Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Page 22
30 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 Smáauglýsingar - Sími 563 2700 Verslun § Hjólbarðar Mjög góöir Amigo bómullargallar á dúndurgóðu verði, peysa 1.490 kr., bux- ur 1.190 kr. Litir: blár, rauður, grár og grænn. Do-Re-Mi, Laugavegi 20, s. 552 5040, og í bláu húsi v/Fákafen, s. 568 3919. Póstsendum. Spennandi gjafir sem koma þægilega á óvart. Stórkostl. úrval af titr., ýmsk. settum, olíum, kremum o.m.fl. á fráb. verði. Glæsil. litm.listar kr. 500 stk. Pósts. dulnefn. um allt land. Rómeó & Júlía, Grundarstíg 2, mán.- fóst. 10-18, laug. 10-14, s. 551 4448. Geriö verösamanburö. Asetning á staðnum. Allar gerðir af kerrum, allir hlutirtil kerrusmíða. Opið laugard. Víkurvagnar, Síðumúla 19, s. 568 4911. Kerruöxlar á mjög hagstæöu veröi, með eða án rafhemla, í miklu úrvali, f>TÍr flestar gerðir af kerrum. Fjallabílar/Stál og stansar hf., Vagnhöfða 7, Rvík, sími 567 1412. UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, sem hér segir, á eftirfar- andi eignum: Dekkjahúsid Skeifunni 11-108 Reykjavík Sími 568 8033 - 568 7330 EENERAL ÖRUGG - ÓDÝR • 205/75 R 15 stgr...............8.060. • 215/75 R 15 stgr...............8.720. • 235/75 R 15 stg8.990.................. • 30 - 9,5 R 15 stgr............11.115. • 31 - 10,5 R 15 stgr...........11.670. • 32 -11,5 R 15 stgr...........13.075. • 33 -12,5 R 15 stgr...........14.390. Alhliða hjólbarðaþj., bón og þvottur. Jg BÍiártiisöiii 4x4, fjölskyldugullmolinn. Til sölu er þessi fallegi fjórhjóladrifni Subaru sed- an, 1,8, árg '87, sjálfskiptur, ath. ekinn aðeins 61.000 km. Nánari upplýsingar gefur Marteinn í símum 91-14505 og 989-23609. Jeppar Vinnuvélar Cherokee Laredo '90, ek. 145 þús. km. Bíllinn fór í söluskoðun hjá umboðinu Jöfri og gert var við það sem þurfti. Fékk fyrstu einkunn, vottorð liggur fyr- ir. Bíll í sérflokki. Verð kr. 1850.000. Skipti koma til greina. Gott stgrverð. Til sýnis og sölu hjá Bílasölunni Höfða- höllinni, Vagnhöfða 9, s. 674840. Til sölu malbiks- og steypusög, Partner 1200. Góður staðgreiðsluafsláttur. Uppl. í síma 551 7703, 587 0637 eða boðsíma 984-51703. Strandgata 10, Eskifirði, þingl. eig. Eskfirðingur hf., gerðarbeiðandi Is- landsbanki hf., 8. maí 1995 kl. 10.00. Ásvegur 27, Breiðdalsvík, þingl. eig. Bílahöllin hf., gerðarbeiðendur Breið- dalshreppur og Lífeyrissjóður versl- unarmanna, 8. maí 1995 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN Á ESKMRÐI Áskrifendur fá 10% auka- afslátt af smá- 0 Þjónusta Stigarog handriö, úti sem inni. Stigamaðurinn, Sandgerði, símar 92-37631 og 92-37779, auglýsingum DV Hríngdu núna - síminn er 563-2700 Opið: Virka daga kl. 9 - 22, laugardaga kl. 9 - 14, sunnudaga kl. 16 - 22. Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum AÍKIII 9 9*1 7*00 Verö aðeins 39,90 mín. Menning Endurfundir tíu listamanna í Hafnarhúsi Samsýningar eru jafnan vel til þess fallnar að bera saman bækur eða leita aö sameiginlegum þræöi. Nú hafa tíu listamenn, sem allir stunduðu nám viö málunardeild MHÍ 1984-1988, hóað sig saman og sett upp sýn- ingu sjö árum eftir útskrift. Það er forvitnilegt að skoöa sýninguna í ljósi endurtekinna yfirlýsinga um dauða málverksins og uppgang naumhug- ulla innsetninga á kostnað þess. Þaö er þó jafn ljóst að ekki hafa allir sýnendur stundað málverkiö af jafn miklu kappi þessi ár sem liðin eru frá skólavistinni. Tiltölulega fáir hafa farið í framhaldsnám en margir þó stundað listnám á erlendum vettvangi áður eða annars konar listnám