hafnarfjörður Þórleif Hjartardóttir, Fögrukinn 23, 220 Hafnarfjörður VINNINGA MÁ VITJA í SÓL HF., ÞVERHOLTI 19-21, SÍMI 626300 Stórvaxandi útflutningur á vikri: Allt að fjórfalt meira magn en í fyira - útflutningsverðmæti rúmar 300 milljónir „Þetta er stórvaxandi útflutningur. Ég gæti trúað að þetta gæti fjórfald- ast í ár ef miðað er við meðaltal fyrri ára. Fyrstu átta mánuði ársins voru flutt út 85 þúsund tonn. Meðalverð er þó mjög svipað og veriö hefur,“ segir Sveinn Þorgrímsson, verkfræð- ingur og deildarstjóri í iönaðarráðu- neytinu, um útflutning á vikri. Sveinn segir að meðaltal undanfar- inna ára sé á bilinu 35 til 45 þúsund tonn en nú stefni í að minnsta kosti 150 þúsund tonna útflutning. Hann segir að verðið á tonninu sé um 2100 krónur fob. Samkvæmt því hefur verðmæti þessa útflutnings vaxið úr því að vera um 77 milljónir í fyrra í að vera 315 milljónir nú. Náttúru- verndarráð og fleiri hafa áhyggjur af efnistöku víða þar sem þrýstingur eykst á að fá nýtingarrétt. Þessi út- flutningur er þó ekki óþrjótandi frek- ar en aðrar auðlindir og það tekur langan tíma að endumýja þær nám- ur sem eru uppumar. „Það er staðreynd að þessi góði hvíti vikur á Heklusvæöinu er til í takmörkuðu magni. Við teljum aö hann sé um 30 milljónir tonna. Við erum með þessi mál í skoðun með tilliti til sem bestrar nýtingar nám- anna,“ segir Sveinn. Hann segir að stærstu svæðin sem nýtt eru séu í kringum Heklu þar sem þrjú fyrirtæki eru við efnistöku. Það em Jarðefnaiðnaður hf., Vikur- vörur hf. og Vikur hf. Á Snæfellsnesi eru tvö fyrirtæki, Nesvikur hf. og Vikuriðnaður hf., í þessum iðnaði. -rt Vikurútflutningur 1983 t'94 m. .. n % * i Viö OíafsvjM Stærstu vinnslusvæðin : =»• 56,8 "

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.