Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. MAÍ1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Þeir vilja ná í fé þitt Stöðugt verðlag hefur ríkt hér á landi um margra missera skeið. Það á sér ýmsar forsendur, meðal annars samdrátt í efnahagslífmu. Höfuðforsenda stöðugleikans er þó verðtrygging Qárskuldbindinga, sem gerði það að verkum, að niður féll verðbólgugróði af fengnum lánum. Á verðbólguárunum streymdi fé frá almenningi og líf- eyrissjóðum, sem lögðu fyrir, og rann í hendur þeirra, sem póhtíska aðstöðu höfðu til að fá lán í bönkum og öðrum ríkisreknum fjármálastofnunum. Þá snérist líf og dauði í atvmnulífinu um forgang að ódýrum lánum. Um nokkurt skeið hafa hthr möguleikar verið á að nýta póhtíska aðstöðu til að græða á óheftum aðgangi að fjármagni. Vextir og verðtrygging hafa gert fjármagn verðmætt á nýjan leik. Forráðamenn fyrirtækja þurfa að hugsa sig um tvisvar, áður en þeir taka lán. Mörgum hefur orðið hált á svelli stöðugleikans. Fræg- asta dæmið er auðvitað Samband íslenzkra samvinnufé- laga, sem gufaði upp og hvarf, þegar það hætti að geta lifað af eiturlyfinu sínu, aðgangi að ódýrum lánum, sem brunnu upp. Það þoldi ahs ekki verðtryggingu lána. Sumir hafa farið iha út úr stöðugleikanum, ekki vegna eigin óráðsíu, heldur vegna óráðsíu viðskiptavina sinna. Þannig hafa stór verktakafyrirtæki, sem orðið hafa gjald- þrota, dregið með sér undirverktaka, er áttu sér einskis ihs von. Markaðslögmáhn geta stundum verið grimm. Af ýmsum slíkum ástæðum eru fjölmennir hópar and- vígir verðtryggingu h árskuldbindinga og háum vöxtum. Þeir telja, að hag sínum væri betur borgið, ef lán væru ekki verðtryggð og vextir sanngjamir, svo notað sér orða- lag frægs sjóðasukkara, sem nú er Seðlabankastjóri. Þeir, sem vilja fá að leika sér með ódýrt fjármagn, hafa verið að grafa undan verðtryggingu. Þeir hafa leitað stuðnings hjá þeim hluta almennings, sem átt hefur í erflðleikum við að standa undir húsnæðislánum. Saman hafa þessir aðhar góðan aðgang að eyrum ráðamanna. Þegar gæludýrum kerfisins hefur tekizt að stofna th afnáms verðtryggingar í áfóngum, ætla þau að nota að- stöðu sína í opinberum peningastofnunum th að komast að nýju yfir ódýrt fé. Þannig munu gæludýrin að nýju framleiða verðbólgu eftir nokkurra missera hlé. Stjómarflokkamir tveir em hahari undir þessi sjón- armið en.aðrir stjómmálaflokkar. Þess vegna má búast við öhu hlu. Raunar hefur ríkissljómin þegar skrifað Seðlabankanum bréf um þetta mál og fengið jákvæðar viðtökur hinna póhtískt kjömu bankastjóra. Bankastjórar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins í Seðlabankanum leggja nú th, að dregið verði í áfóngum úr verðtryggingu fjárskuldbindinga, þannig að eftir fimm ár verði bannað að verðtryggja fjárskuld- bindingar, sem em th skemmri tíma en sjö ára. Enginn vafi er á, að ríkisstjómin mun samþykkja þessa thlögu Seðlabankans. Þess vegna sjáum við fram á, að á þessu kjörtímabhi muni ekki borga sig að eiga peninga, því að þeir muni rýma að verðghdi. Við sjáum líka fram á, að óráðsía og verðbóga fari að nýju í gang. Aðgerðir ríkisstjómar og seðlabanka í máh þessu em hættulegar. Þær