hér heima. Sparsemi í stærðum Ásdís Kalman, Iöunn Thors og Dósla nálgast málverkið út frá persónu- legum og nánast barnslegum forsendum. Það er erfitt að sjá á verkum þeirra að þar fari skólaðir listamenn. Slíkt þarf ekki að vera neikvætt, en hér er viðvaningsbragur því miður einlægni yfirsterkari í flest- um tilvikum. Það er helst í verkum Dóslu að bregði fyrir persónuleg- um draumkenndum stíl sem skilur eitthvað eftir. Forsendur Ólafs Benedikts Guðbjartssonar eru til muna poppaðri en furðu vekur hve sparsamur hann er á efniviðinn. Verkin myndu sóma sér mun betur ef þau væru stærri. Ólafur á sýnilega í basli með að koma til skila flókinni myndskipan á svo litlum fleti. Torfi Ásgeirsson er að mörgu leyti á sama báti, þó verk hans séu til muna ein- faldari og meira samræmi á milli tækni og stærðar myndflatarins. Hug- mynd Torfa að stílfærðu landslagi gengi örugglega betur upp í stærri útgáfu. Áferð og birta Verk Margrétar Sveinsdóttur og Magnúsar Guðmundssonar eru aftur á móti stór í sniöum. Þau skortir hins vegar talsvert af því sem áðurnefnd- ar smámyndir hafa; haldgóða myndbyggingu. Borgir Magnúsar hafa að vísu dágóða byggingu þó bæði verk hans virki líkt og hálfköruð. Verk Margrétar eiga að byggja á áferð, en sú fyrirætlun misferst gersamlega vegna giundvallarmisskilnings á verkan ljóss á flötinn. Haldbesta fram- lag sýningarinnar er hins vegar vel heppnað samspil áferðar og ljóss eft- ir Guðrúnu Einarsdóttur. Verk hennar eru staðsett á hárréttum stað þar sem hliðarbirtu sólar nýtur seinnihluta dags. Einkum koma tvö seinni verkin vel út og minna um margt á vefnað. Óljós mælistika Þá eru einungis ónefndar Sesselja Björnsdóttir og Erla Sigurðardóttir. Sesselja á hér flórar myndir sem sverja sig í ætt við naumhugula náttúrud- ulúð sem hefur verið talsvert áberandi síðustu misserin. Hér er unnið skipulega með form í mörgum gegnsæjum lögum og er afraksturinn mjög eftirtektarverður í tveimur fyrri verkunum, í gegnum hafflötinn og Inn í mistrið. Erla Sigurðardóttir hefur einbeitt sér aö myndskreytingum og sýnir hér flórar vatnslitamyndir. Vetrarmyndirnar tvær þykja mér sæta hvað mestum tíðindum sem myndverk, hæfilega lausbeisluð og afmörkuð í lit og tæknilega vel útfærð. Sýnilega er betur athugað hvað sýna skal áður en farið er út í slíkar samsýningar. Hér er heildin ekki sterk og lítið sameiginlegt með sýnend- um þó þeir hafi verið samtíða í námi. Það er engum sýnenda greiði gerö- ur með því að setjast undir svo óljósa mælistiku. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Sveinbjörg Aiexandersmeð Carmen íslenski dans- flokkurinn frumsýnir 17. mai nk. Car- men og fleiri dansverk undir heitinu „Heitir dansar". Höf- undur dans- verksins um Carmen er Svein- björg Alexanders sem búsett hef- ur verið í Bandaríkjunum und- anfarin ár við góöan orðstír. Auk Carmenar verða sýndir dansar úr Sólardönsum, Adagietto ogTil Láru en þessi verk voru sýnd á menningarhátíðinni Sólstöfum í vetur. Meöfylgjandi er tnynd af Svein- björgu en i frétt á menningarsíðu DV í síðustu viku birtist óvart tfiynd af Unni Guðjónsdóttur dansara. Eru hlutaöeigandi beðn- ir velvirðingar á myndbrenglinu. Kraftur í Kvennakór Reykjavíkur Kvennakór Reykjavíkur hélt fyrri vor- tónleika sína í Langholts- kirkju í gær- kvöld við stór- góðar undir- tektir. Seinni tónleikarnir fara fram í kirkjunni á morgun, laugardag, og heflast kl. 17. Efnis- skrá vortónleikanna er mjög flöl- breytt. Sígný Sæmundsdóttir syngur einsöng meö kórnum og aö auki syngur Gospelhópurinn ásamt