Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grísham:
The Chamber.
2. Sue Grafton:
„K" Is for Killer.
3. Meave Binchy:
Circle of Friends.
4. Judith McNaught:
Until You.
5. T. Clancy & S. Pieczenik:
Tom Clancy’s Op-Center.
6. Nora Roberts:
Hidden Riches.
7. Allan Folsom:
The Day after Tomorrow.
8. Belva Plain:
Daybreak.
9. Michael Crichton:
Congo.
10. Barbara Taylor Bradford:
Angel.
11. E. Annie Proulx:
The Shippíng News.
12. Fern Michaels:
Dear Emily.
13. Jayne Ann Krentz:
Evertasting Love.
14. Danielle Steel:
Accídent.
15. Dave Wolverton:
The Courtship of Princess Leia.
Rit almenns eðlis:
1. B.J. Eadie 8i C. Taylor:
Embraced by the Light.
2. Thomas Moore:
Care of the Soul.
3. Deiany, Delany 8i Hearth:
Having Our Say.
4. Mary Pipher:
Reviving Ophelia.
6. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
6. Elízabeth M. Thomas:
The Hidden Life of Dogs.
7. Thomas Moore:
Soul Mates.
8. Jerry Seínfeld:
Seinlanguage
9. Dannion Brinkley & Paul Perry:
Saved by the Light.
10. Bob Woodward:
The Agenda.
11. Nathan McCall:
Makes Me Wanna Holler,
My Journey now.
12. Sherwín B. Nuland:
How We Die.
13. Karen Armstrong:
A History of God.
14. Robert Fulghum:
Maybe (Maybe Not).
15. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird Sings.
(Byggt á New York Times Book Review)
Landflótta
nóbelsskáld
Nígeríski rithöfundurinn Wole
Soyinka, sem varð fyrstur afrískra
skálda til að hljóta bókmenntaverð-
laun Nóbels árið 1986, er enn einu
sinni landflótta. Nú ferðast hann um
Vesturlönd og reyndar víðar til að
vekja athygli umheimsins á spilltri
einræðisstjórn í Nígeríu.
Herinn hefur farið með völdin í
heimalandi nóbelsskáldsins í um 25
af þeim 35 árum sem liðin eru síðan
Nígería fékk sjálfstæði. Spilling og
villimennska valdhafanna hefur oft
verið með ólíkindum, til dæmis í
Biafrastríðinu, og er nú með þeim
hætti að margir spá nýrri borgara-
styrjöld fyrr en síðar.
Á vissan hátt má segja að frægðar-
ferill Soyinka sem rithöfundar sé
jafngamall sjálfstæði landsins. Efnt
var til verðlaunasamkeppni um leik-
rit vegna sjálfstæðisfagnaðarins árið
1960 og Soyinka, sem þá hafði veriö
við nám í Englandi um skeið, hlaut
fyrstu verðlaun - fyrir leikritið A
Dance in the Forests.
En hann lenti fljótlega upp á kant
við stjórnvöld. Árið 1965 gerði hann
sér lítið fyrir, lagði undir sig útvarps-
stöð með byssu í hendi og neyddi
starfsmenn þar til að leggja ávarp
æðsta ráðamanns landsins til hliðar
en útvarpa þess í stað eigin yfirlýs-
ingu gegn valdhöfunum. Hann hvatti
til þess að samið yrði um vopnahlé
í Biafrastríðinu en var snarlega
handtekinn af herstjórninni og hafð-
ur í haldi í 22 mánuði. Fangavistinni
hefur hann lýst í frægri bók: „The
Man Died.“ Þegar honum var sleppt,
árið 1967, kaus hann að fara í útlegð
Wole Soyinka, nóbelsskáld i útlegð.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
og sneri ekki heim aftur fyrr en eftir
tæpan áratug.
Vegabréfið
gertupptækt
„Það var raunveruleg útlegð,“ seg-
ir hann í nýlegu viðtali. „Ég ákvað
sjálfur að fara úr landi. Mér var ekki
ógnað, heldur ofbauð mér undirgefni
landa minna. Mér fannst ég vera
gestur þar, en ég var iíka gestur í
útlöndum. Ég var reiður, ruglaður,
hvergi í rónni.“
Soyinka hefur að undanförnu ferð-
ast á pappírum frá Sameinuðu þjóð-
unum en stjórnvöld í Nígeríu lögðu
hald á vegabréf hans. Það var ein-
mitt vegna þess að hann óttaðist að
verða settur í fangelsi á ný að hann
laumaðist úr landi í vetur - eftir að
hafa komið konu sinni og börnum
fyrir á „öruggum stað“. Hann hefur
síðan verið óþreytandi að vekja at-
hygli á ógnarástandinu í Nígeríu.
