Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Qupperneq 46
58 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Afmæli Eiríkur Guðnason Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri, Mánabraut 3, Kópavogi, er fimm- tugurídag. Starfsferill Eiríkur fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann lauk þar landsprófi 1961, stúdentsprófi frá ML1965, prófi í viðskiptafræði við HÍ1970, stundaði námskeið hjá Alþjóða- gjaldeyrisvarasjóðnum 1974 og 1985 og námskeið hjá Seðlabanka Banda- ríkjanna í New York 1983. Eiríkur hóf störf hjá Seðlabanka íslands 1969. Hann var fulltrúi þar 1969-74, deildarstjóri 1975-83, hag- fræðingur bankans 1984-86, varð aðstoðarbankastjóri 1987 og banka- stjóri þar frá 1994. Hann er formað- ur stjómar Verðbréfaþings frá 1986. Fjölskylda Eiríkur kvæntist 31.7.1965 Þor- gerði Guðfmnsdóttur, f. 14.12.1946, kennara. Hún er dóttir Guðfinns G. Ottóssonar, verkamanns á Stokks- eyri, og Guðrúnar Kristmannsdótt- ur húsmóður. Börn Eiríks og Þorgerðar eru Guð- fmnur Eiríksson, f. 23.12.1964, mál- arameistari í Reykjavík, kvæntur Agnesi Geirdal og eiga þau tvo syni; Guðni Magnús Eiríksson, f. 31.1. 1970, nemi í Reykjavík, en kona hans er Gunnhildur Sveinsdóttir og eiga þau eina dóttur; Hanna Rún Eiríks- dóttir, f. 13.8.1971, nemi í Kópavogi; Oddný Lára Eiríksdóttir, f. 22.11. 1979, nemi í Kópavogi. Hálfbróðir Eiríks, sammæðra, er Ellert Eiríksson, f. 1.5.1938, bæjar- stjóri í Keflavík-Njarðvík-Höfnum. Hálfbræður Eiríks, samfeðra, eru Vignir Guðnason, f. 30.8.1931, bíl- stjóri í Njarðvík; Birgir Guðnason, f. 14.7.1939, forstjóri í Keflavík. Systur Eiríks eru Steinunn Guðnadóttir, f. 4.6.1949, verslunar- maður í Keflavík; Árnheiður Guðnadóttir, f. 3.12.1951, ferðabóndi í Breiðuvík. Foreldrar Eiríks eru Guðni Magn- ússon, f. 21.11.1904, málarameistari í Keflavík, og Hansína Kristjáns- dóttir, f. 5.5.1911, húsmóðir. Ætl Guðni var sonur Magnúsar, sjó- manns í Njarðvíkum, Pálssonar Jónssonar. Móðir Guðna var Stein- unn Ólafsdóttir frá Leiru af Víkings- lækjarætt. Faðir Hansínu var Kristján Þórð- arson, á Rauðkollsstöðum í Mikla- Eirikur Guðnason. holtshreppi, Þórðarsonar. Móðir Hansínu var Elín Jónsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Akoges-salnum að Sigtúni 3 í dag millikl. 17.00 og 19.00. Páll V. Daníelsson 85 ára Aðalheiður Eliníusardóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja vik. 80 ára Hólmfríður Jónsdóttir, Grundarstíg 11, Sauðárkróki. 75 ára Hefga Magnúsdóttir, Smárarima 116, Reykjavík. Magnús Ágúst Torfason, Stuðlaseli 17, Reykjavík. Guðmundur S, Einarsson, Engjavegi 11, ísafirði. Ágúst Oddsson, Sjávargrund9B, Garðabæ. Eygló Svana Stefánsdóttir, Melgerði 10, Reykjavik. Ragnheiður Hálfdánardóttir, Furugrund 20, Kópavogi. Jón B. Hannesson, Kirkjuvegi ll.Keflavík. Guðbjörg Laufey Eirxksdóttir, Hraunteigi 26, Reykjavík. Einar Jónsson, • Jaðarsbraut 13, Akranesi. 70 ára Sesselja Þorvaldsdóttir, Digranesheiði 25, Kópavogi. 