Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGÚR 13. MAÍ 1995 Eurovision-keppnin 1 Dublin í kvöld: Keppnisskapið verður í lagi . - segir Björgvin Halldórsson sem ætlar að gera sitt besta lögin heima aö frá mínum bæjar- dyrum séö, og þá á ég viö músík- lega, eru aðeins sjö góö lög í keppn- inni. Viö erum meðal þeirra. Síðan getur allt annað komiö upp þegar komiö er að dómnefndarmönnum. Mér finnst Slóvenía vera meö mjög sterkt lag og nú er þaö land taliö sigurstranglegast. Þau lönd sem ég tel vera með bestu lögin eru Sló- venía, Spánn, ísland, Irland, Port- úgal, Sviþjóð og England er svolítið öðruvísi. Noregur á líka eftir að koma á óvart. Ég vil engu spá um okkar lag, við ætlum að hafa gam- an af þessu og gera okkar besta. Það má í raun þakka fyrir að lítil þjóð eins og okkar skuh vera með í þessu því óneitanlega vekur þetta athygU á íslandi. Hins vegar veit ég að tungumálið hefur áhrif því þegar við sungum lagið á ensku hér fyrir gesti fengum við allt önnur viðbrögð heldur en þegar við sung- um það á íslensku." Kaup og sala á stig- um - Sigríður Beinteinsdóttir sagði í fyrra að stigin gengju kaupum og sölum miUi landa. Hefur þú orðið var við það? „Sigga varð fyrir ómaklegri gagn- rýni þegar hún kom heim í fyrra og sagði þetta. Hins vegar verð ég að staðfesta orð hennar, þetta er alveg rétt. Við höfum orðið vör við þetta. Það er ein þjóð sem reynir þetta ár eftir ár og einhverjar þjóð- ir taka þátt í því og telja að svona eigi þetta að vera. Auk þess er póli- tík í þessu. Ég las grein í norsku blaði um mig og ísland og þar var fjaUað að mestu um Smugudeiluna. Mér finnst samt að við eigum að vera með, þetta er nokkurs konar vítamínssprauta og auðvitað á ís- land að vera á kortinu. Það vantar t.d. nokkrar þjóðir núna eins og ítaUu, HoUand, Finnland og Lúx- emborg.“ - En gætir þú hugsað þér að vera með aftur þegar þú hefur séð hvernig þetta er framkvæmt? „Ég hef aUtaf gaman af spennu og keppni. Ég tók mér mánuð í að ákveða hvort ég ætti að taka þetta verkefni að mér. Platan mín var nýkomin út og sýningin á Hótel íslandi hefur gengið mjög vel þann- ig að ég sló tU og sé ekki eftir því.“ - En þú kviðir því ekki að syngja fyrir 300 milljónir manna í beinni útsendingu? „Maður sér ekki allt þetta fólk svo það er afstætt. Auðvitað verður maður stressaður en það er jákvæð streita. Viö getum lent hvar sem er í þessari keppni og ég er búinn undir það. Viö vUjum síðan skila bestu kveðjum heim, við erum í góðu skapi og hlökkum tU úrshta- stundarinnar. Og auðvitað tökum við þátt í þessu með smákeppnis- skapi." „Það er mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu. Þetta hafa verið góðir dagar. Við eigum frí í dag (fimmtu- dag) og hluti hópsins ætlar að ferð- ast yfir til Noröur-írlands. Ég ætla að labba um borgina, skoða kirkjur og söfn. Við ætlum að slappa af en á morgun (fóstudag) eru tvær stór- ar æfingar í búningum og með áhorfendum. Á laugardag verður síðan lokarennsli. Mér líst vel á þetta og hef gaman af þessu," sagði Björgvin HaUdórsson söngvari, sem syngur fyrir um þrjú hundruð milljónir manna í beinni útsend- ingu í kvöld, frá The Point Theater í Dublin, lagið Núna. Þetta er í fyrsta skipti sem Björgvin tekur þátt í Eurovision-keppninni en hann hefur alloft tekið þátt í und- ankeppni hér heima og oftast veriö nálægt því að vinna. Að þessu sinni var engin undankeppni en Björg- vin falið að velja lag og syngja fyr- ir íslands hönd. Margir