Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Side 22
22
LAUGARDAGUR 13. MAI1995
Sérstæð sakamál
Charles Baillie var tæplega átján
ára þegar hann kynntist Maureen
Corcoran, sextán ára einkadóttur
Stuarts Corcoran, sterkbyggðs
smiðs í skipasmíðastöð í Glasgow
í Skotlandi.
Charles var mjög vinsæll í hópi
stúlknanna sem hann umgekkst,
en vinsældir hans stigu honum til
höfuðs, og sagt var aö hann liti á
sig sem Casasnova endurfæddan.
Ekki var þó sjálfsálitið með öllu
ástæðulaust þvi þær voru ekki
margar stúlkurnar sem stóðust
hann. í raun gekk sú saga aö engin
stúlka gæti sagt nei við hann, og
Maureen var engin undantekning.
Hún fór í rúmið með honum, og
réttlætti það meðal annars meö því
að hann hét henni því að hann
skyldi kvænast henni ef hún yrði
ólétt.
Svikið loforð
Um ári eftir að þau fóru að hitt-
ast reglulega, Charles og Maureen,
varð hún ólétt. Hún sagði Charles
hvernig komið var, en þá brást
hann þannig við að henni varð ljóst
að hann hafði alls ekki í hyggju að
standa við loforð sitt um að ganga
aö eiga hana. Ástæðan var auðvitað
sú að Charles hafði aldrei ætlað sér
að standa við loforðiö, enda var
hann um þessar mundir með
nokkrum öðrum stúlkum, og var
sambandið við þær náið.
En Charles hafði gert ein mistök.
Hann hafði ekki tekið íoður Maure-
en, Stuart, með í reikninginn. Þeg-
ar Maureen hafði sagt forelarum
sínum hvernig komið var fyrir
henni fór Stuart heim til fóður
Charles og sagði honum allt af
létta. Síðan bætti hann við: „Ef
Charles kvænist ekki dóttur minni
mun ég hálsbrjóta hann.“
Charles þekkti nokkuö til Stuarts
og leit þannig á að best væri að
taka þessa aðvörun alvarlega. Eftir
nokkra umhugsun lýsti hann því
svo yfir að hann ætlaði að ganga
að eiga Maureen, og þremur vikum
síðar voru þau gefin saman.
Á sömu braut
Maureen ól dóttur, og ekki varð
annað séð en Charles hefði breytt
um lifnaðarhætti. Og reyndar hafði
hann gert það, en ástæðan var ekki
trygglyndi heldur ótti við tengda-
föðurinn, Stuart.
Þegar þau Charles og Maureen
höfðu verið gift í tvö ár varð hún
aftur ólétt. Þá hafði Charles hins
vegar hætt að vera henni trúr, og
um þessar mundir var hann reglu-
lega með ekki færri en fimm stúlk-
um, öllum á aldrinum sautján til
nítján ára.
Maureen komst aö þessu nokkru
áður en að því kom að hún skyldi
fæða barnið sem hún gekk með.
Hún sneri sér til fóður síns, og aft-
ur hnyklaöi skipamsmiðurinn
vöðvana. Hann lét þó nægja að reka
tengdasyninum nokkra kinnhesta.
Charles tók því illa og ákvaö að
gera varanlega breytingu á sínum
háttum. Og það tókst honum, þótt
það færi á nokkuð annaö hátt en
hann haíði í huga.
Hin endan-
lega lausn
Charles ákvað að myrða Maure-
en. Hann kann að hafa verið góður
elskhugi, þessi Casanova, en sem
morðingja átti honum ekki eftir að
takast vel upp. Um hríð velti hann
fyrir sér ýmsum aðferðum til að
losna viö konu sína, en loks tók
hann þá ákvörðun að gefa henni
eitur, blásúrt lútarsalt.iHann vann
Irene Lindsay. Mary Flemming.
í lyfjaheildverslun og haföi því að-
gang að eiturefnum. Hann stal
smáskammti af eitrinu, og fór með
það heim.
Kvöld eitt, nokkru síðar, sagði
hann við konu sína: „Ég hef ákveð-
ið aö breyta líferni mínu. Við eigum
nú tvö böm, og mér er ljóst að ég
hef ekki hagað mér eins og ég á að
gera. Það mun ekki endurtaka sig.
Þú ert sú sem ég elska.“
Til að halda upp á þessi tímamót
sagðist Charles ætla að laga hana-
stél. Það geröi hann, en þegar hann
færði Maureen hennar glas hafði
hann sett lútarsaltið í það. Maure-
en skálaði við mann sinn, en var
ekki búin úr glasinu þegar dyra-
bjöllunni var hringt. Þar voru þá
komnir foreldrar hennar í heim-
sókn.
Ásíðustu
stundu
Foreldrar Maureen höfðu aðeins
veriö stutta stund á heimilinu þeg-
ar Maureen féll á gólfið. Faðir
hennar hringdi þegar í stað á
lækni. Læknirinn hringdi á sjúkra-
bíl sem flutti Maureen á spítala.
Móðir henar fór með henni, en Stu-
art grunaði að ekki væri allt með
felldu, þreif í hálsmál tengdasonar
síns og sagði: „Þú reyndir að gefa
Maureen eitur, eða er það ekki rétt?
Hvað gafstu henni?“
Charles viðurkenndi aö hafa gef-
ið henni blásúrt lútarsalt. Stuart
Corcoran hringdi þegar í stað á
spítalann, en þaö varð til þess að
Jenny Cameron.
