Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Síða 36
44 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 Sviðsljós Krónprins Noregs hefur valið sér tilvonandi drottningu: Féll fyrir borgara- legri fyrirsætu Hákon, krónprins Noregs, má eiga vinkonu sína, Cathrine. Til þess hef- ur hann fengið samþykki foreldra sinna. Þau Hákon og Cathrine hafa verið saman í hálft annað ár en sam- band þeirra hefur þó farið mjög leynt og hafa þau hvarvetna falið sig fyrir ljósmyndurum. Hákon er 21 árs en Cathrine Knudsen 20 ára. Haraldur konungur og Sonja drottning virðast hafa tekið þessari borgaralegu stúlku vel því hún fór með þeim í páskaferö í Sikkilsdalen og þar fengu ljósmynd- arar að mynda þau öll. Svo virðist sem Sonju og Cathrine hafl samið mjög vel, kannski vegna þess að þær eru báöar af borgaraleg- um ættum. Sonja er fædd Haraldsen, dóttir kaupsýslumanns. Ef Cathrine verður krónprinsessa getur hún án efa fengið góð ráð hjá tengdamóður sinni. Faðir Cathrine er Gunnar Knudsen skipamiðlari en móðir hennar, Gerd, starfar á gullsmíðáverkstæði. Cat- hrine býr hjá foreldrum sínum rétt utan við Ósló. Sonja drottning hefur ávallt talað um hversu mikilvægt það er konum að mennta sig. Sonja hélt áfram námi sínu við háskólann í Ósló eftir að hún varð krónprinsessa. Hún hefur haldið jafnrétti kynjanna Cathrine Knudsen, 20 ára, er ástfangin af krónpriosi Noregs. í skíðaferð með konungsfjölskyldunni um páskana. Haraldur og Sonja hafa tekið tilvonandi tengdadóttur sinni vel. á lofti og telur að konur eigi að taka á sig ábyrgð. Cathrine ætti að falla Sonja í geð því hún stundar nám í hagfræði og hefur verið formaður nemendaráðs í unglingaskóla og tekið þátt í ýmsum félagsmálum í menntaskóla. Cat- hrine er mikil áhugamanneskja um íþróttir eins og reyndar konungsfjöl- skyldan öll. Hákon krónprins og Cathrine kynntust í desember 1993 en þá var hún ein eftirsóttasta fyrirsæta Nor- egs. Sagt er að Hákon hafi fallið kylliflatur fyrir henni og þau sáust ekki utandyra í þrjá daga þegar hún síðar heimsótti hann til Bergen. Sam- band þeirra hefur að mestu fengið að vera í friði fyrir fjölmiðlum enda gera Norðmenn allmiklar kröfur til krónprinsins og telja að væntanleg drottning eigi ekki að sýna undirfót á myndum. Cathrine hefur því ekki fengist til að vera á þannig auglýs- ingamyndum. Einnig hefur hún hafnað öllum beiðnum um viðtöl. Því er ekki að leyna að það er gert í þágu kóngafólksins. Norski flytjandinn í Eurovsion: Noregur verður í fyrstu sætunum Rolf Lovland ásamt söngkonunni Fionnuala Sherry. „Ég ætla að gera mitt besta og trúi því að Noregur komist í efstu sæt- in,“ segir Rolf Lovland, lagahöfundur í Noregi, sem sigraði í söngvakeppn- inni þar í landi í fjórða skiptið. Rolf þessi segist hafa haft mjög mikið að gera undanfarið, fyrst vegna söngva- keppninnar en síðan vegna plötu- upptöku í Danmörku, írlandi og á íslandi. Þar fyrir utan hélt hann upp á fjörtíu ára afmæli sitt. Þetta árið sigraði hann í norsku keppninni meö laginu Nocturne. Rolf vakti fyrst athygli í heima- landi sínu þegar Bobbysocks unnu Eurovision-keppnina með laginu La de swinge en það lag átti hann ein- mitt. Hann hefur búið til lög frá þvi hann var smágutti en frá árinu 1980 hefur hann lifað á tónlistinni. „Ætli ég hafi ekki gert þrjú hundruð lög í gegnum tíðina," segir hann. Rolf flyt- ur lag sitt í kvöld ásamt ungri írskri stúlku, Fionnuala Sherry. „Hingað til hef ég haldið mig baka til en nú verð ég á sviðinu," segir hann. Ólyginn .. .að Sharon Stone hefði lýst því yfir að það hefði verið eins og að kyssa handlegginn á sér að kyssa leikarann Leonardo DiCaprio í kvikmyndinni The Quick and the Dead. DiCaprio var ekki seinn að svara og sagði að það hefði alls ekki verið gam- an að kyssa Stone. .. .að það hefði verið innilegri koss sem þau gáfu hvort öðru, Cicciolina og sonur hennar Ludwig, á dögunum. Cicciolina hefurnú fengið forræðið yfir syn- inum eftir langvarandi deilur við föðurinn, listamanninn Jeff Koons. .. .að superfyrirsætan Cindy Crawford, sem nýlokið hefur leik i fyrstu kvikmynd sinni, hefði sagt að það erfiðasta hefði ekki veríð að taka þátt í hasarsenun- um heldur þegar hárgreiðslu- meistarinn rak heitt krullujárn í andlitið á henni. Cindy slapp við meiðsl en hárgreiðslumeistarinn missti vinnuna. .. ,að tennísstjarnan John McEnroe, sem var niðurbrotinn þegar konan hans, Tatum O’Neal, yfirgaf hann, væri á leið- inni i það heilaga. Ekki er langt siðan hann hitti söngkonuna Patti Smyth og féll hann flatur fyrir henni. .. .að leikkonan vinsæla, Sally Field, hefði tekið sig algerlega í gegn, andlega og likamlega, eftir að hún skildi við eiginmann sinn, Alan Greisman. Sally þykir hafa yngst um mörg ár og er nú að leika í kvikmyndinnl Woman of Independent Means þar sem hún leikur konu frá tvítugu til áttatíu og fimm. Saily er 49 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.