draga úr núverandi stöðugleika og hvetja th verðbólgu. Þær verða í anda Steingríms Her- mannssonar, sem staðið hefur fyrir mestu fjármagnsth- færslum og verðmætabrennslu í sögu lýðveldisins. Gæludýrin bíða í startholunum. Þau munu nota póh- tíska aðstöðu th að ná í ódýrt fé, sem ekki þarf að endur- geiða í jafngildum verðmætum. Það er kjami málsins. Jónas Kristjánsson Hátíðahöldum til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því heims- styrjöldinni síðari slotaði í Evrópu er lokið. Gömlu hermennirnir sem enst hefur aldur geta aftur lagt til hhðar viöhafnareinkennisbúning- ana, margir í síðasta sinn. Við tekur hjá ríkjaleiðtogum, sem sótt hafa hver annan heim undan- farna viku, að sinna aðkallandi verkefnum líðandi stundar. Og enn ber þar ofarlega framvindu mála í Mið- og Austur-Evrópu, svæðinu þar sem báðar heimsstyijaldir áttu upptök sín. Sameinuðu þjóðirnar, NATÓ, sambandshópur fimmveldanna Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk- lands, Rússlands og Þýskalands, eru öll að komast í þrot við að leita lausnar á ófriðnum sem síðustu ár hefur ríkt í fyrrum Júgóslavíu og átt sér brennidepil í Sarajevo. Dæmigert fyrir ráöleysi stórveld- anna er að ekk'i verður þess vart að forsetar Bandaríkjanna og Rúss- lands hafi reynt að leita úrræða við hættuástandinu á Balkanskaga á fundi sínum í Moskvu. Meginviðfangsefni þeirra Clint- ons og Jeltsíns var sambúð Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna eftir vaxandi ágreining stjórna þeirra í ýmsum málum síðustu misseri. Þeir eru nauðbeygðir til að horfast í augu við þann möguleika, sem Jeltsín orðaði svo í Búdapest í des- ember, að niðurstaða verði að eftir kalda stríðið komi kaldur friður. Tiiefni þessara ummæla Rúss- landsforseta var sú yfirlýsing hans að Rússlandsstjórn hefði séð sig um hönd og væri ekki að svo komnu máli fáanleg til að undirrita samn- ing þann um friðarsamstarf við NATÓ sem Vesturveldin höfðu boðið ríkjum fyrrverandi Varsjár- bandalags og einnig hlutlausum ríkjum. Ástæðan sem Jeltsín til- færði var áform NATÓ um að færa út kvíarnar til austurs. Það eina sem yfirstjórn NATÓ hefur gert í því máli er að setja sér að skilgreina fyrir stjórnum Pól- lands, Tékklands, Slóvakíu og Ung- veijalands hver skilyrði þessi ríki þurfi að uppfylla áður en þau geti fengið formlegar viðræður um inn- göngu í bandalagið. Ekki er gert ráð fyrir að slíku ferli ljúki með inntöku nýrra ríkja fyrr en um eða eftir aldamót. Rússlandsstjórn heldur þvi fram að með útfærslu endimarka NATÓ sé í rauninni verið að draga nýja markalínu í Evrópu og þá sérstak- lega gagnvart Rússlandi. Hún legg- ur til að í staðinn verði komið á nýrri öryggisskipun sem taki til álfunnar allrar. Og frá sjónarhóli NATÓ er málið síður en svo einfalt. Eystrasaltsrík- ljóst að sambúð Rússlands við sjálf- stæða Úkraínu verður ráðandi um það hvernig afstaða nýs Rússlands til umhverfis síns mótast og þar er nóg af misklíðarefnum, sér í lagi sjálfstjórnarstig Rússa á Krím- skaga og Svartahafsflotinn. Fyrir Moskvufór Clintons skýrðu fréttamenn í Washington frá því að Bandaríkjastjórn og yfirstjórn NATÓ ynnu að tveim skjölum