Maureen fékk rétta meðferð. Síðan
hringdi hann á lögregluna. Meðan
hún var á leiðinni sagöi hann
tengdasyni sínum að dæi Maureen
myndi hann taka hann af lífi á ein-
staklega sársaukafullan hátt.
Þegar lögreglan kom sýndi Char-
les aftur af sér það öryggi sem ein-
kenndi hann svo oft. í nærveru sex
lögregluþjóna þóttist hann ekki
þurfa að óttast tengdaföður sinn.
Hann þvertók nú fyrir að hafa byrl-
að konu sinni eitur, og sagði að
væri eitthvað að hanastélinu sem
kona hans hafði drukkið af hlyti
eitthvað að vera að áfenginu sem
hann hefði keypt.
Skýringunni
hafnað
Tæknimenn rannsóknariögregl-
unnar fengu í hendur bæöi glösin
sem á borðinu stóðu og vínflösk-
urnar. í flöskunum fannst ekkert
eitur, og aðeins reyndist eitur í
ööru glasinu, því sem Maureen
hafði drukkið úr.
Maureen hélt lífi, fyrir krafta-
verk að því er sagt var. Charles var
úrskurðar í gæsluvarðhald eftir að
rannsókn tæknimanna var lokið,
og þremur árum eftir að hann hafði
gengið að eiga Maureen stóð hann
í sakamannastúku fyrir rétti í
Glasgow, ákærður fyrir morðtil-
raun. Hann var þó ekki sérstaklega
hræddur, og reiknaði með því að
fá mildan dóm. En hann þekkti
ekki saksóknarann, Menzies
Campbell, sem var kunnur um allt
Skotland.
„Ég býst við að þú lítir á þig sem
mikinn kvennamann, nokkurs
konar Casanova?" sagði Campbell.
„Stúlkunum líst vel á mig,“ var
svarið.
„Geturðú sagt okkur með hve
mörgum stúlkum þú varst síðasta
ár?“
„Ætli það hafi ekki verið um sex.“
„Eru nokkrar þeirra hér í réttin-
um?“
„Ég sé fjórar af þeim. Jenny Ca-
meron, Mary Flemming, Bessie
Jackson og Irene Lindsay."
Uppþot í
réttarsalnum
Vart haföi Charles sleppt orðinu
þegar ung stúlka á áheyrendapall-
inum stökk á fætur og hrópaði: „Ég
er Irene Lindsay og hef aldrei farið
í rúmið með þér. Þú lýgur, og ættir
ekki að vera að reyna að koma
óorði á mig.“
Þegar kyrrð komst aftur á spurði
Cambell saksóknari Charles: „Er
það ekki rétt að þú getir komist
yfir hvaöa stúlku sem er?“
„Standi mér til boða að fara í
rúmið með þeim get ég ekki hafnað
því,“ var svarið.
„Ræöum lítillega um flöskuna
sem þú keyptir og fórst með heim
daginn sem konan þfn veiktist. Var
hún með innsigluðum tappa þegar
þú keyptir hana?“
„Já.“
„Tæknimenn rannsóknarlög-
reglunnar fundu engin merki um
blásúrt lútarsalt í henni. Aðeins í
glasi konu þinnar. Settirðu eitrið
ekki í það? Þú játaðir að hafa gert
það;“
„Ég var neyddur til að játa,“ svar-
aði Charles. „Mér var hótað bar-
smíðum ef ég gerði það ekki.“
Campbell saksóknari nýtti sér
hégómagirnd Charles sem lét sér
nú um munn fara hverja yfirlýs-
inguna á fætur annarri sér í óhag.
Kviðdómendur
voru aðeins tíu mínútur að kom-
ast að niðurstöðu. Hún var sú að
Charles Baillie væri sekur um að
hafa reynt að myrða konu sína.
Dómarinn, Ross lávarður, einn
strangasti dómari í Skotlandi, tók
síðan til máls:
„Frá því að þú komst hér í stúk-
una,“ sagði hann við Charles, „he-
furðu talað eins og þú getir komist
yfir hvaða stúlku sem er. Þá he-
furðu látið að því liggja að ekki
færri en fimm stúlkur bíði eftir þér
þegar þú kemur úr fangelsinu. Ég
leyfi mér hins vegar að efast um
þaö. Ég dæmi þig til níu ára fang-
elsisvistar, og það eru víst ekki
margar stúlkur sem vilja bíða svo
lengi. Og vissulega ekki eftir manni
sem kann að gefa þeim banvænt
hanastél.
Þá get ég lofað þér því að það eru
engar stúlkur á þeim stað sem þú
ferð nú til. En þú bíður varla tjón
af því að umgangast þær ekki um
sinn.“
Charles reyndi að brosa til
stúlknanna á áheyrendabekkjun-
um þegar hann var leiddur úr rétt-
arsalnum, en engin þeirra brosti til
hans. Þegar út var komið sneri
hann sér aö einum lögregluþjón-
anna sem voru meö honum og
spurði: „Hve langur tími heldurðu
að líði þar til ég verð látinn laus?“
„Ef þú værir á Englandi fengirðu
líklega frelsið eftir fjögur ár,“ var
svarið. „En við erum í Skotlandi,
drengurinn minn, svo þú getur tal-
ist heppinn ef þú færð lausn eftir
sjö til átta ár.“