Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 43 Take That: kemur hlustandanum á óvart. Ny plata frá drengja- sveitinni Take That - Nobody Else er komin í verslanir Þegar Take That steig fyrst fram á sjónarsviðið voru evrópskir hlustendur yfir sig uppteknir af bandarísku poppsveitinni New Kids On The Block. Hljómsveitin steypti sér hins vegar óhrædd inn á sama markað og til að byija með virtust þeir ekki eiga erindi sem erfiði. Fyrsta smáskífa Take That sem bar naihið „Do what U like“ fór í 87. sæti breska vinsældalistans og beint aftur út af. Drengjasveitin gafst hins vegar ekki upp og í dag er hún eitt stærsta nafnið í evrópskri popptónlist. Frumflutningur á Brit verðlauna- hátíðinni Fyrr á þessu ári frumflutti Take That lagiö „Back For Good“ á Brit verðlaunahátíðinni. í fyrsta skipti í sögu hljómsveitarinnar var það tónlistin sem greipti sig inn í hug og hjörtu hlustenda. Daginn eftir þennan frumflutning loguðu allar linur á evrópskum útvarpsstöðvum. Fólk hreinlega heimtaði lagið í spilun. Því var ákveðiö að gefa smáskífuna út sex vikum fyrir áætlaðan útgáfudag. Eftirspurnin var raunhæf og í dag ætti hver einasti úvarpshlustandi að kannast viðlagið. Á þessu ári hefur hljómsveitin unnið til fjölda verðlauna og sölutölur á plötunum „Take that and party“ og „Everything Changes" eru komnar í 22 miiljónir eintaka. Nýju plötunni var ætlað að vera takthröð og grípandi en þess í stað gefur „Nobody else“ fyrirheit um frekar órafmagnað evrópskt gæðapopp sem ætti að hækka meðalaldur aðdáenda þónokkuð. GBG - hljómsveitin spilar áfram í sumar í byrjun þessa árs tók Stjómin upp þráðinn þar sem frá var horfiö eftir eins árs hlé. Hljómsveitin hefúr frá þeim tíma verið önnum kafin við spilamennsku á Hótel íslandi að lok- inni sýningu Björgvins Halldórsson- ar á laugardagskvöldum. Sýningum lýkur um næstu mánaðamót. Þau Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örv- arsson, Jói Ásmmids, Halli Gulli og Friðrik Karlsson hafa hins vegar tek- ið þá ákvörðun að halda áfram spila- mennsku í sumar og munu ferðast um landið og eins og Grétar segir: „Við spilum einu sinni á hveijum stað.“ Til þess að hleypa þessari tónleika- ferð af stokkunum hefúr útgáfúfyrir- tækið Spor hf. ákveðið að gefa út safn- plötu með vinsælustu lögum sveitar- innar sem ber einfaldlega nafnið Stjómarlögin 1989-1995. Hvaða lög eru á plötunni? Þessi nýja úgáfa inniheldur 19 lög frá ofangreindum árum. Nýtt lag á plötunni er endurgerð gamla Hljóma- lagsins Ég elska alla sem var frum- flutt í lokaþætti Hemma Gunn á þessu ári. Fyrsta plata sveitarinnar, sem nefndist Eitt lag enn, skilur eftir sig lög eins og Ég lifi í voninni og Júró- vision-smellinn Eitt lag enn sem er án vafa vinsælasta lag hennar. Allra fyrsta útgáfa sveitarinnar er einnig á þessari plötu en hana var að finna í Landslaginu 1989, nánar tiltekið lag- ið Við eigum samleið. Af plöftmni Tvö líf em lögin Allt sem ég þrái, Þessi augu (sem er endurhijóðbland- að á nýju plötunni), Láttu þér líða vel Stjómin verður á ferð og flugi um landið í sumar. „Við spilum einu