tríói Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Svana Víkingsdóttir leik- ur á píanó og stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir. Kvennakór Reykjavíkur var stofnaöur í byrjun árs 1993 að frumkvæði Margrétar sem starf- rækt hefur kórskóla um nok- kurra ára skeíð. Frá upphaíl kórsins hafa um 100 konur stund- að æftngar tvisvar til þrisvar í viku. Mikill kraftur er í Kvenna- kórnum um þessar mundir. Hann hefur komið sér upp æfingaað- stööu í gamalli blikksmiðju í vest- urbænum og í sumar mun hann standa fyrir Landsmóti íslenskra kvennakóra sem haldið verður í Reykjavikdagana24. og25.júní. Ef nilegur f iðlari Sigurbjörn Bernharðsson fiöluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari héldu tónleika í Norræna húsinu sl. laugardag. Þegar htiö var á efnisskrána varð strax ljóst að hér var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur: Bach, Paganini, Mozart, Ysaye og Sarasate. Tónlist Askell Másson Tónleikarnir hófust á Sónötu nr. 3 BWV 1016 fyrir fiðlu og píanó eft- ir Bach. Sigurbjörn lék verkiö með nótur og virtist hann nokkuð bund- inn þeim i leik sínum. Hann hefur fallega tónmyndun og stöðugan, öruggan tón. Píanóleikur Kristins var áferðarfallegur og saman sýndu þeir góðan samleik. Kaprísur nr. 17 og 24 eftir Paganini fyrir einleiksfiðlu komu næst. Hér sýndi Sigurbjöm að hann býr nú þegar yfir umtalsverðri tækni og lék hann þessi erfiöu verk af öryggi. Rondó í C-dúr, K.373 eftir Mozart var einkar skemmtilega og vel leikið af þeim félögum og Sónata nr. 1 fyrir einleiksfiðlu eftir Bach, sem fylgdi í kjölfarið, var geysivel flutt af Sigurbimi, einkum tveir fyrstu þættirnir, Adagio og Fúga, sem voru skáldlega leiknir. Hinir tveir þættirnir, Sicil- iano og Presto, náðu kannski ekki eins miklu flugi í túlkun Sigurbjörns, en Sónata Ysaye fyrir einleiksfiðlu, op. 27, nr. 3, sem á eftir kom, var hins vegar flutt meö tilþrifum. Ballade, einnig eftir Ysaye, var um margt skemmtilega flutt af þeim Sigurbimi og Kristni, þótt ekki væri sam- heldni þeirra með þeim ágætum sem áður hafði verið. Tónleikunum lauk með því að þeir léku Habaneru eftir Pablo Sarasate. Var það glæsilegt lokanúmer þessara tónleika, enda frábærlega leikið. Það skáldlega innsæi sem Sigurbjörn sýndi í tveim fyrstu þáttum einleiks- sónötu Bachs hreif undirritaðan mest á þessum tónleikum, en Sigurbjörn sýndi með þeim aö hann á erindi sem túlkandi listamaður og að hann er nú með okkar efnilegustu fiðluleikumm. Er þessum vönduðu tónlistar- mönnum óskað til hamingju með þessa tónleika. Kristján Frank- línogSigurþór fengustyrk Leikararnir Krisflán Franklin Magnús og Sigurþór Albert Heimisson fengu nýlega styrki úr Leiklistarsjóði Brynjólfs Jó- hannessonar en alls bámst sjóðs- stjórn 8 umsóknir. Sjóðurinn verður 25 ára á þessu ári en Brynjólfur stofnaði hann 1970. Brynjólfur var einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar og lék hátt í 200 hlutverk á sviöi hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur í yfir 50 ár. HelgiTómasson ísviðsljósinu Helgi Tómasson, stjórnandi San Francisco balletsins, veröur í sviðsljósinu dagana 9. til 14. maí nk. þegar haldin verður danshá- tíð i borginni í tilefni af 50 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna en sáttmáli þeirra var undirritaður í San Francisco í júní 1945. Helgi skipuleggur hátiðina, auk þess sem tvö dansverk eftir hann verða sýnd í'hópi verka frá 13 þjóölöndum. Frá þessu er greint í New York Times.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.