60ára________________ Kjartan Ólason, Fagragaröi 1, Keflavík. Kjartan er að heiman. Sigriður Ólafsdóttir, ■Torfufelli 46, Reykjavík. Gunnar Harafdsson, Álfaskeiði 78, Hafnarfirði. Linda Xiao Qin Zhang, Tjarnarmýri41, Seltjarnarnesi. Einar Orri Davíðsson, Kleifarseli 14, Reykjavík, Ásbjörn Jensson, Rauðalæk 57, Reylgavík. Guðrún Aðalsteinsdóttir, — Vesturgötu69,Akranesi. Ester Jónatansdóttir, Kringlunni39, Reykjavík. Kristín Einarsdóttir, — Hrafnsmýri 2, Neskaupstað. Björk Níelsdóttir, _ Helgubraut 21, Kópavogi. Jóhannes Guðmundsson, Fossheiöí38,Selfossi. Jóhann Bragason, Fífurima 40, Reykjavík. Lára Guðmundsdóttir, Ásklifi 22, Stykkishólmsbæ. Sigríður Einarsdóttir, Smáraflöt 46, Garðabæ. Hannes Guðmundsson Hannes Guðmundsson, bóndi að Auðkúlu m í Svínadal, er sjötugur ídag. Starfsferill Hannes fæddist að Hafgrímsstöð- um í Tungusveit en ólst upp í Slétt- árdal í Svínavatnshreppi. Hann var fjórtán ára er hann missti foöur sinn og hefur fengist við búskap nær óslitiðsíðan. Hannes lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1946. Hann flutti að Auðkúlu 1947 og reisti þar nýbýlið Auðkúlu m í byrjun sjötta áratugar- ins en þar hefur hann búið síðan. Hannes starfaði með ungmennafé- lagi sveitarinnar og keppti í íþrótt- uni á sínum yngri árum. Fjölskylda Systkini Hannesar eru Arnljótur Guðmundsson, f. 17.4.1929, húsa- smíðameistari í Reykjavík; Elín Hannes Guðmundsson. Guömundsdóttir, f. 24.4.1931, bóka- vörðuríReykjavík. Foreldrar Hannesar voru Guð- mundur Kristjánsson, f. 1888, d. 1939, bóndi í Sléttárdal, og Pálína Jónsdóttir, f. 1894, d. 1972, húsfreyja. Páll V. Daníelsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Pósts og síma, Suður- götu 61, Hafnarfirði, er áttræður í dag. Starfsferill Páll fæddist að Flatnefsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu en ólst upp á Bergsstöðum á Vatns- nesi við almenn sveitastörf og sjó- róðraáhaustin. Páll flutti til Hafnaríjarðar 1940, lauk stúdentsprófi frá MR1944 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ1957. Páll var kvæmdastjóri Drafnar hf. 1942-48, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði og rit- stjóri Hamars 1949-56, starfsmaður hagdeildar Framkvæmdabanka ís- lands 1956-60, forstjóri hagdeildar Pósts og síma 1961-76 og fram- kvæmdastjóri fjármáladeildar Pósts og síma 1976-80. Páll átti sæti í stjórn SUS, í stjórn Stefnis í Hafnarfirði, landsmálafé- lagsins Fram, í fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirði, átti sæti í flokksráði Sjálfstæðiflokks- ins, var í skiplagsnefnd flokksins og sat landsfundi um árabil. Hann sat í stjórn Málfundafélagsins Magna í Hafnarfirði, var formaður 1968-70, sat í stjórn Skógræktarfélags Hafn- arfjarðar, í Áfengisvarnaráði 1965-66 og 1974-87, formaður áfeng- isvarnarnendar Hafnarfjarðar frá 1955 og formaður Landssambands- ins gegn áfengisbölinu 1968-90. Páll var bæjarfulltrúi í Hafnar- firði 1958-60, skoðunarmaður reikn- inga kaupstaðarins 1990-94, í niður- jöfnunarnefnd 1951-52, í Fræðslu- ráði Hafnarfjarðar 1954-62 og 1974-86 og formaður 1978-86, í út- gerðarráði 1962-74, formaður at- vinnumálanefndar 1968-69 og for- maður útgáfustjórnar sögu Hafnar- fjarðar 1980-84. Fjölskylda Páll kvongaðist 23.5.1942 Guðrúnu Jónsdóttur, f. 6.3.1913. Hún er dóttir Jóns Brynjólfssonar, b. í Austurkoti í Flóa í Hraungerðishreppi, síðar á Grafarbakka í Hrunamannahreppi í Árnessýslu, og k.h., Katrínar Guð- mundsdóttur