En þótt hann sé upptekinn af
stjórnmálabaráttunni sinnir hann
um leið ritstörfum eftir megni. Soy-
inka hefur sent frá sér margs konar
verk gegnum tíðina: leikrit, skáld-
sögur, ritgerðasöfn, ljóðabækur og
endurminningar.
„Ég get skrifað alls staðar, í hléum.
Það lærðist mér eftir að ég fékk bók-
menntaverðlaun Nóbels. Þau höfðu
mjög truflandi áhrif á ritstörfin. Póli-
tísk virkni hefur stundum haft sams
konar áhrif á skáldskapinn. Þeir
tímar komu að ég gat ekkert skrifað.
Sköpun krefst íhugunar og olnboga-
rýmis. En það kemur líka fyrir að
firnasterk andúð mín á óréttlætinu
magni sköpunarkraftinn í stað þess
að lama hann. Þá tekst mér að
sökkva djúpt inn í sjálfan mig og átta
mig á því hvað það þýðir að vera til
í samtímanum."
Hann segist ekki vera alfarinn frá
Nígeríu, þrátt fyrir allt: „Ég mun
snúa aftur. Það er ekki óskhyggja
mín heldur vissa."
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Chamber.
2. P.D James:
Original Sin.
3. T. Clancy 8< S. Pieczenik:
Tom Clancy's Op-Centre.
4. Sidney Sheldon:
Nothing Lasts Forever.
5. Peter Hoeg:
Miss Smilla’s Feeling for
Snow.
6. Frederick Forsyth:
The Fist of God.
7. Julían May:
The Ðiamond Mask.
8. Raymond E. Feist:
Shadow of a Dark Queen.
9. Charles Grant:
X-Files: Gobtins.
10. Clive Barker:
Everville.
Rit almenns eðlis:
1. Stephen Hawking:
A Brief History of Tíme.
2. Julian Barnes:
Letters from London.
3. Steven Pinker:
The Language Instinct.
4. Jung Chang:
Wild Swans.
5. J.P. McEvoy:
Stephen Hawking for
Beginners.
6. W-H. Auden:
Teil MetheTruthabout Love.
7. Quentín Tarantino:
Pulp Fiction.
8. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
9. Penelope Lively:
Oleander, Jacaranda.
10. Margaret Thatcher:
The Ðowning Street Years.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
l.lbMichael:
Den tolvte rytter.
2. Anchee Min:
Rod Azalea.
3 Jung Chang:
Vilde svaner.
4. Jostein Gaarder:
Sofies verden.
5. Albert Camus:
Den fremmede.
6. Franz Kafka:
Amerika.
7. Homer:
Odysseen.
(Byggt á Politiken Sondag)
Vísindi
Baðlyf fyrir kindur
skaðleg heila bænda
Það er ekki tekið út meö sældinni að losa blessað sauðféð við lýs og aðra
Jámið ekki
nauðsynlegt
Læknar ráðleggja vanfærum
konum að taka járnbætíefni frá
og með tuttugustu viku með-
göngunnar en nýleg ensk rann-
sókn leiðir í ljós að þessi auka-
skammtur er óþarfur. Jámupp-
taka vanfærra kvenna úr fæö-
unni eykst nefnilega eftir því sem
líður á meðgönguna.
í rannsókninni fengu tólf
heilsuhraustar vanfærar konur
fæði sem innihélt 13 millígrömm
af jámi og C-vítamíni. Það hefur
sýnt sig að C-vítamín meira en
tvöfaldar járnupptöku úr fæö-
unni. í Jjósi þessa ráðleggja lækn-
amir því konunum aö borða mik-
ið af grænmeti sem er auðugt af
járni.
Nýljósapera
slærmet
Senn kemur ný tegund ljósa-
peru á Bandaríkjamarkað og að
sögn á hún aö halda fullum ljós-
styrk í tuttugu þúsund klukku-
stundir hið minnsta. Venjulegar
Ijósaperur lýsa í um eitt þúsund
stundir og orkusparnaöarpera í
níu þúsund stundir.
Pera þessi samanstendur af
kvarskúlu sem er fyllt meö gas-
tegundum á borö við helíum og
brennistein. Þegar gasið veröur
fyrir örbylgjum sendir peran frá
sér ljós sem svarar til hundrað
venjulegra pera.
