Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 Fréttir Skoðanakannanir og kosningaúrslit samanburöur á síðustu könnunum fyrir kosningarnar 8. apríl - % 3,., 37,1 K° r m - birt 23j323’3 É|| ■ fe® Bi14-8 m IÉHHÉmí^V^ Könnun DV - birt 7. apríl '95 - Niöurstaöa könnunar Úrslit kosninganna ),2 0'4 0,9 0,6 0,1 0,2 A-listi 8-listi D-listi G-listi J-listi V-listi S-listi M-listi N-listi K-listi 36,8 37,1 Könnun Gallup - birt 7. apríl '95- ■ Niöurstaöa könnunar 14,3 12 3 ■ Urslit kosninganna 8«7’2s’34 9 Hi 0.6 O’70,40,4 070,6 0,1 0,2 A-listi BJisti D-listi G-listi J-listi V-listi S-listi M-listi N-listi K-listi % 37^37,i Könr 23,3 I ..21ím M 14,3 10.6 ^2’8 H’3 mmmim 37,637,1 Könnun Félagsvísindast. birt 5. apríl '95 - ■ Niöurstaöa könnunar ■ Úrslit kosninganna 5,1, '4’6, 0,6 0,7 o,2 0,4 o 2 O’6 0,5 0,2 A-listi B-listi D-listi G-listi J-listi V-listi S-listi M-listi N-listi K-listi % 39,6 37,1 2 5,5 4,9 Könnun Skáíss - birt 6. apríl '95 - ■ Niöurstaöa könnunar Úrslit kosninganna H.411,4 ! m BjXjí 0.40,7 0’5q.4 170,6 0,4q,2 A-listi B-listi D-listi G-listi J-listi V-listi S-listi M-listi N-listi K-listi Könnun Stöövar 2 - birt 6. apríl '95 - ■ Niöurstaöa könnunar 15,314,3 I Úrslit kosninganna Hj7'2 271^ A-listi B-listi D-listi G-listi J-listi V-listi AOrir % Könnun Hagvangs - birt 25. mars '95 - 18 8 3,3 !f!H 15,4 B Niöurstaöa könnunar 114 ÉeHH^in, H Úrslit kosninganna 7,4 mfe HI wm Hh »7,2 ! jjgg 2,6 0,6 0,7 0,2 0,4 0,6 0,6 0,2 A-listi B-listi D-iisti G-listi J-listi V-listi S-listi M-listi N-listi ’K-listi DV Miklar sakargiftir á hendur pilti í réttarhaldi: 18 ára framdi tvö vopnuð rán einnig gefhir að sök stórfelldir þjófiiaðir og tékkafals Átján ára piltur viöurkenndi í rétt- arhaddi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag aö hafa framið tvö vopnuð rán á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum. Pilturinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því eftir síðara ránið sem var framið 19. febrúar. Þegar Sverrir Einarsson héraðs- dómari spurði piltinn um afstöðu hans til sakargifta í ákæru við þing- festingu málsins sagði hann að „þetta væri rétt“. Enginn ágreiningur verð- ur því væntanlega um sakarefni þeg- ar vitnaleiðslur fara fram eftir páska en piltinum eru gefin að sök ýmis önnur afbrot eins og talsvert stór- felldur þjófnaður og skjalafals. Samtals fjórir sakbomingar eru í þessum afbrotamálum og tengjast þeir hinum unga höfuðpaur með mismunandi afgerandi hætti. Einn sakborningur er í afplánun og kom í dómsalnum Óttar Sveinsson því í fylgd fangaflutningamanna í gær eins og höfuðpaurinn en hinir tveir eru frjálsir ferða sinna. Þann 15. febrúar ruddist hinn 18 ára piltur hettuklæddur vopnaður hnifi ásamt jafnaldra sínum, þeim sem er í afplánun, inn í Effeltuminn aö Leimbakka 36. Þar vom fyrir af- greiöslustúlka og vinur hennar. Pilt- unum er gefiö að sök að hafa með hótunum um ofbeldi spennt upp pen- ingakassa og rænt 45 þúsund krón- um, skemmt símtæki og glerplötu og kassann. Lögreglan sleppti piltinum en fjór- um dögum síðar framdi hann annað rán og var þá einsamall. Hann fékk lánaöan eldhúshníf hjá félaga sínum, sem með því er ákærður fyrir hlut- deild, og er síðan talinn hafa farið í Áskjör að Ásgarði 22 og rænt þar afgreiðslustúlku með ofbeldi og hót- unum um ofbeldi 16 þúsund krónum í peningum. Eftir ránið náðist pilturinn og var þá úrskurðaður í gæsluvaröhald. Reiknað er með að afplánun hans vegna ránanna komi í beinu fram- haldi af dómi í málinu sem verður væntanlega upp kveðinn í maí. Skoðanakannanir og kosningaúrslit: Kannanir almennt nálægt úrslitum Miklar umræður hafa orðið í fjölmiðlum að undanfórnu um þær skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir alþingiskosningarnar. Við sam- anburð hafa sumir fjölmiðlar fallið í þá gryfju að mgla saman skoðana- könnunum og kosningaspám sem aöeins aö litlu leyti byggjast á könn- unum. Það er hins vegar fróðlegt aö sjá hversu nálægt einstakar kannan- ir fóm sjálfum kosningaúrshtunum. Samanburður á skoðanakönnun- um fyrir kosningamar leiðir í ljós að könnun DV, sem birtist daginn fyrir alþingiskosningarnar, komst langnæst sjálfum úrshtunum. Með- alfrávikið var rétt innan við 0,3 pró- sentustig sem er lægra hlutfaU en áður hefúr sést í skoðanakönnunum á íslandi. TU samanburðar var með- alfrávikið rúmlega 1 prósentustig hjá Félagsvísindastofnun, tæplega 1,3 prósentustig hjá Skáís, tæplega 1,4 prósentustig hjá Stöð tvö, tæplega 