Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 45 Skák Botvmnik lagði sitt af mörkum í ljósi sögunnar mætti líkja skák- stíl Mikhails Botvinniks viö þjóð- skipulag Sovétríkjanna og skal eng- an undra þótt hann heföi notið hylli meöal æðstu ráðamanna þar. Taflið grundaði hann á fastmótuðum áætl- unum sem hann útfærði af vísinda- legri nákvæmni. í raun gafst lítið tóm til þess að leyfa andanum að fara á flug, hvorki fyrir hann né andstæð- inginn, sem lét auðveldlega bugast af ógnarvaldinu. Hins vegar var tafl Botvinniks byggt á traustum og heil- brigöum grunni; „strategían" var auðskilin og að þvf leyti hafa skákir hans þótt gott veganesti ungum skákmönnum á þroskabraut. Botvinnik bar heimsmeistaratign í alls þrettán ár en með hléum þó. Hann naut þess að hafa sjálfur kom- ið því svo fyrir að heimsmeistarinn gæti freistað þess að endurheimta glataðan titil að ári. Þannig náði hann fram hefndum gegn Smyslov (1958) og Tal (1961), sem báðir höfðu betur í einvígi gegn honum. í einvígi við Bronstein (1951) og Smyslov (1954) hélt Botvinnik titlinum á jöfnu. Hann var því enginn yfirburðamað- ur á þessum árum. Sigra sína mátti hann fyrst og fremst þakka mikilli vinnusemi og vönduðum undirbún- ingi. Svo öguð vinnubrögö voru í raun nýlunda á þeim tíma, enda skammt síðan skáklistin hafði verið á „kaffihúsastiginu". Viö undirbúninginn lét Botvinnik ekkert smáatriði fram hjá sér fara. Hann tefldi gjaman æfingaskákir við aðstoðarmann sinn, Slava Ragozin, í því skyni aö reyna ný afbrigði og vepjast aðstæðum á skákmótum. Ein æfingin fólst í þvi að Ragozin púaði vindlingareyk framan í meistara sinn meðan á tafli stóð. Ekki fylgir ^sögunni hvort þetta varð aö lokum Botvinnik aö aldurtila en hann lést í Moskvu 5. maí sl„ á 84. aldursári. Botvinnik hafði lag á því að koma sér í mjúkinn hjá yfirvöldum, sem sáu þar góðan fulltrúa kerfisins. Bot- vinnik var af þessum sökum ákaflega umdeildur og ekki bætti úr skák sterkur persónuleikinn, sem á köfl- um virtist fráhrindandi. Skákfélag- amir komu í veg fyrir aö hann tefldi með ólympíusveit Sovétmanna í Helsinki 1952 - sjálfur heimsmeistar- inn! Botvinnik var heldur ekkert að skafa utan af hlutunum í dómum sín- um um aðra menn. Smyslov sagði hann t.a.m. hafa verið latan aö eðlis- fari og að hann hefði tekið lífsins lystisemdir fram yfir skyldurnar. Þessir tveir voru þó aldrei neinir hatursmenn þrátt fyrir þijú heims- meistaraeinvígi. Síðustu æviárin bjó Botvinnik í Moskvu, skammt frá sín- um gamla keppinaut og hermt er að þeir hefðu átt daglegt símasamband. Botvinnik deildi efsta sæti á stór- mótinu í Moskvu 1935 ásamt Flohr, fyrir ofan Lasker og Capablanca. Þá var hann 24 ára gamall og frammi- staða hans vakti mikla athygli. Næstu árin óx honum enn ásmegin og trúlega stóö enginn honum jafn- fætis um og eftir styijaldarárin. í Groningen 1946, fyrsta stórmótinu eftir stríö, varð Botvinnik efstur og í HM-keppninni 1948 sigraöi hann með yfirburðum - varð þremur vinn- ingum fyrir ofan Smyslov. Næstu 15 árin hafði hann nóg að gera við að heyja einvígi og taflmennska hans þess á milli var stopul. Hann hélt því raunar fram á efri árum að ungu mennirnir tefldu allt of mikið en legðu ekki næga rækt við skákrann- sóknir. Þessi orð mættu íslenskir Mikhail Botvinnik, sem var heimsmeistari i þrettán ár með hléum, var frum- kvöðull á sviði vísindalegra vinnubragða skákmannsins. Að sögn Botvinniks verður svörtu stöðunni nú ekki bjargað, því að hvít- ur ræður yfir öllum þeim reitum sem máli skipta. 