Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
Stuttarfréttir
Filaeignleyfð
RíkisstjÖri Alaska hefur undir-
ritað lög sem heimila óbreyttum
borgurum aö eiga fíla.
Nánarisamvinna
Viktor
Tsjernomýrdin,
forsætisráð-
herra Rúss-
lands, sagöi á
leiðtogafundi
Samveldissjálf-
stæðra ríkja í
gær að hann
sæi fram á nánari samvinnu fyrr-
um lýövelda Sovétríkjanna, eftir
að landamærin að Hvíta-Rúss-
landi voru aíhumin.
LufthansatilS-Afriku
Þýska flugfélagið Lufthansa
hefur undirritað samvinnusamn-
ing við suður-aMska flugfélagið,
aðeins nokkrum vikum eftir svip-
aðan samning við SAS.
Mefra um kynsjúkdóma
Tíðni kynsjúkdóma í Eystra-
saltslöndunum hefur aukist mjög
að undanfómu og veldur þaö
heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum.
Mínniðsvtkur
Rúmlega fimmtungur Tékka er
búinn að gleyma hvað hann kaus
í síöustu þingkosningum sem
voru 1992.
Enga gyðinga og negra
Skrifstofa þýska ferðamála-
ráðsins í New York gerir ekkert
til að fá gyöinga, negra og aöra
mínnihlutahópa til aö ferðast til
Þýskalands.
SærðkíAlsír
Þijátiu og sjö særðust þegar
bílasprengja sprakk í Algeirsborg
á fimmtudagskvöld.
Átök í Póllandi
Lögregla í Póllandi lenti í átök-
um við mótmælendur úr samtök-
unum Samstöðu í gær.
Ennóboðinngestur
Enn einn óboöinn gestur klifr-
aði yfir girðinguna við Hvíta hús-
ið í Washington í gær en hann
var umsvifalaust handtekinn.
Kannskiburt
Yitzhak Rab-
in, forsætísráð-
herra ísraels,
sagði í gær aö
ísraelsmenn
kynnu að
hverfa frá einni
landnema-
byggð á Golan-
hæðum þegar þeir hverfa þaðan
vegna friðarsamninga við Sýr-
lendinga.
Handtekinnáítaliu
Forsfjóri fyrirtækis í eigu Silvi-
os Berlusconis var handtekinn
fyrir spillingu.
Erlendar kauphaHir:
Litlar breytingar
ávísitölu
Tiltölulega Utlar breytingar hafa
orðiö á hlutabréfavísitölum í erlend-
nm kauphöllum að undanfómu eftir
því sem DV kemst næst. Vísitalan í
New York hefur rokkað lítillega ef
vísitalan á mánudag er borin saman
viö síðustu viku. Sama gildir um vísi-
töluna í London og Frankfurt en
breytingarnar hafa verið aðeins
meiri í Hong Kong og Tokyo á sama
tíma.
Bensínverð hefur haldist nokkuð
stöðugt undanfama viku. Verð á 92ja
oktana og 98 oktana bensíni hefur
að mestu haldist óbreytt. 92ja oktana
bensín hefur verið 197-198 en 98 okt-
ana bensín verið um 197. Verð á hrá-
olíu hefur falhð lítillega, úr 18,82 í
byijun vikunnar í 18,19 á tunnuna
eða 160 lítra af bensíni.
Útlönd
Starfsmenn SÞ umkringdlr af sveitum Bosníu-Serba:
Serbar hlekkja
3 við vopnabúr
Hersveitir Bosníu-Serba hlekkjuðu
í gær þijá óvopnaða hemaðareftir-
litsmenn Sameinuöu þjóðanna við
vopnabúr sem flugvélar Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) höfðu varpað
sprengjum á til að koma í veg fyrir
frekari loftárásir. Þá umkringdu
Serbar um 200 friöargæsluliða til aö
geta tekið þá í gíslingu ef þurfa þykir.