sakna þess að Sjónvarpið hafi ekki haft undan- keppni og telja að vegna þess sé minni áhugi á keppninni nú en oft áður. Búast má við að í framtíöinni verði sami háttur hafður á þar sem reglur keppninnar munu breytast á næsta ári. Þá verður sérstök II- þjóðleg dómnefnd sett á laggirnar sem mun velja lögin í keppnina - sem sagt þau lög sem berast fara í gegnum síu áður en þau verða end- anlega gjaldgeng í Eurovision. Mik- il ásókn er frá Austur-Evrópu- löndum í að vera með í keppninni og því hefur þurft að takmarka aðgang að henni. Sú regla hefur verið undanfarið að þau lönd sem lent hafa í neðstu sætunum hafa dottið úr keppni og þurft að sækja um inngöngu á nýjan leik. Undirbúningur til fyrirmyndar Björgvin var afar jákvæður er Helgarblaðið talaði við hann’ í fyrradag og sagði allan undirbún- ing íranna til mikillar fyrirmynd- ar. „Þeir eru orðnir vanir þessu. Hins vegar er óhemjudýrt að halda keppnina og þess vegna heyrist manni að þeir vilji helst sleppa á næsta ári. írar hafa fengið lottóið til að kosta keppnina," sagði hann. „Við gætum vel haldið keppni sem þessa heima tæknilega séð en fjár- mögnunin væri erfiðari." Þess má geta að mál er komið upp vegna lags íranna, Dreamin’, þar sem aðrir telja sig eiga það og segja það stoliö. Með Björgvin í Dublin er fjórtán manna hópur íslendinga sem alhr hafa notið vorblíðunnar og dvalar- innar. Hópurinn hélt blaðamanna- fund og móttöku til að kynna sig og sjá aðra. Jakob Magnússon, menningarfulltrúi í London, stjómaði veislunni með miklum Björgvin Halldórsson syngur fyrir 300 milljónir manna i beinni útsendingu í kvöld. glæsibrag og voru flestar þjóðir með uppákomu á skemmtuninni. Þá var boðið upp á íslenskar veigar til að kynna land og þjóð. „Það var troðfullt hús hjá okkur og þetta heppnaðist frábærlega vel,“ sagði Björgvin. „Mér finnst gaman að kynnast öllu þessu fólki hérna en við höfum haft mest samband við írana, Eng- lendinga, Svía og Norðmenn." Góður andií hópn- um Björgvin sagði að laugardags- kvöldið legðist ágætlega í sig. „Við erum búin að æfa þetta mjög vel. Eftir hveija æfingu höfum við skoöað nákvæmlega það sem við vorum aö gera og reynt að átta okkur á hvað betur megi fara. Það er góður andi í þessum hópi og all- ir einhuga um að standa sig vel. Þetta er því allt jákvætt. Þó ég sé þannig gerður að vera aldrei fylli- lega ánægður þá er ég nokkuð sátt- ur með æfingamar. Þær eru afar nákvæmar en við fáum ekki nema sex rennsli í hvert skipti." íslendingar hafa alltaf veriö vin- sælir hjá erlendum blaðamönnum í Eurovision og Björgvin sagði að slíkt væri einnig nú. Hann var á leið í viðtal við norska sjónvarpið sem er að gera þátt um keppnina. Venjulega eru búin til svokölluð póstkort fyrir hvert land áður en lögin eru leikin í keppninni. Björg- vin og félagar hans fóru í hjólreið- atúr um sveitir írlands og munu birtast okkur í kvöld sem miklir reiðhjólakappar á fjallahjólum. Bakraddasöngvarar eru Berghnd Björk Jónasdóttir, Erna Þórarins- dóttir, Stefán Hilmarsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Eyjólfur Kristj- ánsson. Slóvenía sigurstrangleg Björgvin hefur áður tekið þátt í söngvakeppnum á írlandi og segir að þess vegna komi ekki margt á óvart. „Þétta er ósköp svipað og maður þekkir en þó talsvert stærra í sniðum og fleiri lönd em þátttak- endur.“ - En hvemig heldur þú að keppnin fari? „Ég sagði það strax og ég skoðaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.