17. - cxd5 18. Rxd5 Dc6 19. Rc4 Rg6 20. Rd6 Be6 Ekki gengur 20. - Bxd6 vegna 21. HxfB, svo að svartur tekur til bragðs á fóma skiptamun. Botvinnik finnur sterkari leiö. 21. Rxe7 Rxe7 Eða 21. - Hxe7 22. RÍ5+ Bxf5 23. exf5 og vinnur mann vegna tvöfaldr- ar hótunar. .1 1 7 A A 4i tir 6 W&JL* Á 5 4 á 3 JL 2 & A & 1 UW ist ABCDEFGH Umsjón Jón L. Árnason 22. Hxf6! KxfB 23. Dh5 Rg6 24. Rf5! Lykilleikurinn. Ef nú 24. - Bxf5 25. exf5 og hótar drottningunni og ridd- aranum í senn. Eða 24. - Hh8 25. h4! (hótar 26. Bg5 +! og mát í næsta leik) Bxa2 26. Hdl Had8 27. Bg5+ (þett^ gefur Botvinnik upp í skýringum við skákina en 27. Dg5 + ! er ekki síöra) hxg5 28. Dxg5+ Ke6 29. Rg7 mát. 24. - Hg8 25. Dxh6 Bxa2 26. Hdl Had8 27. Dg5 + Ke6 28. Hxd8 fB 29. Hxg8 Rf4 Enginn vinnur skák með því að gefa hana. 30. Dg7 En nú hafði Tartakower séð nóg og gafst upp. unglingar taka til alvarlegrar athug- unar. Síðast tók Botvinnik þátt í skák- móti í Leiden 1970 en eftir það helg- aði hann sig skákkennslu, auk þess sem hann starfaöi um tíma að rann- sóknum á sviði rafmagnsverkfræði. Botvinnik var strangur kennari. Margir stórmeistarar, sem nutu handleiðslu hans á sínum yngri ámm, hafa lýst því hve honum tókst að dýpka skilning þeirra. Garrí Kasparov var í hópi nemenda hans en eitthvað slettist upp á vinskapihn á síðari ámm. Þegar Kasparov var hér á ferð á dögunum þótti honum aðspurðum litið til Botvinniks koma. Heimsmeistaramir hafa allir lagt sitt af mörkum til þróunar skáklist- arinnar. Arfleifð Botvinniks er fyrst- og fremst á sviði vinnubragða og hversu alvarlega hann tók viðfangs- efni sitt. Að þessu leyti var hann frumkvöðull sem kynslóðirnar hafa byggt á. Þekkingu á „strategíu" hefur hins vegar fleygt mjög fram síðan á dögum Botvinniks. Hætt er við að aðferðir hans dygðu ekki lengur á stórmótum. Botvinnik gat líka teflt býsna skemmtilega ef sá gállinn var á hon- um, þótt leikfléttur og taktískar vendingar væm ekki hans sterkasta hlið. Mig langar aö rekja hér skák sem fékk fegurðarverðlaun á stór- mótinu í Nottingham 1936. Botvinnik leikur kappann Tartakower grátt en skákin sýnir um leið hversu skiln- ingur á stöðubaráttu var raunveru- lega skammt á veg kominn á þessum ámm. Hvítt: Mikhail Botvinnik Svart: Savielly Tartakower Forn-indversk vörn. 1. Rf3 RfB 2. c4 d6 3. d4 Rbd7 4. g3 e5 5. Bg2 Be7 6. 0-0 0-0 7. Rc3 c6 8. e4 Dc7 9. h3 He8 10. Be3 Rf8 11. Hcl h6 12. d5 Bd7 13. Rd2 g5? Tartakower hefur að vanda teflt byijunina frumlega en ekki að sama skapi gæfulega. Þessi síðasti leikur er „strategísk" mistök, sem Botvinn- ik færir sér vel í nyt. Betra er 13. - Rg6 en svartur getur þá svarað 14. f4 með 14. - exf415. gxf4 Rh4 o.s.frv. 14. f4 gxf4 15. gxf4 Kg7 Trúlega er skárra að fóma h-peð- inu með 15. - exf4 16. Bxf4 Rg6 og fá tangarhald á e5-reitnum í staðinn. 16. fxe5! dxe5 17. c5 28" LITASJÓNVARP A _________ # Hagœða Surromd Nicam-Stereo! • Nicam Stereo Surround-hljómgaeði • íslenskt textavarp • Super Planar myndlampi • og margt fleira... ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 69.800 STGR. SjÓNVRRPSIVIlÐSTÖÐIN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 68 90 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.