Serbarnir afvopnuðu til viðbótar
um þrjátíu franska friðargæsluliða
við Poljine vopnasöfnunarstaðinn
nærri Sarajevo og fluttu þá burt en
ekki er vitað hvert.
Á sjónvarpsmyndum sem Bosníu-
Serbar sendu frá sér má sjá hvar eft-
irlitsmennirnir þrír, Tékki, Kanada-
maður og Rússi, em handjámaðir
við jámbita og dyr geymslu þar sem
í eru sprengjur fyrir stórskotaliðs-
byssur.
Bosníu-Serbar höföu áöur hótað að
drepa starfsmenn SÞ ef NATO gerði
frekari loftárásir. Herflugvélar
bandalagsins réðust tvisvar á vopna-
geymslu Serba í skógi nærri bæki-
stöðvum þeirra skammt frá Sarajevo
eftir að Serbar fóru ekki að úrslita-
kostum SÞ um að skila aftur vopnum
sem þeir tóku úr vopnageymslu SÞ.
Serbar hafa ekki fyrr gengjð jafn
langt í að nota starfsmenn SÞ sem
skildi. Eftir fyrri loftárásir NATO
hafa gæsluhðar veriö hnepptir í
varðhald en þeim hefur ekki fyrr
veriö hótaö lífláti.
Willy Claes, framkvæmdastjóri
NATO, sakaöi Serba um að brjóta
gegn ályktunum SÞ og sagði að starf
alþjóðlega gæsluliðsins í Bosníu
stæði á tímamótum þar sem ekki
væri hægt að líöa frekari niðurlæg-
ingu af hálfu Serba.
Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær
að Rússar mundu reyna að skerast í
leikinn til að stööva bardagana í Bos-
níu, að beiðni vesturveldanna.
Brundtiand
óhressmeð
breyttahval-
veiðistefnuSvia
Gro Harlem
Brundtland,
försætisráö-
herra Noregs,
hefur sent
Ingvari Caris-
syni, starfs-
bróður sínum í
Sviþjóð, bréf
þar sem hún lýsir yfir áhyggjum
sínum yfir harðari afstööu Svía
gegn hvalveiðum Norðmanna.
Astæðan bréfsins er ársfundur
Alþjóða hvalveiöiráðsins sem er
haidinn í Dublin á írlandi þessa
dagana. Norski forsætisráðherr-
ann segist hafa fengið vísbendingar
um að Svíar íhugi að breyta afstöðu
sinni og verða neikvæðari í garð
hvalveiða norskra sjómanna.
Brundtland segir að Norðmenn
hafi orðið að þola ósanngjörn
blaöaskrif og móöganir vegna
hvalveiðanna. Að baki því hafi
staöið samtök sem nota ársfundi
hvalveiðiráðsins í eigin tilgangi.
Franskurtáning-
urdrekkirlitia
bróðursínum
Fjórtán ára gamall franskur
piltur, Aboubakar Camara, hefúr
játað að hafa drekkt fjögurra ára
gömlum bróður sínum í síki í
suðurhluta Frakklands. Táning-
urinn setti steina í vasa bróður
síns til aö þyngja hann.
Aboubakar segist hafa drekkt
bróður sínum í afbrýðikasti en
honum fannst foreldrar þeirra
ekki veita sér nægilega athygli.
Hvarf litla drengsins þótö dul-
arfullt í hæsta máta en lík hans
fannst síöastliðinn sunnudag.
Bróðirinn gaf sig síöan fram viö
lögreglu á fimmtudag og gekkst
við ódæðisverkinu.
Lófótveiðarnar
gáfu Norðmönn-
um4,5 milljarða
Gísli Ktístjánssom, DV, Ósló:
Vetrarvertíðin við Lófót í ár
færði Norðmönnum 4,5 milljarða
islenskra króna í telgur, þriðj-
ungi meira en á síðasta ári.
