Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 31 Sviðsljós Gibson í kvikmyndinni Braveheart. Hja fagmonnum ýrir þig og þinn bíl ^ PJÓNUSTA GÆÐI GOTT VERÐ Borgartúni 26, Reykjavík. S.91-622262 Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði. S.91-655510 Háberg, Skeifunni 5, R. S.91-814788 MelGibson: Kyn- þokkafull- ursex bama faðir Mel Gibson þykir með kynþokka- fyllstu karlleikurum heimsins. Þeir sem vit hafa á segja að aðdráttarafl hans liggi í því aö hann virðist ekki vita af því hversu töfrandi hann er. Mel er 39 ára gamall og þykir af- slappaðri og íhugulh en áður. Greini- legt þykir að hann hefur hægt á, hann er hættur að drekka og leggur stund á líkamsrækt. Mel er sá sjötti í röðinni af ellefu systkinum. Hann ólst upp í Peekskill í New York þar sem faðir hans var járnbrautarstarfsmaður. Árið 1968, þegar Mel var tólf ára, flutti fjöl- skyldan til Ástralíu, meðal annars í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að elstu synirnir yrðu sendir í stríöið til Víetnam. Mel var fljótur að laga sig að lífinu í Ástralíu. Hann hafði engan sér- stakan áhuga á leiklist fyrr en ein systra hans hvatti hann til að sækja um í háskólanum í New South Wales við leiklistarnám. Á meðan Mel var við nám lék hann í fyrstu kvikmynd sinni, Summer City. Um leið og hann hafði lokið námi tók við leikur í myndinni Mad Max. Fyrir leik sinn í næstu mynd, Tim, hlaut hann ástr- ölsku kvikmyndaverðlaunin í fyrra skiptið. Það vár svo árið 1981 sem Mel Gibson sló í gegn í Bandaríkjun- um í Gallipoli og The Road Warrior. í kjölfarið fylgdu The Year of Living Dangerously, Lethal Weapon, Ma- verick, Tequila Sunrise, Mrs. Soffel og Hamlet og fleiri. Eiginkona Mels Gibsons heitir Robyn og er hún fyrrverandi hjúkr- unarkona. Þau gengu í hjónaband 1980 og eiga sex börn á aldrinum 5 til 15 ára. Fjölskyldan fylgir Mel með í kvikmyndatökur og í stað þess að fá einkakennara til að kenna börn- unum er þeim komið fyrir í þann skóla sem næstur er. Þau eiga heim- ili bæði í Los Angeles og í Ástralíu. Á síðarnefnda staðnum á fjölskyldan stóran búgarð. Vinir Mels í Ástralíu kalla hann Gibbo. Aðspurður sagði hann nýlega í blaðaviðtali að síðast þegar hann fór í bíó hefði hann séð myndina Nobody’s Fool og 1984 væri sú bók sem hann hefði oftast lesið. Honum þykir góð nautasteik með frönskum kartöflum og spínati og einnig kara- mellubúðingur eins og hægt er að fá í Ástralíu. Töfrar Mels Gibsons felast í þvi að hann virðist ekki vita af þeim. CJC Dolby Pro Logic Kannast þú við það a6 sitja í kvikmyndahús,i þar sem hljóðið leikur um þig og þú hefur þaÖ á tilfinningunni aÖ þú sért staddur inn í myndinni? Þessa tilfinningu getur þú nú fengið heim í stofu með Dolby Pro Logic útvarpsmagnaranum frá... SONY S S - C R 1 0 JAPIS3 BRAUTARHQLTI 2 OG KRINGLUNNI SIMI 562 5200 að sjálfsögðu fylgir fjarstýring magnaranum Þeir sem kaupa Dolby Pro Logic magnara er boöiö sértilboS á 70W miðjuhátalara og pari af 50W bakhátölurum á frábæru verSi aSeins...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.