Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Page 23
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 23 DV Húsnæðisnefnd Akraness: Fréttir BIFREIÐASTiLUNGAR Fjölmargt athuga- vert í bókhaldinu Garöar Guðjónsson, DV, Akranesi: Verktakagreiðslur, dagpeningar, húsaleigugreiðslur og húsaleigu- styrkir voru ekki taldar fram til skatts hjá Húsnæðisnefnd Akraness eins og lög gera ráð fyrir. Virðisauka- skattur var ofkrafinn. Fylgiskjöl vantaði, gögn voru ófullnægjandi og misvísandi, rangfærslur voru í bók- haldi og upplýsingar vantaði. Bók- hald var ekki fært reglulega. Þetta eru brot úr lýsingu endur- skoðenda á því hvernig staðið var að bókhaldi Húsnæðisnefndar Akra- ness á árunum 1988-1992. Upplýs- ingarnar eru fengnar úr skýrslu end- urskoðenda frá í janúar sl. Bæjar- Reynisvatn: Meistaramót í dorgveiði „Það er byrjað meistaramót í dorg- veiði á Reynisvatni og er mótiö opið öllum landsmönnum," sagði Ólafur Skúlason en þetta mót var haldið í fyrsta skipti í fyrra. „Það veröa veitt glæsileg verðlaun fyrir stærstu fiskana sem veiðast á dorg í vetur. Við veitum þrenn glæsi- leg verðlaun en það eru Seglagerðin Ægir og veitingastaðurinn Við Tjörnina sem gefa verðlaunin," sagði Ólafur ennfremur. Opið er alla virka daga þegar veður leyfir frá klukkan eitt til sjö og um helgar frá tíu til sjö. stjóm Akraness samþykkti nýlega endurskoðaða reikninga nefndar- innar fyrir árin 1988-1994. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins treystu sér þó ekki til að standa að samþykkt þeirra og lögðu fram harðorða bókun þar sem gagnrýnd eru „ófagleg vinnubrögð" í fjármál- um nefndarinnar. Endurskoðendur gera athugasemdir við margt í bók- haldi og fjárreiðum nefndarinnar. Meðal annars kemur fram í skýrslu þeirra að starfsmaður nefndarinnar færði ekki undirbækur vegna við- skipta við kaupendur og seljendur, Húsnæðisstofnun og verktaka. Fjár- hagsáætlanir voru ekki gerðar. Meistaramót Reykjavíkur í dorgveiði er byrjað á Reynisvatni en veiðin hefur verið góð í vetur á vatninu i isveiðinni. DV-mynd G. Bender Faxafeni 12, sími 882455 Erótík Unaðsdraumar Pöntunarsími: 96-25588 Póstsendum vörulista hvert á land sem er! Fatalisti, kr. 350 Nýr tækjalisti, kr. 850 Blaðalisti, kr. 850 Videolisti, kr. 850 Sendingarkostnaður innifalinn Leikstjórinn ásamt tveimur leikur- um. DV-mynd Guðfinnur Hólmavlk: Ungar stúlkur á i leiksviðinu Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík: Leikfélag Hólmavíkur hefur tekið til sýningar gamanleikinn „Mysings- samloka með sveppum" eftír Jón Stefán Kristjánsson og unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar. Hlutverk eru 10 og flest í höndum komungra leikara, nær eingöngu stúlkna, enda gerist leikritið í og við stúlknadeild heimavistarskóla. Hinir ungu leikarar finna sig vel á sviðinu og skila margir hverjir hlut- verkum sínum vel. Leikstjóri er Sig- urður Atlason og hannaði hann leik- búnað ásamt fleirum. Honum fatast ekki tökin en Sigurður er formaður Leikfélags Hólmavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.