Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1995, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995
Fréttir
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra:
Ég læt ekki bjóða
mérhvaðsemer
DV-mynd GVA
Hvert verður forgangsverkefni
þitt?
„Aö auka samvinnu sjúkrahúsa
og tryggja aukna hagkvæmni og
betri nýtingu þeirra fjármuna sem
renna til heilbrigðis- og trygginga-
mála. Þá þarf að tryggja að allir
þeir sem þurfa á heilbrigðisþjón-
ustu að halda fái notið hennar óháö
fjárhag."
Eitt fyrsta verk þitt var að fresta
gildistöku tilvísanakerfisins. Ertu
þar með búin að slá þetta kerfi af?
„Nei, en það þarf að fara betur
ofan í málið og vinna við það er að
hefjast. Ef tilvdsanakerfið heíði tek-
ið gildi 1. maí hefði það þýtt mikil
útgjöld hjá sjúklingum fyrir minni
háttar aðgerðir. Tilvdsanakerfið er
ekki trúaratriði fyrir mér en lykil-
atriðið er að tryggja skilvdrkari
samgang milli heilsugæslunnar og
sérfræðinga. Menn hafa verið að
ræða tilvísanakerfið í 8 ár án þess
að komast að niðurstöðu. Mér
finnst ekki til of mikils mælst að
ég fái minnst tvo mánuði til að
kanna kostina í stöðunni. Það er
mikill misskilningur að málinu sé
lokið.“
Sérfræðingar eru flestir í launuð-
um störfum hjá hinu opinbera og
starfrækja að auki eigin stofur.
Finnst þér þetta eðlilegt fyrirkomu-
lag?_____________________________
„Ég sé ekkert óeðlilegt vdð það
að sérfræðingar vinni á fleiri en
einum stað. Þeir búa yfir mikilli
sérhæfingu sem mikilvægt er að
nýta sem best. Á hinn bóginn finnst
mér óeðlilegt ef þeir geta verið á
launum á mörgum stöðum samtím-
is. Þá fæ ég ekki séð réttlætið í
þeirri reglu sem heimilar sérfræð-
ingum að vdnna svokölluð ferilverk
á sjúkrahúsunum; vera þar í fastri
vdnnu en geta þegið þóknun af
sjúklingum fyrir aðgerðir. Þessu
vdl ég breyta.“
Þarf að auka vald ráðherra yfir
sjúkrahússtjórnum til að tryggja
betri nýtingu fjármuna?
„Menn verða að fara að vdður-
kenna sérhæfingu sjúkrahúsa. Sér-
hæfingin er dýr. Það geta ekki allir
verið með fullkomna þjónustu á
öllum svdðum. Ríkið á allar þessar
sjúkrastofnanir og vdð verðum að
fara að reka þetta sem eina heild.
Á þetta mun ég leggja mikla
áherslu. Það skortir á samvdnnuna
og samhæfinguna. Það er óeðlilegt
að það ríki samkeppni miili þessara
stofnana um fjármagn."
Betri heilsugæsla
Á höfuðborgarsvæðinu eru allt að
10 þúsund manns án heimilislækn-
is. Munt þú ráða bót á þessu?
„Það gerist ekki í einu vetfangi
en í ár er heimild til að' ráða þrjá
heilsugæslulækna. Þörfin er fyrir
hendi og því verða þessar heimildir
nýttar í ár. En á allra næstu árum
er Ijóst að það þarf að fjölga heilsu-
gæslulæknum um 12 til 14 enda
gert ráð fyrir uppbýggingu á
heilsugæslunni í Reykjavík og
bættri þjónustu þar.“
Sighvatur Björgvinsson greip til
þess ráðs að hækka kostnaðarhlut-
deild sjúklinga vegna lyfjakaupa.
Munt þú lækka þessa kostnaðar-
hlutdeild?
„í ráðúneytinu er unnið að því
að lækka lyfjakostnað með því að
beina því til lækna að ávísa á ódýr-
asta samheitalyfið hverju sinni.
Þannig næst verulegur sparnaður,
bæði fyrir sjúklinga og ríkið."
