Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 Trimm Þorsteinn G. og vinir hans hlaupa upp Kambana: Tveimur árum og tuttugu kílóum fagnað „Þetta byrjaði eiginlega fyrir rúm- um tveimur árum þegar ég fékk hlaupaskó í jólagjöf frá eiginkonu minni og um vorið bréf frá tveimur ágætis konum sem hvöttu mig til þess að fara að hreyfa mig. Það var svo 19. maí fyrir sléttum tveimur árum að ég tók þátt í hlaupi í Laug- ardal á vegum Iþrótta fyrir alla og gafst másandi upp eftir einn kíló- metra.“ Þannig lýsir útvarpsmaðurinn spengilegi, Þorsteinn G. Gunnars- son, tildrögum þess að hann ætlar 19. maí nk. að efna til afar óvenjulegs hlaups, svokallaðs Kambahlaups. Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson Hlaupið verður frá bensínstöð Esso í Hveragerði sem leið liggur upp Kambana og að skíðaskálanum í Hveragerði. Þátttakendur verða 15 talsins, eingöngu boðsgestir Þor- steins og vinir. Efnt er til hlaupsins til þess aö fagna því að þennan dag verða liðin tvö ár og tuttugu kíló síð- an Þorsteinn sneri við blaöinu, hætti fitusöfnun, kyrrsetum og reykingum og fór að skokka með reglulegum hætti. Ég var hættur að vigta mig „Ég notaði baðvigtina mína, sem sýndi alltaf tvö kíló mér í hag, þang- að til hún var farin að sýna um 100 kiló. Þá dæmdi ég hana ónýta.“ Eins og gerist í almennilegum götuhlaup- um hefst undirbúningurinn kvöldið áður með veglegri orkuveislu í boði Þorsteins á veitingastaðnum Carpe Diem. Þar verða afhent keppnisgögn og bolur hlaupsins með sérhönnuðu merki þess sem var hannaö á AUK af Garðari Péturssyni sem gerði merki HM í handbolta. Engir tveir bolir verða eins en Sjóvá-Almennar styrktu gerð þeirra. Allir sem ljúka hlaupi fá verðlaunapening og auk þess verða veitt ótal verðlaun fyrir góða frammistöðu eftir aldri og kynj- um, allt eftir duttlungum hlaupstjór- ans. Eitt er sérstakt, en það er að þeir glas af Gericomplex til þess að styrkja sig.“ Fyrst þegar Þorsteinn byrjaði að skokka fór hann út að hreyfa sig einu sinni í viku en var fljótlega kominn í skokkhópinn í Mosfellsbæ sem æfir þrisvar sinnum í viku og þar hefur hann skokkað með vinum sínum síðan. Leiðbein- andi hópsins er Elías Níelsson sem tekið hefur landsliöið í handbolta í þolpróf og mjólkursýrumælingar, auk þess að þjálfa okkur skokkar- ana. Þorsteinn segir að flestir í hópn- um hafi tekið miklum framfórum síðan þeir komust undir markvissa stjórn Elíasar. „Ég tók stefnuna fyrsta sumariö á þátttöku í Reykja- víkurmaraþoni og ákvað að komast 10 kílómetra undir 60 mínútum. Það tókst en aö vísu var ég búinn að taka af sjálfum með verðlaunin með því að taka þátt í Ármannshlaupinu fyrr um sumarið. Ég er mikiU dellukall og hef reynt að nálgast þetta vísinda- lega með því að vanda mataræðið, fylgjast með hjartslættinum og þess háttdh. Ég vil vita hvað ég er að gera. Ég hætti að reykja án fyrirhafnar fljótlega eftir að ég byrjaði að skokka. Það kom nánast af sjálfu sér. Ég fór ekki í sérstakan megrunarkúr en þegar maður hleypur eitthvað að ráði fer maður ósjálfrátt að breyta um matarvenjur. Þannig má segja að ég hafi fyrst og fremst hlaupið af mér þessi 20 kíló sem hafa fariö á þessum tveimur árum.“ Þorsteinn stefndi að því að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmara- þoni síðastliðið sumar og gerði það þó þátttaka hans væri meira af vilja en mætti. „Ég var nýstiginn upp úr flensu og varla batnað daginn sem var hlaupið. Ég tók eftir sem áður þátt og gekk ágætlega fyrstu tíu kíló- metrana en eftir Miklagarð var þetta algjör dauði. í Laugardal var ég hætt- ur að sjá skýrt á klukkuna og man lítið eftir mér fyrr en úti í Lækjar- götu þegar ég hresstist við að heyra hvatningaróp sonar míns úr mann- fjöldanum. Ég kom algjörlega ör- magna í mark.