Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 Paul O'Keeffe frá Ástralíu: Spái íslandi einu af toppsætunum „Þetta er búin að vera mikil upplif- un fyrir mig og það er gaman að fylgj- ast með góðum handbolta eins og hér er leikinn," sagði Ástralinn Paul O’- Keeífe, í samtali við DV. O’Keeffe vinnur fyrir ástralska handknatt- leikssambandið og sendir fréttir þangað af keppninni hér. O’Keeffe lék handknattleik á íslandi árið 1990 en hann lék þá sem markvörður með 2. deildarliöi Njarðvíkur. „Það var mjög ánægjulegur tími enda fmnst mér gaman að leika handbolta. Ég hef verið í ástralska landsliðinu en það er þó ekki mikill stimpill því það eru aðeins sárafáir sem leika þessa íþrótt í heimalandi mínu. Það eru aðeins milh 20 og 30 lítil félög sem leika handbolta heimá og það er auðvitað langt frá því að vera nóg. Það er verið að reyna að uppheíja handboltann í Ástralíu en það gengur hægt. Þegar maður talar um handbolta halda allir að það sé verið að ræða um squash. Þaö þarf að kynna handboltann betur og ná til almennings og það er stefnan hjá okkur. Við ætlum að reyna að vera búnir að byggja upp þokkalegt lið fyrir ólympíuleikana í Sydney árið 2000 og það er takmarkið. Ég held mjög mikið með íslending- um í þessari heimsmeistarakeppni og vona aö landsliðið nái langt. Ég spái því einu af toppsætunum en ég á þó eftir að sjá til margra liðanna. Það eru margir mjög snjallir leik- menn í íslenska liðinu og með stuðn- ingi áhorfenda gæti liðið farið( mjög langt,“ sagði O’Keeffé, en hanú býr nú í Bandaríkjunum. O’Keeffe er giftur íslenskri konu og hann getur gert sig vel skiljanlegan á islensku. O’Keeffe sagðist að lokum vera mjög ánægður með aðstæður hér og sagði íslendinga vera í meira lagi gest- risna. Paul O’Keeffe lék handbolta á íslandi 1990 og er giftur íslenskri konu. mk I r /$m|H \ p-.'V ff j( £ :IjÍfp»g j : : U I Þetta er í annað sinn sem Lantos Gabor kemur til íslands til að skrifa um handbolta. Hann er mjög hrifinn af íslenskum fiski en hefur ekki efni á að fara á veitingastað. DV-mynd ÞÖK Lantos Gabor frá Ungverjalandi: Dýrt en gott að vera á íslandi Ungverjinn Lantos Gabor, sem starfar fyrir blaðið Esti Hirlap í Búdapest, er einn íjöl- margra erlendra íþróttafréttamanna sem flykkst hafa til íslands vegna heimsmeistara- keppninnar í handbolta. Hann er reyndar ekki að koma hingað í fyrsta sinn því í fyrra var hann hér til að skrifa um leiki ung- verskrahandboltamanna sem hingað komu til að keppa. „Þá var ég bara hér í tvo daga þannig að ég hafði ekkert tækifæri til að skoða mig um. Það litla sem ég hef séð af landinu er að minnsta kosti mjög fallegt. Ég ætla að nota tækifærið núna og fara með í skoðunarferðir að Bláa lóninu og Gullfossi og Geysi,“ segir Lantos. Hann er mjög hrifinn af Laugardalshöllinni og einnig þvi hversu stutt er á milli íþrótta- hallanna á höfuðborgarsvæðinu þar sem keppt er. Lantos dásamar einnig íslenska fiskinn en kveðst veröa að geyma heimsókn á veitinga- stað þar til síðasta kvöldið. „Ég verð að standa undir hluta af dvalarkostnaðinum sjálfur. ís- land er gott land en það er mjög dýrt að vera hér á hóteli eða gistihúsi og ég hef ekki efni á að borða á veitingastöðum. Mánaðarlaunin mín eru undir 50 þúsund íslenskum krónum. Ég snæði morgunmat á gistihúsinu en verð að láta mér nægja jógúrt og kexpakka í hádeg- is- og kvöldmat." Lantos skrifar um alls konar íþróttir en hefur mest gaman af handbolta. Hann segir fótbolta og körfubolta þó vinsælli greinar í Ungveijalandi. Benny Anderers frá Sviss: Leikurinn gegn íslandi aðal- prófraunin Eliasz Jerzy er fyrrverandi landsliðsþjálfari pólska landsliðsins. Hann er mjög hrifinn af skipulagningu HM. DV-mynd ÞÖK Eliasz Jerzy frá Póllandi: Skipulagn- ingHM mjög góð Pólverjinn Eliasz Jerzy, sem er doktor í líf- aflfræði og býr í Varsjá, skrifar um HM fyrir pólskt íþróttatímarit. Eliasz er einnig fyrrver- andi landsliðsþjálfari í handbolta. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heimsækir ísland en hann hefur þó heyrt ýmislegt um land og þjóð hjá Bogdan Kowalczyk. Þeir þekkjast í gegn- um handboltann og hafa setið saman á áhorf- endabekkjum og fylgst með leikjum í HM. „Ég tók við pólska landsliðinu af Bogdan Kowalczyk og þjálfaði það í tvö ár. Áður hafði' ég verið markvöröur í l.deild í handbolta. Á undanfórnum árum hef ég mest ferðast um heiminn sem vísindamaður." Eliasz segir handbolta vera í vissri lægð í Póllandi núna af ýmsum ástæðum, meðal annars pólítískum. Fótbolti og körfubolti eru vinsælli núna en handbolti. Aö mati Eliasz er skipulagning HM á ís- landi mjög góð. Hann sagði gaman að sjá góða leiki en vildi ekki spá í nein sæti. Amiko Goda frá Japan: Gaman að sjá handbolta- áhuga ís- lenskra bama Amiko Goda er fulltrúi nefndarinnar sem sér um undirbúning fyrir HM karla í hand- bolta í Japan 1997. Hún er hér til að vekja athygli á keppninni þar og líka til að kynna sér skipulagningu hér. Handboltaáhugi ís- lendinga hefur vakið sérstaka athygli hennar. „Ég fór til að hvetja japönsku handbolta- mennina í leiknum gegn Frakklandi. Þarna var fjöldi íslenskra bama að horfa á. Þau kunnu greinilega skil á öllum leikreglum og fylgdust vel með. Þau hvöttu sitt uppáhaldslið og í þetta sinn var það japanska liðið sem mér þótti auðvitað ákaflega skemmtilegt. Þessi áhugi barnanna sýnir hversu vinsæfl handboltinn er á íslandi. Ég velti mikið fyrir mér hvernig getur staðiö á þessu. Hjá okkur er handboltinn ekki jafn vinsæll og körfubolt- inn og fótboltinn,” segir Amiko Goda. „Það er engin spurning að úrslitaleikurinn í riðlinum verður á milli Sviss og íslands," sagði Benny Anderers, fréttafulltrúi sviss- neska landsliðsins, í spjalli við DV. „Svissneska liöið hefur staðið sig vel og samkvæmt þeim væntingum sem til þess voru geröar. En leikurinn gegn íslandi er eftir og hann veröur aðalprófraun okkar í riölinum. Ég held að það verði mjög jafn leikur og dags- formið gæti ráðið úrslitum. íslendingar eru undir meiri pressu og áhorfendur munu gera kröfu til þess að þeir vinni. Fyrir svissneska liðið er þetta aðallega spurning um að halda hraða íslenska liðsins niðri. íslendingar hafa leikið vel og eru með mjög gott lið sem á góö- um degi getur unnið hvaða lið sem er. En svissneska liðið leikur agaðan handbolta og ég hef trú á að liðið geti unniö íslendinga. Leikurinn verður mikilvægur því það skiptir máli að ná fyrsta sætinu upp á að fá auðveld- ari mótherja í 16 liða úrslitunum. En hvað sem gerist þá er þetta búið að vera mjög skemmti- legt mót og aðstæður hér á íslandi eru mjög góðar. AUir eru vingjarniegir og maturinn er hreint frábær," sagði Benny Anderers. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt mót,“ segir Benny Anderers, fréttafulltrúi svissneska landsliðsins. DV-mynd BG Amiko Goda er á íslandi til að kynna HM karla í Japan 1997. DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.