Sighvatur greip einnig til þess ráðs
að hækka komu- og þjónustugjöld
á göngudeildum og heilsugæslu-
stöðvum. Munt þú lækka þessi
gjöld?
„Öll heilsuvemd á að vera sjúkl-
ingum að kostnaðarlausu, hvort
sem það er ungbamaeftirlit eða
mæðraeftirlit, til að tryggja þaö aö
vdðkomandi mæti til nauðsynlegr-
ar skoðunar. Sighvatur má eiga það
að hann setti útgjaldaþak fyrir
heimilin. Um það varð nokkuð góð
sátt. Reynslan hefur hins vegar
leitt í ljós að komum á heilsugæslu-
stöövar hefur fækkað eitthvað eftir
að gjöld hækkuðu. Það er hlutur
sem vert er aö rannsaka."
Aukin tekjutenging í almanna-
tryggingum sætti gagnrýni. Munt
þú beita þér fyrir afnámi tekjuteng-
ingar?
„Ég ætla að láta endurskoða al-
mannatryggingalöggjöfina í heild.
Löggjöfinni hefur verið breytt, oft
án heildarendurskoöunar, og það
er orðið erfitt að átta sig á henni.
Aöalatriöið er að þeir njóti al-
mannatrygginga sem mest þurfa á
þeim að halda. Það verður gmnn-
þátturinn í þessari endurskoðun
en ég fæ ekki séð að ég komist hjá
einhverri tekjutengingu."
í ráðherratíð Sighvats var barnalíf-
eyrir lækkaður og meðlög hækkuð
á móti. Þetta hefur reynst mörgum
meðlagsgreiðendum erfitt. Er að
vænta breytinga á meðlagskerfinu?
„Það er sjálfsagt að þeir borgi
meðlag sem geta það. Margir eru
hins vegar í þeirri stöðu að sjá fyr-
ir stórri fjölskyldu auk þess að
greiða meölög. Það getur enginn
maður meö venjuleg laun.“
Spítalar verði sérhæfðari
Á síðasta kjörtímabili lagði starfs-
_ hópur á vegum heilbrigðisráðherra
til fækkun sjúkrahúsa á lands-
byggðinni. Ertu sammmála þeim
tillögum sem þar komu fram?
„Margt í skýrslunni var mjög
skynsamlegt en í hana vantaði
ýmislegt, einkum það að finna
verðug verkefni fyrir þau sjúkra-
hús sem þegar er búið að byggja.
Yfirheyrsla
Kristján Ari Arason
Það er engin ástæða til að draga
úr þjónustu sjúkrahúsanna úti á
landi ef hún er ekki dýrari en ann-
ars staðar. Það þarf hins vegar að
nýta þessar fjárfestingar betur, til
dæmis með því að fá sjúkrahúsun-
um sérhæfð hlutverk, og létta þar
meö á stóru sjúkrahúsunum."
Þrátt fyrir að það væri talið hag-
kvæmt að sameina Borgarspítala
og Landspítala var sú leið ekki far-
in á síðasta kjörtímabili. Munt þú
huga að þessum kosti?
„Ákvörðun um sameiningu
Landakots og Borgarspítalans ligg-
ur fyrir og nú er verið að púsla því
dæmi saman. Ég var hins vegar á
þeirri skoðun að það væri rétt aö
sameina Landspítalann og Borgar-
sj)ítalann. Sú leið var ekki farin.
Eg vil auka samvinnu þessara
stóru spítala enda er það óeðlilegt
að þeir séu i beinni samkeppni. Eg
sé ekki fyrir mér að af sameiningu
verði á þessu kjörtímabili en ég vil
halda þessu máli vakandi.“
Hvernig munt þú standa að niður-
skurði og sparnaði í ráðuneytinu?