Umsjón
Guölaugur Bergmundsson
Baðlyf fyrir sauðfé em hið mesta
þarfaþing en þau geta engu aö síður
verið stórvarasöm. Þau hafa nefni-
lega áhrif á heila þeirra sem hand-
leika þau, menn eru lengur að hugsa
og sálrænar truflanir era algengari
hjá þeim en öðrum. Það eru breskir
læknar sem halda þessu fram.
Baölyf fyrir kindur eru úr lífræn-
um fosíötum, skordýraeitri á borð
við DDT sem er víða notað vegna
þess hversu öflugt það er. Þessi org-
anísku fosföt eru efnafræðilega svip-
uð taugagasi, eins og sarín-gasinu
sem notað var við tilræðiö í neðan-
jarðarbrautarstöðinni í Tokyo fyrir
skömmu.
Efni þessu eru notuð til að losa
kindur viö lýs, flær, smámaura og
aðra óværu. Þau getá hins vegar
valdiö skemmdum á taugakerfi
manna og dýra.
Anne Spurgeon og starfsbræður
hennar við háskólann í Birmingham
á Englandi gerðu rannsókn á 146 fjár-
bændum sem höfðu notað kindabað-
lyf og bám þá saman við jafn marga
starfsmenn í grjótnámu sem komu
úr svipuðu umhverfi og lifðu svipuðu
lífi.
Vísindamennirnir komust að því
að bændurnir voru seinni að bregð-
ast við áreiti en grjótnámuverka-
mennimir og skammtímaminni
þeirra var einnig verra, auk þess sem
þeir lentu í meiri vandræðum í rök-
leiðsluprófum.
„Bændumir stóðu sig marktækt
verr en samanburðarhópurinn á
prófum sem meta hversu lengi fólki
tekst aö halda athyglinni og hversu
óværu.
hratt það vinnur úr upplýsingum,"
skrifuðu læknarnir í læknablaðið
Lancet.
Þá sögðu læknarnir í greininni að
bændurnir væm viðkvæmari fyrir
geðrænum truflunum en saman-
burðarhópurinn. Snerting við skor-
dýraeitur úr lífrænum fosfötum virt-
ist tengjast hárfinum breytingum í
taugakerfinu. Þess vegna ætti að
gera þaö sem hægt væri til að draga
úr snertingu viö þesslags efni í land-
búnaði. Meðal áhrifanna af efnunum
má nefna höfuðverki, eirðarleysi,
spennu og önuglyndi.
„Margt fólk hefur verið að bíöa eft-
ir niðurstöðum þessarar óháðu rann-
sóknar á raunverulegum áhrifum
baðlyfja úr lífrænum fosfótum fyrir
sauðfé," sagði Peter Graham sem
starfar viö heilsu- og öryggiseftirlits-
stofnun Bretlands. „Hún staðfestir
ekki mestu hrakspámar en sýnir
fram á nauðsyn þess að gæta varúð-
oyi ««
Dúfurhafa
vitálist
Fuglar eru kannski ekki líst-
rýnar en japanskir sálfræðingar
segjast hafa kennt dúfum aö
greina á milli málverka eftir Pic-
asso og Monet.
Sálfræðingar þessir starfa við
Keio háskólann í Tokyo og
kenndu þeir dúfunum muninn á
verkum í anda kúbismans, sem
Picassoaðhylltist, og impressjón-
isma, sem var stefna Monets.
Að sögn tímaritsins New Sci-
entist höfðu dúfumar rétt fyrir
sér í 90 prósent tilvíka. Þær gátu
þó ekki greint verk eftir Cézanne
frá verki eftir Renoir.
Aldrei of
seint í rass-
inn gripið
Börn sem fá fituskert fæði
munu að öllum líkindum vera í
minni hættu en aðrir á að fá
hjartasjúkdóma síðar á lífsleið-
inni. Þau dafna hins vegar alveg
jafn vel og aðrir jafnaldrar þeirra
og eru ekki gjamari á verða
þunglynd, eins og íyrri rann-
sóknir hafa varaö viö.
Þetta kemur fram í nýrri rann-
sókn sem gerð var á rúmlega þrjú
hundruð bömum í Bandaríkjun-
um. Þau fengu næringarráðgjöf í
þrjú ár og reyndust hafa örlítið
miirna magn af hinu svokaliaða
vonda kólesteróli í blóðinu en
börn sem fengu hara venjulegan
mat.
Fylgja veröur bömunum eftir
til að kanna hvort mataræði
þeirra hefur langtímaáhrif á
slæma kólesterólið.