Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1995, Qupperneq 11
Menning
Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Diddú og kariamir
Karlakór Reykjavíkur efndi til tónleika í Langholts-
kirkju sl. mánudag. Einsöngvari og sérlegur gestur
kórsins var Sigrún Hjálmtýsdóttir. Anna Guöný Guð-
mundsdóttir lék með á píanó í sumum lögunum en
Friðrik S. Kristinsson stjórnaði kórnum. Aldarafmæl-
is Sigurðar Þórðarsonar var m.a. minnst, með því að
helja efnisskrána á fimm lögum eftir hann, auk einnar
útsetningar, en hann var bæði stofnandi og fyrsti
stjórnandi kórsins. Lag Sigurðar, ísland, ísland, við
ljóð Huldu hljómaði fyrst og var það bæði vel og hressi-
lega sungið. Þá komu lögin Sof þú, blíðust barnakind
mín, og Kvöldljóð. Það sem kórinn mætti helst laga
er að jafna nokkuð 1. tenórrödd, en ójöfnur hennar
heyrast einna mest í lögum eins og þeim tveim síðast-
nefndu, auk Ave Mariu Bruckners, sem síðar var á
efnisskránni.
Hið þekkta lag Sigurðar, Sjá dagar koma, var næst
og nú bættist þeim góður Úðsauki sem voru Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigrún Hjálm-
týsdóttir, sópran. Enda var lagið og fallega flutt, þess-
ar ágætu listakonur brugðust ekki. Sigrún söng einnig
lagið Vormorgunn með kórnum og Anna Guðný lék
með kórnum í lagi Sigurðar, Þér landnemar.
Við tóku tvö lög Karls Ottós Runólfssonar, Nú sigla
svörtu skipin, sem var vel sungið hjá kórnum, og
Lullu lullu bía sem Sigrún söng einnig með körlunum.
Sumamótt Árna Thorsteinssonar fylgdi í kjölfarið
og síðan lag Sigvalda Kaldalóns, Á Sprengisandi, en
þar sýndi kórinn nokkuð af þeirri sönggleði sem hann
er þekktur fyrir. Fyrri hluti efnisskrárinnar endaöi
síðan á skondnu lagi, Söngvaramars, eftur Julius Otto.
Eftir hlé breytti efnisskráin nokkuð um svip og voru
þá flutt kirkjuleg lög og kórar úr óperum.
Fyrst söng kórinn, Þitt lof, ó, Drottinn, eftir Beetho-
ven, en síðan Et Incarnatus est, eftir Hans Leo Hassl-
er. Voru þau ágætlega sungin. Ave Maria eftir Bruckn-
er og Heyr, himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson
komu síðan og var hið fallega lag Þorkels flutt af til-
finningu.
Fjörleiki og glaðværö einkenndi Vorljóð Antons
Tórúist
Áskell Másson
Dvoráks og Hermannakórinn úr óperunni Fást eftir
Gounod var hressilega sunginn við píanóleik Önnu
Guönýjar. Sigrún og Anna Guðný fluttu síðan með
kómum La Vergine Degli Angeli úr óperu Verdis,
Valdi örlaganna, og Vokalisu eftir Wilbur Chenoweth,
sem var ákaflega skemmtileg. Tónleikunum lauk með
Fangakórnum úr óperunni Nabucco eftir Verdi, en
hápunktinum hafði þó áður verið náð, þegar Sigrún
söng með þeim La Vergine og á engan er hallaö, þótt
sagt sé að hún hafi átt sinn þátt í því. Friðrik S. Krist-
insson stjórnaði kórnum af myndugleik og er augljóst
að hann hefur unnið vel að undirbúningi þessara tón-
leika.
Hringiðan
Theódór Kristjánsson, kennari i Hveragerði, lék á harmoníku á sýningunni.
DV-myndir Sigrún Lovisa, Hveragerði
11111 y? 11111 *—v *?** ***** '****.."1"....;1.1:1?";' 1 j Læknavaktin
9 9*1 7*00 _2j Apótek
Verö aðeins 39,90 mín. 3] Gengi
Blómarós og rósir.
Fjölmenni á sýningu
garöyrkjunema
Hátt á fimmta þúsund manns sóttu Reykjum í Ölfusi. Þar var ýmislegt
hina árlegu sýningu Garðyrkjuskóla til skemmtunar og sýning glæsilegra
ríkisins á sumardaginn fyrsta að blóma og tijáa.
Tilboðsverð á Tulip
3JA ARA ABVRGÐ
Kp tölvum ■
Tulip Vision Line 1
486 SX2/66 VJ
4 MB minni NÝHERJI
270 MB diskur SKAFTAHL(Ð24"TI 1
Alltaf skrefi á undan