Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 Stuttarfréttir Filaeignleyfð RíkisstjÖri Alaska hefur undir- ritað lög sem heimila óbreyttum borgurum aö eiga fíla. Nánarisamvinna Viktor Tsjernomýrdin, forsætisráð- herra Rúss- lands, sagöi á leiðtogafundi Samveldissjálf- stæðra ríkja í gær að hann sæi fram á nánari samvinnu fyrr- um lýövelda Sovétríkjanna, eftir að landamærin að Hvíta-Rúss- landi voru aíhumin. LufthansatilS-Afriku Þýska flugfélagið Lufthansa hefur undirritað samvinnusamn- ing við suður-aMska flugfélagið, aðeins nokkrum vikum eftir svip- aðan samning við SAS. Mefra um kynsjúkdóma Tíðni kynsjúkdóma í Eystra- saltslöndunum hefur aukist mjög að undanfómu og veldur þaö heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. Mínniðsvtkur Rúmlega fimmtungur Tékka er búinn að gleyma hvað hann kaus í síöustu þingkosningum sem voru 1992. Enga gyðinga og negra Skrifstofa þýska ferðamála- ráðsins í New York gerir ekkert til að fá gyöinga, negra og aöra mínnihlutahópa til aö ferðast til Þýskalands. SærðkíAlsír Þijátiu og sjö særðust þegar bílasprengja sprakk í Algeirsborg á fimmtudagskvöld. Átök í Póllandi Lögregla í Póllandi lenti í átök- um við mótmælendur úr samtök- unum Samstöðu í gær. Ennóboðinngestur Enn einn óboöinn gestur klifr- aði yfir girðinguna við Hvíta hús- ið í Washington í gær en hann var umsvifalaust handtekinn. Kannskiburt Yitzhak Rab- in, forsætísráð- herra ísraels, sagði í gær aö ísraelsmenn kynnu að hverfa frá einni landnema- byggð á Golan- hæðum þegar þeir hverfa þaðan vegna friðarsamninga við Sýr- lendinga. Handtekinnáítaliu Forsfjóri fyrirtækis í eigu Silvi- os Berlusconis var handtekinn fyrir spillingu. Erlendar kauphaHir: Litlar breytingar ávísitölu Tiltölulega Utlar breytingar hafa orðiö á hlutabréfavísitölum í erlend- nm kauphöllum að undanfómu eftir því sem DV kemst næst. Vísitalan í New York hefur rokkað lítillega ef vísitalan á mánudag er borin saman viö síðustu viku. Sama gildir um vísi- töluna í London og Frankfurt en breytingarnar hafa verið aðeins meiri í Hong Kong og Tokyo á sama tíma. Bensínverð hefur haldist nokkuð stöðugt undanfama viku. Verð á 92ja oktana og 98 oktana bensíni hefur að mestu haldist óbreytt. 92ja oktana bensín hefur verið 197-198 en 98 okt- ana bensín verið um 197. Verð á hrá- olíu hefur falhð lítillega, úr 18,82 í byijun vikunnar í 18,19 á tunnuna eða 160 lítra af bensíni. Útlönd Starfsmenn SÞ umkringdlr af sveitum Bosníu-Serba: Serbar hlekkja 3 við vopnabúr Hersveitir Bosníu-Serba hlekkjuðu í gær þijá óvopnaða hemaðareftir- litsmenn Sameinuöu þjóðanna við vopnabúr sem flugvélar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) höfðu varpað sprengjum á til að koma í veg fyrir frekari loftárásir. Þá umkringdu Serbar um 200 friöargæsluliða til aö geta tekið þá í gíslingu ef þurfa þykir. Serbarnir afvopnuðu til viðbótar um þrjátíu franska friðargæsluliða við Poljine vopnasöfnunarstaðinn nærri Sarajevo og fluttu þá burt en ekki er vitað hvert. Á sjónvarpsmyndum sem Bosníu- Serbar sendu frá sér má sjá hvar eft- irlitsmennirnir þrír, Tékki, Kanada- maður og Rússi, em handjámaðir við jámbita og dyr geymslu þar sem í eru sprengjur fyrir stórskotaliðs- byssur. Bosníu-Serbar höföu áöur hótað að drepa starfsmenn SÞ ef NATO gerði frekari loftárásir. Herflugvélar bandalagsins réðust tvisvar á vopna- geymslu Serba í skógi nærri bæki- stöðvum þeirra skammt frá Sarajevo eftir að Serbar fóru ekki að úrslita- kostum SÞ um að skila aftur vopnum sem þeir tóku úr vopnageymslu SÞ. Serbar hafa ekki fyrr gengjð jafn langt í að nota starfsmenn SÞ sem skildi. Eftir fyrri loftárásir NATO hafa gæsluhðar veriö hnepptir í varðhald en þeim hefur ekki fyrr veriö hótaö lífláti. Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO, sakaöi Serba um að brjóta gegn ályktunum SÞ og sagði að starf alþjóðlega gæsluliðsins í Bosníu stæði á tímamótum þar sem ekki væri hægt að líöa frekari niðurlæg- ingu af hálfu Serba. Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær að Rússar mundu reyna að skerast í leikinn til að stööva bardagana í Bos- níu, að beiðni vesturveldanna. Brundtiand óhressmeð breyttahval- veiðistefnuSvia Gro Harlem Brundtland, försætisráö- herra Noregs, hefur sent Ingvari Caris- syni, starfs- bróður sínum í Sviþjóð, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum yfir harðari afstööu Svía gegn hvalveiðum Norðmanna. Astæðan bréfsins er ársfundur Alþjóða hvalveiöiráðsins sem er haidinn í Dublin á írlandi þessa dagana. Norski forsætisráðherr- ann segist hafa fengið vísbendingar um að Svíar íhugi að breyta afstöðu sinni og verða neikvæðari í garð hvalveiða norskra sjómanna. Brundtland segir að Norðmenn hafi orðið að þola ósanngjörn blaöaskrif og móöganir vegna hvalveiðanna. Að baki því hafi staöið samtök sem nota ársfundi hvalveiðiráðsins í eigin tilgangi. Franskurtáning- urdrekkirlitia bróðursínum Fjórtán ára gamall franskur piltur, Aboubakar Camara, hefúr játað að hafa drekkt fjögurra ára gömlum bróður sínum í síki í suðurhluta Frakklands. Táning- urinn setti steina í vasa bróður síns til aö þyngja hann. Aboubakar segist hafa drekkt bróður sínum í afbrýðikasti en honum fannst foreldrar þeirra ekki veita sér nægilega athygli. Hvarf litla drengsins þótö dul- arfullt í hæsta máta en lík hans fannst síöastliðinn sunnudag. Bróðirinn gaf sig síöan fram viö lögreglu á fimmtudag og gekkst við ódæðisverkinu. Lófótveiðarnar gáfu Norðmönn- um4,5 milljarða Gísli Ktístjánssom, DV, Ósló: Vetrarvertíðin við Lófót í ár færði Norðmönnum 4,5 milljarða islenskra króna í telgur, þriðj- ungi meira en á síðasta ári. Flotinn færði um 60 þúsund tonn af þorski að landi en það mun vera álíka mikið og íslend- ingar veiddu i Smugunni á síð- asta ári. í Noregi er það jafhan haft til viðmiðunar að Smugu- veiðaraar jafnist á við hina hefð- bundnu vetrarvertíð við Lófót. Bróðurparturinn af aflanum, sem berst á land við Lófót, er verkaöur í skreið en afgangurinn er saltaður. Páfisegirmóð- urhlutverkekki undirokandi JóhannesPáll páfi hefur sent væntanlegri kvennaráð- stefiiu Samein- uöu þjóðanna orðsendingu þar sem hann vísarábugfuli- yrðingum feminista um aö móö- urhlutverkið undiroki konur. Páfi segir að ekki eigi að ala á sektarkennd hjá þeim konum sem eru heimavinnandi og ala upp bömin sín. Páfi kom þessum skilaboðum á framfæri viö Gertrude Mongeila, framkvæmdastjóra kvennaráð- stefnunnar, sem fékk áheyra hjá honumíPáfagarði. TT.Reuter Reuter Ókeypisafnotaf reiðhjólumíKaup- mannahöfn Gestir og gangandi í miðborg Kaup- mannahafnar geta fengið ókeypis af- not af eitt þúsund gæðareiðhjólum frá og með þriðjudeginum næstkom- andi. Það eru samtök hjólreiða- manna sem standa að þessari tilraun til að búa til manneskjulegra sam- göngukerfi í borginni. Hjólin verða í þar til gerðum statíf- um og til þess aö losa þau þarf aö setja tuttugu króna mynt í rauf. Pen- inginn fær notandinn síðan til baka þegar hann skilar hjólinu aftur í eitt af sextíu statífunum sem sett verða upp í gamla bænum, innan múranna. AÍlir mega nýta sér þessa þjónustu, innfæddir jafnt sem útlendir. „Þessi tilraun er einstök í heimin- um,“ segir Morten Sadolin, 35 ára gamall formaður hjólasamtakanna. Hjóhn eru með sérstöku senditæki inni í stellinu og því verður hægt að miða hvert einasta þeirra út, ef ein- hverjir fingralangir skyldu fara með hjólin heim. Ritzau Fræðingarfinna þorskviðKanada Kanadískir fiskifræðingar hafa fundið milli tíu og tuttugu þúsund tonn af þorski í Trinity-flóa á austur- strönd Nýfundnalands og vekur það vonir um að þorskstofninn sé farinn að rétta úr kútnum. „Þetta er mesta magn hrygningar- þorsks sem við höfum séð í norðaust- urhluta Nýfundnalands frá árinu 1992,', sagði William Doubleday, for- stjóri hafrannsóknastofnunarinnar. Reuter Bandariska kynbomban og leikkonan Sharon Stone var létt í lund þegar hún brá á leik fyrir Ijósmyndara í frönsku Miðjarðarhafsborginni Cannes þar sem hún kynnti nýjustu myndina sina, vestrann The Quick and the Dead, á kvikmyndahátiðinni. Simamynd Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | 4600 Dow Jones 440° 4200 -/r* 4000 4000 3800 4376,95 3400 FT-SE 100 3300 3200 3100 3000 290P 2150 2100' 2050 2000 1950 1900 1850 2083,17 17500 i7ooon 16500 ' 16000 15500 15000 Nikkei 15789,12 9500 Han8 Sení 7500 9058,74 F M A M F M A M F M A M F M A M j WMEEM 3300 A eAjh 29Ö0 U 2800 2700 3020 F M A M 200 r 150 197 */t F M A M 250 150 208 $/1 F M A M 25 15 10 $/ 5 IB.19 tunna F M A M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.