Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995
5
Fréttir
Gunnarstindi skipt upp:
Togaraútgerð
leggst af á
Breiðdalsvík
- samvinna tekin upp við Djúpavog
„Það stendur til að skipta upp
Gunnarstindi og Breiðdalsvíkurhlut-
inn sameinist Búlandstindi á Djúpa-
vogi. Kvóti Hafnareyjar fer yfir á
togarann Sunnutind og hannig ætl-
um viö að styrkja reksturinn," segir
Árni Benediktsson, stjórnarformað-
ur Búlandstinds hf. á Djúpavogi,
vegna fyrirhugaðs samstarfs Djúpa-
vogs og Breiðdalsvíkur.
Eins og DV hefur skýrt frá hafa
logað ófriöareldar milli Breiðdals-
víkur og Stöðvarfjaröar þar sem
Gunnarstindur hf. hefur rekið
stærstu fyrirtækin. Þessi átök hafa
nú leitt til þess að ákveðið hefur ver-
ið að aðskilja þessa aðila og skipta
upp fyrirtækinu.
„Þetta mun leiða til hagræðingar á
báöum stöðum. Rekstur togarans
Sunnutinds verður tryggari. Þá ætti
að vera hægt að koma hráefni jafn-
ara til Breiðdalsvíkur. Loks gefur
þetta fyrirkomulag færi á meiri sér-
hæfingu á hvorum stað fyrir sig.
Þannig að þegar um er að ræða t.d.
loðnu og síld getur annar staðurinn
séð um þá vinnslu,“ segir Árni.
Það vekur óneitanlega athygli að
þessir nágrannar skuli ekki geta
komið sér saman um samvinnu sem
er þó talin báðum fyrirtækjum nauð-
synleg. Á milli Breiðdalsvíkur og
Stöðvarfjarðar eru innan við 20 kíló-
metrar, en á milli nýju samstarfsaðil-
anna á Djúpavogi og Breiðdalsvík
eru 77 kílómetrar, eða álíka langt og
frá Akranesi til Reykjavíkur.
„Málið var það að þetta voru orðn-
ar of litlar einingar vegna kvótasam-
dráttar, bæði á Stöðvarfirði og Breið-
dalsvík. Það var reynt að bæta úr
þessu með sameiningu en það heppn-
aðist ekki. Áður voru tvær stjórnir
og tveir framkvæmdastjórnir sem
hvor um sig hugsaði um hag síns
fyrirtækis. Síðan þegar sameiningin
varð leiddu þessar erjur milli stað-
anna til þess að ekkert mátti gera.
Þarna varð því fyrst kyrrstaða og
síðan hnignun,“ segir Árni.
„Það var ekki um annað að ræða
en að skilja þetta að og við þykjumst
hafa búið þannig um hnútana að
þetta samstarf milh Breiödalsvíkur-
hlutans og Búlandstinds geti gengið,
svo framarlega sem sjávarútvegur
getur gengið á annað borð,“ segir
Árni.
Hann segir að fyrst í stað verði um
samvinnu að ræða milli fyrirtækj-
anna en síðar verði hugað að sam-
runa þeirra.
Þegar upp er staðið verður ekki
skip á Breiðdalsvík en togari staðar-
ins hefur verið seldur kvótalaus til
Voga. Skip Búlandstinds hf. munu
veiða þau rúmlega 1000 þorskígildi
sem falla í hlut Breiðdælinga við
skilnaðinn. Á Stöðvarfirði verður
togarinn Kambaröst enn um sinn, en
samkvæmt heimildum DV er fyrir-
hugað að leita þar samvinnu eða
samruna norður á bóginn og þá
hugsanlega til Fáskrúðsfjarðar en
þangað eru tæpir 30 kílómetrar.
Það liggur því fyrir aö hrepparígur-
inn, sem áður olli sambúðarerfið-
leikum, hefur nú endað með sambúð-
arslitum. -rt
Forstjóri Eirar:
Rétt staðið að inngöngu félaganna
„Ég vil helst sleppa öllum túlkun-
um. Það skiptir minnstu hvað manni
finnst. Það er verst þegar þetta kem-
ur niður á gömlu fólki. Við teljum
að þaö hafi verið staöið rétt að inn-
göngu þessara félaga og lögmaður á
eftir að skila athugun á því. Ef þetta
er rétt hjá borgarlögmanni veröum
við að takast á við það þegar þar að
kemur en ég hef ekki trú á því,“ seg-
ir séra Sigurður Helgi Guðmunds-
son, forstjóri hjúkrunarheimilisins
Eirar.
Aðalfundi sjálfseignarstofnunar-
innar Eirar var frestað nýlega eftir
að borgarlögmaður hafði sent bréf
um að ranglega hefði verið staðið að
inngöngu Sóknar, Framsóknar, Hús-
sjóðs Öryrkjabandalagsins og SÍBS í
samtökin á síðasta ári. Búist er við
að aðalfundinum verði fram haldið í
næstu viku eftir að lögmaður Eirar
hefur tekið erindi borgarlögmanns
til athugunar.
„Það datt engum annað í hug en
að þetta væri eins og það ætti að
vera enda greiddu fulltrúar borgar-
innar inngöngu þessara félaga at-
kvæði," segir séra Sigurður Helgi.
-GHS
HAPPA,,
drattur
Vorleikur fyrir
viðskiptavini Kiinglunnar
27. apríl - 5. maí 1995
Ef þú verslar fyrir 2.000 krónur eða meira á einum stað í Kringlunni,
þá fylgir einn Happadráttarmiði. Þú fyllir niiðann út og setur
í Happadráttarkassa sem eru við aðalútganga Kringlunnar.
100 góðir rínningar frá fyríríækjum Krínglunnar
Aðalrínnmgurinn er:
3ÖÓ»
þúsund króna verslunarferð í Kringhuia
Stærsti vinningurinn er verslunarferð í Kringluna þar sem
vinningshafinn verslar í glæsilegum verslunum og þjónustu-
fyrirtækjum Kringlunnar fyrir samtals 300 þúsund krónur.
BYLGJAN
GOTT UTVARP
Bylgjan sér uni kynningu
og útdrátt daglega kl. 14.
Daglega er dregið um Qóra góða vinninga og tíu aukavinninga
og nöfn hinna heppnu lesin upp á Bylgjunni. Síðasta daginn
fara allir miðarnir í stóra pottinn. Aðalvinningurinn, 300 þúsund
króna vöruúttekt, verður dreginn út laugardaginn 6. maí kl. 14.00.
Heildarverðmæti
vinninga er yfír
[ milljón kr.
Komdu í Kringluna og kynntu þér nánar leikreglumar
KRINGWN
-heppilegur staður-
Afgreiðslutími kringluiinnr: Mánudaga - iimmtudaga 10-13:30
föstudaga 10-19 laugardaga 10-16