Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 13. MAl 1995 Stuttar fréttir Bjartframundan Allt stefnir í methagnað hjá norskum iönfyrirtækjum og olíu- gróðinn fer vaxandi. Claesfyrirdómara Willy Claes NATO-sfjóri kom tvisvar fyrir dómara í gær til aö svara spurningum um spillingar- mál sem hann hefur verið sagður tengjast og lýsti yfir ánægju sinni aö fá að tala hreint ut um málið. Segistsaklaus Rosemary West, ekkja Fred- ericks fjöldamoröingja, segist saklaus af ákærum um aö hafa myrt 10 stúlkur. Enga glæpamenn, takk Stjóm Suöur-Afríku íhugar að herða réglur um innflytjendur til að koma í veg fyrir að erlendir glæpamenn setjist þar að. Kínafagnar Kínastjóm fagnar framleng- ingu samnings um takmörkun á útbreiöslu kjarrtavopna. Á þriöja hundrað vísinda- manna ætla að ræða ástand óson- lagsins á ráðstefnu í Grikklandi í næstu viku. Sprengjunumvarpað Rússneskar flugvélar vörpuðu sprengjum á þorp í suðurhluta Tsjetsjeníu í gær. Ekkihrun Síldarstofninn í Síldarsmug- unni hrynur ekki þótt veitt verði duglega úr honum í ár, segir norskur fiskifræöingur. Jan Henry viðurkennir Jan Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, viður- kenndi í samtali við Ríkisútvarp- ið sögulegan rétt íslendinga til norsk-íslensku síldarinnar. Clíntonfagnað Bill Clinton Bandaríkjafor- seti var hylltur sem hetja af tugþúsundum manna, aðal- lega ungu fólki, i Kænugarði, höfuöborg Úkrainu, þar sem hann var í heimsókn. SÞ kannski á brott SÞ hafa geftð til kynna að frið- argæslulið í Bosníu veröi flutt burt. Reuter, NTB, Ritzau KauphaUir erlendis: Dow Jones á fullum dampi Hlutabréfavísitalan Dow Jones í kauphöllinni við Wall Street í New York er á miklu skriði þessa dagana. Talan hækkaði íjóra daga í röð í vik- unni. Mikil eftirspurn er eftir hluta- bréfum og mörg ný bréf að bjóðast. Dow Jones var komin í 4412 stig þeg- ar viðskipti hófust í gærmorgun. Hækkun dollars gagnvart marki og jeni hefur haft jákvæö áhrif á hluta- bréfaviðskiptin. Bensín á Rotterdam-markaði helst enn nokkuð hátt þótt örlítil lækkun hafi átt sér stað sl. miövikudag. Á markaði í London hefur hráolían lækkað um hálfan dollar tunnan. Hrávörur eins og sykur og kaffi hafa einnig lækkað í verði á heimsmark- aðiaðundanfómu. -Reuter Útlönd Norskir útgerðarmenn hyggja á örþrifaráð 1 síldardeilunni: Eina ráðið er að veiða alla sfldina - segir Audun Merok, forystumaður norskra útvegsmanna Gísli Knstjánsson, DV, Ósló: „Það er augljóst hvernig fer fyrir síldarstofninum ef tugir ef ekki hundruð skipa halda til veiða í Síld- arsmugunni. Síldin verður drepin niður á skömmum tíma. Þess vegna er það rétt að við Norðmenn tökum okkar hiut af síldarkökunni nú þegar og sjáum svo til þess í framtíðinni að stofninn verði aldrei það stór að hann haldi út á hafið," segir Audun Merok, formaður sambands útgerð- armanna í Noregi. Hann hefur leynt og ljóst í hótun- um viö norsk stjórnvöld um að norskir útgerðarmenn virði að vett- ugi bann við löndun á síld úr Síldar- smugunni í Noregi. Norðmenn halda því fram að þeir hafi mestan rétt á nýtingu síldarinnar þar sem þeir hafi verndaö stofninn í 25 ár. í gær var ljóst að Skotar ætluðu sér að senda 15 skip á miðin og bætast skosku síldarbátarnir viö fríðan flota frá íslandi, Færeyjum, Danmörku, Hollandi og nú hugsanlega einnig frá Noregi. Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, sendi fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins bréf í gær þar sem hann lýsir þung- um áhyggjum Norðmanna yfir stjórnlausum veiðum skipa frá ESB. í bréfinu fer Olsen fram á það við Emmu Bonino, sem fer með sjávarút- vegsmál í framkvæmdastjórn ESB, að hún geri ráðstafanir til að stöðva veiðarnar. Norska utanríkisráðuneytið krefst þess einnig að ríki ESB haldi skipum sínum frá Síldarsmugunni, enda eigi þau ríki ekki sögulegan rétt á nýt- ingu norsk-íslenska síldarstofnsins. Þó munu Finnar telja sig eiga sögu- legan rétt vegna þess að skip gerð út frá bæ, sem nú tilheyrir Rúss- landi, voru við síldveiðar á Norður- Atlantshafi á' árunum milli striða. Svíar segjast einnig hafa áunnið sér rétt við Noreg fyrir daga 12 mílna landhelginnar. Mikill hiti er í útgerðarmönnum hér í Noregi vegna veiöanna í Smug- unni. Engin ráð virðast þó duga til að stöðva veiðamar. Nei, þetta er ekki sjálfur byltingarforinginn Lenin upprisinn sem þarna stendur og teflir við ungan vegfaranda i Moskvu heldur er hér á ferðinni tvifari leiðtogans látna. Sól og bliða var í borginni í gær og notuðu margir góða veðriö til að sýna sig og sjá aðra. Simamynd Reuter Ebola-veiran breiðist út í Saír Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í gær að hin bráð- drepandi Ebola-veira væri aö breið- ast út í Saír og að nú væri staðfest að 48 hefðu látist af völdum hennar. Veiran hefur stungið upp kolhnum i þremur bæjum en ekki er vitað til þess að hún hafi borist til höfuðborg- arinnar. Sérfræðingar WHO gera því þó enn skóna að frekari útbreiðsla veimnn- ar verði heft „mjög fljótlega" þegar viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar til að vemda hjúkrunarfólk sem annast fórnarlömb veirunnar. Helsti veirusérfræðingur Saír er þeirrar skoðunar að dauðsfóllum eigi eftir að fjölga og faraldurinn nú gæti orðið verri’en sá sem blossaði upp árið 1976 þegar nokkur hundruð lét- UStíeínuþorpÍ. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | Hjákonaríkis- arfansselur rokkaravilluna Camilla Park- er Bowles, hjá- kona Karls Bretaprins,hef- : ur selt sveita- setur trommaranum Nick Mason úr Pink Floyd fyr- ir rúmar tvö hundruð milljónir íslenskra króna. Sveitasetrið er frá 18. öldinni og þykir hið glæsilegasta. Sala þess var eitt af ákvæðunum í skilnaðarsáttmála Camillu og eiginmanns hennar. Nick Mason flytur inn með konu sinni í júlí og sagði hann að það hefðu ekki verið tengslin við konungsfjölskylduna sem freistuöu hans, heldur heitnilis- draugurinn. Ástinvekur ungan mannaf dauðadái Hver segir svo að ástin geti ekki gert kraftaverk? Ungur ítalskur maður, sem læknar sögöu að mundi aldrei vakna úr dáinu sem hann var búinn að vera í í fjögur ár, er vaknaður og getur (jáð sig með einfóldu táknmáli og með því að hreyfa handleggi og fótleggi. Allt vegna þess að kærastan ann- aðist hann og strauk honum blíð- lega allan tímann. „Ég haföi enga ástæðu til aö vona þar til ég tók eftir á einum skjánum að hjarta hans sló örar þegar ég talaði við hann,“ sagði kærastan, hin tvítuga Cecilia Or- landi. „Læknarnir sögðu aö það væri bara tilviljun.“ Pilturinn, Valerio Vasirani, 23 ára gamall, lenti i bílslysi í nóv- ember 1991 og var búinn að vera í dái síðan. Móðir hans segist ekki hafa tölu á kossum kær- ustunnar á þeim tíma. Þýskir andnas- istar myrtir íFrakklandi Lögregla í Frakklandi rannsak- ar nú dularfullt morð á þýskum hjónum sem sérhæföu sig í aö fylgjast með starfsemi nýnasista. Hjónin fundust skotin í bíl sínum á Bretagne-skaga. Ekki er ljóst hvaða ástæður liggja aö baki morðunum en hátt- settur embættismaður SÞ í Genf segir hjónin fórnarlömb kyn- þáttahatara. Þýska lögreglan seg- ír þau hins vegar hafa verið á flótta vegna skattsvika. Svo viröist sem þau hafi skilið eftir skjöl með upplýsingum um nýnasista á útvarpsstöð á Bretagne aðeins nokkrum klukkustundum áður en þau voru myrt. Majoræflar aðeflatengslin viðalmenning John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, sem á nú í vök að verjast vegna hrilta- legra ófara íhaldsflokksins í héraðskosn- ingum að undanfórnu, fullvissaði flokksmenn sína í Skotlandi um að flokkurinn ætlaöi að komast aftur í samband viö hinn venju- lega mann. Tilgangurinn er aö safha saman hugmyndum sem gætu gert flokknum kleift að vinna næstu þingkosningar. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.