sinni á hverjum staö," segir Grétar. og Hamingjumyndir. Af plötunni sem samnefndist hljómsveitinni er einnig að finna annað júróvision-lag sveitarinnar, Nei eða já, auk laganna Allt í einu, Þegar sólin skín, Eg gefst ekki upp, Ein og Hafðu mig í huga. Rigg kom síðan út árið 1992 og af henni er að finna lög eins og Ekki segja aldrei, Allt eða ekkert, ís og Stór orð. Af safii- plötunni Ýkt stöff má síðan fmna gamla Trúbrotslagið Ég veit þú kem- ur í endurútsetningu Stjómarinnar. Platan er komin í verslanir og um leið og sýningum Bo Hall lýkur má landsbyggðin búast við Stjómarlið- um í sitt byggðarlag. GBG ^ísland (plötur/diskar)*^ t 1(2) Smash Offspring t 2(3) Dookie Green Day t 3(4) Transdans 4 Ýmsir | 4(1) Beif í kroppinn Ýmsir $ 5(5) Now30 Ýmsir | 6(6) Heyróu6 Ymsir t 7 (10) Popp(f)árið 1995 Ýmsir t 8 (12) No Need to Argue The Cranberries t 9(11) Unplugged in New York Nirvana K 10 ( 7 ) Þólíðiórogöld Björgvin Halldórsson t 11 (14) Lion King Ur kvikmynd I 12 ( 9 ) Núna Björgvin Halldórsson t 13 (15) Pulp Fiction Úr kvikmynd # 14 (13) GreatestHits Bruce Springsteen | 15 ( 8 ) Parklife Blur t 16 ( - ) Immortal Beloved Úr kvikmynd t 17 (17) Made in England Elton John t 18(18) Me against the World 2Pac. Úr kvikmynd # 19 (16) Dummy Portishead t 20 (Al) Partýzone '94 Ýmsir Listinn er reiknaður út frá sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík, auk verslana víða um landiö. London (lög) t 1. ( - ) Dreamer Livin' Joy I 2. (1 ) Some Might Say Oasis t 3. (11) Guaglione Perez 'Prez' Prado & Orchestra I 4. ( 2 ) Back for Good Take That li 5. ( 3 ) Key to My Life Boyzone t 6. ( - ) Scatman (Ski-Ba-Bop-Ba-Dop-Bob) Scatman John | 7. ( 6 ) Chains Tina Arena # 8. ( 4 ) Two Can Play That Game Bobby Brown I 9 (5) Don’t Stop (Wiggle Wiggle) Outhere Brothers t 10. ( - ) Lenny Supergrass ^New York (lög)**^ t 1. (1 ) This Is how We Do It Montell Jordan t 2. ( 3 ) Freak Like Me Adina Howard # 3. ( 2 ) Red Light Special TLC t 4. ( 6 ) I Know Dionne Farris t ‘Jí. ( 5 ) Run away The Real McCoy t 6. ( 4 ) Candy Rain Soul for Real t 7. ( 8 ) Strong enough Sheryl Crow t 8. (10) I Believe Blessed Union of Souls t 9. ( - ) Dear Mama 2Pac t 10. ( - ) Water Runs Dry Boyz II Men ^Bretland (piötur/dZkarT^ t i. ( - ) Nobody Else Take TTiat I 2. (1 ) Picture This WetWetWet t 3. (13) StreetPaity Chas and Dave # 4. ( 3 ) Greatest Hits Bruce Springsteen t 5. ( 9 ) Definitely Maybe Oasis | 6. ( 2 ) Dummy Portishead I 7. ( 4 ) No Need to Arguo Cranberries # 8. ( 5 ) The Color of My Love Celine Dion | 9. ( 8 ) Parklife Blur | 10. ( 6 ) Medusa Annic Lennox Bandaríkin (piötur/diskar) t 1.(4) Throwing Copper Live t 2. ( - ) Fridty Úr kvikmynd | 3. ( 3 ) Cracked Rear View Hootie and The Blowfish # 4. (1 ) Lion King Úr kvikmynd t 5. ( 5 ) Me against the World 2Pac t 6. ( 7 ) John Michael Montgomery John Michael Montgomery t 7. ( 6 ) II Boyz II Men | 8. ( 8 ) Hell Freezes over The Eagles t 9. ( 9 ) Astro Creep White Zombie tlO. (11) Crazysexycool TLC Stjórnarlögin 1989-1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.