Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 21 dv___________________________________________FréttLr Ekki vísbending um óvinsældir - segir Ólafur G. Einarsson um útstrikanir í Reykjaneskjördæmi Samtals 3.162 útstrikanir voru gerðar á kjörseðlum í Reykjaneskjör- dæmi í alþingiskosningunum á laug- ardag. Rúmur helmingur útstrikana var hjá Sjálfstæðisflokki, eða 1.684, og var nafn Ólafs G. Einarsson, efsta manns á D-listanum í Reykjaneskjör- dæmi, langoftast strikað út eða rösk- lega 1.000 sinnum. „Þetta veldur mér ekki alvarlegum áhyggjum. Ég held ekki að þetta sé vísbending um óvinsældir þó að ég kunni ekki alveg að lesa í það hvað veldur. Einhvem veginn flnnst mér þetta ekki vera algjör tilviljun en ég á eftir að raða þessum brotum sam- an,“ segir Ólafur G. Einarsson. Aðrir flokkar fengu mun minni útstrikanir en Sjálfstæðisflokkurinn. Alþýöuflokkurinn fékk helmingi færri útstrikanir eða 710 og var nafn Guðmundar Árna Stefánssonar oft- ast strikað út. Framsóknarflokkur fékk 110 útstrikanir og Alþýðu- bandalag 158. Þá fékk Þjóðvaki rúm- lega 100 útstrikanir. „Eg veit ekki hvernig skiptingin var á þessu innbyrðis meðal fram- bjóðenda og það skiptir máli en mér skilst að ég hafi oftast verið strikaður út og ég kann ekki skýringar á því. Það kann að vera að þetta séu afleið- ingar af harðri prófkjörsbaráttu sem fram fór fyrir tveimur mánuðum. Mér finnst þaö sennilegasta skýring- in,“ segir Guðmundur Árni Stefáns- son alþingismaöur. Alþýðuflokkurinn á Reykjanesi hlaut 6.602 atkvæði í alþingiskosn- ingunum um helgina. Það er rösk- lega 2.000 færri en tóku þátt í próf- kjöri flokksins eftir áramót. Samtals kaus 8.791 í prófkjörinu. „Ég vakti á því athygli á sínum tíma að þátttaka í prófkjörinu væri meiri í sumum sveitarfélögum en fylgi flokksins hafði mælst þar áður. Eg haföi áhyggjur af því að það myndi ekki skila sér og það virðist ekki hafa gert það,“ segir Guðmund- ur Árni. -GHS Afgreiðslutími Shell-stöðva um páskana Skírdagur/ Annar í páskum Öskjuhlíð 9.00-16.00 Suðurfell 9.00-16.00 Laugavegur 180 9.00 - 16.00 Hraunbær 7.30-16.00 Vesturlandsvegur 7.30 - 16.00 Aðrar Shell-stöðvar á höfuðborgarsvæðinu 10.00 - 15.00 Föstudagurinn langi Lokað Laugardagur Opið skv. venju Páskadagur Lokað Nýjung hjá Shell, betri þjónusta. Sjálfsalar sem taka bæöi kort og seðla á Shell-stöðvunum Öskjuhlíð, Dalvegi, Garðabæ og Vesturlandsvegi. Einnig eru sjálfsalar á öðrum stöðvum. Skeljungurhf. Skelegg samkeppni Blákaldar staðreyndir og samanburður á kjörum staðfesta kosti TM trygginga Lækkun iðgjalda á fasteigna- og fjölskyldutryggingum. Viðskiptavinir TM fá endurgreiðslu frá og með 1. apríl 1995. Hækkun á bónus. Hæsti bónus kaskótrygginga hækkar úr 40% í 50% frá og með 1. maí 1995. Ef kaskótjón verður útvegar TM bílaleigubíl í allt að 5 daga. Tveir gjalddagar og engin sjálfsábyrgð. Greiðslur á ábyrgðar- tryggingum ökutækja skiptast niður á tvo gjalddaga á ári og sjálfsábyrgð er engin. Prósentur segja ekki allt, staðreyndir og samanburður leiða í Ijós að TM tryggingar eru hagkvæmar tryggingar. Kynntu þér góð kjör á tryggingum hjá TM. Lækkun iðgjalda á fasteigna- og fjölskyldutryggingum Hækkun á bónus í kaskótryggingum Tveir gjalddagar og engin sjálfsábyrgð í ábyrgðartryggingum ökutækja TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir! Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík, sími 26466.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.