Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Side 18
18
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995
Fréttir
Nafnakosningin á Suðumesjum 8. apríl:
Kæra send til félags-
málaráðuneytisins
Einar Ingimundarson, íbúi í Kefla-
vík, hefur óskaö eftir því að félags-
málaráðuneytiö ógildi samþykkt
bæjarstjómar sameinaða sveitarfé-
lagsins á Suðumesjum um að gefa
kjósendum í sveitarfélaginu einungis
kost á að velja um nöfnin Suðumes-
bær og Reykjanesbær. Þá hefur Ein-
ar farið fram á að ráðuneytið ítreki
við stjórn sveitarfélagsins að þaö fari
eftir auglýsingu númer 100/1994 um
að skoðanakönnun skuli fara fram
um nafn sveitarfélagsins og nafnið
ákveðið á grundvelli hennar.
í bréfi til félagsmálaráðuneytisins
segir Einar meöal annars: „Fyrst er
að geta þess að þetta nafnaval bæjar-
stjómar hefur vakiö furðu manna
því bæði þykja nöfnin ljót og lúta illa
að íslenskri málvenju og hafa þær
skoðanir komiö fram langt utan
marka bæjarfélagsins."
í bréfi sínu minnir Einar á að bæir
og kauptún séu að jafnaði nefnd eftir
ömefnum þar sem þau séu byggð upp
Nafngiftir bæjarstjómar séu hins
vegar ekki kenndar viö neitt í byggð-
arlaginu. Nafnið Suðumes í eintölu
sé ekki til á svæðinu og nafnið
Reykjanes hafi lengst af veriö nafn á
öllu nesinu. Niðurstaða sín sé sú að
ef annað hvort nafniö, Reykjanesbær
eða Suðurnesbær, yrði tekið upp þá
festist það við Keflavík en Njarðvík
og Hafnir héldu sínum nöfnum í dag-
legu tali.
„Ég get ekkert sagt til um það hvort
við kveðum upp úrskurð fyrir kosn-
ingar því að við erum ekki búin að
gera okkur fulla grein fyrir hvert
framhaldið verður. Við höfum tvo
mánuði til að klára svona mál,“ segir
Sesselja Ámadóttir, lögfræðingur í
félagsmálaráðuneytinu.
Mánudagur 3. apríl.
Bókmenntadagskrá á
Kaffi Reykjavík kl. 21:30.
Bólu-Hjálmar og Pressarinn, leiklestur
9g söngur í umsjón Guðrúnar
Ásmundsdóttur.
Þriöjudagur 4. apríl.
Söngskemmtun á Jazzbarnum
kl.22:00.
Margrét Pétursdóttir syngur við
undirleik Kjartans Ólafssonar.
Gospelsystur Möggu Pálma syngja við
undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Mibvikudagur 5. apríl.
Kvennakór Reykjavíkur á
Kaffi Reykjavík kl. 21:30.
l immtudagur 6. apríl.
Skáldakvöld á
Ara í Ögri kl. 21:00.
Einar Már Guðmundsson, Silja
Aðalsteinsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir,
Ingibjörg Haraldsdóttir o.fl.
Kynnar Menningarhátíðarinnar verða:
Davíð Þór Jónsson, Svanhildur
Jóhannesdóttir, Þór Örn Víkingsson,
Margrét Ákadóttir o.fl.
„Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg."
Hafnarstræti 7 kl. 20:30 mánudaginn 3. apríl.
Opinn fundur um samskipti Reykjavíkurborgar og Alþingis.
Til fundarins mæta m..a. jóhanna Sigurðardóttir, Ásta R. jóhannesdóttir,
Mörður Arnason og Guðrún Árnadóttir. Sérstakir gestir fundarins verða Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Kristín Á. Ólafsdóttir, stjómarformaður
Jóhanna Sigurbardóttir
sjúkrastofnana Reykjavíkur.
Stokkað upp og rokkaö
með ungu fólki í Reykjavík!
Mánudagsvöld 3. apríl.
Feiti dvergurinn: Kolrassa krókríðandl, Curver.
Þriðjudagskvöld 4. apríl.
Kringlukráin: Bubbi Morthens, Texas Jesus.
Miðvikudagskvöld 5. apríl.
Rauða Ljónið: Bubbi Morthens.
Föstudagskvöld 7. april. Hótel ísland:
Kolrassa krókríöandi, Texas Jesus, Curver.
Kosninqahátíö á Tveimur vinum
laugardagskvöldiö 8. apríl.
Ásta R. Jóhannesdóttir Mörður Árnason Guðrún Árnadóttir
Allir velkomnir!
Þjndvaki - hrcyfiTigfólksins