Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 20
20 LAUGARDAGUR 13. MAl 1995 Tesveppurinn, sem á að gera kraftaverk á heilsu manna, líkist helst hrárri (latböku. Hann fjölgar sér ört og honum má alls ekki fleygja. Á heimili Elínar Vígfúsdóttur hefur sveppurinn verið í ræktun en eiginmaðurinn hefur verið duglegastur að neyta tesins. Hér eru Elín og Orri sonur hennar að virða fyrir sér sveppinn. DV-mynd GVA Nýtt æði á íslandi: Sveppate á að gera kr aftaverk Á undanfórnum mánuðum hefur nýtt æöi gripið íslendinga, þ.e. neysla svokallaðs Mansjúríutes. Teið er unnið úr Mansjúríusveppi og á að gefa fólki betri heilsu, þykir raunar allra meina bót, og lengir lífið. ís- lendingar, sem hafa drukkið teið um nokkurt skeið, telja sig fmna mikinn mun á líðan sinni. Þetta minnir um margt á þegar gerillinn svokallaði fór eins og eldur um sinu milli íslend- inga sem töldu hann gera kraftaverk. Þeir sem hafa ræktað sveppinn segja það lítiö mál en gæta verður ýtrasta hreinlætis og sveppurinn, sem líkist helst hrárri flatköku, má ekki kom- ast í snertingu við neins konar málma. Sveppurinn flölgar sér og honum má alls ekki fleygja heldur verður að urða hann vilji menn ekki nota hann. Sveppurinn gefur af sér vökva á tíu dögum sem blandaður er með tei. Drukkið er að minnsta kosti eitt glas á dag. Drykkurinn er bragðgóður, minnir helst á gott hvít- vín, þó óáfengur sé. Gunnar Eyjólfsson leikari hefur drukkið teið frá því í september og telur sig finna mikinn mun á sér. Hann segir lítið mál að útbúa teið. Gunnar hefur útvegað mörgum sveppinn en sjálfur fékk hann sinn fyrsta svepp hjá leikkonu í Þjóðleik- húsinu. Gunnar hefur jafnframt látið þýöa fyrir sig upplýsingar um svepp- inn sem birtast hér á eftir. Þó ætti fólk ávallt að taka slíkar fullyröingar með hæfilegum fyrirvara. Sumir telja að drekka verði teið í að minnska kosti þrjá mánuði til að finna mun á sér. Hrukkumar hurfu Til eru heimildir um Manchurian- svepp eða Kargasok-te frá tímum kínverska Tsin-keisaraveldisins um 221 fyrir Krist og var þá nefnt elexír ódauðleikans eða hið guðdómlega te. Á árinu 414 fyrir Krist fiutti dr. Kombu frá Kóreu það með sér til Japans á dögum Inko keisara. Eftir það breiddist þaö út til Kína, Japan og Kóreu og síðar til Rússlands og Indlands. Hin foma tebruggmenning, sem Kargasoksbúar trúa að sé undirstaða hinnar frábæru heilsu þeirra fram yfir hundrað ára aldur, barst aftur til Japans þegar þekkt japönsk hefð- armey ferðaðist til Kargasok í Rúss- landi. Við komuna þangað vakti það athygli hennar hversu fólkið var unglegt og hraustlegt, konurnar voru nánast hrukkulausar og báru aldur sinn ótrúlega vel. Henni var þaö ljóst að allir dmkku a.m.k. 8 únsur af Kombucha-tei daglega. Þegar hún fór heim fékk hún sitt lítið af hverju með sér til að búa til teið og leiöbeiningar um ræktun sveppsins. Hún gaf vin- um sínum með sér og prófaði á þeim. Eftir nokkurra vikna notkun til- kynntu þeir um undraveröa breyt- ingu á líkamlegri liðan sinni. Blóð- þrýstingur hafði minnkaö, hmkkur sléttuðust, háriö byijaði að vaxa jafnt og þétt aftur og líkamleg vellíð- an