“ Þorsteinn segist fyrst og fremst stefna á að ljúka Kambahlaupinu með reisn en vill lítið gefa út á áform sumarsins en reiknar frekar með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Kambahlaupið verði gert að árleg- um viðburði í framtíðinni. síðustu af hvoru kyni fá sérstök verð- laun, grillveislu í boði Jónasar Þórs kjötmeistara. Ekki málið aö vera með - heldur að vinna „Þetta er til þess að undirstrika þá heimspeki að þú sigrar alltaf í svona hlaupi, burtséð frá því í hvað sæti þú lehdir. Þú tekst fyrst og fremst á við sjálfan þig. Þetta sést best í ein- kunnarorðum hlaupsins: Það er ekki málið að vera með, heldur að vinna," segir Þorsteinn og glottir. „Þetta hlaup er fyrst og fremst mín aðferð til þess að gera eitthvað skemmtilegt og þakka þeim sem hafa stutt mig með ráðum og dáð í baráttunni og stappað í mig stálinu í því sem ég er að gera.“ Ragnar Tómasson, erkiskokkari og lögfræðingur, verður ræsir og sér- stakur verndari hlaupsins og Lands- björg mun vera á vakt á Hellisheið- inni og aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Ágúst Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurmara- þons, verður á staðnum með ná- kvæm tæki til tímatöku svo sigur- vegarinn ætti aö geta fengið skráð gilt met á leiðinni enda ekki vitað til þess að leiðin hafi veriö notuð sem keppnisleið í hlaupum áður. Áð sjálfsögðu verða svo vel mann- aðar drykkjarstöðvar á leiðinni. „Ragnar hefur verið mér mikil og góð fyrirmynd og ég man að mér fannst að fyrst að hann gat breytt sér úr fitubollu í flottan kall í góðu formi, kominn á þennan aldur, ætti ég að fara létt með það. Margir aðrir hafa lagt mér mikið lið við undirbúning hlaupsins sem verður reyndar farið hvérnig sem viðrar." Er þetta ekki of erfitt? En er þetta ekki alltof erfitt, Þor- steinn? „Þetta eru 13,5 kílómetrar. Af því má segja að 11 kílómetrar séu nær samfelld brekka upp Kambana og þar af tæpir sex kílómetrar þar sem brattast er. Félagi minn hefur mælt hæðarmuninn sem er 410 metr- ar upp á Kambabrún. Þetta verður erfitt en mjög skemmtilegt. Þess má geta að þeir sem skráðu sig mánuði fyrir hlaup hafa fengið Þorsteinn G. Gunnarsson æfir fyrir Kambahlaupið með vinum sínum í skokkhópi Mosfellsbæjar. DV-mynd GVA Hlaupaskór með klauf? Kannski minnir þetta meira á létta inniskó fyrir nautgripi eða einhver klaufdýr en ef marka má nýjasta tbl. Runners World þá er þetta nýjasta leynivopnið frá Nike og heitir Air RLft. Með því að hafa tána klofna segjast hönnuðirnir betur geta líkt eftir átaki sjálfrar náttúrunnar, því þegar menn hlaupa berfættir. Þessir skór verða í boði á Bandaríkjamark- aði í sumar og er fullyrt að þeir eigi að kosta 85 dollara sem eru ca 5.500 krónur. Þekkir einhver flugfreyju??? Sviðsljós Stefanía ásamt Daníel sambýlismanni sínum. Brúð- kaup í vænd- um? Stefanía Mónakóprinsessa er komin í sviðsljósið á ný. Hún er farin að koma fram sem fulltrúi fjölskyldunnar við ýmsar athafnir og sambýlismaður hennar og faðir tveggja bama hennar, Daníel Ducruet, fylgir henni. Daníel virðist hafa komist í náð- ina hjá Rainier fursta við það að hafa látið skíra börn sín og Ste- faníu. Það að Daníel skuli vera viö- staddur mikilvægar opinberar at- hafnir er túlkað sem að brúðkaup sé í vændum. i i i I I i > I > I I ) i )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.