Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Spumingin Vilt þú láta lengja opnun- artíma skemmtistaðanna? Margrét Eiríksdóttir saumakona: Nei, það er gott að hafa opið til kl. 3. Þórir Steinþórsson meðferðarfull- trúi: Já, þá er hægt að djamma leng- ur. Finnbogi Albertsson, sölumaður rauðra fjaðra: Nei, ég sé ekki ástæðu til þess. Ingibjörg Bjarnadóttir nemi: Alveg sama. Hrönn Helgadóttir Bachmann hús- móðir: Nei, ég vil bara hafa opið til kl. 3. Lesendur Tvöföldum Reykjanesbrautina Jörundur Guðmundsson í 3. sæti framboðslista Þjóðvaka á Reykjanesi skrifar: Frambjóðendur Þjóðvaka í Reykja- neskjördæmi munu beita sér fyrir því að hafnar verði framkvæmdir við tvöfóldun og lýsingu Reykjanes- brautar. Um Reykjanesbraut fara nú þegar u.þ.b. 5000 ökutæki daglega eða 1.850.000 árlega. Samkvæmt því er þetta mesta umferðaræð landsins í dreifbýli. Um það bil 90% ferða- menna er koma til landsins fara um Reykjanesbraut og samkvæmt upp- lýsingum frá ferðamálayfirvöldum má reikna með að ferðamönnum flölgi um 10-20% árlega fram til alda- móta. ' Af fjárlögum til vegamála eru 30 milljarðar til framkvæmda næstu fjögur árin. Samkvæmt fram- kvæmdaáætlun er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum framkvæmd- um við Reykjanesbraut, nema brýn- asta viðhaldi, næsta kjörtímabil. - Á Reykjanesbraut. - Mesta um- ferðaræð landsins í dreifbýli og ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum á brautinni nema brýnasta viðhaldi næsta kjörtímabil, segir Jörundur í bréfinu. Reykjaneskjördæmi hefur verið mjög afskipt af ríkisvaldinu, ekki eingöngu í atvinnumálum heldur einnig í vegamálum. Með tilliti til hagkvæmnissjónar- miða er þessi framkvæmd vart um- deilanleg. Kostnaður samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er áætlaður 1,2 til 1,3 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að kostn- aður við jarðgöng milli ísaijarðar, Flateyrar og Súgandaijarðar er um 4,0 milljarðar. Á tímum atvinnuleys- is og kvótamissis í byggðarlögum Reykjaneskjördæmis er þessi fram- kvæmd nauðsynleg lyftistöng fyrir atvinnulíf í kjördæminu og þarf vart að deila um arðsemi þessara fram- kvæmda. - Tvöfóldun brautarinnar mun án efa hafa þau áhrif aö það verði áhugaverðara að búa á Suður- nesjum. Þar sem tvöföldun Reykjanes- brautar stuðlar að auknu jafnvægi milli höfuðborgarsvæðisins og Suð- urnesja er þessi framkvæmd ekki síst til þess fallin að jafna hið mikla bil á allri aðstöðu og fasteignaverði milli þessara þéttbýlisstaða. Fulltrú- ar Þjóðvaka á Reykjanesi hafa skoð- að þetta mál mjög ítarlega og munu beita sér af fullum þunga í þessum máli. Kvennalistinn er úreltur Lúðvíg Eggertsson skrifar: Flestir voru hissa þegar konur fóru af stað með sérstakan framboðslista. Þær gátu vissulega barist fyrir sínum málum innan hvers stjórnmála- flokks. Þorri kvenna lét sér fátt um flnnast og sumar voru beinlínis reiö- ar. - Ekki var eða er neinn sérstakur karlalisti. Enda þótt fylgið við Kvennalistann sé að verulegu leyti hrunið sækja kvennalistakonur nú ákaft að kom- ast í ríkisstjórn. Það mátti glögglega heyra í sjónvarpsþætti fimmtudag- inn 23. þ.m. Fékkst þannig staðfest- ing á grunsemd, sem margir höfðu í upphafi, að Kvennalistinn væri bor- inn uppi af konum með einhvers konar karleðli. Þær vilja ekki sinna móðurhlut- verkinu, uppeldi barna og forsjá heimilis, störfum sem eru i rauninni veigamestu störf þjóðfélagsins. Þær vilja ganga í karlmannsverk og draga kynsystur sínar með sér í þau. Síðan þetta gerðist hefur óregla og aibrot ungmenna verið í örum vexti. Það er ekki unnt að brjóta náttúrulög- málin sem jafnvel dýraríkið virðir. Konur sem hafa stjórnað ríkjum gegnum tíðina hafa reynst grimmari en karlar. - Kvendýrið telst líka grimmara en karldýrið. Kvennahstinn hefur verið róttæk- ur og á vinstri væng stjórnmálanna. Hann á það sameiginlegt með öllum hinum félagshyggjuflokkunum aö eiga þann eina draum að geta mynd- að stjórn með íhaldinu sem þeir kalla svo. „Smám saman vex þessu fólki fiskur um hrygg, sjalfsoryggið vex og kröfurnar á vinnuveitandann." - Flugfreyjur á Reykjavikurflugvelli tilbúnar í slaginn. Þrýstihópar í forsvari - ekki stjómvöld eða framkvæmdavald Bjarni Sigurðsson skrifar: Þaö ætti nú flestum að vera orðiö ljóst að hér á landi ráöa stjómvöld litlu sem engu og heldur