með það fyrir augum að þau mættu síð- ar koma að gagni í frekari öryggis- málaviðræðum við Rússlands- stjóm. Annað er yfirlýsing um að Bandaríkjastjórn sjái því í grund- vallaratriðum ekkert til fyrirstöðu að „nýtt Rússland" geti með tíð og tíma orðið fullgildur aðili að NATÓ. Hitt er yfirlýsing af hálfu bandalagsins um aö það telji ríkja fullnægjandi jafnvægi í kjarnorku- vígbúnaði í Evrópu. Enginn ímyndar sér að rússnesk aöild að NATÓ sé raunhæfur möguleiki um fyrirsjáanlega fram- tíð, hafa fréttamenn eftir banda- rískum embættismönnum. En á einhveiju stigi viðræðna gæti yfir- lýsing af þessu tagi orðið svar viö því að Rússar telji verið að draga markalínu gagnvart sér. Og yfir- lýsing NATO ætti að jafngilda fyr- irheiti um að engum kjarnavopn- um veröi komiö fyrir í nýjum aðild- arríkjum. Bill Clinton Bandarikjaforseti og Boris Jeltsín Rússlandsforseti yfirgefa fund með fréttamönnum í Kreml eftir viðræður sinar. Simamynd Reuter in, Eistland, Lettland og Litháen, telja sig ekki síður heima undir verndarvæng NATÓ en Mið-Evr- ópuríkin fiögur sem áður voru tal- in. Vestræn ríki hafa á engan hátt brugðist við málaleitunum þeirra. Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson Og hvað um Balkanríkin milli Ung- veijalands og Grikklands? Og hvað um Úkraínu, álíka fiölmennt land og Frakkland? Eftir að Jeltsín og Clinton höfðu orðið ásáttir um það eitt í þessu efni aö vera áfram ósammála hélt Bandaríkjaforseti til Kíef á fund Kútsjma Úkraínuforseta. Það er Öryggisskipan Evrópu mesta ágreiningsmáliö Skoðanir annarra Lýöskrumari nær völdum „Þrátt fyrir sjálfsánægju sem við finnum til viö upprifiun á falli Hitlers megum við ekki gleyma hvernig hann komst til valda. Hann framdi ekki hallarbyltingu með nokkrum vopnabræðrum. Hann var lýðskrumari sem gerði ótta fólks að leiksoppi sínum. Hann fann blóraböggla fyrir vandræðum þess og lofaði þjóð sinni vegsemd - endurreisn goð- sagnakennds mikilfengleika sem einkenndist af for- tíðarást. Og almenningur galt honum með stuðningi sínum.“ Úr forustugrein USA Today 9. mai Varðveitir úrelt viðhorf „Eftir upplausn Varsjárbandalagsins og sundur- limun Sovétríkjanna er þörfin fyrir NATO orðin mjög óljós. En í staö þess að endurskoða bandalag sem stofnað var 1949 í þeim tilgangi að mæta ógn sem nú er horfin hafa stjórnvöld í Washington gert stækkun Nato að þungamiðju í stefnu sinni gagn- vart Evrópu. Það eru mistök sem ekki einungis stofna tengslum við Rússa í hættu heldur varðveita þau úrelt viðhorf gagnvart Evrópu sem heildar." Úr forustugrein New York Times 10. maí Víndrykkja lengir lífið „Rannsóknarniðurstöður segja víndrykkju lengja lífið, drykkju sterks áfengis stytta það en að bjór hafi engin áhrif. Þá segja rannsóknir að vatn á flösk- um sé ekki betra en kranavatn og að nikótín minnki hættuna á ellihrörnun um helming. Viljirðu vita um áhrif kjöts, mjólkurafurða, sykurs eða koffeins færðu engin ráö hjá okkur. Við vekjum aðeins athygli á örlögum Angier Biddle Dukes sem var á hjólaskaut- um 79 ára gamall, varð fyrir bíl og lést.“ Ur forustugrein Independent on Sunday 7. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.