2,3 prósentustig hjá Hagvangi og rétt tæplega 0,5 prósentustig hjá GaUup. Fyrir kosningarnar birti DV einnig kosningaspá sem var byggð að stór- um hluta á meöaltalsútreikngum á hegðan kjósenda í kosningum und- anfama áratugi. Spáin reyndist mið- ur góð enda vék hún að verulegu leyti frá skoðanakönnun DV. Eftir stendur að skoðanakönnun DV reyndist besta mæUngin á skoðunum kjósendafyrirkosningar. -kaa I dag mælir Dagfari________________________ Hver og hver og vill og verður? Nú er þinginu lokiö og kosninga- baráttunni og kosningunum sjáff- um og þá fyrst hefst fjörið. Fólk fékk að vísu aö kjósa sinn flokk en í raun og vem er verið að kjósa um ríkisstjóm og ráðherrastóla og fóUí fær engu um þaö ráðið. Kosningar eru í besta falff til þess eins og blekkja fólk til að það haldi að þaö ráði því hveijir fara í ríkisstjóm. Það er auðvitað hinn mesti mis- skUningur að kosningamar hafi eitthvaö með það að gera hver sest í stjóm, eins og gleggst kemur fram í því að þeir sem töpuðu hvað stærst í kosningunum em nú taldir líklegastir til aö sefjast í ríkissfjóm. Alþýðuflokkurinn tapaði nærri því þriðja hveiju atkvæði og þrem- ur þingsætum og KvennaUstinn þurrkaðist næstrnn því út af þingi. Þetta em þeir flokkar sem helst koma tU greina með Sjáffstæðis- flokknum í ríkisstjóm. Ef þetta gengur eftir verða þeir sigurvegar- ar kosninganna því auðvitað skipt- ir það ekki máU hvað flokkar fá í kosningum. Það sem skiptir máli er hvort þeir komast í rikisstjórn. VesUngs Jóhanna sem hélt aö sinn tími væri kominn og fékk þón- okkuð margt fólk tíl að trúa því og náði þremur öðrum þingmönnum með sér inn á þing. Hvað gerir Jó- hanna nú? Hún situr úti í homi og enginn nennir að tala við hana og engum dettur í hug að bjóða henni í ríkisstjórn af því að hún var ein um það aö halda að hennar tími væri kominn. Tökum Framsóknarflokkinn sem menn hafa verið að hamast við að útnefna sem sigurvegara í kosning- unum. Framsóknarmenn halda þaö jafnvel sjálfir. En þegar sig- urvíman rann af þeim blasti það við að Framsóknarflokkurinn hef- ur Utla sem enga möguleika til að setjast í ríkissljóm, hvaö þá að mynda hana sjálfur. Framsóknar- flokkurinn getur í besta faUi beðið og vonaö að Sjáffstæðisflokknum þóknist aö ræða við hann um sam- starf ef Davíð hugnast ekki að starfa með krötum og konum. Davíð er í sömu spomm og krakkamir sem segja hver og hver og viU og verður? Hann getur bent á hvaða flokk sem er og boðið hon- um að vera með sér í ríkisstjóm ef sá hinn sami flokkur situr og stendur eins og Davíð segir. Þeir bæði vilja og verða. Hann getur meira aö segja talað við Ólaf Ragnar og boöiö honum í rUcisstjórn einum og sér, enda bíð- ur Ólafur garmurinn í ofvæni og er löngu búinn að loka og læsa niðri stjómarsáttmálann sem hann samdi einn og sér handa sjáffum sér í viðræðum við sjáffan sig heima í eldhúsi. Ólafur Ragnar reið ekki feitum hesti frá þessum kosn- ingum en jafnvel Ólafur Ragnar getur orðið sigurvegari kosning- anna með því að komast í ríkis- sfjóm meö Davíö ef Davíö þóknast! Davíð ætlar að taka sér tíma, góð- an tíma. Hann segir að ekkert markvert muni gerast yfir páskana og vonbiðlarnir geta þess vegna slappaö af yfir hátíðisdagana og svo tekur biðin aftur við og þá er um að gera að hafa sjálfvirka símann í lagi ef kaUið skyldi koma. Þannig verður biö á því að kjós- endur fái að vita hver sigraði í þess- um kosningum. Það fer alveg eftir því í hvaða skapi Davíð er og það fer nánast alveg eftir því hvað þeir em góðir við Davíð í samningum. Ekki hvaö þeir fengu mörg atkvæði og ekki hvað fólkið vUl heldur hvað Davíð vUl. í því verður sigurinn fólginn. Hver var að tala um fráfararatr- iöi? Evrópa, gleymdu því. Kvóta- mál, breytir engu. Gatt-samningar, ráöuneyti, stjómarsáttmáli! Býttar engu, aUs engu, því kosningarnar vora ekki tU þess aö blekkja hina flokkana heldur tíl að blekkja kjós- endur og allt í þykjustunni. Hvers vegna ættu líka kjósendur að fá að ráða þessu þegar það er miklu betra að láta Davíð ráða þessu. Hann réð í borginni og hann réð í síðustu ríkisstjóm og Davíð ræður Sjáffstæðisflokknum og Davíð á auðvitað að ráða því hvern hann tekur með sér í ríkisstjóm. Hann mun ráða því hveijir verða ráðherrar og hvaö ríkisstjórnin kemur til með aö gera og það er ekkert sem stöðvar hann, hvorki kosningar, kjósendur né aðrir flokkar sem ýmist hafa unnið eða tapað í kosningum sem ekkert mark er takandi á. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.