„Það skortir fjármuni í nánast öll
svið heilbrigðiskerfisins. Til að
bregðast viö veröum við að taka
upp einhvers konar forgangsröö-
un. Þó við myndum bæta milljörð-
um króna í kerfið myndi það að
óbreyttu duga skammt. Því mun
ég gera þá kröfu til stjórna sjúkra-
húsanna að þau setji í forgangsröð
þau verkefni sem eru mest aðkall-
andi. Til þess ber einnig að líta að
það hefur skort verulega á nauð-
synlega samstöðu hjá heilbrigðis-
stéttum. Úr því þarf að bæta eigi
að nást árangur."
Gjaldtaka neyðarúrræði
Kemur til álita að taka upp almenn
sjúkrahúsgjöld?
„Þetta hefur oft komið til um-
ræðu en til þessa hafa menn ekki
treyst sér. Það er slæmur kostur
að taka upp innritunargjöld. Það
væri neyðarúrræði. Gjaldtaka má
aldrei verða til þess að þeir sem
lítið hafa á milli handanna þurfi
að hugsa sig um áður en þeir nýta
sér þjónustuna. Og þeir sem eiga
peninga mega aldrei ganga fyrir.“
Kemur til álita að hækka skatta á
almenningi til að tryggja óbreytta
þjónustu?
„Við getum ekki hækkað skatta
á almenning. En innan skattkerfis-
ins eru ef til vill póstar sem hægt
er að kroppa meira úr. Ég nefni til
dæmis fjármagnstekjuskatt í því
sambandi."
Sem hjúkrunarfræðingi er þér skylt
samkvæmt lögum að taka við fyrir-
mælum frá læknum. Mun þetta
ekki torvelda þér þín störf sem ráð-
herra?
„Nú starfa ég ekki sem hjúkrun-
arfræðipgur og hef ekki gert það
síðan 1989. Sem ráðherra þá starfa
ég samkvæmt þeim lögum sem
gilda um ráðuneytið. Mín fyrri
störf geta ekki vakið vonir hjá
læknum né öðrum heilbrigðisstétt-
um um neina sérstaka meðferð."
Tryggingastofnun hefur sætt mik-
illi gagnrýni, meðai annars vegna
mannaráðninga og skattsvika
starfsmanna. Munt þú beita þér
fyrir róttækum breytingum innan
stofnunarinnar?
„Það er nauðsynlegt að endur-
skoða starfsemi Tryggingastofnun-
ar og koma á nútímalegum starfs-
háttum þar innandyra. Margt af
því sem Karl Steinar Guðnason
hefur gert í stofnuninni er í rétta
átt.“
Eina konan
Pólitískir andstæðingar þínir benda
á að þú sért sá ráðherra sem hafir
minnstu reynsluna en sért með erf-
iðasta ráðuneytið?
„Á undan mér hafa verið fjöl-
margir ráðherrar með margs kon-
ar bakgrunn. Ég fæ ekki séð að
þeir allir hafi haft meiri reynslu en
ég. Ég hef starfaö í stjómmálum í
14 ár og verið á þingi í 4 ár. Sjaldan
eru karlar spurðir svona spum-
inga.“
Ert þú sátt við það að vera eina
konan í rikisstjórninni?
„Auðvitað hefði ég viljað sjá þær
fleiri, en um það hafði ég ekkert
val. Sem eina konan í stjórninni
þá beinast augu fólks óhjákvæmi-
lega að manni sem slíkri. Innan
þingflokka beggja stjórnarflokk-
anna em margar hæfar konur."
Munt þú segja af þér sem ráðherra
komi upp sú staða að þú sættir þig
ekki við fjárframlög til þeirra mála-
flokka sem þú ferð með?
„Svo langt geta menn gengið að
afsögn yrði óumflýjanleg. Ég mun
að sjálfsögðu ekki láta bjóða mér
hvað sem er. En ég býst heldur
ekki við því að fá öllu því fram-
gengt sem ég helst vildi gera. Til
þess getur enginn ráðherra ætlast.
Fyrirfram veit ég að ég þarf að gera
hluti sem mér eru ekki kærir en
ég mun ekki verða með sífelldar
hótanir um afsögn. Það er hins
vegar ljóst að ef þrengt verður
verulega að mér þá mun ég heimta
á móti að aðrir taki til hendinni hjá
sér.“ -kaa