varð öll miklu betri. Hárið byrjar að vaxa í dag drekka milljónir Japana þetta te daglega. í sjónvarpi og útvarpi hefur verið umræðuþáttur um áhrif tesins. í skýrslu frá dr. Pan Pen, jap- önskum vísindamanni, segir að sé teið dmkkið daglega byrji hárið aftur að vaxa á karlmönnum á fjórum til sex mánuðum, gráu hárin fá lit og sjónin skerpist. Hann telur sig hafa fundið að teið innihaldi þijú undir- stöðuefni líkamans og fullyrðir að það lengi lífið. Þjóðveijinn dr. Skienar notar teið sem undirstöðu krabbameinsmeð- ferðar. Hann notar einnig Kombucha IX og nokkur önnur læknisráð viö meðferð á krabbameini. Hann trúir því aö teið geti komið í veg fyrir krabbamein sé það drukkið daglega. Svæði í Rússlandi nefnist Kargasok en þar lifir fólk aðallega á mjólkur- vörum og grænmeti. Sameiginleg lífsskoðun er sú að láta lífið ekki þvinga sig. Þetta er hresst útivistar- fólk sem vinnur bókhald, trésmíðar, við landbúnað og hvaðeina og nær venjulega langt yfir hundraö ára aldri. Þessir öldungar em virkir þátt- takendur í fjölskyldulífi. Langlífið þakka þeir óstressuöu umhverfi og Yeast Enzym tei sem þeir hafa neytt í hundmð ára. Þetta te inniheldur samansafn af hágæðapróteini sem líkaminn tekur á móti og notar sam- stundis. Frumumar bregðast strax viö Yeast ensíminu og það auðveldar efnaskipti þeirra. Allra meina bót í þeim lista sem fólk hefur fengiö í hendur sem útbýr teið má lesa að það fjarlægi hrukkur og brúna bletti af höndum. Sveppurinn sé rakagjafi fyrir húðina. Fullkomnlega ræktað- ur sveppur kemur í veg fyrir ákveðn- ar tegundir af krabbameini og hann hjálpar konum á breytingaskeiðinu. Sveppurinn losar um hægðatregðu og bætir vöðvabólgu og verki í öxlum og hálsi, lungnakvef, astma og hósta á 2-3 dögum og svo mætti lengi telja, t.d. að hann bæti meltinguna og lækki æðafitu. Ekki fékkst neinn til að koma í við- tal sem drukkið hefur teið en óhætt er að fullyrða að varla finnst vin- sælli drykkur á íslandi þessa dagana. Sviðsljós Dætur frægra leikara borða saman Wagners-systurnar eru orðnar fullorðnar eins og sjá má á þessari mynd en hún var tekin þegar þær vom að borða saman á veitinga- húsi í Los Angeles fyrir nokkrum dögum. Stúlkurnar eru, frá vinstri: Cortney, 20 ára, dóttir leikaranna Roberts Wagner og Natalie Wood, Katie, 30 ára, dóttir Wagners og leikkonunnar Marion Marshall, og Natasha Gregson, 24 ára, dóttir Natalie Wood og Richards Gregson en Robert Wagner ættleiddi hana. Eins og mönnum er í fersku minni drukknaði leikkonan Natalie Wood fyrir nokkrum árum þar sem hún var á skemmtisiglingu ásamt eigin- manni sínum, Robert Wagner. Charlie Sheen trúlofar sig Leikarinn Charlie Sheen, sem þekktur er fyrir að vera mikill kvennamaður og var kenndur við hina alræmdu Heidi Fleiss, opin- beraði trúlofun sína og fyrirsæt- unnar Donnu Peele fyrir stuttu. Parið kynntist sex vikum áður. Sheen hefur aldrei verið kvæntur en hann hefur áður verið trúlofað- ur Kelly Preston (sem nú er gift John Travolta) og á tíu ára dóttur úr öðru sambandi. Brúðkaupsdag- ur hefur ekki verið ákveðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.