ekki fram- Aðeins 39,90 mínútan -eða hringið í síma k 3563 2700 milli kl. 14 og 16 kvæmdavaldið. - Það eru þrýstihóp- arnir í þjóðfélaginu sem fara með völdin. Og kannski er það hið eina rétta „lýðræði". En það er hins vegar ekki stjórnskipað lýðræði heldur upplausnarástand. Við tilheyrum líka þriðja heiminum að flestu leyti, það verður að viðurkenna. Iðnaðarmenn (einkum í bygginga- þjónustu) og sjómenn voru lengi umsvifamestir í því að hrifsa til sín sneiðar af þjóöarkökunni. Nú hafa þeir vikið fyrir enn sterkari hópum; sérfræðingum í læknastétt og hjúkr- unarfólki, kennarum og ýmsum hóp- um starfsmanna sem hafa litla sem enga menntun, aðra en sértæka starfsreynslu, svo sem flugfreyjum og rafeindamönnum. Allt hópar sem eru tilbúnir að skera á slagæðar þjóð- lífsins til að knýja fram sitt. Það er hins vegar skondiö aö fylgj- ast með ferlinu. - Eins og alls staðar þar sem nýir starfskraftar sækja um vinnu koma þeir bljúgir og undirleit- ir með starfsumsóknir sínar og eru engu fegnari en að hljóta viðkomandi starf. Smám saman vex þeim fiskur um hrygg, sjálfsöryggið vex og kröf- urnar á vinnuveitandann mótast og þroskast. Á nokkrum misserum hef- ur umsækjandinn fyrrverandi fitnað svo á fjósbitanum að hann er|tilbúihn í slagsmál við vinnuveitanda sinn. Jafnvel drepa fyrirtækið. - Þetta er í stuttu máh æviágrip þrýstihópanna hér. Þeim tekst að drepa fyrirtækin og þjóðfélagið - og er ekkert að van- búnaði. DV Innflutningur búvaraogESB H.J. skrifar: Ef menn vilja í raun lækka verð landbúnaðarvara hér þarf ekki annað en einhliöa ákvöröun ráðamanna um frjálsan innflutn- ing þeirra. Óskandi er að slík ákvörðun yrði tekin sem allra fyrst. Það er hins vegar ekki á dagskrá hjá nokkrum stjórn- málaflokki, hvorki hjá krötum, sem eru að reyna að troða okkur inn fyrir múra ESB né annarra. Þaö er mikill misskilningur að við bætum lífskjör almennings með því að loka oickur inni i skrif- ræðis- og reglugerðabákni Evr- ópusambandsins. Lífskjör verða aðeins bætt með meira viðskipta- Irelsi, minni ríkisafskiptum og minna skrifræði en það hafa ESB og aðdáendur þess aldrei skilið. Ríkissjóður semurviðVisa N.K, skrifar: Rikissjóður og Visa ísland hafa nýlega gert samning um greiöslu- kortaviðskipti. Hann nær til allra ríkisfyrirtækja og stofnana um viðtöku greiðslna með Visa electron, debet- eða kreditkort- um, auk rað- og boðgreiðslna. Þarna hefði ríkisfyrirtækjum á borö við ÁTVR og fleiri veist tækifæri til bæta þjónustuna. En ekki er því að heilsa. ÁTVR t.d. tekur ekki greiðslukort né hefur ÁTVR opið á laugardögum eða fram eftir á föstudögum. Ríkis- sjóður ætti auðvitað að skikka ATVR til að koma sér nú inn 1 nútímann í eitt skipti fyrir öll með bættum viðskiptaháttum. Ósvífin hækkun Ingibjörg Sigurðardóttir hringdi: Eg lýsi yflr vanþóknun á ný- gerðum samningum við kennara- stéttina, sem hækka laun þeírra um 13-15 þús. kr. á mánuði eins og skýrt er frá í fréttum. Þetta er í raun ekkert annaö en ósvífni og um leið eins og blaut tuska framan í okkur launþegana sem hafa orðiö að kyngja um 3.700 kr. launahækkun. Ég er undrandi að nokkur ráðamaður skuh þora að réttlæta kennarasamningana. Sjálfstæðisflokkurinn: Engin breyting á ráðherraliði? Sigriður Ólafsdóttir hringdi: Menn hafa verið að bohaleggja, m.a. á Stöð 2 hver séu ráðherra- efni stjómmálaflokkanna í næstu stjórnarmyndunarviðræðum. Mér þykir með eindæmum ef ekki verða brey tingar á ráöherra- liði Sjálfstæðisflokksins eins og látið er liggja að í þessum spá- dómum. Flokkurinn hefur nú tækifæri til að tefla fram nýjum körlum og konum sem ráðherra- efnum. Gangi það ekki eftir miss- ir flokkurinn tiltrú margra. Sóknarfæri í heil- brigðisþjónstu? Ásthildur skrifar: ■^g las frétt um ráðstefnu á veg- um Útflutningsráðs íslands og Ríkisspítalanna þar sem ræða skyldi „sóknarfæri11, eins og það var kahað, innan hehbrigöisþjón- ustunnar til gjaldeyrisöflunar. Og þá líklega fyrir útlendinga. Auðvitað má ræöa þetta eins og hvaö anaað. En lítið hefur enn komiö út úr slíkum umræðum og ráðstefnum. Tökum Bláa lónið ij og fríiönaöarsvæði viö Keflavik , sem dæmi. Okkur virðist um megn aö sjá um eigin heilbrigðis- þjónustu, hvað þá aö selja hana útlendingum. - Öll „tækifærin" virðast bara aðhlátursefni og ekkert annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.