húsfreyju. Börn Páls og Guðrúnar eru Vil- borg f. 26.8.1943, skrifstofumaður í Mosfellsbæ, gift Þráni Kristinssyni verkamanni og eiga þau þrjú böm; Katrín f. 16.10.1944, kennari í Hafn- arfirði, og á hún einn son; Anna María f. 22.8.1946, kennari í Hafnar- firði, gift Per Roald Landro, cand. philol, fulltrúa, og eiga þau þrjú börn; Páll Gunnar, f. 15.1.1952, mat- vælafræðingur, kvongaður Ólínu Birgisdóttur félagsráðgjafa og eiga þau þijúbörn. Systkini Páls: Fanney f. 3.12.1913, d. 2.10.1968, húsfreyja í Miðhúsum í Vatnsdal; Davíð f. 28.12.1917, d. 17.9.1930; Guðni f. 5.7.1920, d. 19.11. 1992, húsamiður í Kópavogi; Ingi- björg, f. 3.3.1922, fyrrv. húsfreyja á Bergsstöðum á Vatnsnesi, nú búsett á Seltjarnarnesi. Páll V. Daníelsson. Hálfsystkini Páls, sammæðra: Ól- öff. 23.9.1924, kennari; Daníel f. 27.8.1928, sjómaður á Hvamm- stanga; Vilborg f. 11.2.1932, húsmóð- iríHafnarfirði. Foreldrar Páls: Daníel Teitsson, f. 28.11.1884. d. 22.2.1923, b. á Bergs- stöðum á Vatnsnesi, og k.h., Vilborg Árnadóttir, f. 31.3.1895 d. 11.2.1993, húsfreyja. Seinni maður Vilborgar og fósturfaðir Páls var Pétur Teits- son. Hann var bróðir Daníel|. Foreldrar Daníels voru Teitur Halldórsson, b. á Bergsstöðum, og Ingibjörg Árnadóttir, húsmóðir þar. Foreldrar Vilborgar vom Árni Magnússon, húsmaður í Fellsaxlar- koti, Skilmannahreppi í Borgarfiröi, og k.h., Vilborg Pálsdóttir húsmóð- ir. Margrét Hauksdottir Margrét HaUksdóttir húsmóðir, Dælengi 18, Selfossi, er fertug í dag. Starfsferill Margrét fæddist í Reykjavík en ólst upp að Stóru-Reykjum í Hraun- gerðishreppi. Þar átti hún heima til 1973 er hún flutti á Selfoss þar sem hún hefur búið síðan. Hún gekk í barnaskólann í Þingborg í Flóa, lauk gagnfræðaprófi á Selfossi og stund- aði nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík 1972. Áuk húsmóðurstarfa hefur Mar- gét m. a. stundað skrifstofu-, versl- unar- og framreiðslustörf. Hún starfaði með ungmennafélaginu Baldri, SUF og í Framsóknarfélagi Selfoss. Fjölskylda Margrét giftist 2.6.1973 Guðna Ágústssyni, f. 9.4.1949, alþm. Hann er sonur Ágústs Þorvaldssonar, b. og alþm. á Brúnastöðum í Flóa, sem lést 1986, og Ingveldar Ástgeirsdótt- ur húsfreyju sem lést 1989. Börn Margrétar og Guðna eru Brynja, f. 7.3.1973, framreiðslumað- ur í Noregi, en maður hennar er Ragnar Friðriksson framreiðslu- maður; Agnes, f. 20.11.1976; Sigur- björg, f. 15.4.1984. Systkini Margrétar eru María Ingibjörg, f. 16.5.1953, b. qg húsmóð- ir í Geirakoti í Flóa, gift Ólafi Krist- jánssyni og eiga þau fjórar dætur; Gerður, f. 23.10.1958, baðvörður í Reykjavík, gift Karli Bergmann og eiga þau þijú börn; Gísli, f. 20.3.1961, hreppstjóri að Stóru-Reykjum í Flóa, kvæntur Jónínu Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Vigdís, f. 20.3. 1965, kaupmaður í Reykjavík, gift Þorsteini Sigurfinnssyni og eiga þau einn son; Hróðný Hanna, f. 13.9. 1969, bæjarfulltrúi á Selfossi, en maður hennar er Hróbjartur Eyj- ólfsson og eiga þau tvö börn. Foreldrar Margrétar eru Haukur Margrét Hauksdóttir. Gíslason, f. 23.12.1920, fyrrv. hrepp- sljóri að Stóru-Reykjum í Flóa, óg k.h., Sigurbjörg Geirsdóttir, f. 10.7. 1932, húsfreyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.