Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995
17
dv_________________________________________Fréttir
Tveir arkitektar stefna ríkinu til greiðslu vegna tapaðra verkefna:
Krefjast 3,5 milljóna
vegna Þjóðminjasafnsins
- höfðu engan samning, segir fyrrverandi þjóðminjavörður
Svavar Gestsson, fyrrverandi
menntamálaráöherra, var boðaöur
fyrir dómara í Héraösdómi Reykja-
víkur fyrr í þessum mánuði vegna
deilumáls þar sem arkitektar á
Teiknistofunni, Skólavöröustíg 28,
krefja fjármálaráðuneytið um
greiðslu tæplega 3,5 milljóna króna
vegna þess að þeir telja sig hafa orð-
ið fyrir skakkaíöllum í rekstri vegna
samningsrofs við þá á verkefnum við
endurbætur á Þjóðminjasafninu.
Arkitektarnir Stefán Örn Stefánsson
og Grétar Markússon voru ráðnir til
verksins árið 1991 en síðan var samn-
ingi við þá sagt upp fyrirvaralaust
og án tilefnis í maí 1993, aö þeirra
áhti. Þá var annar menntamálaráð-
herra og bygginganefnd tekin við
vegna endurbóta á Þjóðminjasafn-
inu.
Áður en málinu var stefnt fyrir
dóm kærðu Stefán Örn og Grétar
arkitektinn Ögmund Skarphéðins-
son til siðanefndar Arkitektafélags-
ins fyrir að hafa gengið inn á verk-
svið þeirra vegna verkefna fyrir
Þjóðminjasafn íslands. Þegar fjallað
var um kæruna fór Arkitektafélagið
m.a. fram á það við byggingarnefnd
Þjóðminjasafnsins að fá ljósrit af öll-
um reikningum Ögmundar fyrir
ráðgjöf og hönnunarstörf hans við
stofnunina frá árinu 1991 til ársloka
1993. Þegar Stefáni Erni og Grétari
var sagt upp í maí 1993 hélt Ögmund-
ur áfram að vinna að verkefnum fyr-
ir stofnunina. Siðanefndin komst aö
þeirri niðurstöðu fyrr í þessum mán-
uði að Ögmundur teldist hafa brotið
siðareglur Arkitektafélagsins.
Siðanefndarkæran hefur ekki af-
gerandi áhrif í dómsmálinu. Þar er
tekist á um þann tíma sem fór for-
görðum í rekstri arkitektastofu Stef-
áns Arnar og Grétars á meðan þeir
biðu eftir því að framkvæma þau
verkefni sem gerður hafði verið
samningur um við þá sem síðan var
sagt upp.
„Ég leit þannig á sem ráðherra að
þetta væri alveg fullklárað alvöru-
piagg. Það var því eðliiegt að menn-
irnir teldu sig eiga að vinna eftir
því,“ sagði Svavar Gestsson í samtali
við DV í gær, aðspurður um samn-
inginn sem gerður var við arkitekt-
ana.
Guðmundur Magnússon, fyrrver-
andi þjóðminjavörður, er á öðru
máli: „Þessir menn höfðu engan
samning um framkvæmdir á Þjóð-
minjasafninu enda hafa þeir ekki
getað lagt neitt slíkt plagg fram.
Kjami málsins er sá að hugmyndum
þeirra um endurbætur á húsi Þjóð-
minjasafnsins var hafnað og engum
dettur lengur í hug að framkvæma
þær. Þegar byggingarnefnd safnsins
Akranesbær
kaupir hlutabréf
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa
samþykkt aö bærinn gerist hluthafi
í 2 fyrirtækjum sem nemur 800.000
krónum. Akranesbær er þegar um-
svifamikUl í fyrirtækjarekstri - á
stóran hiut í Skipasmíðastöð Þ&E hf.
og sjávarútvegsfyrirtækið Krossvík
hf. er alfarið í eigu bæjarins.
Bærinn eignast 400 þúsund króna
hlut í Skelfangi hf. sem hyggst heíja
veiöar og vinnslu á kræklingi. Einnig
hefur verið stofnað hlutafélag um
kaup og rekstur skemmti- og sjó-
stangaveiðibáts og eignast bærinn
400 þúsund króna hlut í því.
ákvað að leita nýrra lausna var sjálf-
gefið að hún leitaði til annarra hönn-
uða og ráðgjafa. Til þess hafði hún
allan rétt enda er það sérstaklega
tekið fram í erindisbréfi hennar.
Málatilbúnaður þeirra, sérstaklega
gegn Ögmundi Skarphéðinssyni inn-
an Arkitektafélagsins, er mér alveg
óskiljanlegur," sagði Guðmundur
sem einnig bar vitni fyrir dóminum
að ósk ríkislögmanns. -Ótt
Jafhar greiðslur
Óverðtryggð lán
til allt að 5 ára með jöfhum greiðslum
allan lánstímann!'
íslandsbanki vill stubla ab stöbugleika í fjármálum heimilanna og býbur nú nýjan
lánamöguleika. Óverbtryggb lán til allt ab 5 ára meb jöfnum greibslum allan lánstímann.
Leitabu upplýsinga í nœsta útibúi bankans.
ÍSLANDSBANKI
- í takt vib nýja tíma!
*Um er oð rœöa jafngreiöslulán. Greiöslubyröi þessara lána veröur jöfn út lánstímann á meöan vextir breytast ekki.