Flotinn færði um 60 þúsund
tonn af þorski að landi en það
mun vera álíka mikið og íslend-
ingar veiddu i Smugunni á síð-
asta ári. í Noregi er það jafhan
haft til viðmiðunar að Smugu-
veiðaraar jafnist á við hina hefð-
bundnu vetrarvertíð við Lófót.
Bróðurparturinn af aflanum,
sem berst á land við Lófót, er
verkaöur í skreið en afgangurinn
er saltaður.
Páfisegirmóð-
urhlutverkekki
undirokandi
JóhannesPáll
páfi hefur sent
væntanlegri
kvennaráð-
stefiiu Samein-
uöu þjóðanna
orðsendingu
þar sem hann
vísarábugfuli-
yrðingum feminista um aö móö-
urhlutverkið undiroki konur.
Páfi segir að ekki eigi að ala á
sektarkennd hjá þeim konum
sem eru heimavinnandi og ala
upp bömin sín.
Páfi kom þessum skilaboðum á
framfæri viö Gertrude Mongeila,
framkvæmdastjóra kvennaráð-
stefnunnar, sem fékk áheyra hjá
honumíPáfagarði. TT.Reuter
Reuter
Ókeypisafnotaf
reiðhjólumíKaup-
mannahöfn
Gestir og gangandi í miðborg Kaup-
mannahafnar geta fengið ókeypis af-
not af eitt þúsund gæðareiðhjólum
frá og með þriðjudeginum næstkom-
andi. Það eru samtök hjólreiða-
manna sem standa að þessari tilraun
til að búa til manneskjulegra sam-
göngukerfi í borginni.
Hjólin verða í þar til gerðum statíf-
um og til þess aö losa þau þarf aö
setja tuttugu króna mynt í rauf. Pen-
inginn fær notandinn síðan til baka
þegar hann skilar hjólinu aftur í eitt
af sextíu statífunum sem sett verða
upp í gamla bænum, innan múranna.
AÍlir mega nýta sér þessa þjónustu,
innfæddir jafnt sem útlendir.
„Þessi tilraun er einstök í heimin-
um,“ segir Morten Sadolin, 35 ára
gamall formaður hjólasamtakanna.
Hjóhn eru með sérstöku senditæki
inni í stellinu og því verður hægt að
miða hvert einasta þeirra út, ef ein-
hverjir fingralangir skyldu fara með
hjólin heim. Ritzau
Fræðingarfinna
þorskviðKanada
Kanadískir fiskifræðingar hafa
fundið milli tíu og tuttugu þúsund
tonn af þorski í Trinity-flóa á austur-
strönd Nýfundnalands og vekur það
vonir um að þorskstofninn sé farinn
að rétta úr kútnum.
„Þetta er mesta magn hrygningar-
þorsks sem við höfum séð í norðaust-
urhluta Nýfundnalands frá árinu
1992,', sagði William Doubleday, for-
stjóri hafrannsóknastofnunarinnar.
Reuter
Bandariska kynbomban og leikkonan Sharon Stone var létt í lund þegar
hún brá á leik fyrir Ijósmyndara í frönsku Miðjarðarhafsborginni Cannes
þar sem hún kynnti nýjustu myndina sina, vestrann The Quick and the
Dead, á kvikmyndahátiðinni. Simamynd Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis |
4600 Dow Jones
440°
4200 -/r*
4000
4000
3800
4376,95
3400 FT-SE 100
3300
3200
3100
3000
290P
2150
2100'
2050
2000
1950
1900
1850
2083,17
17500
i7ooon
16500 '
16000
15500
15000
Nikkei
15789,12
9500 Han8 Sení
7500
9058,74
F M A M F M A M F M A M F M A M
j WMEEM
3300 A eAjh 29Ö0 U 2800 2700 3020 F M A M 200 r 150 197 */t F M A M 250 150 208 $/1 F M A M 25 15 10 $/ 5 IB.19 tunna F M A M