Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Síða 42
54 MÁNUDAGUR 3. APRlL 1995 Hver verða kosningaúrslit- in í Norðurlandskjördæmi vestra? (spurt á Siglufirði). Sigurður Árni Leifsson verkamaður: „Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo menn, Alþýðubandalagið einn, Framsókn fær einn og Aiþýðuflokk- ur einn mann.“ Anton Eyþórsson nemi: „Þetta verð- ur allt óbreytt, Sjálfstæðisflokkurinn fær 2, Framsóknarflokkurinn 2 og Alþýðubandalagið 1 mann.“ Lilja Karlsdóttir kennari: „Alþýðu- flokkurinn fæj; tvo, Sjálfstæðisflokk- urinn tvo og Framsóknarflokkurinn einn mann.“ Hildur Bjarnadóttir húsmóðir: „Þetta verður alveg óbreytt, Norölendingar eru svo afskaplega íhaldssamt fólk.“ Vilhelm Friðriksson ellilífeyrisþegi: „Ég hef trú á aö sjálfstæðismenn taki annan manninn af Framsókn og fái 3 menn og Alþýðubandalagið fær einn mann.“ Njörður Jóhannsson fiskvinnslu- maður: „D-listinn fær tvo, B-listinn tvo og G-listinn einn mann og ég yrði ánægður með þau úrslit.“ DV á almennum kosmngafundi á Siglufirði: „Þeir Ijúga og Ijúga og svíkja og svíkja" Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fyrsti sameiginlegi kosningafund- ur framboðslistanna í Norðurlands- kjördæmi vestra var haldinn í síð- ustu viku. Sigluíjörður varö fyrir valinu sem fundarstaöur og e.t.v. hafa frambjóðendumir litið svo á að illu væri best af lokið. Siglfirðingar hafa nefnilega ekki verið feimnir við það upp á síðkastið að lýsa van- trausti á þingmenn kjördæmisins, þeir segja að þingmennimir vanræki skyldur sínar við þá en séu þess í stað þingmenn ákveðinna svæða og staða í kjördæminu, annarra en Siglufjarðar. Siglflrðingar sýndu fundinum líka takmarkaðan áhuga. Þegar fundur- inn hófst vom 36 „atkvæði" mætt í salinn í Bíó-kaffi þar sem fundurinn fór fram og fundarmenn urðu flestir um 50 talsins á fundinum. Sú þátt- taka er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem veriö hefur á slíkum fundum á Siglufirði. Það kann að hafa valdið einhverju um fundar- sókn að fundinum var útvarpað í bænum. Úreltfundarform Stefán Guömundsson þingmaður hafði á orði við blaðamann DV áður en fundurinn hófst að hann dáðist að því fólki sem nennti að ómaka sig og mæta á fund sem þennan. Umfjöll- un um stjómmál í fjölmiðlum væri svo viðamikil að fólk ætti að vera búið að fá nægju sína. Það verður að segjast eins og er að flokkarnir gerðu líka sitt til að stuðla að því að fólk sæti heima. Boðið var upp á gjörsamlega úrelt fundarform, tæplega 20 frambjóðendur fluttu á þriðja tug ávarpa í þremur umferð- um, engar fyrirspurnir voru leyfðar, og svo fór auðvitað að sjá mátti þreytumerki á mörgum fundar- manna þegar fundinum lauk loks skömmu fyrir miðnætti. Órólegir frambjóðendur Frambjóðendurnir sátu á sviðinu í Bíó-kaffi, eða áttu að sitja þar. Þeir voru hins vegar órólegir einhverra hluta vegna og voru á sífelldu ferða- lagi um fundarsahnn, ýmist til að taka í hendur „atkvæðanna" í saln- um eða kinka kolli til annarra. Sum- ir fóru fram í sal til að reykja en slíkt var bannað á sviðinu og séra Hjálm- ar Jónsson, oddviti sjálfstæðis- manna, sem auðvitað er vanur að þjóna til altaris í kirkju sinni á Sauð- árkróki, var farinn að þjóna úti í sal og bar kaffi fyrir gesti við eitt borðið. Allir vilja betri samgöngur Siglfirðingar telja sig afskipta með ýmislegt, en þó fyrst og fremst hvaö varðar samgöngur, enda vegurinn frá Hofsósi til Siglufjarðar vægast sagt lélegur og þarf aíla leið austur á Melrakkasléttu til að finna sam- jöfnuð. Siglfirðingar segjast hafa tal- að fyrir daufum eyrum stjómmála- manna varðandi þetta mál, þeir hafi jú hlustað á óskir þeirra og kvartan- ir, en efndir loforða um úrbætur hafi engar orðið. Þjóðvegur 76 Sigurður Hlöðversson, G-lista, sagði Ragnar Amalds einan þing- manna kjördæmisins hafa mótmælt vegaáætlun en í henni væri ekki gert ráð fyrir framkvæmd viö veginn. Guðrún Guðmundsdóttir af J-hsta sagði að veturinn sem væri að líða hefði sýnt svo ekki yrði um villst að úrbóta væri þörf. Ólöf Kristjánsdótt- ir af A-hsta sagði sljóleika þing- manna kjördæmisins svo mikinn að þeir hefðu ekki móttekið síendur- tekningar Siglfirðinga um úrbætur. Jesús minn almáttugur Auðvitað voru fleiri mál til um- ræðu, atvinnuleysi, fjármál heimil- anna, húsbréfakerfið og sjávarút- vegsmál, svo eitthvað sé nefnt. Stefán Guömundsson, B-hsta, sagði það alveg skýrt að kæmist Fram- sóknarflokkurínn til áhrifa að lokn- um kosningum yrði það eitt af fyrstu málunum að taka atvinnumálin til sérstakrar meðferðar. Sigfús Jóns- son, D-lista, sagði húsbréfakerfi Jó- hönnu Sigurðardóttur vera að sliga heimilin. „Fólk sem stendur fyrir svona löguðu eins og húsbréfakerf- inu, ég ætla bara að vera slepjulegur og segi Jesús minn almáttugur,“ sagði Sigfús. Hjálmar Jónsson, oddviti D-hstans, sagði að Þjóöhagsstofnun hefði nú sent frá sér nýjar og miklu betri frétt- Fulltrúar Sjálfstæðisflokks f.v.: Vilhjálmur Egilsson, Hjálmar Jónsson og Sigfús Jónsson. Fulltrúar Alþýðubandalags og óháðra f.v.: Sigurður Hlöðversson, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Ragnar Arnalds. Fulltrúar Framsóknarflokks f.v.: Elln Lfndal, Páll Pétursson og Stefán Guö- mundsson. Fulltrúar Alþýðuflokks f.v.: Ólöf Kristjánsdóttir, Steindór Haraldsson og Jón Hjartarson. Fulltrúar Þjóðvaka f.v.: Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Daníelsson og Sveinn Allan Morthens. DV-myndir gk Fulltrúar Kvennalistans f.v.: Anna Hlfn Bjarnadóttir og Anna Dóra Antons- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.